Færslur: Kauphöllin

Flug Icelandair í sumar var arðbært, segir forstjóri
Staða Icelandair er sterkari en búist var við þegar hluthafafundur félagsins var haldinn 22. maí síðastliðinn og flugáætlun félagsins í sumar var arðbær. Þetta kemur fram í kynningargögnum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair sem birt voru Kauphöll seint í gærkvöldi.
19.08.2020 - 07:34
Fer undir 11% í Icelandair
Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management, næststærsti hluthafi í Icelandair Group, heldur áfram að minnka hlut sinn í félaginu. Þetta kemur fram á nýjum lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins. Hlutur PAR er nú kominn niður i 10,99%, en var 11,04% þegar listinn var síðast birtur í síðustu viku.
Kvika vill eignast Netgíró
Kvika hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 80 prósenta hlut í Netgíró. Bankinn á nú þegar 20 prósent í félaginu og verður því eini eigandinn ef af kaupunum verður.
16.07.2020 - 14:22
Icelandair Group stefnir á hlutafjárútboð í ágúst
Samningaviðræður Icelandair Group standa enn við lykilviðsemjendur, meðal annars flugvélaleigusala, vegna endurskipulagningar fyrirtækisins. Félagið hefur fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með því í gegnum ferlið. Hlutafjárútboð hefst í ágúst ef tekst að ljúka samkomulagi í júlí.
Icelandair lækkaði um 18% - rauður dagur í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um rétt tæplega 18% í Kauphöllinni i dag. Gengi hlutabréfa í öllum skráðum félögum í Kauphöllinni lækkaði á þessum fyrsta degi samkomubanns, að undanskildum bréfum í Heimavöllum sem stóðu í stað. Mesta lækkunin varð á gengi bréfa í Icelandair.
16.03.2020 - 16:28
Skörp dýfa hjá Icelandair í Kauphöllinni í morgun
Virði hlutabréfa í Icelandair tók skarpa dýfu eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Á fyrsta klukkutímanum lækkaði virði bréfa um tæp 14%. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúm fimm prósentustig í morgun.
16.03.2020 - 10:18
Viðtal
Skellurinn nú mun léttbærari en árið 2008
Hlutabréf um allan heim hrundu í verði í dag vegna mikillar lækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu og ótta fjárfesta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Gengi bréfa lækkaði í öllum skráðum félögum í íslensku kauphöllinni. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að þessi skellur nú verði mun styttri og léttbærari á Íslandi en sá sem dundi á í bankakreppunni árið 2008.
09.03.2020 - 19:54
Hagnaður Össurar 8,6 milljarðar
Hagnaður Össurar var 69 milljónir bandaríkjadala á síðasta ári eða nærri 8,6 milljarðar íslenskra króna. Árið 2018 var hagnaðurinn 80 milljónir dala eða tíu milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársskýrslu fyrirtækisins sem birt er á vef Kauphallarinnar. Heildarsala ársins nam 85 milljörðum króna.
04.02.2020 - 08:46
Magnús nýr forstjóri Nasdaq Iceland
Magnús Harðarson hefur verið skipaður nýr forstjóri Nasdaq Iceland. Magnús mun hefja störf nú þegar. Magnús hefur starfað hjá Nasdaq síðan 2002, en þá hét fyrirtækið Kauphöll Íslands. Fyrst sem forstöðumaður viðskiptasviðs og síðar sem forstöðumaður sölu og þjónustu. Hann hefur að auki verið staðgengill forstjóra Nasdaq Iceland frá árinu 2011. Magnús er tvíburabróðir Páls Harðarsonar sem nýlega lét af störfum sem forstjóri Nasdaq Iceland.
15.10.2019 - 10:19
Hægt að gera trúnaðarmenn innherja tímabundið
Ströng ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti er varða upplýsingar skráðra fyrirtækja á verðbréfamarkaði koma ekki í veg fyrir að farið sé að lögum um hópuppsagnir og greina þar með trúnaðarmönnum frá áformunum. Fyrirtækin þurfa aðeins að skrá viðkomandi sem tímabundna innherja. Stéttarfélag bankamanna og Arion banka greinir á um hvort farið hafi verið að lögunum við hópuppsagnirnar í vikunni.
Grænn dagur í Kauphöllinni
Nokkur virðisaukning varð í Kauphöllinni í dag þegar bréf í öllum félögum í Kauphöllinni hækkuðu, nema í Arion banka. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,7 prósent og stendur nú í 2.128,16 stigum. Alls var verslað með bréf fyrir tæpa fjóra milljarða króna.
08.05.2019 - 18:00
Viðskipti með bréf Kviku hófust á aðalmarkaði
Viðskipti með hlutabréf Kviku banka hf. hófust á Aðalmarkaði íslensku kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, í dag. Kvika var áður skráð á Nasdaq First North.
28.03.2019 - 15:36
Léttir í Kauphöllinni við fréttir af WOW
Verð hlutabréfa flestra félaga í Kauphöll Íslands hækkaði í dag þegar ljóst var að búið væri að ná samkomulagi við kröfuhafa í WOW air. Eina félagið sem lækkaði í verði var Icelandair.
26.03.2019 - 18:55
Allt rautt í Kauphöllinni nema Icelandair
Virði allra félaga í Kauphöll Íslands lækkaði í dag, nema Icelandair. Við lokun markaða í dag hafði hlutabréfaverð í Icelandair hækkað um 10,8 prósent í dag.
20.03.2019 - 17:06
Verð Icelandair hefur hækkað um 9% í dag
Hlutabréfaverð í Icelandair hefur hækkað um 9 prósent það sem af er degi. Verslað hefur verið fyrir 135 milljónir króna í félaginu í Kauphöll Íslands í dag.
20.03.2019 - 14:48
„Karlpeningurinn heldur fastast í glerþakið”
Karlarnir halda fast í glerþakið og það er ein meginástæða þess að engin kona hefur verið ráðin forstjóri í Kauphallarfyriræki síðan 2010 segir formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Það er lýjandi fyrir konur að sækja sífellt um forstjórastöður, sem losna reglulega, en komast aldrei að. Meðallaun forstjóra Kauphallarfyrirtækja eru fimm milljónir á mánuði.
Rekstrartekjur Regins 8 milljarðar árið 2018
Hlutfall alþjóðlegra verslana og veitingastaða í Smáralind hefur vaxið á síðustu árum og eru alþjóðlegar keðjur nú leigutakar í um helmingi verslunarrýmisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársreikningi fasteignafélagsins Regins sem birtur var í Kauphöllinni í dag.
13.02.2019 - 17:01