Færslur: Katrín Jakobsdóttir

Myndskeið
„Þannig staða að það verður að bregðast hratt við“
„Þessar tillögur eru algjörlega eins og búast má við miðað við þá stöðu sem er uppi ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun þar sem hertar takmarkanir vegna COVID-19 faraldursins voru kynntar.
Ræddi kórónuveiru og jöfnuð á Skálholtshátíð
Kórónuveiran, loftslagsváin og velsæld og jöfnuður voru meðal umfjöllunarefna Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í erindi á Skálholtshátíð er haldin nú um helgina. Þar var þess meðal annars minnst að 300 ár eru frá andláti Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups.
Viðbúið að lög um jarðakaup fari fyrir dóm
Forsætisráðherra segir viðbúið að einhverjir reyni á lögmæti nýrra laga um jarðakaup fyrir dómstólum. Samkvæmt þeim mega tengdir aðilar ekki eiga meira en 10 þúsund hektara lands.
Segir bótarétt sonar Tryggva óumdeildan
Óumdeilt er að Arnar Þór Vatnsdal, sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, eigi bótarétt á grundvelli laga sem samþykkt voru í fyrra um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms í málinu. Þetta segir lögmaður hans.  Bótakröfu  Arnars var hafnað fyrr í þessari viku og hyggst hann stefna íslenska ríkinu til greiðslu bóta.
Sonur Tryggva Rúnars hyggst stefna ríkinu
Íslenska ríkið hefur hafnað 85 milljóna bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal sem er sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar - og Geirfinnsmáli. Bótakröfunni hefur verið hafnað á grundvelli þess að  Arnar Þór var ættleiddur þegar hann var tólf ára, fjórum árum eftir að faðir hans losnaði úr fangelsi. Lögmaður hans segir að ríkinu verði nú stefnt.
Ekki tímabært að ræða plan Ö
„Ég hef sannfærst um að þetta sé skynsamleg ráðstöfun. Ég tel óvissuna vera það mikla að við myndum ekki græða neitt á því að bíða og ég tel að við séum að gera þetta af jafn mikilli varúð og unnt er.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fyrirhugaða opnun landamæranna eftir viku í Kastljósi í kvölds.
08.06.2020 - 20:26
Viðtal
Fjöldi bókana til Íslands undir afkastagetu
Fjöldi þeirra ferðamanna sem eiga bókað far hingað til lands eftir að opnað verður fyrir landamærin er, enn sem komið er, ekki meiri en stjórnvöld ráða við þegar kemur að sýnatöku.
„Píningsveturinn er að baki“
„Frá og með morg­un­deg­inum hefjum við veg­ferð okk­ar, skref fyrir skref í átt að bjart­ari dög­um. Við skulum njóta þess og muna að ástæðan fyrir því að hægt er að taka þetta skref í að slaka á sam­komu­bann­inu er sú að við höfum staðið okkur frá­bær­lega vel og náð tökum á útbreiðslu veirunn­ar. En við skulum líka muna að far­ald­ur­inn geisar enn um heim­inn og nú tekur við erfitt upp­bygg­ing­ar­starf sem mun reyna á þol­in­mæð­ina.“
Úti
Eins og að byrja hjá hobbitunum og enda í Mordor
„Ég held að það sé rosalega dýrmætt fyrir börn að kynnast landinu sínu svona. Að vera ekki í síma og ekki í tölvu heldur í núinu með náttúrunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir sem fór með hóp barna í fallega göngu í íslenskri náttúru sem börnin voru sammála að væri ekki ósvipuð ævintýraheimi Hringadróttinssögu.
19.04.2020 - 15:40
Katrín ræddi við forsætisráðherra Noregs á fjarfundi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og  Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, ræddust við á fjarfundi í dag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrst og fremst hafi verið rætt um baráttuna gegn COVID-19 og sóttvarnaráðstafanir sem löndin hafa gripið til.
16.04.2020 - 17:36
Viðtal
Kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví
Fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ kynna á morgun samkomulag um hvernig staðið verði að launagreiðslum fólks sem þarf að vera í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar.
Nágrannaríkin að gera það sem við vorum búin að gera
Forsætisráðherra segir að þær ráðstafanir í ríkisfjármálum sem gerðar voru í fyrra í tengslum við lífskjarasamningana og tóku gildi á þessu ári hefðu ekki getað komið á betri tíma, nú þegar efnahagslegra áhrifa af COVID-19 veirunni fer að gæta.
