Færslur: Keflavík

Gerði tilraun til ráns vopnaður öxi
Karlmaður var handtekinn í Úra- og skartgripabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ um hádegisbil í dag. Hann var vopnaður öxi, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum.
20.02.2020 - 15:50
Var í lífshættu eftir hnífstungur á nýársnótt
Átján ára gamall karlmaður var í lífshættu eftir hnífstungur í Reykjanesbæ á nýársnótt, að því er Víkurfréttir greina frá. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 
08.01.2020 - 14:40
Brunavarnir Suðurnesja leggja skautasvell á malarvelli
Brunavarnir Suðurnesja vinna nú að því að leggja skautasvell á malarvelli í Keflavík. Vonir standa til að börn og fullorðnir geti skautað og skemmt sér á svellinu í vikunni.
15.12.2019 - 21:53