Færslur: Kenýa

Síðasti kvenkyns hvíti gíraffinn drepinn
Talið er að veiðiþjófar í Kenýu hafi drepið síðasta kvenkyns hvíta gíraffann í heiminum og kálf hennar á dögunum. Hræin fundust í austurhluta Kenýa, að því er dýraverndarsamtökin Hirola Conservation greindu frá í tilkynningu í gær.
11.03.2020 - 21:52
Myndband
Fleiri dauðsföll vegna snáka en ebólu
Áætlað er að eitursnákar verði um 11.000 manns að bana á heimsvísu í hverjum mánuði. Það eru álíka margir og hafa dáið af völdum ebólu í Vestur-Afríku undanfarin tvö ár. Afríkubúar hafa orðið verst úti. Þar deyja yfir 30.000 manns ár hvert eftir bit þeirra. 
19.09.2019 - 22:20
Erlent · Afríka · Kenýa
Árás á hótel í höfuðborg Keníu
Í það minnsta tvær sprengingar og skothríð heyrðust við hótelbyggingu í Nairóbí höfuðborg Keníu. Sómölsku hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa lýst árásinni á hendur sér.
15.01.2019 - 14:11
Erlent · Afríka · Kenýa
Viðtal
„Hér get ég verið sá sem ég vil vera“
„Faðir minn sagði mér að ég ætti að láta mig hverfa, að ég væri fjölskyldunni til skammar og hótaði að drepa mig, léti ég sjá mig aftur.“ Þetta segir Keneth, 23 ára flóttamaður frá Úganda. Á mánudaginn komu tíu flóttamenn frá Úganda til landsins, þeir eiga það sameiginlegt að vera hinsegin og hafa undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Naíróbí í Kenía. 
21.03.2018 - 18:27