Færslur: Keflavíkurflugvöllur

„Þetta kom bara eins og eftir pöntun“
Bókanir hjá Icelandair og Play tóku kipp í gær þegar fór að gjósa. Forstjórar félaganna fagna gosinu og eru sammála um að það hafi góð áhrif á ferðaþjónustuna.
„Flugvellir eru framkvæmdasvæði“
Framkvæmdir við stækkun Keflavíkurflugvallar fara ekki fram hjá neinum sem á leið um völlinn þessa dagana. Austan megin flugstöðvarinnar, nær Reykjanesbæ, er heljarinnar stálvirki risið en þar er unnið að viðbyggingu sem á að taka í notkun árið 2024.
04.08.2022 - 11:09
Sjónvarpsfrétt
Stæðisgjöld mun ódýrari á Íslandi en á Norðurlöndunum
Það er allt að átta sinnum ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli heldur en á sambærilegum flugvöllum á Norðurlöndunum. Til stendur að endurskoða gjaldskrá á innanlandsflugvöllum á næsta ári.
Myndband
Myndband á TikTok sýnir aðgerðir lögreglu í Leifsstöð
Farþeginn sem stóð á bak við sprengjuhótun á salerni flugvélar sem snúið var til Keflavíkurflugvallar á mánudag, er enn ófundinn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins. Hann vill að öðru leyti lítið segja um gang rannsóknarinnar.
Sjónvarpsfrétt
Ekki vitað hver var að verki en öllum hleypt úr landi
Sá sem stóð að baki sprengjuhótun um borð í flugvél sem var snúið við yfir Grænlandi og lent á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær fór líklegast aftur um borð í vél ásamt öðrum farþegum um þrjúleytið í dag. Aðeins fjórir af 266 farþegum vélarinnar ákváðu að fara ekki með vélinni. Yfirheyrslur fóru fram í gærkvöld en ekki er vitað hver var að verki og því öllum hleypt úr landi í dag.
Vél snúið við yfir Grænlandi vegna veikinda farþega
Flugvél Lufthansa sem fara átti frá München í Þýskalandi til Denver í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi og er nú á leið til Keflavíkur til lendingar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var vélinni snúið við vegna veikinda hjá farþega, sem er nokkuð algeng uppákoma.
26.07.2022 - 15:37
Sá seki ófundinn og farþegar yfirheyrðir
Enn er ekki vitað hver stóð fyrir sprengjuhótun í flugvél sem var snúið við yfir Grænlandi og lent á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Lögreglan á Suðurnesjum hefur til skoðunar krot innan í flugvélinni og hluti úr handfarangri farþega.
Rauðu hættustigi lýst yfir í morgun
Lýst var yfir rauðu hættustigi á Keflavíkurflugvelli uppúr klukkan sjö í morgun. Bilun kom upp í flugvél bandaríska flugfélagsins Delta á leið frá Minneapolis, en vélin lentu heilu og höldnu uppúr klukkan hálf átta.
21.07.2022 - 07:56
Bílastæði við Keflavíkurflugvöll brátt uppbókuð
Isavia hvetur farþega til þess að bóka bílastæði við Keflavíkurflugvöll með góðum fyrirvara eða nýta aðrar samgönguleiðir, þar sem bílastæðin fyllist líklega von bráðar. Bókanir benda til þess að fleiri búsettir hér á landi ætli út fyrir landsteinana í júlí, en á sama tíma 2019.
08.07.2022 - 18:04
Sjónvarpsfrétt
Saurmenguð fíkniefni drýgð með rottueitri og ormalyfjum
Fjölmörg dæmi eru um að fíkniefnum sé blandað saman við ormalyf, rottueitur eða hjartalyf, áður en þau fara í sölu. Stærstur hluti þeirra er fluttur til landsins innvortis í gegnum alþjóðaflugvelli. Lögreglustjórinn á Suðurnesum segist varla muna eftir öðrum eins fíkniefnainnflutningi og það sem af er ári.
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan átta í kvöld þegar flugmenn flutningavélar Air Atlanta tilkynntu um að eldur væri hugsanlega laus um borð í vélinni.
