Færslur: kettir

Fimm þúsund króna sekt við lausagöngu katta á Húsavík
Misjafnar reglur gilda um lausagöngu katta í þéttbýli hér á landi. Í Norðurþingi hefur lausaganga verið bönnuð í nokkur ár. Umhverfisstjóri sveitarfélagsins segir bannið hafa gefist vel.
16.07.2020 - 15:15
Myndskeið
Þreytt á lausagöngu katta á Akureyri
Endurskoða á reglur um lausagöngu katta á Akureyri. Kona, sem staðið hefur í stríði við kött í hverfinu í rúmt ár, kom heim úr ferðalagi í vikunni og hennar beið heldur ógeðfelld gjöf.
15.07.2020 - 19:50
Myndskeið
Kettlingajóga vakti mikla lukku
Sérstakt kettlingajóga var haldið í Kattholti á alþjóðlega jógadeginum í dag. Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, jógakennari, leiddi jógatímann ásamt fjórum kettlingum og leit myndatökumaður RÚV við.
21.06.2020 - 15:57
Innlent · Kattholt · Kettlingar · kettir · Jóga
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Hótelgestir leyfðir svo lengi sem þeir hafa fjóra fætur
Á síðustu vikum hafa flest hótel landsins skellt í lás enda afar fáir erlendir ferðamenn á landinu. Erfitt er að spá fyrir um komu ferðamanna í sumar en þó hefur að minnsta kosti eitt hótel á Suðurnesjum ákveðið að opna á ný um mánaðamótin en einu leyfilegu gestirnir þar eru fjórfætlingar.
30.04.2020 - 10:22
Mannlíf · Hundar · kettir · Dýr · Dýralíf
Myndskeið
Skjálfa og æla af hræðslu við flugeldasprengingar
Dýralæknir segir mikilvægt að eigendur gæludýra séu rólegir um áramótin þegar flugeldasprengingar kveða við, því það geti róað dýrin. Þau geti skolfið, ælt og verið of hrædd til þess að vilja fara út að pissa.
29.12.2019 - 18:36
Innlent · gæludýr · flugeldar · Hundar · kettir
Viðtal
Át glútenlausan brauðhleif í bræði sinni
Kettirnir sem dýralæknar í Virginu fengu til að taka þátt í rannsókn á offitu katta brugðust margir ókvæða við megruninni sem þeir voru skikkaðir í. Foxillir átu þeir úr ruslinu og nöguðu húsgögn til að sýna vanþóknun sína. Einn var þó hæstánægður og komst á þá skoðun að kúrbítur væri ekkert mikið síðri en Whiskas.
06.10.2019 - 14:58
Myndskeið
Týndist á Akureyri en fannst á Siglufirði
Kötturinn Kanilsykur hvarf frá heimili sínu á Akureyri um miðjan júlí. Eftir að eigandi kisa lýsti eftir honum á samfélagsmiðlum fannst hann, rúmum tveimur vikum síðar, á Siglufirði.
13.08.2019 - 17:04
Óttast að eitrað sé fyrir köttum á Kattaeyju
Grunur leikur á að eitrað sé fyrir köttum á Umashima-eyju í Japan sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Á eyjunni búa fleiri kettir en fólk og þess vegna er hún iðulega kölluð Kattaeyja. Síðan árið 2014 hefur köttunum fækkað úr 90 í 30.
08.08.2019 - 08:24
Erlent · Asía · Japan · kettir · Dýralíf
New York bannar að fjarlægja kattarklær
New York varð í gær fyrsta ríki Bandaríkjanna til að banna að fjarlægja klær af köttum. Slíkt er bannað í nokkrum löndum og segja dýraverndunarsinnar aðgerðirnar grimmdarlegar.
23.07.2019 - 02:56
Pistill
Borg sem er stjórnað af köttum
Með hækkandi sól huga margir Íslendingar að utanlandsferðum í von um langþráð tækifæri til að spranga um á sandölum og ermalausum bol. Fyrir tveimur árum hélt ég í lestarferðalag um álfuna með bakpoka, á fund villikatta Aþenuborgar, í leit að svörum við lífsgátunni.
14.05.2019 - 11:57
Pistill
Tónlist fyrir ketti
„Í stað þess að kíkja á Avengers í bíó með vinum eða hlusta á kvöldsöguna með fjölskyldunni þá getum við flett upp Music for Cats á streymisveitunni og átt sams konar kvöld með kettinum,“ segir Tómas Ævar í nýjum pistli sínum um afþreyingu fyrir ketti.
05.05.2019 - 11:10
Viðtal
Hver vill eignast gamlan kött?
Fólk í kisuleit hefur verið að reka sig á það upp á síðkastið að kettlingar eru orðnir illfáanlegir. Víða eru hins vegar ljúfar kisur á besta aldri í heimilisleit.
13.04.2019 - 11:00
Fréttaskýring
Kattagetnaðarvörn ófáanleg fram í maí
Lyfið Perlutex, getnaðarvarnarpilla fyrir ketti, hefur verið ófáanlegt hér á landi frá því í byrjun september og það er ekki von á því á markað fyrr en í fyrsta lagi í maí á næsta ári. Á vef innflytjandans Distica, segir að hormónalyfið sé ekki til hjá framleiðanda. Um 1500 skammtar seldust af lyfinu í fyrra. Kattaræktandi segist eiga von á skemmtilegum kór, þegar allar læðurnar byrji að breima. Lyfið er mjög krabbameinsvaldandi sé það notað til langs tíma.
18.12.2018 - 14:51
Myndskeið
Ver öllum sínum tíma í umönnun 200 katta
Þetta byrjaði allt með einni lítilli kisu sem sonur hennar bað hana um að annast. Síðan eru liðin sex ár og kattamamman í höfuðborg Omans er nú með 200 ketti á heimilinu.
22.09.2018 - 20:35
Erlent · Dýr · kettir · Dýralíf
Kúrir með kisum og safnar pening
Terry Laurmen, sjálfboðaliði í kattaathvarfi í Green Bay í Wisconsin í Bandaríkjunum, sinnir líklega einu notalegasta starfi í heimi; að kúra með köttum. Forsvarsfólk athvarfsins reiðir sig á framlög frá almenningi við reksturinn og eftir að þau fóru reglulega að birta myndir af Laurmen sofandi með köttunum á samfélagsmiðlum hefur söfnunin tekið mikinn kipp.
22.09.2018 - 16:50
Kattahótel opnað í Garðabæ
Dýraspítalinn í Garðabæ opnaði kattahótel á dögunum. Það er annað hótelið þeirrar tegundar sem starfrækt er hér á landi en Kattholt hefur lengi boðið gistiþjónustu fyrir kattaeigendur. Jón Örn Kristjánsson, fjármálastjóri dýraspítalans, segir að hótelið hafi verið opnað vegna töluverðrar eftirspurnar.
02.07.2018 - 07:26
Vilja leyfa gæludýr í félagslegum íbúðum
Velferðarráð Kópavogs samþykki samhljóða í gær tillögu um að leyfa hunda- og kattahald í félagslegu húsnæði á vegum bæjarfélagsins. Samkvæmt tillögunni verður íbúum leyft að hafa dýr á heimili sínu ef sérinngangur er á íbúð. Ef inngangurinn eða stigagangur er sameiginlegur þarf samþykkti tveggja þriðju hluta íbúanna.
15.05.2018 - 16:48
Hætt komin eftir að kötturinn beit hana
„Það er svo mismunandi hvað kettir hafa mikla þörf fyrir að tjá sig og mjálma. Heimiliskettir hafa vanið sig á að mjálma til að ná athygli eigandans, meðan til dæmis villikettir, maður heyrir þá sjaldnast mjálma,“ segir Halldóra Snorradóttir í Kattholti.
20.04.2018 - 20:29
Loki var lækning við þunglyndi
Loki býr í New York og vekur athygli hvert sem hann fer. Hann er sömuleiðis mjög ástríkur, kelinn og félagslyndur. Hann hefur sérstaka ánægju af löngum lúrum, eftirlætis maturinn hans er kjúklingur og eggjahræra og honum þykir einkar gott að láta klóra sér á kollinum. Það má einnig fylgja sögunni að Loki er köttur.
18.04.2018 - 11:25
Fegurðarsamkeppni kattanna
„Það er annars vegar metið út frá ræktunarstaðli og hins vegar er þetta fegurðarsamkeppni,“ sagði Ólafur Sturla Njálsson um vorsýningar Kynjakatta sem haldnar voru í Officera-klúbbnum í Reykjanesbæ um helgina. Lestin á Rás 1 spjallaði við þátttakendur.
17.03.2018 - 09:45