Færslur: Kenía

Hungurdauði vofir yfir hálfri milljón sómalskra barna
Hungurdauði vofir yfir ríflega hálfri milljón sómalskra barna ef ekki verður brugðist við hið snarasta, að sögn talsmanns Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef. „Samstarfsaðilar okkar í Sómalíu hafa upplýst okkur um að margar neyðarhjálparstöðvar þeirra séu þegar yfirfullar og að meðhöndla þurfi mörg veik börn, lífshættulega veik, þar sem þau liggja á gólfinu,“ segir talsmaðurinn James Elder.
Spegillinn
Odinga kærir forsetakosningarnar í Kenía
Frá því að tilkynnt var á mánudag í síðustu viku að William Ruto hefði sigrað í forsetakosningunum í Kenía hefur legið í loftinu að mótherji hans, Railia Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, ætti eftir að kæra niðurstöðuna. Það gerðist í dag, tveimur klukkustundum áður en kærufresturinn rann út.
23.08.2022 - 08:15
Segir 140.000 atkvæði vanta í forsetakosningum í Kenía
Raila Odinga, sem tapaði afar naumlega baráttunni um embætti forseta Keníu, hefur kært niðurstöðu kosninganna til hæstaréttar landsins.
22.08.2022 - 10:33
Hungur vofir yfir 22 milljónum manna á Horni Afríku
Sameinuðu þjóðirnar áætla að hungur vofi yfir 22 milljónum manna á Horni Afríku í lok þessa mánaðar, níu milljónum fleiri en áætlað var í byrjun þessa árs. Rigningatímabilið hefur ekki látið á sér kræla á Horni Afríku fjögur ár í röð og það hefur valdið verstu þurrkum sem þar hafa orðið í 40 ár. Vegna þessa er mikill hluti íbúa Sómalíu, Eþíópíu og Kenía nú á barmi hungursneyðar, segja sérfræðingar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.
Ruto lýstur sigurvegari kenísku forsetakosninganna
Landskjörstjórn í Keníu hefur lýst William Ruto sigurvegara forsetakosninga, sem fram fóru í landinu síðasta þriðjudag. Nokkuð dróst að tilkynna um niðurstöður vegna handalögmála og ásakana stjórnarandstöðunnar um kosningasvindl.
15.08.2022 - 18:33
Keníumenn kjósa nýjan forseta í fyrsta sinn í tíu ár
Keníumenn ganga til kosninga í dag til þess að kjósa nýjan forseta, þann fimmta í sögu landsins. Samhliða fara einnig fram þing- og sveitastjórnarkosningar. Tveir pólitískir þungavigtarmenn eru líklegastir til þess að taka við forsetastólnum, Raila Odinga og William Ruto. Uhuru Kenyatta, fráfarandi forseti í Kenía, hefur verið í embætti í tíu ár og má ekki bjóða sig fram aftur.
09.08.2022 - 04:13
Breskum dátum í útlöndum bannað að kaupa vændi
Breska varnarmálaráðuneytið og yfirstjórn breska hersins hafa innleitt blátt bann við því að breskir hermenn á erlendri grundu kaupi vændi. Er þetta fyrsta allsherjarbannið af þessu tagi og liður í viðleitni yfirvalda til að útrýma kynferðislega misnotkun og kynferðisofbeldi innan hersins.
20.07.2022 - 07:04
Úkraínustríðið eykur á neyð fólks víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar vara við því að innrás Rússa í Úkraínu auki enn á neyð fólks sem býr við örbirgð og hungur og segja stríðið hafa neikvæð áhrif á líf allt að 1.700 milljóna manna sem þegar eru í viðkvæmri stöðu. Samtökin hafa veitt 100 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða króna, úr neyðarsjóði sínum til að fjármagna matvælaaðstoð til sjö landa sem eru sérlega viðkvæm fyrir matarskorti; Jemen, Sómalíu, Eþíópíu, Kenía, Súdan, Suður-Súdan og Nígeríu.
