Færslur: kettir

Villikettir bera fram djarfa bón um ókeypis lóð
Samtökin Villikettir hafa farið þess á leit við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að þau fái lóð endurgjaldslaust undir 300 fermetra stálgrindahús til að geta sinnt villi-og vergangskisum. Samtökin segja að þetta kunni við fyrstu sýn að virðast djörf bón en hún sé bæði sanngjörn og skiljanleg. Samtökin hafi sennilega sparað bæjarfélaginu 70 til 80 milljónir á þeim átta árum sem þau hafa starfað í Hafnarfirði.
Sjónvarpsfrétt
Kettir lenda í minkagildrum út um allt land
Kettir lenda í minkagildrum um allt land, samkvæmt dýraverndarsamtökunum Villiköttum. MAST rannsakar nú notkun minkagildra í smábátahöfn í Reykjavík.
30.10.2022 - 19:45
Græðgi mannanna veldur offramboði á köttum
Margir kettir eru í heimilisleit víða um land. Sjálfboðaliði hjá dýrasamtökunum Dýrfinnu segir tímabært að þarfir kattanna sjálfra séu settar ofar þörfum mannanna í þessu samhengi.
31.07.2022 - 12:22
Sjónvarpsfrétt
COVID-kisurnar leita að nýjum heimilum
Á annað hundrað kettir, sem eru í umsjá samtakanna Villikettir, leita nú að nýju heimili. Formaður samtakanna segir að kórónuveirufaraldurinn hafi ekki verið köttum hliðhollur, fólk losi sig unnvörpum við ketti eftir að lífið komst í samt horf.
12.07.2022 - 20:09
Fjallabyggð vill takmarka lausagöngu katta
Lausaganga katta verður að öllum líkindum bönnuð að kvöld- og næturlagi í Fjallabyggð þann tíma sem varptími fugla stendur sem hæst. Ekki er þó ætlunin að beita viðurlögum við brotum á banninu.
19.06.2022 - 08:10
Leita að Nóru sem Reykjavíkurborg fangaði og týndi svo
Reykjavíkurborg fangaði á laugardag köttinn Nóru eftir að nágranni hringdi og kvartaði undan henni. Meira en sólarhring síðar höfðu eigendurnir sjálfir samband við borgina til að spyrjast fyrir um afdrif kattarins en var þá tjáð að kötturinn væri týndur eftir að hafa sloppið úr vörslu borgarinnar. Enginn hafði þá látið eigendurna vita af stöðu mála. Guðmundur Felixson, eigandi kattarins, furðar sig á vinnubrögðum borgarinnar.
13.06.2022 - 16:09
Vona að sáttum sé náð í stóra kattamálinu
Þrátt fyrir að ný tillaga um lausagöngu katta hafi verið samþykkt samhljóma í Bæjarstjórn Akureyrar í gær eru bæjarfulltrúar enn ósammála um hvernig kattahaldi skuli best háttað. Þau vonast þó til að sátt sé komin í málið og hægt sé að fara að einblína á önnur verkefni.
27.04.2022 - 15:24
Gettu Betur á bláþræði
Ferfættir gestir bræddu keppendurna
Lið katta og lið hunda öttu kappi í Gettu Betur á bláþræði í gærkvöld og var því ekki nema viðeigandi að spyrja hvort lið um sig út í einkennisdýr þáttarins. Til þess voru fengnir góðir gestir.
23.04.2022 - 12:55
Kattamálið á Akureyri úr sögunni fyrir kosningar?
Allar líkur eru á að fallið verði frá banni við lausagöngu katta á Akureyri á næstunni. Málið verður á dagskrá bæjarstjórnar fljótlega, þar sem von er á tillögu þess efnis. Bæjarfulltrúi í röðum frambjóðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri upplýsti þetta á kosningafundi RÚV fyrr í dag.
Ólíklegt að veiðiglaðir kettir smitist af fuglaflensu
Eigendur veiðiglaðra katta þurfa ekki að óttast að kettir þeirra smitist af fuglaflensunni enn sem komið er. Yfirdýralæknir Matvælastofnunar segir engin þekkt dæmi þess að kettir hafi smitast af þessari gerð fuglaflensu.
18.04.2022 - 12:34
Bjartsýn á að kettir og menn nái sáttum á Akureyri
Bæjarfulltrúi á Akureyri segir að til standi að ræða á ný lausagöngu katta. Hún er bjartsýn á að bann við lausagöngu sem samþykkt var í bæjarstjórn í vetur verði dregið til baka.
22.03.2022 - 14:46
Um 45% Akureyringa á móti banni við lausagöngu katta
Rúmlega 45% Akureyringa eru mótfallin því að bann verði sett við lausagöngu katta. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í nóvember að banna lausagöngu katta frá ársbyrjun 2025.
