Færslur: Khasoggi

Telja krónprinsinn hafa heimilað morðið á Khasoggi
Bandaríska leyniþjónustan telur afar litlar líkur á að aðgerð sem leiddi til morðs á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khasoggi hafi átt sér stað án samþykkis krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman. Þetta kemur fram í skýrslu leyniþjónustunnar um morðið sem gefin var út nú síðdegis.
26.02.2021 - 19:19
Krefjast sniðgöngu G20 fundar í Sádi-Arabíu
Fjörutíu og fimm bandarískir þingmenn leggja fast að Bandaríkjastjórn að sniðganga fund G20 ríkjanna í Sádi-Arabíu í næsta mánuði nema þarlend yfirvöld geri gangskör að því að auka og bæta mannréttindi.
22.10.2020 - 06:27
Átta dæmd fyrir morðið á Khashoggi
Átta hafa verið dæmd til sjö til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir morðið á sádí-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018.
Tuttugu ákærðir fyrir morðið á Khashoggi
Yfirvöld í Tyrklandi hafa birt ákærur á hendur tuttugu mönnum vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október 2018. Meðal ákærðra eru tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu. 
25.03.2020 - 11:58
Krónprins Sáda sagður tengjast innbroti í síma Bezos
Krónprins Sádi-Arabíu er sagður ábyrgur fyrir því að brotist var inn í snjallsíma bandaríska milljarðamæringsins Jeff Bezos, forstjóra Amazon og aðaleiganda bandaríska stórblaðsins Washington Post, í fyrra.
22.01.2020 - 05:55
Myndskeið
„Við vitum ekki hvar líkið af honum er“
Við vitum ekki enn hvar líkamsleifarnar eru, segir unnusta Jamals Khashoggis sádiarabíska blaðamannsins sem var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í Istanbúl. Hún krefur krónprins Sáda um svör og segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og Evrópuríki hafa brugðist í málinu. Í dag er eitt ár frá því að Khashoggi var myrtur.
02.10.2019 - 22:21
Morðið á Khashoggi „gerðist á minni vakt“
Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, segist bera sök á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi vegna þess að það hafi gerst á hans vakt. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar PBS um krónprinsinn sem verður frumsýnd í næstu viku.
26.09.2019 - 12:56
Ásakanir ganga á víxl
Það hefur hitnað í kolunum í samskiptum Bandaríkjanna og Írans á síðustu dögum. Bandaríkjamenn saka Írani um að hafa ráðist á tvö olíuskip í Ómanflóa og í nótt kveðst byltingarvarðlið Írans hafa skotið niður bandarískan njósnadróna yfir Suður-Íran.
20.06.2019 - 10:23
Líkur á ábyrgð krónprins á morði Khashoggi
Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir sannfærandi vísbendingar um að krónprins Sádi-Arabíu og fleiri háttsettir ráðamenn beri ábyrgð á morði blaðamannsins Jamal Khashoggi.
19.06.2019 - 11:08
Segir morðið á Khashoggi þaulskipulagt
Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur að yfirlögðu ráði og morðið var skipulagt og framið af sádiarabískum embættismönnum. Þetta segir  Agnes Callamard, sem rannsakað hefur morðið fyrir hönd mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 
08.02.2019 - 10:59
Erlent · Asía · Khasoggi
Dauðarefsingar krafist í Khashoggi máli
Ríkissaksóknari í Sádi-Arabíu krefst dauðarefsingar yfir fimm af ellefu mönnum sem sakaðir eru um aðild að morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Réttarhöld í málinu hófust í Ríad í morgun.
03.01.2019 - 10:34
Erlent · Asía · Khasoggi
Dýrt að rifta samningi við Sáda
Stjórnvöld í Kanada leita nú leiða til að rifta samningi um sölu á hergögnum til Sádi-Arabíu án þess að þurfa að greiða fyrir það bætur. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, greindi frá þessu í gærkvöld.
17.12.2018 - 09:28
Telja krónprinsinn viðriðinn morðið
Formenn nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings segja fullvíst að Mohammed bin Salman krónprins í Sádi-Arabíu eigi aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem myrtur var á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október.
05.12.2018 - 12:42
Ræðir við þingmenn um Khashoggi
Gina Haspel, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, ætlar í dag að upplýsa leiðtoga nokkurra nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í ræðismannsskrifstofu Saudi-Arabíu í Istanbúl 2. október.
04.12.2018 - 16:29
Bandarískir þingmenn krefjast svara
Utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur beðið Donald Trump forseta að ganga úr skugga um hvort Mohammed bin Salman, krónprins Saudi-Arabíu, hafi átt aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.
21.11.2018 - 12:54
Vaxandi óánægja með krónprinsinn
Sumir í sádiarabísku konungsfjölskyldunni vilja ekki að Mohammed bin Salman krónprins taki við af föður hans látnum og eru farnir að reka áróður fyrir því að einhver annar taki við. Fréttastofan Reuters segist hafa þetta eftir þremur heimildarmönnum tengdum sádiarabísku hirðinni.
20.11.2018 - 16:37
Erlent · Asía · Khasoggi
Átján Sádum meinað að koma til Þýskalands
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa bannað átján Sádi-Aröbum að koma til landsins vegna meintra tengsla þeirra við morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi.
19.11.2018 - 11:48
Erlent · Asía · Evrópa · Khasoggi
Tyrki og Sáda greinir á um morðið á Khashoggi
Yfirvöld í Tyrklandi hafa sönnunargögn sem stangast á við fullyrðingar Sádi-Araba um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar á meðal aðra hljóðupptöku. Tyrkneska blaðið Hürriyet greinir frá þessu. 
16.11.2018 - 12:17
Erlent · Asía · Khasoggi
Segir skýringar Sáda ófullnægjandi
Stjórnvöld í Tyrklandi telja ófullnægjandi skýringar ríkissaksóknara Sádi-Arabíu á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í dag og staðhæfði að Khashoggi hefði verið myrtur að yfirlögðu ráði.
15.11.2018 - 13:19
Erlent · Asía · Khasoggi
Fimm eiga yfir höfði sér dauðarefsingu
Fimm sádiarabískir embættismenn eiga yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Ríkissaksóknari Sádi-Arabíu greindi frá þessu í morgun.
15.11.2018 - 11:03
Erlent · Asía · Khasoggi
Fréttaskýring
Dauði Khashoggis og hræsnin
Um fátt hefur meira verið fjallað á síðustu vikum en morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Það hefur nánast komið af stað milliríkjadeilu á milli Tyrklands og Sádi-Arabíu. Málið snýst þó um miklu meira en örlög eins blaðamanns, hræðileg örlög hans hafa í raun snúist upp í valdabaráttu tveggja manna sem báðir vilja láta líta á sig sem leiðtoga múslima í heiminum.
25.10.2018 - 16:07