Færslur: Kennarar

Kennari handtekinn vegna gruns um ólöglega bólusetningu
Líffræðikennari við skóla í New York í Bandaríkjunum var handtekin á gamlársdag grunuð um að hafa gefið 17 ára nemanda sínum sprautu með bóluefni gegn COVID-19.
Hrekkur skapaði vináttu manna sem hafa þó aldrei hist
Undanfarna sex áratugi hefur Kanadamaður á áttræðisaldri fengið jólakort frá bandarískum vini sínum. Hann hefur þó aldrei hitt þennan góðvin sinn þrátt fyrir langa og innilega vináttu.
26.12.2021 - 18:28
Líbanon
Alþjóðabankinn veitir líbönskum kennurum neyðaraðstoð
Alþjóðabankinn og samstarfsaðilar hans tilkynntu í dag þá ákvörðun sína að styrkja kennara í Líbanon. Rannsókn á tildrögum sprengingarinnar miklu í höfuðborginni Beirút árið 2020 tefst enn.
Sjónvarpsfrétt
Um fjórðungur grunnskólakennara með einkenni kulnunar
Meira en einn af hverjum fjórum grunnskólakennurum er með alvarleg einkenni kulnunar og hátt í fjögur prósent þeirra ættu að leita sér tafarlaust hjálpar. Þetta sýnir ný rannsókn. Talsvert fleiri kennarar mælast með kulnunareinkenni nú en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að því miður ekki ekki verið hugað nægilega vel að heilsu kennara.
17.10.2021 - 21:02
Fundað um skólaupphaf í dag
Kennaraforystan fundar með fulltrúum Menntamálaráðuneytisins í dag en gert er ráð fyrir að fundi ljúki síðdegis. Fundinn sitja fulltrúar Kennarasambands Íslands sem og Menntamálaráðuneytisins. Efni fundarins er skólaupphaf og samkomutakmarkanir en núverandi sóttvarnaaðgerðir eru í gildi, að óbreyttu, til 27.ágúst en skólar hefjast í næstu viku.
Embættismaður rannsakar örlög frumbyggjabarna
Kanadíska ríkisstjórnin hyggst skipa sérstakan óháðan embættismann til að finna og stuðla að verndun ómerktra grafa frumbyggjabarna við heimavistarskóla í landinu.
Samtök kennara í Hong Kong lögð niður
Fagkennarasambandið, fjölmennasta verkalýðsfélag Hong Kong tilkynnti í dag að það yrði leyst upp. Kínversk stjórnvöld segja kennara hafa verið í fararbroddi mótmæla í landinu fyrir tveimur árum.
10.08.2021 - 12:35
Endurbólusetning fer mishratt af stað eftir landshlutum
Endurbólusetning fyrir þá sem fengu bóluefni Janssen fer mishratt af stað eftir landshlutum, samkvæmt upplýsingum úr hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig. Hún hefst alls staðar á landinu á næstu tveimur vikum og víðast hvar er skólastarfsfólk fremst í röðinni.
03.08.2021 - 13:45
Viðtal
Bólusetning kennara kærkomin eftir erfiðan vetur
Kennarar eru í hópi þeirra sem fá bóluefni Janssen fyrstir allra hér á landi. Byrjað var að gefa bóluefnið í Laugardalshöll í Reykjavík í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að gangi að óskum verði búið að bólusetja stóran hluta kennara fljótlega eftir helgi.
Nú eru töluð 109 tungumál í leik- og grunnskólum
Börn í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi tala 109 tungumál. Þetta er niðurstaða tungumálaleitar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021. Þegar tungumálafjöldinn var fyrst skráður árið 2014 nam fjöldinn 91 máli.
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Mikilvægt að halda úti skólastarfi þrátt fyrir Covid
Formaður Skólastjórafélags Íslands segir mikilvægt að halda úti skólastarfi þrátt fyrir vaxandi fjölda smita í samfélaginu. Hann vill ekki senda grunnskólabörn heim líkt og gert var í vor til að bregðast við faraldrinum.
08.10.2020 - 18:15
Telur nauðsynlegt að útbúa rafrænt námsefni á íslensku
Stjórnvöld ættu að þróa kennsluforrit á íslensku vilji þau halda í tungumálið. Þetta er skoðun læsisfræðings sem segir að kennarar hafi áhyggjur af íslenskukunnáttu ungmenna.
03.10.2020 - 12:43
Kennarar krefjast aukins sveigjanleika í starfi
Aukinn sveigjanleiki er forsenda nýs kjarasamnings grunnskólakennara við sveitarfélögin. Kjaraviðræður standa nú yfir, en kennarar hafa verið samningslausir síðan í júlí í fyrra og eru orðnir óþolinmóðir.
Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.
Kennarar vilja aukinn sveigjanleika eftir COVID-19
Grunnskólakennarar á Akureyri hafa óskað eftir auknum sveigjanleika varðandi vinnutíma sinn. Kennari segir svör bæjaryfirvalda við beiðninni vonbrigði, þeir óski einungis eftir þeim sveigjanleika sem kennarar hafi verið beðnir að sýna á tímum heimsfaraldurs.
09.06.2020 - 10:16
Leita úr flugi og ferðaþjónustu í kennslu
Nokkuð er um að flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá Icelandair athugi nú með störf í grunnskólum landsins. Þetta staðfesta skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við. Kennarar sem höfðu snúið sér að öðrum störfum innan ferðaþjónustunnar leita nú einnig aftur í kennsluna. 
26.05.2020 - 09:52