Færslur: kef LAVÍK

Gagnrýni
Textasnilld í massavís
Hornfirski dúettinn kef LAVÍK hefur lengi verið tveggja manna hulduher en hefur á undanförnum misserum sankað að sér harðsnúnum aðdáendahóp, einkum vegna lunkinnar og nýstárlegrar textagerðar.
24.10.2019 - 17:38
Kef Lavík - Blautt heitt langt vont sumar
Blautt heitt langt vont sumar er fjórða platan frá hornfirska dúettinum Kef Lavík en sú fyrsta í fullri lengd. Hljómsveitin hefur átt sinn kjarna aðdáenda undir yfirborðinu en hefur undanfarin misseri vakið athygli hjá breiðari hópi fyrir sérstaka texta sem þykja kjötmeiri en hafa tíðkast undanfarið í rappsenunni.
21.10.2019 - 15:04
Pistill
Setja gjallarhorn á breyskleikann og gallana
Hljómsveitin kef LAVÍK er einstakt fyrirbæri í íslenskri tónlistarsenu, eitthvað sem varð til í, að því er virðist, tómarúmi á Höfn í Hornafirði og rataði til eldheitra aðdáenda án nokkurrar kynningarstarfsemi.
08.10.2019 - 17:02
Kýldur í magann með setningu
Benni Hemm Hemm segir að tónlist hljómsveitarinnar kef LAVÍKur sé einhver sú besta sem hann hafi heyrt í lengri tíð. „Ég hef aldrei lent í öðru eins, að heyra sumt sem þeir hafa samið,“ segir hann en slagkraftur nýjustu plötu sveitarinnar sé ekki sá sami.
07.10.2019 - 15:05
Vefþáttur
Eitthvað úr engu, Dansflokkurinn og kef LAVÍK
Í Lestarklefann að þessu sinni mættu Benedikt Hermann Hermannsson tónlistarmaður, Ólöf Ingólfsdóttir dansari og Anna María Bogadóttir arkitekt.
04.10.2019 - 17:19
Myndskeið
Að vera ungur og hvítur og eiga bágt
Hljómsveitin kef LAVÍK var að gefa út sína fimmtu plötu, Blautt, heitt, langt, vont sumar, og tóku tvö lög af henni í Stúdíó 12. Þeir koma fram á Októberfest í kvöld og verða með útgáfutónleika 14. september á KEX Hostel.
06.09.2019 - 14:20
Kafað ofan í hyldýpi kolsvartrar karlmennsku
Hljómsveitin kef LAVÍK er einstakt fyrirbæri í íslensku tónlistarsenunni en þeir halda útgáfutónleika í kvöld ásamt Vaginaboys á skemmtistaðnum Húrra. Í tónlist sinni kanna þeir ystu mörk sjálfseyðandi karlmennsku þúsaldarkynslóðarinnar með augum sem eiga engan sinn líka.
11.11.2017 - 13:50
Ást, eiturlyf og Faulkner í kef LAVÍK
Hljómsveitin kef LAVÍK er skipuð tveimur strákum sem neita að gefa upp nöfn sín og þar til nýlega höfðu aldrei flutt tónlist sína opinberlega. Þrátt fyrir það hefur myndast eldheitur aðdáendahópur í kringum þrjár þröngskífur þeirra sem finna má á Soundcloud og Spotify. „Ég myndi segja að þær þrjár saman myndi heildsteypt verk, eina stóra plötu.“ segja strákarnir í samtali við Lestina.
16.01.2017 - 13:44