Færslur: Keflavíkurflugvöllur

Skimanir verði að vera fleiri eigi þær að koma að gagni
Það þarf að vera hægt að taka mun fleiri en 500 veirusýni á dag á Keflavíkurflugvelli, að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Fram kom í gær að samkvæmt skýrslu verkefnastjórnar um opnun landamæra sé sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ekki í stakk búin til að vinna nema 500 sýni á dag þegar skimanir á flugvellinum eiga að hefjast í júní. Talan gæti þó hækkað ef samið verður við fleiri um að skima.
Viðtal
Enn verri staða þegar uppsagnarfrestir renna út
Atvinnuleysi í Suðurnesjabæ hefur aukist hratt síðustu vikur vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustu. Stór hluti íbúa sveitarfélagsins starfar á flugvellinum eða við annars konar þjónustu tengda honum. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, segir að útsvarstekjur hafi dregist og hann hefur áhyggjur af stöðunni þegar líður tekur að hausti og uppsagnarfrestir margra renna út.
22.05.2020 - 09:32
Lánar Isavia rúma sex milljarða
Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt að lána Isavia 40 milljónir evra sem eru um 6,3 milljarðar króna. Er þetta lokadráttur vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli,
19.05.2020 - 12:53
Tímabært að opna landamærin, segir Áslaug Arna
Dómsmálaráðherra segir aðferðina við opnun landamærana 15. júní vera varfærna. Hún sé tímabær því koma þurfi atvinnulífinu aftur í gang enda hafi langtímaatvinnuleysi til dæmis neikvæð andleg og heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verði. 
Gætu orðið nokkur flug á dag eftir 15. júní
Búast má við að Wizz Air verði það flugfélag sem fyrst byrjar að fljúga til Íslands fyrir utan Icelandair þegar landamærin verða opnuð. Þetta segir ritstjóri ferðavefsins Túrista sem á von á tveimur til fjórum vélum hingað á dag seinnihluta júní. Hann telur að um næstu mánaðamót verði fleiri komnir með kjark til að ferðast.
Hægt að anna álagi í byrjun en ekki 100 þúsund sýnum
Búist er við miklu álagi á veirufræðideild Landspítalans þegar byrjað verður að prófa sýni úr öllum farþegum sem koma til landsins 15. júní þegar landamærin verða opnuð. Núverandi búnaður anni þó ekki ef 100 þúsund farþegar koma í hverjum mánuði. 
Viðtal
Bjóða ferðamenn velkomna með vissum takmörkunum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að aflétting ferðatakmarkana, sé mikilvægt skref, sérstaklega þar sem íslenska ríkið geri þetta á eigin forsendum.
Viðtal
Atvinnuleysi slær öll met í Reykjanesbæ
Horfur eru á að fjórði hver maður í Reykjanesbæ verði atvinnulaus þegar líður á apríl. Bæjarstjórinn segir slíkt atvinnuleysi einsdæmi á síðari tímum. Þingmaður kjördæmisins segir að innspýting stjórnvalda í atvinnulífið miðist nær eingöngu við karlastörf.
„Hefur haft gríðarleg áhrif“
Velta fríhafnarinnar í Leifsstöð hefur dregist saman um níutíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli í dag.
03.04.2020 - 18:56
Isavia hagnaðist þrátt fyrir mikla fækkun ferðamanna
Isavia hagnaðist um 1,2 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári, þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna 2019. Afkoman er 3,1 milljarði króna minni en árið 2018, en ef tekið er tillit til niðurfærslu á viðskiptakröfum vegna falls Wow air nemur lækkunin milli ára um 1,2 milljarði króna. 
02.04.2020 - 16:03
14% atvinnuleysi - óttast frekari uppsagnir strax í dag
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið um eða yfir 14%. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. Isavia sagði í gær rúmlega hundrað manns upp störfum, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á flugsamgöngur. Flestar uppsagnirnar eru á Keflavíkurflugvelli. Um tíu þúsund manns hafa unnið á flugvellinum þangað til núna í mars, en fjölmargir hafa misst vinnu sína að hluta eða öllu leyti á undanförnum dögum og vikum. Kjartan Már óttast fleiri slæmar fréttir strax í dag.
Isavia bregst við áhrifum COVID-19
Isavia ætlar að koma til móts við flugfélög og verslunarrekendur í flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur á starfsemi þeirra.
