Færslur: kettir

Ferfættur ruslaplokkari á Höfn í Hornafirði hlaut styrk
Kötturinn Birta, sem býr á Höfn í Hornafirði, hefur vakið nokkra athygli í sumar en hún er sérstaklega öflugur ruslaplokkari í bænum. Birta plokkar rusl á hverjum degi og færir eiganda sínum, Stefaníu Hilmarsdóttur. Kisan Birta hefur ekki tekið sumarfrí frá plokkunarstörfum þetta árið en hún hefur þegar fyllt heilan plastpoka af rusli, það sem af er ágústmánuði.
Köttur uppi í tré hélt vöku fyrir nágrönnum
Annasamt var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt en Slökkviliðið sinnti 134 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, 24 þeirra voru forgangsútköll. Einn köttur hlaut þá aðstoð slökkviliðsmanna við að komast niður úr tré.
22.07.2021 - 13:55
Ruslasafn heimiliskattar til sýnis á Hornafirði
Kisan Birta, sem býr á Höfn í Hornafirði, á sérstakt áhugamál. Kisan plokkar rusl og hluti sem hafa verið skildir eftir eftirlitslausir í gríð og erg og nú hefur verið opnuð sýning með afrakstrinum í Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Vilja að Akureyringar haldi köttum sínum inni
Bæjaryfirvöld á Akureyri mælast til þess að kattaeigendur haldi köttum sínum inni um nætur á varptíma fugla. Þá er fólk hvatt til að skrá ketti sína. Aðeins lítið brot af köttum á Akureyri er formlega skráð.
04.06.2021 - 16:55
Viðtal
Sumir sjá ekki aðra lausn en að drepa kettina
„Auðvitað vonum við að allir vilji hjálpast að en svo eru alltaf einhverjir inn á milli sem ekki sjá aðra lausn en að drepa kettina.“ Þetta kom fram í viðtali við Jóhönnu Ásu Evensen rekstrarstjóra Kattholts í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Fyrir kemur að eitrað er fyrir köttum sem ganga lausir í borg og bæjum.
18.05.2021 - 08:44
Næstum eins og að vera með lítið barn á heimilinu
Óvenjulegur gestur dvelur nú á heimili hjónanna Ásgeirs Hólm Agnarssonar og Elsu Guðbjargar Borgardóttur sem búsett eru í Súðavík. Selskópurinn Tóbías Eró er nánast orðinn eins og einn af fjölskyldunni en sonur hjónanna og vinur hans björguðu kópnum úr fjörunni við Ísafjarðardjúp.
08.05.2021 - 18:21
Innlent · Dýr · Vestfirðir · selir · Villt dýr · Hundar · kettir · Gæludýrahald
Það er von fyrir ketti eins og Mongús
Tíu ára gamall fressköttur lifir nú eins og blóm í eggi hjá eldri hjónum í Hveragerði. Mongús var ógæfuköttur og alræmdur í bænum um árabil, mörgum var illa við hann og nýlega uppgötvuðust í honum högl að því er virðist eftir skotárás. 
26.02.2021 - 14:01
Viðtal
Kötturinn fann á sér að Jóhann kæmi ekki aftur heim
Þegar Jóhann Runólfsson greindist með alvarlegt krabbamein ákvað eiginkona hans að fara á svig við húsreglur í blokkinni og taka að sér lítinn kettling. Kisa var sem skuggi Jóa á meðan hann lifði og það var sem hún fyndi á sér, þegar hann yfirgaf heimilið í síðasta sinn, að þau sæjust ekki aftur.
28.12.2020 - 11:20
Myndskeið
Slegist um hvolpa og kettlinga í kófinu
Mikil eftirspurn er eftir gæludýrum þessa dagana. Dýralæknir hvetur fólk til þess að láta ekki undan hvatvísi heldur hugsa málið vandlega áður en það ræðst í slíka skuldbindingu. Fólk verði að vera reiðubúið til að skuldbinda sig fjárhagslega og tímalega.
12.11.2020 - 19:34
Markmiðið að bæta þjónustu við dýr og eigendur þeirra
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps sem gerði skýrslu um gæludýramál í borginni, segir það hafa verið meginmarkmiðið að bæta þjónustu og styðja við hagsmuni gæludýra og eigenda þeirra í borginni.
11.11.2020 - 16:58
Segir glitta í hundafordóma í skýrslu um gæludýr
Freyja Kristinsdóttir hjá Félagi ábyrgra hundaeiganda segir skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr í Reykjavík sýna að allt fé málaflokksins fari í að halda uppi óþörfu tvískráningarkerfi.
10.11.2020 - 09:56
„Börn eru almennt skemmtilegri en fullorðnir“
„Það er þægilegt að fara úr því að skrifa um kalsár á fólki sem er að deyja á öræfum og svo að skrifa um kött sem þykist vera í geimfaraáætlun sem er styrkt af síldarverksmiðjum,“ segir Yrsa Sigurðardóttir sem er með tvær bækur í jólabókaflóði ársins. Önnur er hryllileg glæpasaga en hin er barnabók um kött. Hún lofar að senda frá sér tvær bækur á ári héðan í frá.
Gunnlaugur reyndi að losa sig við nýju kettlingana
„Við höfðum saknað hans svo mikið,“ segir Freyja Amble Gísladóttir, eigandi kattarins Gunnlaugs sem skilaði sér heim í gær eftir fjögurra mánaða ferðalag. Eftir þriggja mánaða leit gáfust eigendurnir upp og fengu sér kettlinga sem Gunnlaugi fannst óþörf viðbót og í gær reyndi hann að taka málin í sínar loppur.
09.10.2020 - 10:10
Síðdegisútvarpið
Loppulangur þjófur í Kópavogi
Undarleg þjófnaðaralda hefur riðið yfir Kópavog að undanförnu þar sem fólk hefur orðið vart við það að ýmsir smáhlutir og leikföng hverfa úr görðum þess. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varpaði ljósi á málið á Facebook og reyndist sökudólgurinn vera loppulangur köttur hennar.
23.09.2020 - 10:55
Fimm þúsund króna sekt við lausagöngu katta á Húsavík
Misjafnar reglur gilda um lausagöngu katta í þéttbýli hér á landi. Í Norðurþingi hefur lausaganga verið bönnuð í nokkur ár. Umhverfisstjóri sveitarfélagsins segir bannið hafa gefist vel.
16.07.2020 - 15:15
Myndskeið
Þreytt á lausagöngu katta á Akureyri
Endurskoða á reglur um lausagöngu katta á Akureyri. Kona, sem staðið hefur í stríði við kött í hverfinu í rúmt ár, kom heim úr ferðalagi í vikunni og hennar beið heldur ógeðfelld gjöf.
15.07.2020 - 19:50
Myndskeið
Kettlingajóga vakti mikla lukku
Sérstakt kettlingajóga var haldið í Kattholti á alþjóðlega jógadeginum í dag. Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, jógakennari, leiddi jógatímann ásamt fjórum kettlingum og leit myndatökumaður RÚV við.
21.06.2020 - 15:57
Innlent · Kattholt · Kettlingar · kettir · Jóga
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Hótelgestir leyfðir svo lengi sem þeir hafa fjóra fætur
Á síðustu vikum hafa flest hótel landsins skellt í lás enda afar fáir erlendir ferðamenn á landinu. Erfitt er að spá fyrir um komu ferðamanna í sumar en þó hefur að minnsta kosti eitt hótel á Suðurnesjum ákveðið að opna á ný um mánaðamótin en einu leyfilegu gestirnir þar eru fjórfætlingar.
30.04.2020 - 10:22
Mannlíf · Hundar · kettir · Dýr · Dýralíf
Myndskeið
Skjálfa og æla af hræðslu við flugeldasprengingar
Dýralæknir segir mikilvægt að eigendur gæludýra séu rólegir um áramótin þegar flugeldasprengingar kveða við, því það geti róað dýrin. Þau geti skolfið, ælt og verið of hrædd til þess að vilja fara út að pissa.
29.12.2019 - 18:36
Innlent · gæludýr · flugeldar · Hundar · kettir
Viðtal
Át glútenlausan brauðhleif í bræði sinni
Kettirnir sem dýralæknar í Virginu fengu til að taka þátt í rannsókn á offitu katta brugðust margir ókvæða við megruninni sem þeir voru skikkaðir í. Foxillir átu þeir úr ruslinu og nöguðu húsgögn til að sýna vanþóknun sína. Einn var þó hæstánægður og komst á þá skoðun að kúrbítur væri ekkert mikið síðri en Whiskas.
06.10.2019 - 14:58
Myndskeið
Týndist á Akureyri en fannst á Siglufirði
Kötturinn Kanilsykur hvarf frá heimili sínu á Akureyri um miðjan júlí. Eftir að eigandi kisa lýsti eftir honum á samfélagsmiðlum fannst hann, rúmum tveimur vikum síðar, á Siglufirði.
13.08.2019 - 17:04
Óttast að eitrað sé fyrir köttum á Kattaeyju
Grunur leikur á að eitrað sé fyrir köttum á Umashima-eyju í Japan sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Á eyjunni búa fleiri kettir en fólk og þess vegna er hún iðulega kölluð Kattaeyja. Síðan árið 2014 hefur köttunum fækkað úr 90 í 30.
08.08.2019 - 08:24
Erlent · Asía · Japan · kettir · Dýralíf
New York bannar að fjarlægja kattarklær
New York varð í gær fyrsta ríki Bandaríkjanna til að banna að fjarlægja klær af köttum. Slíkt er bannað í nokkrum löndum og segja dýraverndunarsinnar aðgerðirnar grimmdarlegar.
23.07.2019 - 02:56
Pistill
Borg sem er stjórnað af köttum
Með hækkandi sól huga margir Íslendingar að utanlandsferðum í von um langþráð tækifæri til að spranga um á sandölum og ermalausum bol. Fyrir tveimur árum hélt ég í lestarferðalag um álfuna með bakpoka, á fund villikatta Aþenuborgar, í leit að svörum við lífsgátunni.
14.05.2019 - 11:57
Pistill
Tónlist fyrir ketti
„Í stað þess að kíkja á Avengers í bíó með vinum eða hlusta á kvöldsöguna með fjölskyldunni þá getum við flett upp Music for Cats á streymisveitunni og átt sams konar kvöld með kettinum,“ segir Tómas Ævar í nýjum pistli sínum um afþreyingu fyrir ketti.
05.05.2019 - 11:10