Færslur: Kauphöll íslands

Myndband
Nova hringt inn í Kauphöllina
Það var hátíð í bæ í höfuðstöðvum Nova þennan þriðjudagsmorgun þegar fyrsti viðskiptadagur fyrirtækisins á aðalmarkaði kauphallarinnar hófst.
21.06.2022 - 11:53
Festi hf. boðar til hluthafafundar
Stjórn Festi hf. hefur boðað til hluthafafundar fimmtudaginn 14. júlí í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi í Kópavogi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins. Tilgangurinn er að gefa hluthöfum færi á að kjósa nýja stjórn eða breytta stjórn.
17.06.2022 - 11:39
Viðurkenna að hafa sett Eggerti afarkosti
Stjórn hluthafafélagsins Festis þröngvaði forstjóra fyrirækisins, Eggerti Þór Kristinssyni, til að segja upp eða hann yrði rekinn. Áður hafði stjórnin tilkynnt til Kauphallar að Eggert hefði sjálfur sagt upp. Stjórnin hafnar því að þetta hafi eitthvað með meint kynferðisbrot fyrrum stjórnarformanns í fyrirtækinu að gera.
10.06.2022 - 18:10
Markaðir brugðist of hart við
Gengi hlutabréfa í kauphöllum hefur víða lækkað talsvert síðustu daga. Greinandi telur markaði hafa brugðist full harkalega við ytri aðstæðum, sér í lagi sá íslenski.
Kauphallarvísitalan sú lægsta í rúmt ár
Gengi hlutabréfa hefur lækkað mikið í kauphöllum víða um heim í dag. Ástæðan er meðal annars rakin til ótta fjárfesta um að verulega dragi úr hagvexti á næstum mánuðum vegna stríðsins í Úkraínu. Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 3,16 prósent og hefur ekki verið lægri í rúmt ár.
09.05.2022 - 22:14
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Bogi væntir 30 þúsund farþega til Íslands í júní
Tvöfalt fleiri ferðuðust með Icelandair milli landa í maímánuði en í apríl, einnig heldur innanlandsfarþegum áfram að fjölga og fraktflutningar jukust um fjórðung í maí. Forstjóri félagsins segir ferðavilja aukast og hann býst við að farþegum fjölgi.
Milljarða viðsnúningur Síldarvinnslunnar vegna loðnu
Hagnaður Síldarvinnslunnar á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 21,1 milljón bandaríkjadala, eða 2,7 milljörðum króna miðað við gengi dollarans í lok fjórðungsins. Tekjur voru 6,7 milljarðar. Eigið fé Síldarvinnslunnar í lok mars var rétt tæpir 45 milljarðar, eignir rúmlega 77 milljarðar og skuldir 32,3 milljarðar.
Eina fyrirtækið á landsbyggðinni á markaði
Hlutafjárútboð í Síldarvinnslunni hefst á morgun og hefjast almenn viðskipti með bréf í félaginu í lok mánaðar. Heildarverðmæti fyrirtækisins er um 100 milljarðar króna. Síldarvinnslan verður eina skráða fyrirtækið á markaði utan höfuðborgarsvæðisins.
Aukning í frakt- og innanlandsflugi Icelandair
Fraktflutningar Icelandair jukust á milli ára í marsmánuði í ár en heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá var um 7.800 í mars og dróst saman um 94% á milli ára. Þetta er meðal þess sem fram kemur í flutningatölum fyrir mars sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.
Viðtal
Segja atvinnulífið bera ábyrgð á kynjahlutfalli
Allir forstjórar fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru karlkyns. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár en hlutfallið er áfram það sama. Hluthafar með mikinn eignahluta í fyrirtækjum gætu breytt þessu að mati Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eyri Venture Management.
Arion og Eimskip leiddu miklar hækkanir á árinu
Hlutabréf í kauphöllinni hækkuðu um 45 prósent á árinu sem er að líða. Arion banki og Eimskip leiddu hækkanir en hlutabréf í þeim nærri tvöfölduðust í verði.
Morgunútvarpið
Aukinn áhugi almennings eftir útboð Icelandair
Baldur Thorlacius, viðskiptastjóri hjá Kauphöllinni, nemur aukinn áhuga almennings á hlutabréfamarkaðnum eftir hlutafjárútboð Icelandair í haust. Kauphöllin og Háskólinn í Reykjavík ásamt bönkunum halda vefviðburð á morgun þar sem gestir eru sjálfir fundarstjórar. Yfirskriftin er almenningur og hlutabréfamarkaðurinn og verður rætt um fjárfestingar vítt og breytt.
18.11.2020 - 08:41
Icelandair getur haldið út til 2022
Heildartekjur Icelandair hafa lækkað um 81% frá síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá félaginu sem birt var í Kauphöllinni kvöld.
Flug Icelandair í sumar var arðbært, segir forstjóri
Staða Icelandair er sterkari en búist var við þegar hluthafafundur félagsins var haldinn 22. maí síðastliðinn og flugáætlun félagsins í sumar var arðbær. Þetta kemur fram í kynningargögnum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair sem birt voru Kauphöll seint í gærkvöldi.
19.08.2020 - 07:34
Málin enn í vinnslu hjá Icelandair
Ekki fást upplýsingar um gang viðræðna Icelandair við lánadrottna fyrirtækisins. Stjórnendur Icelandair stefndu á að ljúka samningum fyrir daginn í dag svo hægt væri að fara í hlutafjárútboð í ágúst. Útboðinu hefur nú þegar verið frestað tvisvar. 
Icelandair Group stefnir á hlutafjárútboð í ágúst
Samningaviðræður Icelandair Group standa enn við lykilviðsemjendur, meðal annars flugvélaleigusala, vegna endurskipulagningar fyrirtækisins. Félagið hefur fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með því í gegnum ferlið. Hlutafjárútboð hefst í ágúst ef tekst að ljúka samkomulagi í júlí.
Fyrirtæki vilja endurgreiða fyrir hlutabótaleið
Sex fyrirtæki hafa haft samband við Vinnumálastofnun í því skyni að endurgreiða þá fjármuni sem þau fengu út úr hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar.
Seldi fyrir 600 milljónir í Brimi
Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, seldi í gær hlutabréf í Brimi fyrir 600 milljónir króna. Voru 15 milljónir hluta seldar á genginu 40. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var í Kauphöllinni.
30.04.2020 - 10:18