Færslur: Kauphöllin

Kauphallarvísitalan sú lægsta í rúmt ár
Gengi hlutabréfa hefur lækkað mikið í kauphöllum víða um heim í dag. Ástæðan er meðal annars rakin til ótta fjárfesta um að verulega dragi úr hagvexti á næstum mánuðum vegna stríðsins í Úkraínu. Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 3,16 prósent og hefur ekki verið lægri í rúmt ár.
09.05.2022 - 22:14
Sjónvarpsfrétt
Ölgerðin gefur starfsfólki hlutabréf
Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllinni í næsta mánuði. Forstjóri fyrirtækisins segir að með þessu sé verið að verðlauna starfsfólk fyrir mikið álag.
Öll hækkun síðustu tólf mánaða hefur þurrkast út
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar er komin á sama stað og hún var á fyrir ári síðan. Öll hækkun hennar frá 9. mars í fyrra hefur þurrkast út. Vísitalan hefur lækkað um tólf prósent á aðeins þrettán dögum frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Þar ber hæst að hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 32 prósent.
08.03.2022 - 18:43
Omíkron skekur markaði
Hlutabréf um allan heim, þar með talið á Íslandi, lækkuðu í verði í dag sökum ótta fjárfesta við útbreiðslu omíkron-afbrigðisins.
20.12.2021 - 17:56
Bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum rjúka upp
Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa rokið upp í kauphöllinni í morgun í kjölfar tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að loðnukvóti næsta fiskveiðiárs verði 904.200 tonn.
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Viðskipti í Íslandsbanka fyrir rúma fjóra milljarða
Íslandsbanki var skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum bankans í morgun. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi bjöllunni með Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, sér við hlið. Þar með er búið að skrá 35% af hlutum félagsins og geta nú viðskipti á þeim hafist. Íslandsbanki er þriðja stærsta félagið á markaðnum og er hann tuttugasta og fjórða félagið í Kauphöllinni, að sögn Magnúsar.
22.06.2021 - 11:26
Nordic Visitor kaupir Iceland Travel
Ferðaskrifstofan Nordic Visitor hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.
12.06.2021 - 08:41
Eignarhluturinn í Stoðum var orðinn óþægilega stór
TM hefur selt allan eignarhlut sinn í Stoðum fyrir 4,3 milljarða króna. Forstjóri TM segir að eignarhluturinn í Stoðum hafi verið orðinn „óþægilega stór“.
26.05.2021 - 14:34
Sýnir að almenningur hefur áhuga á sjávarútvegi
Forstjóri Síldarvinnslunnar segir mikinn áhuga á hlutabréfum í fyrirtækinu sýna að almenningur hafi enn mikinn áhuga á sjávarútvegi. Hann segir niðurstöðuna styrkja félagið mjög í þeim fjárfestingum sem framundan eru.
Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári
Icelandair Group tapaði fimmtíu og einum milljarði króna á síðasta ári samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem var birt í dag. Farþegafjöldi dróst saman um 83 prósent á milli ára og sætaframboð um 81 prósent.
08.02.2021 - 21:01
Óvenjulegt og órólegt ár á íslenskum verðbréfamarkaði
Metfjöldi viðskipta síðan 2008 var í kauphöllinni á liðnu ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 20,5% á árinu og stendur nú í 2.555 stigum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir viðskipta ársins hjá Nasdaq Iceland. Skráð félög öfluðu sér alls 29 milljarða á markaði í haust auk þess að nýta hlutabréf sín sem gjaldmiðil við yfirtökur.
04.01.2021 - 13:05
Krónan styrkist hratt
Gengi krónunnar hefur styrkst um allt að tíu prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum á síðustu vikum. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að jákvæðar fréttir um þróun bóluefna gegn kórónuveirunni hafi aukið bjartsýni á gjaldeyrismarkaði.
