Færslur: Keflavíkurflugvöllur

Mikill viðbúnaður vegna yfirgefinnar tösku
Talsverður viðbúnaður er við Keflavíkurflugvöll þar sem verið er að kanna tösku sem skilin var eftir fyrir utan flugstöðvarbygginguna. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum eru þetta aðeins varúðarráðstafanir, og verið að ganga úr skugga um að ekkert hættulegt sé í henni. Útkallið var ekki vegna hótunar eða neins slíks, og allt eins líklegt að taskan hafi aðeins gleymst.
Veittist að starfsmanni Icelandair og bannað að ferðast
Farþegi Icelandair veittist að starfsmanni við innritun í flug síðasta sunnudag og hefur í kjölfarið verið settur í bann frá því að ferðast með flugfélaginu. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
17.11.2021 - 15:00
Sjónvarpsfrétt
Íslendingar fegnir að komast vestur um haf
Tuttugu mánaða lokun landamæra Bandaríkjanna lauk í dag þegar bólusettum ferðamönnum var hleypt inn í landið. Íslendingar sem fóru utan í dag voru ánægðir að geta loks hitt ný barnabörn og gengið frá fasteignum sínum.
Sjónvarpsfrétt
Eldar loguðu við flugbrautina
Ein stærsta hópslysaæfing sem haldin er hér á landi fór fram á Keflavíkurflugvelli í dag. Æfð voru viðbrögð við brotlendingu farþegaþotu með 120 farþega innanborðs.
Löng bið um borð í þotu sem snúið var til Keflavíkur
Boeing 737 MAX þotu Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld var snúið til Keflavíkur sökum sviptivinds við Reykjavíkurflugvöll. Farþegi segir að í Keflavík hafi tekið við glundroði og ríflega einnar og hálfrar stundar bið um borð í þotunni.
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í þotu
Rautt óvissustig var á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í morgun þegar flugvél kom inn til lendingar vegna bilunar í flöpsum, sem er á vængjum vélarinnar.
Myndskeið
Færri ferðamenn í september
Tuttugu prósentum færri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll fyrri helming septembermánaðar en fyrri helming ágústmánaðar. Framkvæmtastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir að sóttvarnaaðgerðir á landamærum dragi úr vilja ferðamanna til að koma til Íslands. Aðgerðir hér séu meiri en í nágrannalöndunum og það fæli ferðamenn frá. 
Reyndi að smygla 1.301 oxycontintöflu í nærbuxunum
Lögreglan handtók erlendan karlmann á Keflavíkurflugvelli í ágúst eftir að tollverðir fundu 1.301 töflu af oxycontin í nærbuxum hans við komuna frá Gdansk í Póllandi. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku.
Spegillinn
Gæti haft áhrif á allt að 6 þúsund farþega
Ef verkfall flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli skellur á á þriðjudag gæti það haft áhrif á tæplega sex þúsund farþega Icelandair. Upplýsingafulltrúi félagsins segir að nú sé unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum sem fela í sér að bjóða flugfarþegum að seinka eða flýta flugi um allt að tvo daga.
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Bilun í flugvél Icelandair á leið til Parísar
Flugvél af tegundinni Boeing 757-300 frá Icelandair var kyrrsett á Paris Charles de Gaulle flugvellinum í París á dögunum þegar tilkynnt var um gangtruflanir í hreyfli. Vélin var á lokastigi flugs þegar atvikið kom upp, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair.
20.08.2021 - 17:47
Kvöldinnritun fyrir morgunflug vegna álags á vellinum
Farþegar Icelandair á leið í morgunflug til Evrópu geta átt von á að fá smáskilaboð degi fyrir brottför þess efnis að þeim standi til boða að innrita sig í Leifsstöð, kvöldi fyrir brottför. Þetta er tilraun flugfélagsins til þess að draga úr álagi á flugvellinum þar sem miklar raðir hafa myndast við innritun að undanförnu.
