Færslur: Kennarasamband Íslands

Fjögur gefa kost á sér í formann Kennarasambandsins
Fjögur framboð bárust í embætti formanns Kennarasambands Íslands áður en framboðsfrestur rann út á miðnætti.
05.10.2021 - 11:34
Fundað um skólaupphaf í dag
Kennaraforystan fundar með fulltrúum Menntamálaráðuneytisins í dag en gert er ráð fyrir að fundi ljúki síðdegis. Fundinn sitja fulltrúar Kennarasambands Íslands sem og Menntamálaráðuneytisins. Efni fundarins er skólaupphaf og samkomutakmarkanir en núverandi sóttvarnaaðgerðir eru í gildi, að óbreyttu, til 27.ágúst en skólar hefjast í næstu viku.
Morgunútvarpið
Einn tilgangur náms er að læra félagsleg samskipti
Formaður Kennarasambands Íslands, segir mikilvægt að tryggja eins eðlilegt skólastarf og unnt er í haust. Ungu fólki sé félagslegt samneyti afar mikilvægt.
Viðtal
Bólusetning kennara kærkomin eftir erfiðan vetur
Kennarar eru í hópi þeirra sem fá bóluefni Janssen fyrstir allra hér á landi. Byrjað var að gefa bóluefnið í Laugardalshöll í Reykjavík í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að gangi að óskum verði búið að bólusetja stóran hluta kennara fljótlega eftir helgi.
Ofbeldi af hálfu nemenda lítið verið rætt hér á landi
Kennarasamband Íslands, KÍ, fær í hverri viku símtöl frá kennurum sem telja sig verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda. Sambandið hvetur skólastjórnendur til þess að gera viðbragðsáætlun vegna ofbeldis og tilkynna öll atvik. Það sýni sig að opin umræða fækki ofbeldismálum. 
09.02.2021 - 18:20
Myndskeið
Er 75% öryrki eftir árás grunnskólanemanda
Grunnskólakennari sem hlaut áverka af völdum nemanda síns í kennslustofu fyrir nokkrum árum er nú 75% öryrki eftir árásina. Dæmi eru um að kennarar hafi farið í langt leyfi frá störfum í kjölfar slíkra atvika eða jafnvel horfið frá kennslu. Formaður Félags grunnskólakennara segir að réttur kennara til öryggis á vinnustað sé ekki nægilega vel tryggður.
Myndskeið
Staða barna af erlendum uppruna enn meira áhyggjuefni
Hætt er við því að börn af erlendum uppruna fari einna verst út úr þeim breytingum sem hafa átt sér stað í skólakerfinu til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.
15.11.2020 - 15:26
Ræða aukagreiðslur vegna COVID-álags
Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið renna út um áramótin. Guðjón Hreinn Hauksson formaður félags þeirra er uggandi yfir hægum gangi viðræðna. Kennarar hafa lagt til við samningaborðið að þeir fái aukagreiðslur vegna mikils álags í starfi í faraldrinum.
Grunnskólakennarar samþykktu samninginn
Rúm 73% grunnskólakennara samþykktu kjarasamning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga 7. október.
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Þrjú félög Kennarasambandsins samþykkja kjarasamninga
Þrjú af aðildarfélögum Kennarasambands Íslands hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Félögin sem um ræðir eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands.
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga hófust í dag
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga þriggja aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hófust klukkan ellefu í morgun. Félögin sem um ræðir eru Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á föstudag.
Þrjú félög KÍ undirrita kjarasamning
Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands skrifuðu undir nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.
Spegillinn
Örorkubætur þyrftu að vera 400 þúsund
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að öryrkjar hafi gleymst við gerð kjarasamninga. Hún vill að samningar verði ekki kláraðir fyrr en kjör öryrkja hafa verið skoðuð. Hún telur æskilegt að örorkubætur hækki í 400 þúsund krónur á mánuði.
19.05.2020 - 17:08
 · Innlent · Öryrkjar · ASÍ · BSRB · BHM · Kennarasamband Íslands
Morgunútvarpið
Hópur nemenda þegar borið skaða af
Það er sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af nemendum sem standa höllum fæti í skólakerfinu eftir þær raskanir sem hafa orðið á skólastarfi vegna Covid-19. Aðstöðumunur barna er mikill og ójöfnuður gæti aukist. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.
16.04.2020 - 09:21
Huga að aðgerðum náist ekki samningar brátt
Fari ekki að þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkis fara kennarar að huga að verkfallsaðgerðum. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara. Samningar hafi verið lausir í níu mánuði og viðræður séu í pattstöðu þar sem allar samninganefndir á opinbera markaðnum bíði hver eftir annarri. 
29.12.2019 - 12:17
Engir kjarasamningar í sjónmáli
Haustið fer í kjaraviðræður hjá fjölmörgum stéttarfélögum og viðsemjendum. Engir kjarasamningar eru í sjónmáli í þeim viðræðum sem nú standa yfir. Bæði BSRB og BHM stefndu að því, samkvæmt viðræðuáætlun í sumar, að ná kjarasamningum fyrir 15. september. Af því verður ekki. 
Kjaraviðræðum kennara frestað
Samkomulag hefur náðst á milli Kennarasamband Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að fresta formlegum kjaraviðræðum fram í október.
04.09.2019 - 09:50
Ætlar ekki að taka sæti í samráðshópi
Formaður Félags framhaldsskólakennara ætlar ekki að taka sæti í samráðshópi um innleiðingu nýsamþykktra laga um að leyfisbréf kennara gildi á öllum skólastigum. Hún vill að varaformaður taki sæti og skorar á formenn annarra kennarafélaga að gera slíkt hið sama. 
24.06.2019 - 12:13
Trúnaðarbrestur innan KÍ, segir formaður FF
Guðríður Eldey Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið þegar Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, beitti sér fyrir frumvarpi að nýjum lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara.
21.06.2019 - 17:41
Óttast að eitt leyfisbréf dragi úr kröfum
Ný lög kveða á um að eitt leyfisbréf kennara gildi fyrir þrjú skólastig. Lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara, segir í umsögn Félags framhaldsskólakennara.
21.06.2019 - 10:12
Kennarasambandið flytur í Borgartún
Kennarasamband Íslands hefur keypt nýtt húsnæði við Borgartún 30 og flytur úr Kennarahúsinu við Laufásveg á næstunni. Með kaupunum lýkur fimmtán ára leit félags kennara að nýju húsnæði.
14.02.2019 - 17:41