Færslur: Keflavíkurflugvöllur

Morgunútvarpið
Áríðandi að mæta snemma og þekkja reglur á áfangastað
Aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli hvetur farþega til að mæta snemma og kynna sér vel COVID-reglur á áfangastað. Áríðandi sé að afla tilskilinna gagna áður en lagt er í ferðalag.
Lögregla býst við verulegum árangri af auknum kröfum
Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli vonast til að hertar sóttvarnareglur á landamærum muni draga verulega úr smitum inn í landið. Verklagi verður breytt til að takast á við aukin verkefni.
Flestir sýna biðinni skilning
Margir kvarta undan því að þurfa að bíða í drjúga stund á Keflavíkurflugvelli þegar þeir koma til landsins. Vandamálið er ekki aðeins bundið við Ísland.
Ísraelsk flugfélög hefja ferðir til Íslands
Þota ísraelska flugfélagsins El Al lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með hóp ísraelskra farþega innanborðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en ferðin í gær var sú fyrsta af fimm sem El Al býður upp á í sumar.
Sjónvarpsfrétt
Mörg hundruð fá störfin sín aftur á flugvellinum
Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur. Margir sem misstu vinnu í faraldrinum hafa fengið gömlu störfin sín aftur og til stendur að ráða fleiri. Misvel gengur að fá fólk til starfa. 
Sjöfalt fleiri ferðamenn í júní
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í júní voru 42.600, eða um sjöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fjöldi erlendra ferðamanna nær þrefaldast milli mánaða, því í maí voru brottfarir erlendra farþega 14.400.
12.07.2021 - 16:10
Tæp 100 flug um Keflavíkurflugvöll: Viðbúið að verði ös
Komufarþegi kveðst aldrei hafa upplifað annað eins og í Leifsstöð í gær. Fólk var eins og síld í tunnu í komusal og einnig ös í brottfarasalnum.
Airport Associates bæta við sig mannskap
Þjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli hafa ekki farið varhluta af stóraukinni komu erlendra ferðamanna til landsins og nú er svo komið að ráða þarf aftur inn starfsfólk í stað þeirra sem sagt var upp í kórónuveirufaraldrinum. Þeirra á meðal er Airport Associates sem hafa meira en tvöfaldað starfsmannafjöldann frá því þegar fæst var hjá félaginu.
Von á metfjölda farþegavéla til Keflavíkur um helgina
Framkvæmdastjóri Kynnisferða, sem bjóða upp á rútuferðir frá Leifsstöð, segir að fyrirtækið hafi þurft að ráða hátt í fimmtíu starfsmenn til að sinna auknum verkefnum.
Talsvert um að fólki sé snúið við á Keflavíkurflugvelli
Talsvert hefur verið um að fólki sé snúið við á Keflavíkurflugvelli þar sem það hefur ekki viðunandi bólusetningarvottorð eða kemur hingað frá löndum utan EES-svæðisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Evrópski COVID-passinn svokallaði er kominn í notkun og hefur gefið góða raun. 
Myndskeið
Dagarnir verða ekki stærri
Flugfélagið Play fór jómfrúarferð sína í dag. Um svipað leyti hófst hlutafjárútboð félagsins og segir forstjóri þess að Play sé komið til að vera. Fyrsti áfangastaðurinn voru Lundúnir og voru margir farþeganna að ferðast í fyrsta skipti frá því fyrir COVID-faraldur. Löngu tímabært, sögðu þeir.
Vel yfir þúsund störf samhliða auknum umsvifum
Vel yfir þúsund störf hafa skapast samhliða auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir marga bíða eftir að komast í störfin sín á flugvellinum en ekki komist allir að í sumar.
Lítil flugvél nauðlenti á Keflavíkurflugvelli
Lítil flugvél nauðlenti rétt fyrir utan flugbraut á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf sjö í morgun. Vélin missti afl strax í flugtaki og lenti þá utan brautar. Flugmaðurinn var einn í vélinni og er heill á húfi. Að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, er málið til rannsóknar og vélin mikið skemmd: „Hún fer varla mikið í loftið eftir þetta.“
01.06.2021 - 08:51
Reikna með tveimur milljónum farþega í Leifsstöð í ár
Isavia gerir ráð fyrir að um tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þetta eru mun fleiri en fóru um völlinn í fyrra, en nokkru færri en vonast hafði verið eftir. Um tuttugu flugfélög munu hafa hér viðkomu í sumar, eftir því sem best er vitað, og verða brottfarir héðan að líkindum rúmlega tvöfalt fleiri en í fyrra, gangi þessar spár eftir.
