Færslur: Kauphöllin

Viðtal
Hlutabréfaverð hækkar á sveiflukenndum markaði
Viðskipti í Kauphöllinni hafa verið á uppleið undanfarna daga. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í dag að þetta væri eðlileg þróun. Verðmæti flestra fyrirtækja í Kauphöllinni hafi aukist þótt úrvalsvísitalan hafi sigið niður á við eftir innrás Rússa í Úkraínu. Mikil lækkun hlutabréfaverðs í fyrirtækjum á borð við Marel geti einnig skýrt lækkun á markaðnum. Hann segir að ávöxtun flestra fyrirtækja hafi verið eðlileg.
08.09.2022 - 14:18
Tap á fyrri helmingi árs en bjartara fram undan
Flugfélagið Play tapaði 3,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna uppgjörs annars ársfjórðungs.
22.08.2022 - 18:22
Fjórtán vilja í stjórn Festi - aðeins níu tilnefndir
Spenna er fyrir hluthafafund í Festi sem boðaður hefur verið á fimmtudaginn. Kosið verður í stjórn og jafnframt kosið um hvort breyta eigi nafni Festi í Sundrung. Eggerti Þór Kristóferssyni forstjóra var sagt upp af sitjandi stjórn en stjórnin sendi um það ranga tilkynningu til Kauphallarinnar.
09.07.2022 - 18:20
Róbert reiknar með hröðum vexti Alvotech
Tvíhliðaskráningu líftæknifélagsins Alvotech á hlutabréfamarkað á Íslandi og Bandaríkjunum lauk í gær. Stofnandi félagsins reiknar með hröðum vexti og að félagið verði leiðandi í sínum geira.
24.06.2022 - 08:39
Alvotech á markað í New York
Hlutabréf í líftæknifyrirtækinu Alveotech voru tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni í New York í dag. Fyrirtækið er eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum.
16.06.2022 - 16:10
Fremur róleg frumraun hjá Ölgerðinni
Fyrsti viðskiptadagur Ölgerðarinnar á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var fremur rólegur. Gengi hlutabréfa félagsins stóð í 10,04 krónum á hlut við opnun markaða í morgun en lækkaði lítillega í viðskiptum dagsins og stóð í 9,99 krónum við lokun markaða. Heildarvelta viðskipta með hlutabréf félagsins nam 299 milljónum króna.
09.06.2022 - 16:55
Öll félögin í Kauphöllinni lækka í verði
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 9,9% í maí. Lækkunin var töluvert meiri en á öðrum hlutabréfamörkuðum í helstu viðskiptalöndunum. Öll félögin á aðallista Kauphallarinnar lækkuðu í verði.
09.06.2022 - 09:50
Niðursveifla á hlutabréfamarkaði það sem af er ári
Á þessu ári hefur úrvalsvísitala Aðalmarkaðar kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkað um rétt rúmlega 20%. Í lok fyrsta viðskiptadags ársins stóð OMXI10 úrvalsvísitalan í tæplega 3.408 stigum en við lokun markaða í gær var hún komin niður í 2.716 stig.
28.05.2022 - 11:50
Kauphallarvísitalan sú lægsta í rúmt ár
Gengi hlutabréfa hefur lækkað mikið í kauphöllum víða um heim í dag. Ástæðan er meðal annars rakin til ótta fjárfesta um að verulega dragi úr hagvexti á næstum mánuðum vegna stríðsins í Úkraínu. Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 3,16 prósent og hefur ekki verið lægri í rúmt ár.
09.05.2022 - 22:14
Sjónvarpsfrétt
Ölgerðin gefur starfsfólki hlutabréf
Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllinni í næsta mánuði. Forstjóri fyrirtækisins segir að með þessu sé verið að verðlauna starfsfólk fyrir mikið álag.
Öll hækkun síðustu tólf mánaða hefur þurrkast út
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar er komin á sama stað og hún var á fyrir ári síðan. Öll hækkun hennar frá 9. mars í fyrra hefur þurrkast út. Vísitalan hefur lækkað um tólf prósent á aðeins þrettán dögum frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Þar ber hæst að hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 32 prósent.
