Færslur: Kauphöllin

Verð Icelandair hefur hækkað um 9% í dag
Hlutabréfaverð í Icelandair hefur hækkað um 9 prósent það sem af er degi. Verslað hefur verið fyrir 135 milljónir króna í félaginu í Kauphöll Íslands í dag.
20.03.2019 - 14:48
„Karlpeningurinn heldur fastast í glerþakið”
Karlarnir halda fast í glerþakið og það er ein meginástæða þess að engin kona hefur verið ráðin forstjóri í Kauphallarfyriræki síðan 2010 segir formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Það er lýjandi fyrir konur að sækja sífellt um forstjórastöður, sem losna reglulega, en komast aldrei að. Meðallaun forstjóra Kauphallarfyrirtækja eru fimm milljónir á mánuði.
Rekstrartekjur Regins 8 milljarðar árið 2018
Hlutfall alþjóðlegra verslana og veitingastaða í Smáralind hefur vaxið á síðustu árum og eru alþjóðlegar keðjur nú leigutakar í um helmingi verslunarrýmisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársreikningi fasteignafélagsins Regins sem birtur var í Kauphöllinni í dag.
13.02.2019 - 17:01
  •