20.03.2020 - 19:01
Sérstakur COVID-19 bíll sendur þegar vélin lenti
Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vél Icelandair frá Kaupmannahöfn lenti um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair barst tilkynning um að grunur væri um COVID-19 smit um borð. Þegar vélin lenti fór ákveðinn viðbúnaður í gang og sjá almannavarnir um framhaldið.
15.03.2020 - 23:20
Sex flugvélar frá áhættusvæðum lenda í dag
Átta af 36 flugferðum sem voru á áætlun til lands í dag hefur verið aflýst. Sex flugvélar koma til landsins í dag frá Spáni, Þýskalandi og Frakklandi. Íslenskir farþegar þessara véla þurfa að fara í hálfs mánaðar sóttkví. 
Hluti vantaði í lendingarbúnað á slysstað
Ákveðna hluti vantaði í lendingarbúnað Boeing vélar Icelandair, sem gaf sig á föstudag, þegar rannsókn hófst. Rannsóknarnefnd samgönguslysa skoðar hvort yfirfara þurfi aðrar flugvélar með sambærilegan lendingarbúnað. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur verið gert viðvart um málið.
09.02.2020 - 18:13
Lendingarbúnaðurinn sem gaf sig var glænýr
Lendingarbúnaður Boeing vélar Icelandair, TF FIA, sem gaf sig í lendingu á föstudag, var glænýr. Skipt hafði verið um hann í umfangsmikilli skoðun sem vélin fór í í Kanada í lok síðasta árs. Þetta staðfestir forstjóri Icelandair. Fullyrt er á erlendri flugsíðu að bolta hafi vantað á mikilvægan stað í búnaðinum.
09.02.2020 - 12:10
Bilaði í Keflavík eftir lendingu með veikan farþega
Farþegaþotu frá pólska flugfélaginu Lot Airlines var beint til lendingar á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Vélin var á leið frá Varsjá til New York
27.01.2020 - 09:16
Öllu flugi aflýst í dag - Herjólfi snúið við í kvöld
Öllu innanlands- og millilandaflugi var aflýst í dag vegna veðurs. Landgangar á Keflavíkurflugvelli voru teknir úr noktun klukkan rúmlega eitt í nótt. Röskunin hafði áhrif á ferðir fjölda farþegar, þar á meðal 3.000 farþega Icelandair.
Fjöldi fólks í fjöldahjálparstöð, enn fleiri á hótelum
Fólk streymir nú frá flugstöðinni í Keflavík eftir að vegurinn þaðan var opnaður um klukkan eitt og er unnið að því að koma fólki, sem átti bókaða flugferð með Icelandair í kvöld eða nótt, í húsaskjól. Um fjögur þúsund voru innlyksa í Leifsstöð þegar mest var, ýmist fólk sem kom þangað í dag og hugðist fljúga þaðan síðdegis eða í kvöld, eða fólk sem kom til landsins seinnipartinn og í kvöld og komst hvergi.
13.01.2020 - 02:32
Flugi aflýst í dag og raskast líklega á morgun
Icelandair, Easy Jet og Luthansa hafa aflýst öllum flugum til og frá landinu síðdegis í dag vegna veðurs. Flug Norwegian, British airways og Wizz Air eru enn á áætlun þegar þetta er skrifað klukkan 11.
07.01.2020 - 10:07
Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak
Farþegaflugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Boston, var snúið við um hálftíma eftir flugtak. Tæknibilun kom upp í jafnþrýstibúnaði vélarinnar.
14.12.2019 - 21:41
Icelandair vill innanlands- og alþjóðaflug á sama velli
Forsvarsmenn Icelandair Group telja að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu. Þá gagnrýnir félagið hversu langan tíma hefur tekið að kanna valkosti fyrir framtíð flugs á Íslandi.
Myndskeið
Vilja reisa nýjan innanlandsflugvöll
Ríkið og Reykjavíkurborg munu hvort um sig leggja til 100 milljónir króna til að rannsaka flugskilyrði í Hvassahrauni, með það að markmiði að þar verði reistur nýr innanlandsflugvöllur. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorninu var kynnt í dag.
Vilja tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um framkvæmd á verkefnum og hefja nauðsynlegar rannsóknir í samræmi við tillögur stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
Náðu þjófi vegna skófara á vettvangi
Lögreglan á Suðurnesjum handsamaði þjóf á leið úr landi með því að kanna skóbúnað hans og bera saman við skóför sem fundust á vettvangi.