Laumufarþegi komst frá Kenía til Hollands
Laumufarþegi sem kom til Schiphol flugvallar í Hollandi í gær með þotu frá Cargolux er 22 ára Keníamaður, að því er hollenska herlögreglan greindi frá í dag. Honum tókst að fela sig í hjólahólfi þotunnar þegar hún kom frá Suður-Afríku með millilendingu í Naíróbí í Kenía. Með ólíkindum þykir að hann hafi komist lifandi úr slíkri svaðilför.
24.01.2022 - 14:18
Laumufarþegi í hjólahólfi þotu lifði svaðilförina af
Sá fágæti atburður varð á sunnudag að laumufarþegi, sem kom sér fyrir í hjólahólfi flutningaþotu á leið frá Suður Afríku til Hollands, komst lifandi frá þessari svaðilför sinni. Herlögregla á Schiphol-flugvelli í Amsterdam greindi frá því í gær að maðurinn, sem faldi sig í hjólahólfinu sem geymir nefhjól þotunnar, hefði verið fluttur á sjúkrahús og að líðan hans væri eftir atvikum góð.
24.01.2022 - 02:52
Í Kenía skal telja dýrin stór og smá
Ekki er óalgengt að ríki heims geri manntal innan sinna marka í tilraun til að komast að hinu sanna um raunverulegan fjölda íbúa í landinu og samsetningu þeirra. Hitt er óvenjulegra, að lagt sé upp í það sem ef til vill mætti kalla dýratal, þar sem farið er með skipulegum hætti yfir fánu landsins og allar skepnur taldar og skráðar. Stjórnvöld í Kenía í austanverðri Afríku hafa ákveðið að gera einmitt þetta.
23.08.2021 - 04:44
Noregur og Írland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Fjögur ríki hlutu í dag aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Fimmta sætinu var ekki úthlutað í dag þar sem Afríkuríkjunum Djibútí og Kenía tókst hvorugu að afla sér stuðnings tveggja þriðju aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aftur verður kosið um hvort ríkið hlýtur aðild á morgun. 
17.06.2020 - 23:55
Ítölsk kona leyst úr átján mánaða gíslingu
Ítölsk kona sem hafði verið í gíslingu í Kenía í eitt og hálft ár var nýverið sleppt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu greindi frá þessu í dag. Silvia Romano var 23 ára og var sjálfboðaliði á heimili fyrir munaðarlaus börn í þorpinu Chakama þegar vopnaðir menn rændu henni í nóvember árið 2018. Mennirnir særðu fimm manns á heimilinu, þar af þrjú börn. 
10.05.2020 - 05:14
Vígamenn réðust á bandaríska herstöð í Kenía
Þrír Bandaríkjamenn létu lífið í árás vígamanna úr röðum al-Shabab á herstöð í Kenía í gær. Bæði bandaríski og keníski herinn nota herstöðina, sem er í strandhéraðinu Lamu. Einn hermaður lét lífið og tveir bandarískir verktakar.
06.01.2020 - 03:05
Ríkisstjóri sakaður um peningaþvætti og mútuþægni
Mike Sonko, ríkisstjóri Naíróbí í Kenía, neitaði sök þegar hann kom fyrir rétt í dag ákærður fyrir peningaþvætti, mútuþægni og fleiri afbrot. Ákærur á hendur honum eru í þrjátíu liðum. Talið er að hann hafi hagnast um jafnvirði rösklega fjögur hundruð milljóna króna á afbrotunum.
09.12.2019 - 10:57
Fjölbýlishús hrundi í Kenía
Óttast er að margir hafi látist þegar sex hæða fjölbýlishús hrundi í dag í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Tekist hefur að bjarga sautján á lífi úr rústunum. Enn er ekki vitað hvað olli því að húsið hrundi. Gríðarlega hefur rignt í Naíróbí og víðar í Kenía að undanförnu.