Fæðing á sóttkvíarhóteli eða næstum því
Við sluppum við að sjóða vatn og taka til handklæði, segir umsjónarmaður farsóttarhúsa, en þar fékk kona hríðir um helgina en var flutt á sjúkrahús þar sem barnið fæddist. Tveir greindust með smit á landamærunum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum, og fimm innanlands og voru þeir allir í sóttkví. 
Kom í dagsferð frá Bandaríkjunum til að sjá gosið
Fjölga á starfsmönnum í skimun og vottorðaskoðun á Keflavíkurflugvelli, en aukinn þungi er að færast í komu ferðamanna hingað til lands. Níu vélar eru væntanlegar hingað á morgun. Bandarískur ferðamaður sem kom hingað til lands í dagsferð til að sjá eldgosið í Geldingadölum fór fýluferð.
Spegillinn
Kafbátaeftirlit í 173 daga í fyrra
Kafbátaeftirlit bandaríska sjóhersins á Norður- Atlantshafi sem stjórnað er frá Keflavík hefur aukist talsvert á síðustu árum. Í fyrra voru P-8 vélar hersins við kafbátaleit í 173 daga, miðað við 21 dag árið 2014 þegar kafbátaeftirlit hófst hér á nýjan leik. Athygli hefur vakið að talsvert umferð herflugvéla hefur verið síðustu daga um Keflavíkurflugvöll.
Tíu ferðamenn í haldi á Keflavíkurflugvelli
Tíu ferðamenn frá meginlandi Spánar eru í haldi á Keflavíkurflugvelli. Þeir uppfylla ekki skilyrði reglugerðar dómsmálaráðherra sem bannar ónauðsynlegar ferðir frá hááhættusvæðum og tók gildi 27. apríl. Vísir.is greindi fyrst frá.
Nokkuð góð staða á Sóttkvíarhótelum um helgina
Staðan á sóttkvíarhótelunum er mjög vel viðráðanleg núna um helgina, að sögn Aðalheiðar Jónsdóttur starfsmanns Rauða krossins. Margir gesta séu að ljúka sóttkví og þá losni nokkuð um.
Gætu þurft að bíða í sólarhring eftir niðurstöðu
Fleiri farþegaþotur eru væntanlegar til Keflavíkurflugvallar á morgun en nokkurn annan dag ársins til þessa. Þetta getur leitt til þess að langar biðraðir myndist og að farþegar þurfi að bíða í allt að sólarhring eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum. 
Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife í morgun
Þota frá Icelandair lagði upp frá Keflavík í sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife laust fyrir klukkan níu í morgun. Ætlun félagsins er að fljúga þangað einu sinni í viku í maí og oftar þegar dregur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir verða rýmkaðar. 
United Airlines hefur áætlunarflug til tveggja borga
Daglegt áætlunarflug bandaríska flugfélagsins United Airlines til Íslands hefst að nýju 3. júní næstkomandi. Þann dag verður flogið milli New York og Íslands líkt og félagið gerði áður. Skömmu síðar hefst áætlunarflug milli Íslands og Chicago í Illinois.
Myndskeið
Lifnar senn yfir Keflavíkurflugvelli
Það styttist í að líf færist yfir Keflavíkurflugvöll á ný. Amerísk flugfélög hefja áætlunarflug hingað í maí og fjöldi evrópskra flugfélaga hefur tryggt sér lendingapláss í sumar. Þá fjölgar senn í hópi starfsmanna á flugvellinum.
Hættustig á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag í dag eftir að flugmaður einkaþotu tilkynnti um bilun í lendingabúnaði eftir flugtak. Í ljós kom að nefhjól þotunnar hafði skekkst.