30.06.2022 - 20:36
Fastar á Klakanum á leið í danskeppni á Spáni
Nemendur Danslistarskóla JSB, um 50 unglingstelpur sem hafa unnið sér inn keppnisrétt á heimsbikarmóti í dansi, Dance World Cup, eru fastar á Íslandi eftir að flugi með flugfélaginu Play til Madrid, sem átti að fara í loftið klukkan þrjú í dag, var aflýst.
Vikulokin
Þjóðaröryggisráð metur þörf á viðveru varnarliðs
Þjóðaröryggisráð hefur hafið mat á því hvort þörf sé á viðveru varnarliðs hérlendis vegna breyttrar stöðu í öryggis- og varnarmálum, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.
Viðtal
Flest stöðugildi mönnuð en traust til flugvalla dvínað
Isavia gekk vonum framar að ráða starfsfólk til starfa á Keflavíkurflugvelli í sumar, og tókst að ráða í um 97% stöðugilda.
21.06.2022 - 09:27
Morgunútvarpið
Atburðarás sem enn er verið að vinda ofan af
Forstjóri flugfélagsins Play segir að villumelding um borð í vél félagsins sem lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrradag hafi komið af stað atburðarás sem enn sé verið að vinda ofan af. Lítið megi út af bregða.
15.06.2022 - 09:43
Airbusvél í eldsneytisvandræðum á leið til Keflavíkur
Rauðu neyðarstigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í nótt þegar farþegaþota af gerðinni Airbus 320 lenti í vandræðum á leið til Keflavíkur. Vandræðin eru sögð hafa verið vegna eldsneytis, en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um það, í hverju þau fólust eða hversu alvarleg þau voru. 105 manns voru um borð í vélinni, sem lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli klukkan 1.40.
„Vissum að þegar Covid lyki yrði brjálað að gera"
Framkvæmdastjóri Airport Associates, sem þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli, segir að innan tveggja ára verði fyrirtækið jafn stórt og það var fyrir fall WOW AIR og covid. Mörg sambærileg fyrirtæki erlendis eigi í vandræðum með að ráða fólk og launakjörin séu betri hér en víða annars staðar
5,7 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll á árinu
Í nýrri farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir.
11.05.2022 - 12:10
Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Flugumferð um Keflavík nálgast það sem var 2019
Millilandaflug er óðum að færast í eðlilegt horf eftir covid-19 faraldurinn og er fjöldi brottfara að nálgast það sem var sumarið 2019.
Sjónvarpsfrétt
Uppselt við Leifsstöð
Öll bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru full yfir páskahátíðina og þeir sem hyggja á ferðalög næstu daga þurfa að sýna fyrirhyggju.
Öll bílastæði full og nóg að gera á Keflavíkurflugvelli
Öll bílastæði við Keflavíkurflugvöll eru full og ferðafólki bent á að nýta almenningssamgöngur eða rútuferðir á flugvöllinn. Grettir Gautason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fleiri flugferðir á áætlun í dag en voru alla páskana í fyrra.
14.04.2022 - 12:22
Varað við barnasmygli vegna flóttans frá Úkraínu
Það sem af er þessu ári hafa hátt í 1.000 sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af rúmlega 600 frá Úkraínu. Verði áfram svipaður fjöldi umsókna þaðan, má búast við að eftir mánuð hafi samtals um 1.100 flóttamenn frá Úkraínu komið hingað til lands frá innrás Rússa í landið. Landamærasvið ríkislögreglustjóra varar við mansali og smygli á börnum.
Sjónvarpsfrétt
Móttökukerfið á Keflavíkurflugvelli komið að þolmörkum
Yfirlögregluþjónn landamærasviðs ríkislögreglustjóra segir að móttökukerfi flóttamanna á landamærunum sé komið að þolmörkum. Svo gæti farið að kerfið fari af óvissustigi og yfir á hættustig gangi spár um fjölda flóttamanna eftir.
Fjölda flugferða hefur verið aflýst
Þremur flugferðum frá Keflavíkurflugvelli og fjórum ferðum til vallarins hefur verið aflýst í kvöld.
21.02.2022 - 17:14