06.12.2019 - 10:16
Erlent · Afríka · Kenía
Tugir fórust í aurskriðum í Kenía
29 hafa fundist látin eftir að aurskriður féllu á tvö þorp í vesturhluta Kenía í dag. Mikil úrkoma hefur verið í West Pokot héraði, þar sem þorpin Nyarkulian og Parua eru. BBC hefur eftir embættismönnum að þorpin hafi lokast af eftir að aurskriðurnar fóru yfir vegi, og hrifsuðu að minnsta kosti eina brúa með sér. 
24.11.2019 - 01:57
Erlent · Afríka · Hamfarir · Kenía
Vél, áður í eigu FÍ, lenti í flugslysi í Kenía
Tveir slösuðust þegar Fokker 50 farþegaflugvél keníska flugfélagsins Silverstone Air fór af flugbraut við flugtak á Wilson-flugvelli í Nairobi, höfuðborg Kenía, í morgun. Alvarlegt flugatvik varð árið 2007 þegar nauðlenda þurfti vélinni, sem þá var í eigu Flugfélags Íslands, á Egilsstaðaflugvelli vegna bilunar í hreyfli.
11.10.2019 - 16:13
Erlent · Innlent · Samgöngumál · flugslys · Kenía · Afríka · flug
Skólabygging hrundi í Kenía
Að minnsta kosti sjö börn létust og mörg slösuðust þegar skólahús hrundi í dag í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Í yfirlýsingu frá menntamálaráðherra landsins segir að 64 nemendur hafi verið fluttir á sjúkrahús, sumir með smáskrámur, aðrir meira slasaðir. Tvö eru talin vera með lífshættulega áverka.
23.09.2019 - 14:20
Erlent · Afríka · Kenía
Sjö taldir af eftir flóð í Kenía
Tveir eru látnir og fimm er saknað eftir að flóð hreif þá á brott í þjóðgarði í Kenía í gær. Leit stóð yfir af fimmmenningunum í gær, en var hætt eftir að fór að dimma. AFP fréttastofan hefur eftir lögreglu að þeir séu taldir af.
02.09.2019 - 04:03
Erlent · Afríka · Hamfarir · Kenía
10 lögreglumenn felldir í Kenía
Minnst tíu kenískir lögreglumenn féllu er sprengja sprakk í vegkanti þegar þeir óku hjá, nærri landamærunum að Sómalíu. Fréttaveitur hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum í keníska stjórnkerfinu að hinir föllnu hafi verið í hópi13 lögreglumanna sem voru á hælunum á sem taldir eru hafa rænt þremur mönnum úr varaliði lögreglunnar.
16.06.2019 - 06:25
Þingmaður kærður fyrir að löðrunga þingkonu
Þingmaður á keníska þinginu var kærður í dag fyrir líkamsárás eftir að hafa slegið þingkonu tvisvar skömmu eftir að fjárlög voru kynnt fyrir þingheimi.
14.06.2019 - 15:27
Handtökur vegna árásar á hótel í Keníu
Ellefu eru í haldi lögreglunnar í Keníu vegna hryðjuverkaárásar á hótel í höfuðborginni Naíróbí á þriðjudag. Þá er konu leitað sem talið er að hafi smyglað vopnum frá Mombasa til borgarinnar. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa lýst árásinni á hendur sér. Þau segjast hafa verið að hefna þeirrar ákvörðunar Bandaríkjaforseta að flytja sendiráð landsins í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem.
18.01.2019 - 14:19
Yfir 20 létu lífið í Nairóbí
Að minnsta kosti 21 féll í árás sómalskra vígamanna á hótel í Nairóbí í Keníu í gær. Breska ríkisútvarpið BBC hefur þetta eftir stjórnvöldum í Keníu. Nærri 30 eru særðir og Rauði krossinn í Keníu segir 19 enn saknað eftir árásina. 
17.01.2019 - 01:47
15 látnir í Nairóbí
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árás á hótel í Nairóbí, höfuðborg Keníu. Árásin hófst í gær og greindu sjónarvottar frá því að tvær sprengingar hafi heyrst áður en skothríð hófst inni á hótelinu.
16.01.2019 - 05:15

Mest lesið