Færslur: Kenía

Í Kenía skal telja dýrin stór og smá
Ekki er óalgengt að ríki heims geri manntal innan sinna marka í tilraun til að komast að hinu sanna um raunverulegan fjölda íbúa í landinu og samsetningu þeirra. Hitt er óvenjulegra, að lagt sé upp í það sem ef til vill mætti kalla dýratal, þar sem farið er með skipulegum hætti yfir fánu landsins og allar skepnur taldar og skráðar. Stjórnvöld í Kenía í austanverðri Afríku hafa ákveðið að gera einmitt þetta.
23.08.2021 - 04:44
Noregur og Írland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Fjögur ríki hlutu í dag aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Fimmta sætinu var ekki úthlutað í dag þar sem Afríkuríkjunum Djibútí og Kenía tókst hvorugu að afla sér stuðnings tveggja þriðju aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aftur verður kosið um hvort ríkið hlýtur aðild á morgun. 
17.06.2020 - 23:55
Ítölsk kona leyst úr átján mánaða gíslingu
Ítölsk kona sem hafði verið í gíslingu í Kenía í eitt og hálft ár var nýverið sleppt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu greindi frá þessu í dag. Silvia Romano var 23 ára og var sjálfboðaliði á heimili fyrir munaðarlaus börn í þorpinu Chakama þegar vopnaðir menn rændu henni í nóvember árið 2018. Mennirnir særðu fimm manns á heimilinu, þar af þrjú börn. 
10.05.2020 - 05:14
Vígamenn réðust á bandaríska herstöð í Kenía
Þrír Bandaríkjamenn létu lífið í árás vígamanna úr röðum al-Shabab á herstöð í Kenía í gær. Bæði bandaríski og keníski herinn nota herstöðina, sem er í strandhéraðinu Lamu. Einn hermaður lét lífið og tveir bandarískir verktakar.
06.01.2020 - 03:05
Ríkisstjóri sakaður um peningaþvætti og mútuþægni
Mike Sonko, ríkisstjóri Naíróbí í Kenía, neitaði sök þegar hann kom fyrir rétt í dag ákærður fyrir peningaþvætti, mútuþægni og fleiri afbrot. Ákærur á hendur honum eru í þrjátíu liðum. Talið er að hann hafi hagnast um jafnvirði rösklega fjögur hundruð milljóna króna á afbrotunum.
09.12.2019 - 10:57
Fjölbýlishús hrundi í Kenía
Óttast er að margir hafi látist þegar sex hæða fjölbýlishús hrundi í dag í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Tekist hefur að bjarga sautján á lífi úr rústunum. Enn er ekki vitað hvað olli því að húsið hrundi. Gríðarlega hefur rignt í Naíróbí og víðar í Kenía að undanförnu.
06.12.2019 - 10:16
Erlent · Afríka · Kenía
Tugir fórust í aurskriðum í Kenía
29 hafa fundist látin eftir að aurskriður féllu á tvö þorp í vesturhluta Kenía í dag. Mikil úrkoma hefur verið í West Pokot héraði, þar sem þorpin Nyarkulian og Parua eru. BBC hefur eftir embættismönnum að þorpin hafi lokast af eftir að aurskriðurnar fóru yfir vegi, og hrifsuðu að minnsta kosti eina brúa með sér. 
24.11.2019 - 01:57
Erlent · Afríka · Hamfarir · Kenía
Vél, áður í eigu FÍ, lenti í flugslysi í Kenía
Tveir slösuðust þegar Fokker 50 farþegaflugvél keníska flugfélagsins Silverstone Air fór af flugbraut við flugtak á Wilson-flugvelli í Nairobi, höfuðborg Kenía, í morgun. Alvarlegt flugatvik varð árið 2007 þegar nauðlenda þurfti vélinni, sem þá var í eigu Flugfélags Íslands, á Egilsstaðaflugvelli vegna bilunar í hreyfli.
