Færslur: Keflavíkurflugvöllur

29 farþegar í hverri London-þotu í apríl og 51 í maí
Í aprílmánuði flugu 912 farþegar á milli Íslands og London og 1.214 í maí. Í hverri þotu voru að jafnaði voru 29 farþegar í apríl og 51 farþegi í maí.
Um 20 brottfarir daglega og 13 flugfélög
Um og yfir tuttugu brottfarir eru nú á degi hverjum frá Keflavíkurflugvelli. Á morgun eru 18 brottfarir skráðar á vefsíðu flugvallarins og á mánudaginn er 21 brottför fyrirhuguð.
25.07.2020 - 22:15
Mesta fækkunin á Norðurlöndum var á Keflavíkurflugvelli
Allt að rúmlega 96% samdráttur varð á fjölda farþega sem fóru um stærstu flugvelli Norðurlanda í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Mestur var samdrátturinn á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var 96,3%.
25.07.2020 - 17:34
Myndskeið
Keflavíkurflugvöllur er að vakna til lífsins
Keflavíkurflugvöllur er smám saman að vakna til lífsins eftir því sem fleiri lönd slaka á ferðatakmörkunum. Komur í dag voru 17 og brottfarir 18 en til samanburðar voru komur og brottfarir átta um miðjan júní. Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Associates segist vonast til að einhver þeirra félaga sem hætt eru að fljúga til landsins hefji flug hingað aftur. Hann segir að gerður hafi verið samningur við Play-Air og vonir standi til að félagið hefji flug sem fyrst.
Fyrstu sólarlandaferðirnar fara af stað
Íslendingar á leið í fyrstu sólarlandaferðirnar eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst virðast mjög meðvitaðir um sóttvarnir og hvað beri að varast. Íslensk kona búsett í Danmörku óttast að fólk sé orðið full kærulaust gagnvart faraldrinum og segist öruggari hér en í Danmörku.
11.07.2020 - 12:21
Icelandair gæti þurft að fella niður ferðir
Icelandair gæti þurft að fella niður 2-5 flugferðir í hverri viku vegna takmarkaðrar afkastagetu í skimunum á Keflavíkurflugvelli en útlit er fyrir að farþegar þar verði fleiri en 2.000 á dag sem er sá fjöldi sýna sem hægt er að greina á degi hverjum. Félagið skoðar nú í samstarfi við Isavia hvernig brugðist verði við þessu ástandi.
10.07.2020 - 18:25
Aldrei fleiri í sóttvarnarhúsi
Ferðamaður sem kom til landsins með flugi Wizz Air frá Vínarborg í Austurríki á fimmtudag og greindist með virkt smit hefst nú við nú í Sóttvarnarhúsi.
Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Misbrestur í upplýsingagjöf flugturns og flugvélar
Isavia segir að það þurfi að vera á hreinu hvers konar aðflugi flugmenn beita. Vantað hafi upp á upplýsingaflæði milli flugturns og flugvélar þegar litlu munaði að flugvél brotlenti árið 2016. Flugmenn vilja sjá breytingar á tilkynningakerfi til flugmanna.
Nokkrum sekúndum frá stórslysi
Aðeins örfáum sekúndum munaði að stórslys yrði þegar farþegaþota Icelandair lækkaði flugið of hratt skömmu fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli í október árið 2016. Flugmaður hætti við aðflug örfáum sekúndum áður en flugvélin hefði skollið í jörðina þegar viðvörunarkerfi leiddi hættuna í ljós. 113 voru um borð.
02.07.2020 - 11:39
Myndskeið
Íslendingar fari í sóttkví og tvisvar í sýnatöku
Tvö smit hafa greinst í konum sem greindust ekki við landamæraskimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að Íslendingar og fólk sem býr hér á landi fari í sóttkví í nokkra daga við komuna til landsins og fari svo aftur í sýnatöku nokkrum dögum síðar. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir sýnatöku á Keflavíkurflugvelli en farþegar munu ekki þurfa að borga aukalega fyrir seinna sýnið.
