Færslur: Kennarasamband Íslands

„Dæmi um að börn í grunnskólum séu í virkri fíkn"
Skólastjórnendur segja að ofbeldi í skólum hafi aukist. Í ritgerð Soffíu Ámundadóttur til prófs í stjórnun menntastofnana segjast skólastjórnendur upplifa aukningu ofbeldis og alvarlegri birtingarmyndir og í leiðinni ákveðið úrræðaleysi.
Sjónvarpsfrétt
Banna krómbók í dönskum skólum
Danskir skólar mega ekki nota krómbók, algengar fartölvur frá Google, í kennslu þegar nemendur snúa aftur eftir sumarfrí. Þetta er í samræmi við ákvörðun dönsku persónuverndarstofnunarinnar. Slíkar tölvur eru þó notaðar í grunnskólum hér á landi.
Guðjón endurkjörinn formaður FF með miklum meirihluta
Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara í dag. Hann hlaut afgerandi meirihluta atkvæða eða rúm sjötíu prósent.
09.05.2022 - 16:13
Kjörsókn hjá FG rúmlega 33 prósent á hádegi
Þriðjungur félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hafði tekið þátt í formannskosningu á hádegi í dag. Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan tvö á hádegi á morgun.
Kosning hafin um nýja formenn FG og FF
Formannskjör Félags grunnskólakennara og Félags framhaldsskólakennara hófst í dag. Þrjú sækjast eftir að stýra Félagi grunnskólakennara og tveir bítast um formennskuna í Félagi framhaldsskólakennara. Atkvæðagreiðslu um formann FG lýkur á laugardag og til formanns FF á föstudag.
Mótframboð gegn formönnum FG og FF
Formenn Félags grunnskólakennara og Félags framhaldsskólakennara hafa bæði fengið mótframboð. Þrjú sækjast eftir að stýra Félagi grunnskólakennara og tveir bítast um formennskuna í Félagi framhaldsskólakennara. Framboðsfundir verða í kvöld og annað kvöld. Þann 7. maí kemur í ljós hverjir hafa orðið fyrir valinu. Félögin tvö eru aðildarfélög Kennarasambands Íslands.
Kennara dæmdar bætur vegna ólögmæts brottrekstrar
Dalvíkurbyggð ber að greiða kennara við Dalvíkurskóla átta milljónir í bætur vegna ólöglegs brottreksturs síðastliðið sumar. Héraðsdómur Norðurlands komst að þessari niðurstöðu í morgun.
Morgunútvarpið
Ábyrgð kennara endurspeglast ekki í kjörum
Þær miklu kröfur sem gerðar eru til kennara á öllum skólastigum endurspeglast ekki í launum og aðbúnaði. Þetta segir Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Hann var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
Magnús Þór kjörinn formaður Kennarasambandsins
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hafði sigur í formannskjöri í Kennarasambandi Íslands. Úrslitin voru tilkynnt á þriðja tímanum í dag. Magnús hlaut 41,6 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður sambandsins, varð önnur með 32,5 prósent atkvæða. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla, hlaut 16,2 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson, deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, 8,3 prósent.
09.11.2021 - 14:40
Formannskjör KÍ framlengt um sólarhring
Kjörstjórn Kennarasambands íslands ákvað skömmu fyrir hádegi að framlengja atkvæðagreiðslu í formannskjöri sambandsins um sólarhring. Félagsmenn hafa því tíma til klukkan 14 á morgun til þess að greiða atkvæði. Bilun á innri vef sambandsins, sem félagsmenn notuðu til að greiða atkvæði, leiddi til ákvörðunarinnar.
08.11.2021 - 12:42
Fjögur gefa kost á sér í formann Kennarasambandsins
Fjögur framboð bárust í embætti formanns Kennarasambands Íslands áður en framboðsfrestur rann út á miðnætti.
