Færslur: Kharkiv

Málaliðar Wagner taldir í fremstu víglínu
Sprengjum var varpað á Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, í nótt. Ihor Terekhov borgarstjóri segir sprengjurnar hafa fallið norðaustanvert í borginni og meðal annars hæft tveggja hæða íbúðahús og menntastofnun. Breska varnarmálaráðuneytið segir málaliða Wagner í fremstu víglínu austast í Úkraínu.
Rússar segjast hafa náð stóru orkuveri í Donetsk
Rússnesk yfirvöld segja að hersveitir þeirra hafi náð stærsta kolaknúna orkuveri Úkraínu á sitt vald. Verið er nærri borginni Svitlodarsk í Donetsk-héraði.
27.07.2022 - 04:35
Zelensky segir illskuna sífellt færast í aukana
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir bardaga færast í aukana í austurhluta landsins og að illskan verði sífellt meiri. Stríðinu er langt í frá lokið sagði hann daglegu ávarpi sínu.
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
Segir frið aðeins nást við samningaborðið
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir hersveitir landsins hafa valdið innrásarher Rússa gríðarmiklu tjóni. Hann segir aðeins hægt að binda enda á stríðið með samningum. Þetta kom fram í viðtali við Zelensky á úkraínskri sjónvarpsstöð í gær.
Costa heitir aðstoð við endurbyggingu skóla í Úkraínu
Forseti Úkraínu segir að hátt í tvö þúsund skólar hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Rússa í landinu. Forsætisráðherra Portúgals heitir aðstoð við endurreisn skólanna.
Duda hyggst leita réttar Pólverja vegna Katyn
Andrzej Duda forseti Póllands greindi frá því í dag að Pólverjar hygðust leita réttar síns vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi í apríl 1940. Þá myrtu sovéskar sveitir 22 þúsund Pólverja að skipun Jósefs Stalín.
„Skothríðinni linnir ekki“
Miklar eldflaugaárásir voru gerðar á Kharkiv næst stærstu borg Úkraínu í gær. Talið er að tugir almennra borgara hafi fallið í árásunum en Igor Terekhov borgarstjóri segir íbúðabyggð hafa verið skotmark Rússa. Hann fordæmir árásirnar harkalega.