03.02.2022 - 14:48
Sníkjudýr sem veldur niðurgangi í íslenskum ketti
Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn í ketti á Íslandi. Það getur valdið krónískum niðurgangi í köttum. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar Íslands. Ólíklegt er að sú gerð skíkjudýrsins sem lifir í köttum geti valdið sýkingum í öðrum dýrum og það er almennt ekki talið hættulegt fólki.
30.01.2022 - 20:56
Kattaskortur stórlega ýktur
Uppi hafa verið háværar raddir um að erfitt sé að fá kettling á Íslandi og jafnvel talað um kattaskort. Kona sem rekur kattaathvarf á Akureyri segir umræðuna á villigötum og hún geti leitt til þess að fólk sjái dýrin sem gróðamaskínu.
25.01.2022 - 08:55
Búa sig undir leit að týndum dýrum á nýársnótt
Sjálfboðaliðar samtakanna Dýrfinnu, búa sig undir langar nætur næstu daga á meðan landsmenn sprengja flugelda til þess að fagna nýju ári. Samtökin leita að týndum gæludýrum og segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, einn sjálfboðaliðanna, þau sjaldan hafa eins mikið að gera og um hátíðarnar. Þau leita oftast að týndum hundum, en einnig komi fyrir þau leiti að köttum sem talið sé að gætu verið í hættu.
30.12.2021 - 09:12
Sjónvarpsfréttir
Kisukoti gert að sækja um starfsleyfi
Kona, sem hefur undanfarin 10 ár fóstrað heimilislausa ketti á heimili sínu á Akureyri, þarf nú að sækja um sérstakt starfsleyfi til yfirvalda. Hún telur sig ekki hafa burði til þess en hún hefur enga fjárhagslega aðstoð fengið frá bæjaryfirvöldum.
07.12.2021 - 09:44
Sjónvarpsfrétt
Býður fram lista fyrir hönd katta — „Alvara með þessu“
Nýtt stjórnmálaafl, Kattaframboðið, var kynnt á Akureyri í síðustu viku. Með framboðinu er hugmyndin að kettir bjóði sig fram í bæjarstjórn Akureyrar og mjálmi í burt bæjarfulltrúa sem vilja banna lausagöngu katta.
25.11.2021 - 14:04
Helmingur hlynntur lausagöngu katta
Um helmingur Íslendinga er annað hvort mjög hlynntur eða frekar hlyntur lausagöngu katta í sínu sveitarfélagi. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. Tæp fjörutíu prósent sögðust frekar eða mjög andvíg.
12.11.2021 - 13:41
Samfélagið
Hildur syrgir miðbæjarköttinn Snabba
„Snabbi var fullkominn köttur,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur um köttinn sem flutti inn til fjölskyldunnar í janúar en dó skyndilega á dögunum. Harmurinn er mikill á heimilinu en líka um allan miðbæ þar sem Snabbi var víðförull og mannblendinn og átti sér marga aðdáendur.
09.11.2021 - 14:23
Dýralæknafélagið á móti banni á lausagöngu katta
Dýralæknafélag Íslands hefur ályktað um fyrirhugað bann Akureyrarbæjar á lausagöngu katta. Formaður félagsins segir að það geti haft mjög alvarleg áhrif á heilsu katta að vera lokaðir inni.
08.11.2021 - 08:19
Bann við lausagöngu katta í Norðurþingi umdeilt
Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug. Kattaeigendur á Húsavík eru almennt ekki sáttir við bannið. Þeir íhuga að reyna að fá það fellt úr gildi og að fundin verði málamiðlunarlausn.
04.11.2021 - 14:09
Lausa­ganga katta bönnuð á Akur­eyri árið 2025
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Sjö bæjarfulltrúar samþykktu bannið. Fjórir voru á móti.
03.11.2021 - 10:36
Sjónvarpsfrétt
Fallegasti kisi landsins fékk ráð frá vaxtaræktarhetjum
Verðlaunakötturinn Pondus var á dögunum valinn fallegasti köttur landsins. Hann á ekki langt að sækja fegurðina því bæði blómóðir og eigendur hafa sópað að sér verðlaunum í svipuðum keppnum í gegnum árin.
26.10.2021 - 17:28
Óvenju margir heimilislausir kettir á vergangi
Samtökin Villikettir hafa þurft að sinna óvenju mörgum heimilislausum köttum á vergangi í haust, segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir formaður Villikatta. „Við vitum ekki ástæðuna, en höfum verið að geta í eyðurnar“ segir Arndís, en þeim dettur helst í hug að fólk sé að losa sig við gæludýr sem það eignaðist á tímum samkomutakmarkana.
22.10.2021 - 16:49
Kötturinn Eldur birtist óvænt í blárri peysu
Kötturinn Eldur er ársgamall mann- og barnavinur sem býr í Vesturbænum. Að sögn eigandans hefur hann líka sterka tískuvitund og veit alveg hverju hann vill klæðast. Nýverið birtist hann óvænt í glænýrri peysu.
14.10.2021 - 20:00

Mest lesið