03.12.2020 - 19:15
Hækkun í Kauphöllinni í dag
Hlutabréf hækkuðu í verði í dag í fimmtán af þeim nítján íslensku fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Mest hækkaði hlutabréfaverð í Eimskipi, um 5,26 prósent í 147 milljóna króna veltu, og næstmest í Icelandair, um 4,62 prósent í 942 milljóna veltu. Heildarvelta í dag nam 3,9 milljörðum króna og úrvalsvísitalan er nú 2.347,9 stig.
16.11.2020 - 17:16
Samherji stefnir á að gera yfirtökutilboð í Eimskip
Félagið Samherji Holding hefur aukið hlut sinn í Eimskipafélaginu og á nú yfir 30 prósent í félaginu. Í tilkynningu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, til Kauphallarinnar segir að félagið geri yfirtökutilboð til hluthafa Eimskips í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og að Samherji stefni ekki á að skrá félagið úr Kauphöllinni.
21.10.2020 - 13:36
Hlutabréf í Icelandair lækka
Hlutabréf í Icelandair féllu um 2,15 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa stendur nú í 91 eyri. Hlutabréfin voru seld á genginu ein króna í hlutafjárútboðinu sem lauk í síðasta mánuði.
02.10.2020 - 16:54
Flug Icelandair í sumar var arðbært, segir forstjóri
Staða Icelandair er sterkari en búist var við þegar hluthafafundur félagsins var haldinn 22. maí síðastliðinn og flugáætlun félagsins í sumar var arðbær. Þetta kemur fram í kynningargögnum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair sem birt voru Kauphöll seint í gærkvöldi.
19.08.2020 - 07:34
Fer undir 11% í Icelandair
Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management, næststærsti hluthafi í Icelandair Group, heldur áfram að minnka hlut sinn í félaginu. Þetta kemur fram á nýjum lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins. Hlutur PAR er nú kominn niður i 10,99%, en var 11,04% þegar listinn var síðast birtur í síðustu viku.
Kvika vill eignast Netgíró
Kvika hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 80 prósenta hlut í Netgíró. Bankinn á nú þegar 20 prósent í félaginu og verður því eini eigandinn ef af kaupunum verður.
16.07.2020 - 14:22
Icelandair Group stefnir á hlutafjárútboð í ágúst
Samningaviðræður Icelandair Group standa enn við lykilviðsemjendur, meðal annars flugvélaleigusala, vegna endurskipulagningar fyrirtækisins. Félagið hefur fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með því í gegnum ferlið. Hlutafjárútboð hefst í ágúst ef tekst að ljúka samkomulagi í júlí.
Icelandair lækkaði um 18% - rauður dagur í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um rétt tæplega 18% í Kauphöllinni i dag. Gengi hlutabréfa í öllum skráðum félögum í Kauphöllinni lækkaði á þessum fyrsta degi samkomubanns, að undanskildum bréfum í Heimavöllum sem stóðu í stað. Mesta lækkunin varð á gengi bréfa í Icelandair.
16.03.2020 - 16:28
Skörp dýfa hjá Icelandair í Kauphöllinni í morgun
Virði hlutabréfa í Icelandair tók skarpa dýfu eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Á fyrsta klukkutímanum lækkaði virði bréfa um tæp 14%. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúm fimm prósentustig í morgun.
16.03.2020 - 10:18
Viðtal
Skellurinn nú mun léttbærari en árið 2008
Hlutabréf um allan heim hrundu í verði í dag vegna mikillar lækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu og ótta fjárfesta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Gengi bréfa lækkaði í öllum skráðum félögum í íslensku kauphöllinni. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að þessi skellur nú verði mun styttri og léttbærari á Íslandi en sá sem dundi á í bankakreppunni árið 2008.
09.03.2020 - 19:54
Hagnaður Össurar 8,6 milljarðar
Hagnaður Össurar var 69 milljónir bandaríkjadala á síðasta ári eða nærri 8,6 milljarðar íslenskra króna. Árið 2018 var hagnaðurinn 80 milljónir dala eða tíu milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársskýrslu fyrirtækisins sem birt er á vef Kauphallarinnar. Heildarsala ársins nam 85 milljörðum króna.
04.02.2020 - 08:46