08.03.2022 - 18:43
Omíkron skekur markaði
Hlutabréf um allan heim, þar með talið á Íslandi, lækkuðu í verði í dag sökum ótta fjárfesta við útbreiðslu omíkron-afbrigðisins.
20.12.2021 - 17:56
Bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum rjúka upp
Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa rokið upp í kauphöllinni í morgun í kjölfar tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að loðnukvóti næsta fiskveiðiárs verði 904.200 tonn.
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Viðskipti í Íslandsbanka fyrir rúma fjóra milljarða
Íslandsbanki var skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum bankans í morgun. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi bjöllunni með Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, sér við hlið. Þar með er búið að skrá 35% af hlutum félagsins og geta nú viðskipti á þeim hafist. Íslandsbanki er þriðja stærsta félagið á markaðnum og er hann tuttugasta og fjórða félagið í Kauphöllinni, að sögn Magnúsar.
22.06.2021 - 11:26
Nordic Visitor kaupir Iceland Travel
Ferðaskrifstofan Nordic Visitor hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.
12.06.2021 - 08:41
Eignarhluturinn í Stoðum var orðinn óþægilega stór
TM hefur selt allan eignarhlut sinn í Stoðum fyrir 4,3 milljarða króna. Forstjóri TM segir að eignarhluturinn í Stoðum hafi verið orðinn „óþægilega stór“.
26.05.2021 - 14:34
Sýnir að almenningur hefur áhuga á sjávarútvegi
Forstjóri Síldarvinnslunnar segir mikinn áhuga á hlutabréfum í fyrirtækinu sýna að almenningur hafi enn mikinn áhuga á sjávarútvegi. Hann segir niðurstöðuna styrkja félagið mjög í þeim fjárfestingum sem framundan eru.
Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári
Icelandair Group tapaði fimmtíu og einum milljarði króna á síðasta ári samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem var birt í dag. Farþegafjöldi dróst saman um 83 prósent á milli ára og sætaframboð um 81 prósent.
08.02.2021 - 21:01
Óvenjulegt og órólegt ár á íslenskum verðbréfamarkaði
Metfjöldi viðskipta síðan 2008 var í kauphöllinni á liðnu ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 20,5% á árinu og stendur nú í 2.555 stigum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir viðskipta ársins hjá Nasdaq Iceland. Skráð félög öfluðu sér alls 29 milljarða á markaði í haust auk þess að nýta hlutabréf sín sem gjaldmiðil við yfirtökur.
04.01.2021 - 13:05
Krónan styrkist hratt
Gengi krónunnar hefur styrkst um allt að tíu prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum á síðustu vikum. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að jákvæðar fréttir um þróun bóluefna gegn kórónuveirunni hafi aukið bjartsýni á gjaldeyrismarkaði.
03.12.2020 - 19:15
Hækkun í Kauphöllinni í dag
Hlutabréf hækkuðu í verði í dag í fimmtán af þeim nítján íslensku fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Mest hækkaði hlutabréfaverð í Eimskipi, um 5,26 prósent í 147 milljóna króna veltu, og næstmest í Icelandair, um 4,62 prósent í 942 milljóna veltu. Heildarvelta í dag nam 3,9 milljörðum króna og úrvalsvísitalan er nú 2.347,9 stig.
16.11.2020 - 17:16
Samherji stefnir á að gera yfirtökutilboð í Eimskip
Félagið Samherji Holding hefur aukið hlut sinn í Eimskipafélaginu og á nú yfir 30 prósent í félaginu. Í tilkynningu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, til Kauphallarinnar segir að félagið geri yfirtökutilboð til hluthafa Eimskips í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og að Samherji stefni ekki á að skrá félagið úr Kauphöllinni.
21.10.2020 - 13:36
Hlutabréf í Icelandair lækka
Hlutabréf í Icelandair féllu um 2,15 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa stendur nú í 91 eyri. Hlutabréfin voru seld á genginu ein króna í hlutafjárútboðinu sem lauk í síðasta mánuði.
02.10.2020 - 16:54