05.10.2021 - 11:34
Fundað um skólaupphaf í dag
Kennaraforystan fundar með fulltrúum Menntamálaráðuneytisins í dag en gert er ráð fyrir að fundi ljúki síðdegis. Fundinn sitja fulltrúar Kennarasambands Íslands sem og Menntamálaráðuneytisins. Efni fundarins er skólaupphaf og samkomutakmarkanir en núverandi sóttvarnaaðgerðir eru í gildi, að óbreyttu, til 27.ágúst en skólar hefjast í næstu viku.
Morgunútvarpið
Einn tilgangur náms er að læra félagsleg samskipti
Formaður Kennarasambands Íslands, segir mikilvægt að tryggja eins eðlilegt skólastarf og unnt er í haust. Ungu fólki sé félagslegt samneyti afar mikilvægt.
Viðtal
Bólusetning kennara kærkomin eftir erfiðan vetur
Kennarar eru í hópi þeirra sem fá bóluefni Janssen fyrstir allra hér á landi. Byrjað var að gefa bóluefnið í Laugardalshöll í Reykjavík í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að gangi að óskum verði búið að bólusetja stóran hluta kennara fljótlega eftir helgi.
Ofbeldi af hálfu nemenda lítið verið rætt hér á landi
Kennarasamband Íslands, KÍ, fær í hverri viku símtöl frá kennurum sem telja sig verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda. Sambandið hvetur skólastjórnendur til þess að gera viðbragðsáætlun vegna ofbeldis og tilkynna öll atvik. Það sýni sig að opin umræða fækki ofbeldismálum. 
09.02.2021 - 18:20
Myndskeið
Er 75% öryrki eftir árás grunnskólanemanda
Grunnskólakennari sem hlaut áverka af völdum nemanda síns í kennslustofu fyrir nokkrum árum er nú 75% öryrki eftir árásina. Dæmi eru um að kennarar hafi farið í langt leyfi frá störfum í kjölfar slíkra atvika eða jafnvel horfið frá kennslu. Formaður Félags grunnskólakennara segir að réttur kennara til öryggis á vinnustað sé ekki nægilega vel tryggður.
Myndskeið
Staða barna af erlendum uppruna enn meira áhyggjuefni
Hætt er við því að börn af erlendum uppruna fari einna verst út úr þeim breytingum sem hafa átt sér stað í skólakerfinu til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.
15.11.2020 - 15:26
Ræða aukagreiðslur vegna COVID-álags
Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið renna út um áramótin. Guðjón Hreinn Hauksson formaður félags þeirra er uggandi yfir hægum gangi viðræðna. Kennarar hafa lagt til við samningaborðið að þeir fái aukagreiðslur vegna mikils álags í starfi í faraldrinum.
Grunnskólakennarar samþykktu samninginn
Rúm 73% grunnskólakennara samþykktu kjarasamning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga 7. október.
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Þrjú félög Kennarasambandsins samþykkja kjarasamninga
Þrjú af aðildarfélögum Kennarasambands Íslands hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Félögin sem um ræðir eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands.
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga hófust í dag
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga þriggja aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hófust klukkan ellefu í morgun. Félögin sem um ræðir eru Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á föstudag.
Þrjú félög KÍ undirrita kjarasamning
Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands skrifuðu undir nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.
Spegillinn
Örorkubætur þyrftu að vera 400 þúsund
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að öryrkjar hafi gleymst við gerð kjarasamninga. Hún vill að samningar verði ekki kláraðir fyrr en kjör öryrkja hafa verið skoðuð. Hún telur æskilegt að örorkubætur hækki í 400 þúsund krónur á mánuði.
19.05.2020 - 17:08
 · Innlent · Öryrkjar · ASÍ · BSRB · BHM · Kennarasamband Íslands
Morgunútvarpið
Hópur nemenda þegar borið skaða af
Það er sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af nemendum sem standa höllum fæti í skólakerfinu eftir þær raskanir sem hafa orðið á skólastarfi vegna Covid-19. Aðstöðumunur barna er mikill og ójöfnuður gæti aukist. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.
16.04.2020 - 09:21

Mest lesið