Færslur: Kennarar

Nú eru töluð 109 tungumál í leik- og grunnskólum
Börn í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi tala 109 tungumál. Þetta er niðurstaða tungumálaleitar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021. Þegar tungumálafjöldinn var fyrst skráður árið 2014 nam fjöldinn 91 máli.
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Mikilvægt að halda úti skólastarfi þrátt fyrir Covid
Formaður Skólastjórafélags Íslands segir mikilvægt að halda úti skólastarfi þrátt fyrir vaxandi fjölda smita í samfélaginu. Hann vill ekki senda grunnskólabörn heim líkt og gert var í vor til að bregðast við faraldrinum.
08.10.2020 - 18:15
Telur nauðsynlegt að útbúa rafrænt námsefni á íslensku
Stjórnvöld ættu að þróa kennsluforrit á íslensku vilji þau halda í tungumálið. Þetta er skoðun læsisfræðings sem segir að kennarar hafi áhyggjur af íslenskukunnáttu ungmenna.
03.10.2020 - 12:43
Kennarar krefjast aukins sveigjanleika í starfi
Aukinn sveigjanleiki er forsenda nýs kjarasamnings grunnskólakennara við sveitarfélögin. Kjaraviðræður standa nú yfir, en kennarar hafa verið samningslausir síðan í júlí í fyrra og eru orðnir óþolinmóðir.
Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.
Kennarar vilja aukinn sveigjanleika eftir COVID-19
Grunnskólakennarar á Akureyri hafa óskað eftir auknum sveigjanleika varðandi vinnutíma sinn. Kennari segir svör bæjaryfirvalda við beiðninni vonbrigði, þeir óski einungis eftir þeim sveigjanleika sem kennarar hafi verið beðnir að sýna á tímum heimsfaraldurs.
09.06.2020 - 10:16
Leita úr flugi og ferðaþjónustu í kennslu
Nokkuð er um að flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá Icelandair athugi nú með störf í grunnskólum landsins. Þetta staðfesta skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við. Kennarar sem höfðu snúið sér að öðrum störfum innan ferðaþjónustunnar leita nú einnig aftur í kennsluna. 
26.05.2020 - 09:52