Færslur: kaupþing

Niðurstaða Landsréttar í síðasta hrunmálinu stendur
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í CLN-málinu svokallaða.
Hreiðar Már og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í dag sakfelldir í Landsrétti í svokölluðu CLN-máli. Sigurður Einarsson var hins vegar sýknaður.
Myndskeið
Deildu hart á ákæruvaldið
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson deildu hart á Björn Þorvaldsson saksóknara í lok síðustu hrunréttarhaldanna, sem lauk í Landsrétti í dag. Þeir sögðu að ákæruvaldið hefði haldið mikilvægum gögnum leyndum fyrir sér og verjendum sínum lengi framan af. Þetta töldu þeir alvarlegt mál og báðu dómarana þrjá að taka það sérstaklega fyrir í dómsniðurstöðu sinni ef þeir væru sammála sér um það.
19.02.2021 - 18:15
Líkti síðasta hrunmálinu við Al Thani-málið
Lánveitingar Kaupþings til vildarviðskiptavina rétt fyrir hrun eru sambærilegar Al Thani málinu og markaðsmisnotkunarmáli bankans, sagði Björn Þorvaldsson saksóknari í Landsrétti í dag. Hann krafðist sakfellingar yfir fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Björn sagði að við ákvörðun refsingar yrði að taka mið af því að meiri fjármunir væru undir í þessu máli heldur en nokkru öðru refsimáli sem tengist hruninu.
18.02.2021 - 18:47
CLN-málið í sjötta sinn til kasta dómstóla
Fyrsti dagur réttarhalda yfir helstu stjórnendum Kaupþings fyrir hrun fór fram í Landsrétti í dag. Ákært er fyrir umboðssvik en sakborningar voru sýknaðir í héraði. Dómsmálið hefur flakkað milli dómstiga í rúmlega hálfan áratug með sýknudómum, frávísun og ómerkingum.
Ólafur afturkallar kæru til Mannréttindadómstólsins
Ólafur Ólafsson, iðulega kenndur við Samskip og fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi, hefur dregið kæru sína til Mannréttindadómstóls Evrópu til baka. Dómstóllinn hefur fellt mál hans niður.
Hlýtt á málflutning lögmanna í Strassborg
Málflutningur í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu fór fram í Strassborg í dag. Þetta er fyrsta íslenska málið sem tekið er fyrir í nýrri yfirdeild Mannréttindadómstólsins.