Færslur: Katrín Tanja

Katrín Tanja með silfur á heimsleikunum í CrossFit
Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í öðru sæti á heimsleikunum í CrossFit sem lauk í Kaliforníu í kvöld. Hún fær fyrir árangurinn 16 milljónir króna í verðlaunafé eða 115 þúsund Bandaríkjadali.
25.10.2020 - 23:27
Úrslitin ráðast á heimsleikunum í CrossFit
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í kvennaflokki fyrir lokagreinina á heimsleikunum í CrossFit í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu sigraði í fyrstu tveimur dagsins og hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn.
25.10.2020 - 16:38
Katrín Tanja í 2. sæti fyrir lokadaginn
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann sig upp um eitt sæti á öðrum keppnisdegi í ofurúrslitunum á heimsleikunum í CrossFit í Kaliforníu. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu sigraði í öllum fjórum keppnisgreinum dagsins og er með afgerandi forystu í efsta sæti fyrir lokakeppnisdaginn.
24.10.2020 - 21:39
Katrín Tanja þriðja eftir fyrsta dag heimsleikanna
Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú í þriðja sæti í kvennaflokki í Ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit sem hófust í Bandaríkjunum á föstudag.
24.10.2020 - 00:44
Okkar á milli
„Við erum ekki hræddar við að vera sterkar“
Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að þáverandi heimsmeistari í greininni, Annie Mist Þórisdóttir, væri líka bara stelpa á svipuðu reki og hún að æfa hjá sama þjálfara. Þá áttaði hún sig á að allt væri hægt. Hún setti markið hátt, varð sjálf heimsmeistari nokkrum árum síðar og segir að samstaða kvenna í afreksíþróttum á Íslandi sé mjög mikilvægur liður í velgengni þeirra.
20.02.2020 - 09:21