Færslur: Kerlingafjöll

Víkur vegna fyrri starfa hjá Landvernd
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verður staðgengill Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, vegna ákvörðunar um friðlýsingu landslagsverndarsvæðis í Kerlingarfjöllum. Friðlýsingin hefur lengi staðið til. Ráðherra víkur sæti þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Landverndar á þeim tíma sem samtökin sendu Umhverfisstofnun umsögn um málið.
„Átakanlegt að sjá sótsvartan himininn“
Fjallaskíðafólk fjölmennir í Kerlingarfjöll um helgina en þar var rekinn blómlegur skíðaskóli og aðstandendum annt um minningu hans, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum mótsins Þjóta eða njóta, sem fram fer um helgina. Skíðakennari sem var á skíðum á svæðinu þegar Hekla gaus 1980 fagnar þessu framtaki, enda er honum mjög annt um fjöllin.
07.06.2018 - 20:08