11.10.2019 - 16:13
Erlent · Innlent · Samgöngumál · flugslys · Kenía · Afríka · flug
Skólabygging hrundi í Kenía
Að minnsta kosti sjö börn létust og mörg slösuðust þegar skólahús hrundi í dag í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Í yfirlýsingu frá menntamálaráðherra landsins segir að 64 nemendur hafi verið fluttir á sjúkrahús, sumir með smáskrámur, aðrir meira slasaðir. Tvö eru talin vera með lífshættulega áverka.
23.09.2019 - 14:20
Erlent · Afríka · Kenía
Sjö taldir af eftir flóð í Kenía
Tveir eru látnir og fimm er saknað eftir að flóð hreif þá á brott í þjóðgarði í Kenía í gær. Leit stóð yfir af fimmmenningunum í gær, en var hætt eftir að fór að dimma. AFP fréttastofan hefur eftir lögreglu að þeir séu taldir af.
02.09.2019 - 04:03
Erlent · Afríka · Hamfarir · Kenía
10 lögreglumenn felldir í Kenía
Minnst tíu kenískir lögreglumenn féllu er sprengja sprakk í vegkanti þegar þeir óku hjá, nærri landamærunum að Sómalíu. Fréttaveitur hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum í keníska stjórnkerfinu að hinir föllnu hafi verið í hópi13 lögreglumanna sem voru á hælunum á sem taldir eru hafa rænt þremur mönnum úr varaliði lögreglunnar.
16.06.2019 - 06:25
Þingmaður kærður fyrir að löðrunga þingkonu
Þingmaður á keníska þinginu var kærður í dag fyrir líkamsárás eftir að hafa slegið þingkonu tvisvar skömmu eftir að fjárlög voru kynnt fyrir þingheimi.
14.06.2019 - 15:27
Handtökur vegna árásar á hótel í Keníu
Ellefu eru í haldi lögreglunnar í Keníu vegna hryðjuverkaárásar á hótel í höfuðborginni Naíróbí á þriðjudag. Þá er konu leitað sem talið er að hafi smyglað vopnum frá Mombasa til borgarinnar. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa lýst árásinni á hendur sér. Þau segjast hafa verið að hefna þeirrar ákvörðunar Bandaríkjaforseta að flytja sendiráð landsins í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem.
18.01.2019 - 14:19
Yfir 20 létu lífið í Nairóbí
Að minnsta kosti 21 féll í árás sómalskra vígamanna á hótel í Nairóbí í Keníu í gær. Breska ríkisútvarpið BBC hefur þetta eftir stjórnvöldum í Keníu. Nærri 30 eru særðir og Rauði krossinn í Keníu segir 19 enn saknað eftir árásina. 
17.01.2019 - 01:47
15 látnir í Nairóbí
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árás á hótel í Nairóbí, höfuðborg Keníu. Árásin hófst í gær og greindu sjónarvottar frá því að tvær sprengingar hafi heyrst áður en skothríð hófst inni á hótelinu.
16.01.2019 - 05:15
Viðtal
Rekur heimili fyrir barnungar mæður í Kenýa
Anna Þóra Baldursdóttir flutti til Kenýa fyrir þremur árum og setti á stofn heimili fyrir ungar mæður og börn þeirra í þeim tilgangi að skapa þeim skjól. Mjög algengt er þar í landi að ungar mæður láti börn sín frá sér. Dyggur hópur fylgist með Önnu Þóru og starfinu á heimilinu á Snapchat og framlögin frá fylgjendunum standa undir rekstrinum.
28.08.2018 - 08:45
Erlent · Innlent · Afríka · Kenía
Átta svartir nashyrningar drápust í Kenía
Átta fágætir, svartir nashyrningar drápust þegar verið var að flytja þá milli verndarsvæða í Kenía í vikunni. Talið er víst að þeir hafi drepist eftir að þeir drukku saltvatn, segja fulltrúar kenískra stjórnvalda. Áætlað er að einungis um 5.500 svartir nasyrningar séu á lífi í dag og telst tegundin í bráðri útrýmingarhættu. Allir lifa þeir í Afríku, þar af um 750 í Kenía.