08.08.2021 - 16:58
Mikil mannmergð í Leifsstöð
Nokkur umræða skapaðist á samfélagsmiðlum síðdegis í dag um mikla örtröð í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia segir að mikil örtröð hafi skapast en dagurinn í dag hafi þó ekki verið sá stærsti. Hann segir laugardaga þá almennt vera stóra en á háannatíma eru hátt í tuttugu brottfarir á stuttum tíma. 
07.08.2021 - 21:43
Örtröð í Leifsstöð
Mannmergð er nú í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar, en fólk á leið til landsins þarf að bíða drykklanga stund til að framvísa bólusetningarvottorðum eða fara í sýnatöku, sé það óbólusett.
Morgunútvarpið
Áríðandi að mæta snemma og þekkja reglur á áfangastað
Aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli hvetur farþega til að mæta snemma og kynna sér vel COVID-reglur á áfangastað. Áríðandi sé að afla tilskilinna gagna áður en lagt er í ferðalag.
Lögregla býst við verulegum árangri af auknum kröfum
Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli vonast til að hertar sóttvarnareglur á landamærum muni draga verulega úr smitum inn í landið. Verklagi verður breytt til að takast á við aukin verkefni.
Flestir sýna biðinni skilning
Margir kvarta undan því að þurfa að bíða í drjúga stund á Keflavíkurflugvelli þegar þeir koma til landsins. Vandamálið er ekki aðeins bundið við Ísland.
Ísraelsk flugfélög hefja ferðir til Íslands
Þota ísraelska flugfélagsins El Al lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með hóp ísraelskra farþega innanborðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en ferðin í gær var sú fyrsta af fimm sem El Al býður upp á í sumar.
Sjónvarpsfrétt
Mörg hundruð fá störfin sín aftur á flugvellinum
Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur. Margir sem misstu vinnu í faraldrinum hafa fengið gömlu störfin sín aftur og til stendur að ráða fleiri. Misvel gengur að fá fólk til starfa. 
Sjöfalt fleiri ferðamenn í júní
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í júní voru 42.600, eða um sjöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fjöldi erlendra ferðamanna nær þrefaldast milli mánaða, því í maí voru brottfarir erlendra farþega 14.400.
12.07.2021 - 16:10
Tæp 100 flug um Keflavíkurflugvöll: Viðbúið að verði ös
Komufarþegi kveðst aldrei hafa upplifað annað eins og í Leifsstöð í gær. Fólk var eins og síld í tunnu í komusal og einnig ös í brottfarasalnum.
Airport Associates bæta við sig mannskap
Þjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli hafa ekki farið varhluta af stóraukinni komu erlendra ferðamanna til landsins og nú er svo komið að ráða þarf aftur inn starfsfólk í stað þeirra sem sagt var upp í kórónuveirufaraldrinum. Þeirra á meðal er Airport Associates sem hafa meira en tvöfaldað starfsmannafjöldann frá því þegar fæst var hjá félaginu.
Von á metfjölda farþegavéla til Keflavíkur um helgina
Framkvæmdastjóri Kynnisferða, sem bjóða upp á rútuferðir frá Leifsstöð, segir að fyrirtækið hafi þurft að ráða hátt í fimmtíu starfsmenn til að sinna auknum verkefnum.
Talsvert um að fólki sé snúið við á Keflavíkurflugvelli
Talsvert hefur verið um að fólki sé snúið við á Keflavíkurflugvelli þar sem það hefur ekki viðunandi bólusetningarvottorð eða kemur hingað frá löndum utan EES-svæðisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Evrópski COVID-passinn svokallaði er kominn í notkun og hefur gefið góða raun. 
Myndskeið
Dagarnir verða ekki stærri
Flugfélagið Play fór jómfrúarferð sína í dag. Um svipað leyti hófst hlutafjárútboð félagsins og segir forstjóri þess að Play sé komið til að vera. Fyrsti áfangastaðurinn voru Lundúnir og voru margir farþeganna að ferðast í fyrsta skipti frá því fyrir COVID-faraldur. Löngu tímabært, sögðu þeir.