Myndskeið
Forsætisráðherra segir ábyrgð hvíla á báðum aðilum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hvíli ábyrgð á báðum aðilum í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur til að finna farsæla lausn í anda lífskjarasamninganna og að þeir samningar hafi enn eitthvað að segja. Hún segir verkfall Eflingar að sjálfsögðu alvarlegt enda hafi aðgerðirnar áhrif á alla þá sem búi í Reykjavík. Ekki sé þó tímabært að ræða einhvers konar lagasetningu.
20.02.2020 - 20:24
Katrín fundaði með leiðtogum EFTA um Brexit
Leiðtogafundur EFTA-ríkjanna var haldinn í Osló í morgun. Þar fundaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Adrian Hasler, forsætisráherra Liechtenstein.
03.02.2020 - 12:04
Myndskeið
Kynna undirbúning fyrir fjórðu iðnbyltinguna á nýju ári
Ríkisstjórn Íslands mun kynna aðgerðir á nýju ári til þess að íslensk samfélag verði betur í stakk búið til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu í Sjónvarpinu í kvöld.
Efnahags- og loftlagsmálin stóru málin 2020
Efnahags- og loftlagsmál og kjarasamningar opinberra starfsmanna verða helstu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar á næsta ári. Fjármálaráðherra segir nýafstaðið haustþing eitt það afkastamesta sem um getur.
Myndskeið
Forsætisráðherra slökkti eld og fræddi börn í Kópavogi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist slökkviliðsjakka og fræddi börn í Kópavogsskóla um eldvarnir heimilisins í dag þegar Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var hleypt af stokkunum. Hún spreytti sig svo á að slökkva eld með slökkvitæki undir öruggri handleiðslu slökkviliðsmanns.
21.11.2019 - 15:09
Viðtal
„Heilsan er ekki endilega ómetanleg“
Það er ómetanlegt að vera við góða heilsu, að vakna úthvíldur á hverjum degi, það er gulls ígildi að eiga vini og fjölskyldu. Eða hvað? Er kannski hægt að setja á það verðmiða? Já segir hagfræðiprófessor sem í dag hélt erindi á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands. Með því að meta virði þess ómetanlega í lífinu geti stjórnvöld bætt stefnumótun og leiðrétt skekkjur í hagkerfinu. Forsætisráðherra segir stjórnvöld þurfa að breyta allri sinni stefnumótun.
Katrín tilbúin að hitta Klúbbmenn
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist tilbúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sé þess óskað.
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsfjölmiðla
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að sækja ráðstefnu í Svíþjóð meðan varaforseti Bandaríkjanna kemur hingað í opinbera heimsókn, hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim. „Forsætisráðherra Íslands sleppir heimsókn Pence. Hún segist ekki vera að hunsa hana,“ segir í fyrirsögn Washington Post af málinu. Margir aðrir fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá þessu, eftir að fréttaveitan Associcated Press sagði tíðindin í gær.
22.08.2019 - 11:09
Myndskeið
Þétta raðirnar gegn loftslagsvá
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta svæði heims árið 2030, samkvæmt yfirlýsingu sem forsætisráðherrar ríkjanna undirrituðu í dag. Kanslari Þýskalands vill leggjast á árina með Norðurlöndunum í málefnum norðurslóða.
20.08.2019 - 19:39
Ísland á að huga að reglulegu sæti í ráðinu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Ísland eigi að huga að því að taka reglulega sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Framganga Íslands í ráðinu geti skipti verulegu máli.
27.06.2019 - 19:11
Katrín meðal 100 áhrifamestu annað árið í röð
Tvær íslenskar konur eru í hópi 100 áhrifamestu einstaklinga heims í jafnréttismálum samkvæmt lista Apolitical, alþjóðlegs fræðslu- og stefnumótunarvettvangs fyrir ríkisstjórnir og aðra opinbera aðila. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er á listanum annað árið í röð. Auk hennar er Irma Erlingsdóttir, dósent við Háskóla Íslands einnig á listanum.
29.05.2019 - 13:28
Viðtal
Spurði Katrínu hvort henni líkaði starfið
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins Í Bretlandi, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort henni líkaði starf sitt þegar þau hittust í síðustu viku. Corbyn sagðist ekki hafa áhuga á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit fyrr en útgöngusamningur hefur verið samþykktur á breska þinginu.
09.05.2019 - 14:40
Alþjóðlegt samstarf nauðsyn í loftslagsmálum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alþjóðlega samvinnu grundvöll að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á í fyrirlestri í London School of Economics í gær.
03.05.2019 - 16:50