14.07.2018 - 04:44
Fimmtán létust í eldsvoða á útimarkaði
Fimmtán eru látnir eftir að eldur kom upp í dag á stærsta útimarkaðinum í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Yfir sjötíu slösuðust í eldsvoðanum. Þeir voru fluttir á sjúkrahús víðs vegar um borgina. Nokkrir létust af brunasárum, aðrir önduðu að sér eitruðum reyk þegar þeir reyndu að bjarga eigum sínum.
28.06.2018 - 07:33
Erlent · Afríka · Kenía
Fjörutíu saknað í Kenía
Hermenn og björgunarmenn hafa í dag leitað að fjörutíu manns sem saknað er eftir að stífla brast í gærmorgun í Nakuru héraði í Kenía. Fjörutíu og fimm lík hafa fundist. Flóðið olli miklum skemmdum á raflínum og fleira á tíu kílómetra svæði.
11.05.2018 - 15:06
Tugir látnir eftir að stífla brast
Að minnsta kosti 21 er látinn eftir að stífla brast í Kenía í morgun. Úrhellisrigning undanfarinna vikna olli því að stíflan brast. Yfirvöld segja vatnsflauminn einnig hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingu.
10.05.2018 - 08:11
Erlent · Afríka · Kenía
Mikið manntjón í flóðum og skriðum í Kenía
Á annað hundrað manns hafa farist í flóðum og skriðuföllum í Kenía á undanförnum vikum og yfir 200.000 hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna. Eftir langvarandi þurrka, sem kostað hafa fjölda mannslífa og miklar búsifjar í landbúnaði, jafnt í jarðyrkju sem búfjárrækt, skall á með miklum rigningum snemma í apríl. Aurskriður hafa sópað húsum í burtu, heilu þorpin mara í hálfu kafi og nokkrir helstu þjóðvegir landsins hafa lokast vegna vatnavaxta og skriðufalla.
04.05.2018 - 04:11
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Kenía
Gerðu heilaskurðaðgerð á röngum sjúklingi
Heilaskurðlæknir í Kenía var vikið frá störfum eftir hræðileg mistök á stærsta sjúkrahúsi landsins. Þar gerði hann heilaskurðaðgerð á röngum sjúklingi.  Kenyatta sjúkrahúsið hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna ýmissa hneykslismála. Starfsfólk hefur verið sakað um að beita sjúklinga kynferðislegu ofbeldi og þá var barni rænt af sjúkrahúsinu. 
03.03.2018 - 06:06
Erlent · Afríka · Kenía
Kenyatta skipar kvenráðherra eftir mótmæli
Uhuru Kenyatta, nýendurkjörinn forseti Kenía, kynnti nýja og breytta ríkisstjórn sína á föstudag. Í henni eru sjö konur. Það er sjö konum fleira en í stjórninni sem hann kynnti til sögunnar fyrir tveimur vikum og uppskar mikla gagnrýni fyrir. Þegar Kenyatta birti ráðherralistann fyrir hálfum mánuði, eftir mikla uppstokkun í ríkisstjórninni, vakti það talsverða reiði að þar var ekki eina einustu konu að finna, en þær voru fimm í fyrri stjórn hans.
28.01.2018 - 02:40
30 fórust í rútuslysi í Kenía
Þrjátíu létu lífið og sextán slösuðust í hörðum árekstri rútu og flutningabíls á þjóðvegi í suðvesturhluta Kenía um óttubil í nótt að staðartíma, miðnætti að íslenskum tíma. Bílarnir komu úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman af miklu afli. Báðir bílstjórarnir eru á meðal hinna látnu. Zero Arome, yfirmaður umferðarlögreglu í Rift-dalnum, staðfesti að 30 hefðu látist í slysinu, sem varð nærri borginni Nakuru.
31.12.2017 - 07:34
Erlent · Afríka · Kenía
Hvetja fólk til að forðast kjörstað
Stjórnarandstæðingar í Kenía mótmæla því að reyna eigi að kjósa aftur á svæðum á morgun þar sem ofbeldi kom í veg fyrir kosningar í gær. Þeir hvetja stuðningsmenn sína til þess að forðast dauðagildrur við kjörstaði.
28.10.2017 - 01:37
Erlent · Afríka · Kenía