Færslur: Keir Starmer

Boris vill sitja til hausts en gæti hrökklast burt fyrr
Boris Johnson hyggst segja af sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins í dag, eða upp úr hádegi að breskum tíma samkvæmt heimildum Beth Rigby stjórnmálaritstjóra Sky News fréttaveitunnar.
Veist að Keir Starmer - talið tengjast ummælum Johnson
Þrýst hefur verið á Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands að biðjast afsökunar á ummælum sem hann viðhafði í þinginu um að Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins hefði látið hjá líða að sækja barnaníðinginn Jimmy Saville til saka. Hópur fólks veittist að Starmer í gær og sakaði hann um að vernda barnaníðing.
08.02.2022 - 12:15
Boris Johnson segist ekki vera á förum
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að segja af sér og ekki tjá sig frekar um veisluhöld í Downingstræti 10 meðan þau eru til rannsóknar hjá Lundúnalögreglunni og Sue Gray, siðameistara stjórnvalda. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakar hann um að hafa logið að þinginu og fyrir það beri honum að hverfa úr embætti.
26.01.2022 - 16:05
Boris Johnson í nauðvörn
Boris Johnson varð fyrir þungum áföllum og átti í vök að verjast í fyrirspurnatíma forsætisráðherra í breska þinginu í hádeginu. Þingmaður yfirgaf Íhaldsflokkinn og David Davis, fyrrverandi Brexit-ráðherra og einn af þungavigtarmönnum flokksins, sagði að nú væri tími kominn fyrir Johnson að hætta.
Fréttaskýring
Framtíð Johnsons hangir á bláþræði
Ný skoðanakönnun Yougov fyrir The Times bendir til þess að að 60 prósent kjósenda í Bretlandi vilji að Boris Johnson, forsætisráðherra, segi af sér. Óánægjuna má rekja til margra hneykslismála undanfarna mánuði. Síðast var upplýst á mánudag að garðveisla hefði verið haldin í embættisbústað forsætisráðherra í maí árið 2020 þegar afar strangar sóttvarnareglur voru í gildi og allar samkomur bannaðar, innan- sem utanhúss.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris Johnson með vindinn í fangið
Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í fyrra. Daily Mirror ljóstraði því upp í síðustu viku að jólasamkvæmi hefði verið haldið í bústað forsætisráðherra í desember í fyrra þegar mjög strangar sóttvarnareglur voru í gildi.
Spegillinn
Vinstri úlfúð í Verkamannaflokknum
Sir Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins ávarpaði flokksþingið í dag. Honum þótti takast vel upp í að móta sannfærandi flokksstefnu. En ef ræðan og tíminn sætta ekki brátt stríðandi flokksfylkingar og virkja óánægjuna með stjórn Íhaldsflokksins er leiðtogatími Starmers brátt þrotinn.
29.09.2021 - 17:31
Myndskeið
Segir ásakanirnar „hrærigraut af þvættingi“
Hrærigrautur af þvættingi eru orðin sem Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands notar um ásakanir á hendur sér. Kosningaeftirlit landsins rannsakar nú hvort hann hafi þegið fjárstyrki til íbúðaframkvæmda.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Boris Johnson í vandræðum
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í verulegum vandræðum vegna efasemda um hver borgaði fyrir endurnýjun á íbúð hans í Downing-stræti og vegna meintra ummæla í haust um að honum væri sama þó líkin hrönnuðust upp, hann myndi ekki loka Bretlandi aftur.
29.04.2021 - 10:43
Sótt að Boris Johnson vegna endurbóta á íbúð hans
Opinber rannsókn er nú hafin á því hvernig endurbætur á íbúð á efri hæð Downingstrætis 11 í London voru fjármagnaðar. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands býr í íbúðinni ásamt unnustu sinni.
28.04.2021 - 14:44
Spegillinn
Brexit – næstu 50 árin
Fríverslunarsamningur við Evrópusambandið mun ekki binda neinn endahnút á Brexit-umræðuna. Það verður ekki undið ofan af 47 ára samband Breta við ESB á nokkrum mánuðum. Báðir stóru flokkarnir, Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn glíma við sinn þátt í þeirri sögu.
16.12.2020 - 20:09