Rukkað fyrir skimanir á morgun
Opnað verður fyrir komu farþega frá völdum ríkjum utan Schengen-svæðisins á næstu dögum eftir að Evrópusambandið birti lista yfir örugg ríki. Á morgun verður byrjað að rukka fyrir skimun á landamærunum.
Innanlandssýni neikvæð en 2 ný smit við landamæraskimun
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist í þeim 180 innanlandssýnum sem tekin voru í gær. Tvö jákvæð sýni greindust við landamæraskimun þar sem 1.022 voru skimaðir.
Fá ekki að kjósa í sóttkví
Ekki verður hægt að leyfa þeim 300 að kjósa, sem fara þurfa í sóttkví vegna mögulegs hópsmits sem rekja má til þess að knattspyrnukona í Breiðablik greindist með kórónuveiruna.
Boða til blaðamannafundar um reynslu af skimuninni
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar  í dag um skimun á landamærum Íslands. Meginefni fundarins er reynslan af skimun ferðamanna til Íslands undanfarið og næstu skref.  
Fleiri flugfélög fljúga til Íslands í sumar
Sex erlend flugfélög ætla að hefja áætlunarflug til Íslands á næstu dögum og vikum, þar á meðal Norwegian og Lufthansa. Tíu flugfélög munu bjóða upp á millilandaflug frá Keflavík í næsta mánuði, en þau voru fjögur þegar dregið var úr ferðatakmörkunum í byrjun vikunnar. Rúmlega tvö þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan á mánudag.
17.06.2020 - 19:00
Neitaði að bera grímu í flugvélinni
Kalla þurfti til lögreglu við lendingu flugvélar SAS, sem kom frá Kaupmannahöfn í morgun, en farþegi um borð þráaðist við að bera andlitsgrímu eins og farþegum er skylt að gera. Eftir tiltal lögreglu féllst hann á að setja upp grímuna.
Myndskeið
Nýju smitin viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir
Tveir reyndust smitaðir af kórónuveirunni í landamæraskimun í gær. Lögreglumaður á Selfossi smitaðist af Rúmenunum sem handteknir voru um helgina. Viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir. Sjö manns eru nú í einangrun með kórónuveirusmit.
Myndskeið
Sýnatakan: Margir hittu ástvini eftir langa bið
Sýnataka gekk vel á landamærunum í dag - fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt er að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Bæði farþegar og áhafnir á Keflavíkurflugvelli voru ánægð í morgun.
Skimun hefst á Keflavíkurflugvelli í dag
Skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. Tíu sýnatökubásar hafa verið settir upp á flugvellinum. Farþegar hafa val milli þess að fara í sýnatöku og að fara í tveggja vikna sóttkví.
„Mikill léttir fyrir marga að sjá þetta smella“
Prufukeyrsla á skimunarferli fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli sem fram fór í dag gekk vel að sögn almannavarna og landlæknis. Verkefnastjóri hjá almannavörnum segir að þriggja mánaða vinna hafi verið unnin á örfáum dögum, og það sé léttir fyrir marga að sjá ferlið smella saman.
Sex flugfélög fljúga til Íslands í sumar
Sex flugfélög hyggjast fljúga til Keflavíkur frá 15. júní. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur þegar hafið flug til Keflavíkur.  
05.06.2020 - 10:16
Heimila samstarf rútufyrirtækja til og frá Leifsstöð
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf hópbifreiðafyrirtækjanna Kynnisferða ehf. og Airport Direct ehf. sem miðar að því að samnýta tímabundið bifreiðaflota þeirra á áætlunarleiðinni milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. 
Leggur til að skimun standi í sex mánuði, hið minnsta
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt til að skimun á landamærum standi í sex mánuði, hið minnsta. Þetta kemur fram í minnisblaði hans til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún hefur samþykkt tillögu hans um að skimun á farþegum vegna COVID-19 við komuna til landsins hefjist 15. júní. Til að byrja með verður hægt að rannsaka 500 sýni á sólarhring en sóttvarnalæknir telur að hægt verði að fjölga þeim í 4.000 eftir nokkrar vikur.
Tilkynna bráðlega hvað sýnataka kostar farþega
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis um breytingu á komum fólks til landsins. Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar verði 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag.