Færslur: Katrín Jakobsdóttir

Myndbönd
Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir um vaxandi velsæld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks, lögðu áherslu á loftslagsmál, bjartsýni og vaxandi velsæld í ræðum sínum.
Kastljós
Ekkert sérstök ánægja með formennsku stjórnarandstöðu
„Það var svona ekkert sérstök ánægja með formennskuna í öllum þeim nefndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir í Kastljósi í kvöld um þær nefndir sem stjórnarandstaðan fékk formennsku í á síðasta kjörtímabili. Það sé meðal ástæðna fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir fá aðeins formann í einni nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Katrín tjáir sig um útspil „konuspilsins“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að krefjast þess að konur styðji konur aðeins kynsins vegna.
17.11.2021 - 16:12
Sjónvarpsfrétt
Hafa rætt um harðari aðgerðir fyrir óbólusetta
Rætt hefur verið á ríkisstjórnarfundum að harðari sóttvarnaaðgerðir verði látnar ganga yfir þá sem kjósa að þiggja ekki bólusetningu við kórónuveirunni. Forsætisráðherra segir að að slíku fyrirkomulagi myndu fylgja ýmis siðferðileg álitamál og það gæti haft áhrif á samstöðu í faraldrinum.  
Segja viðræður ganga vel og hlakka til þingstarfa
Formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks segja stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Formennirnir eru óþreyjufullir að hefja þingstörf eftir meira en fjögurra mánaða hlé. 
„Meira rætt um beinar aðgerðir, ekki bara markmið“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í dag. Hún sagði meðal annars að markmiðin frá Parísarráðstefnunni 2015 dygðu ekki til að hemja hlýnun jarðar. Gera þurfi betur. Katrín er bjartsýn á góðar niðurstöður af ráðstefnunni og segir nú mun meira rætt um beinar aðgerðir en ekki aðeins markmið. Hún sagði Ísland vera eitt fárra ríkja sem hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi og að það verði ekki seinna en árið 2040.
Viðtal
Ný stjórn verði að bíða niðurstöðu kjörbréfanefndar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það óvenjulega stöðu á síðustu tímum að engin óvissa sé um ríkisstjórn og meirihluta hennar að loknum þingkosningum. Fyrir liggi langtímastefnumótun, sem sé önnur staða en að vera í algjörri óvissu um komandi tíð. Ný stjórn verði líklega ekki kynnt fyrr en niðurstaða liggur fyrir í Norðvesturkjördæmi.
Bætist í hóp Afgana hér á landi á næstunni
Aðeins hluti þeirra 90 til 120 Afgana sem ríkisstjórnin ákvað að veita hæli í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst hefur komist til landsins. Nú er þess vænst að fleiri bætist í hópinn fljótlega.
Myndskeið
Sturgeon færði Katrínu glæpasögu
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra eiga ýmislegt sameiginlegt. Þar á meðal er ástríða fyrir lestri glæpasagna. Þær hittust hér á landi í gær og þá afhenti Sturgeon Katrínu eina slíka að gjöf frá skoskum höfundi.
16.10.2021 - 14:26
Yfirgnæfandi stuðningur við Katrínu
Katrín Jakobsdóttir nýtur yfirgnæfandi stuðnings landsmanna til að gegna embætti forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Maskínu.
Myndskeið
„Við veljum samtalið yfir bergmálshellinn“
„Við Vinstri græn tökum glöð að okkur það hlutverk að leiða saman ólík öfl að niðurstöðu. Við veljum samtalið fram yfir bergmálshellinn; það er lykilatriðið í okkar stjórnmálum og okkar sýn. Við viljum finna bestu lausnina fyrir samfélagið, ekki bara okkar kjósendur heldur okkur öll,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, í opnunarræðu sinni á framhaldslandsfundi flokksins í morgun. Hún segir flokk sinn tilbúinn að leiða næstu ríkisstjórn
Fyrirspurn Sigmundar um fjölda kynja svarað
Kyn samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreining á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.
Sjá hraðpróf sem lykilinn að opnara samfélagi
Hraðpróf eru lykillinn að opnara samfélagi að mati forsætis- og fjármálaráðherra. Þau geta bæði skapað rými fyrir stærri viðburði og dregið úr íþyngjandi sóttkvíarkröfum þegar smit kemur upp í skólum.
Samþykkja tillögur Þórólfs ekki á einu bretti
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tillögur sóttvarnalæknis að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna verði ekki samþykktar á einu bretti. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði á dögunum að næstu mánuði yrðu allir komufarþegar krafðir um neikvætt COVID-próf og fjöldatakmörk yrðu áfram til staðar. Eins metra nándarregla yrði áfram í gildi og grímuskylda við ákveðnar aðstæður. 
Önnur ríki fylgjast með þróun veirunnar á Íslandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að alþjóðasamfélagið fylgist með þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Það sé vegna þess að engin forskrift sé til að því hvernig bregðast eigi við covid-smitum í bólusettu þjóðfélagi og því geti þróunin á Íslandi næstu vikur haft mikil áhrif á hvernig þjóðir kjósi að haga sóttvörnum sínum til framtíðar.
Katrín: skynja vel óþol hjá þjóðinni eftir svörum
Forsætisráðherra segir Ísland vera mjög framarlega í flokki þjóða þegar kemur að bólusetningum og því verði viðbrögðin hér mikilvæg fyrir aðrar þjóðir. Hún segist skynja það vel að það sé óþol hjá þjóðinni að fá skýr svör sem fyrst um hvað standi til að ríkisstjórnin kynni eftir að hafa fengið og fjallað um tillögur frá sóttvarnalækni sem eiga að berast síðar í kvöld.
Listar VG í Reykjavík staðfestir
Fjórar konur og tveir karlar skipa fyrstu sætin á listum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra munu leiða listana sem voru samþykktir á félagsfundi í kvöld.
Mæla traust og bera saman milli ríkja
Norðurlöndin öll, Ísland þeirra á meðal og mörg OECD-ríki ætla að gera könnun á trausti almennings til opinberra stofnana. OECD hefur lengi þróað kannanir um traust, því það er ekki einfalt að mæla segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem kynnti þessi áform á ríkisstjórnarfundi.
06.07.2021 - 14:37
Morgunvaktin
Milljarður nægir til að tryggja menningarstarfsemi
Fjárframlög til mennta- og menningarmála á Norðurlöndunum verða skorin niður um tæpan fimmtung á næstu árum. Formaður Norræna félagsins vonast til að ekki verði af því og segir tiltölulega litla fjármuni þurfa til að tryggja menningarstarfsemi á Norðurlöndum og óbreyttan rekstur Norræna hússins í Reykjavík áfram.
Almenningur ekki fengið rétt verð fyrir bankann
Forsætisráðherra segir hlutafjárútboð Íslandsbanka vel heppnað og að mikill áhugi fjárfesta hafi aukið verðmæti eignarhlutar ríkisins í bankanum. Formenn stjórnarandstöðuflokka segja útboðsgengið hafa verið of lágt og harma að erlendir vogunarsjóðir séu aftur komnir inn í bankakerfið.
Katrín við von der Leyen: Ísland má ekki gleymast
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag.
Myndskeið
Katrín heldur kynjajafnrétti og loftslagsmálum á lofti
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um loftslagsmál, kynjajafnfrétti og afvopnun á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag. Katrín segir að margir leiðtogar hafi komið með skilaboð inn á fund Bandaríkjaforseta og Rússlandsforseta sem verður á miðvikudag. Þá hafi leiðtogarnir fagnað því að hittast í eigin persónu en ekki á fjarfundi.
Vigdís Finnbogadóttir
Um leið og konurnar verða sterkar kemur ósýnileg hönd
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, segir að það sé lítil glóra í því þvinga fram jafnrétti kynjanna. Ósýnileg öfl virðist hins vegar grípa inn í þegar konur styrkja stöðu sína.
Segjast ganga óbundin til kosninga með undantekningum
Fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti á þingi veltu upp mögulegu stjórnarmynstri í Silfrinu í morgun. Flest sögðust ganga óbundin til kosninga í haust en þó voru undantekningar á því. 
Viðtal
Afleiðingar faraldurs, atvinna og jöfnuður til umræðu
Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust. Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar.