Færslur: Katrín Jakobsdóttir

Sjónvarpsfrétt
Sögulegar sveitarstjórnarkosningar 2022
Sveitarstjórnarkosningarnar 2022 fara á spjöld sögunnar vegna mikillar sveiflu til Framsóknarflokksins á landsvísu og fyrir versta gengi Sjálfstæðismanna í borginni til þessa
Sjónvarpsfrétt
Titringur innan stjórnarflokkanna
Titringur er innan stjórnarflokkanna vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan segir tortryggni allsráðandi, traustið farið og Framsókn og Vinstri græn hafi afsalað sér völdum til Sjálfstæðisflokks.
Samstaða í ríkisstjórn, segir Katrín, styðjum Bjarna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarflokkanna um fullan stuðning við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu. Ekki var rætti um bankasöluna á ríkisstjórnarfundi. Hún segir að skoða þurfi tiltekna hluti eins og aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu, meðferð innherjaupplýsinga, skilgreiningar á hæfum fjárfestum og svo gagnsæi en um það síðarnefnda hafi hún gert athugasemdir við.
Bankasýslan verður lögð niður
Ríkisstjórnin mun leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og nýtt fyrirkomulag innleitt til að halda utan um eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á Alþingi á næstunni.
Telur sig ekki geta birt gögn um kaupendur Íslandsbanka
Bankasýslan telur sér ekki fært að birta gögn um þá sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka. Þetta sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, í þætti Dagmála sem birtur var á Mbl.is í dag. Allar líkur séu á því að gögnin falli undir bankaleynd og þá sé nær óþekkt erlendis að upplýst sé kaupendur í sambærilegum útboðum.  
Yngsta fréttakona heims til að sækja leiðtogafund NATO
Þó svo að Birta Steinunn Ægisdóttir sé aðeins níu ára gömul er hún veraldavön ung stúlka. Hún varð á dögunum yngst allra fréttamanna til að mæta á leiðtogafund NATO, sem haldinn var fyrir helgi. Birta, sem er búsett í Brussel með fjölskyldu sinni, hefur verið fréttamaður hjá Krakkafréttum undanfarna mánuði þar sem hún fræðir íslenska krakka um lífið í Evrópu.
29.03.2022 - 12:47
Myndskeið
Erlendir miðlar spurðu Katrínu spjörunum úr
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Kína eigi að axla sína ábyrgð gagnvart stríðinu í Úkraínu og beita sér fyrir friði. Erlendir fjölmiðlar spurðu hana spjörunum úr þegar hún mætti á leiðtogafund NATO í Brussel í morgun.
Kastljós
Spurði forsætisráðherra út í stöðu fatlaðs flóttafólks
Alþjóðadagur vitundarvakningar um málefni fólks með Downs-heilkenni var í gær. Af því tilefni fékk Kastljós til liðs við sig Finnboga Örn Rúnarsson. Hann heldur úti Instagram- og Facebooksíðu undir nafninu Fréttir með Finnboga.
„Venjulegu fólki algerlega nóg boðið"
Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að laun æðstu stjórnenda hjá ríkinu auki ekki á gliðnun í samfélaginu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um launagreiðslur til forstjóra fyrirtækja í ríkiseigu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
Zelensky: Úkraína ekkert á leið í NATO
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, hefur viðurkennt að Úkraína muni líkast til ekki ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, í fyrirsjáanlegri framtíð. Þetta er umtalsverð tilslökun af hálfu Zelenskys og Úkraínu frá innrás Rússa inn í landið 24. febrúar.
Móttaka flóttafólks frá Úkraínu krefjandi verkefni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það krefjandi verkefnið að undirbúa móttöku flóttafólks hingað til land, ekki síst vegna óvissu um fjölda sem komi hingað til lands og hversu lengi átökin muni standa yfir. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir það þekkt að óprúttnir aðilar nýti sér svona aðstæður og við því þurfi að bregðast.
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Forsætisráðherra greindist með covid
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. Hún ávarpaði því flokksráðsfund Vinstri grænna að heiman fyrir skömmu. Frá þessu greindi hún á Facebook.
Viðtal
Omíkron-afbrigðið og bólusetningar ástæða til bjartsýni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist vongóð um að brátt heyri covid-faraldurinn sögunni til. Hún segir að minni veikindi af völdum omíkron-afbrigðisins sem og góð þátttaka í bólusetningum sé ástæða til bjartsýni.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
Verkefni að viðhalda þingstörfum vegna smita
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir  Alþingi hafa reynslu af því að starfa við óhefðbundnar aðstæður. Hún ítrekar mikilvægi þess að allir geri sitt besta til að gæta að sóttvörnum og sýna varkárni. Forsætisráðherra er reglulega í hraðprófum eins og margir landsmenn. 
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Myndbönd
Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir um vaxandi velsæld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks, lögðu áherslu á loftslagsmál, bjartsýni og vaxandi velsæld í ræðum sínum.
Kastljós
Ekkert sérstök ánægja með formennsku stjórnarandstöðu
„Það var svona ekkert sérstök ánægja með formennskuna í öllum þeim nefndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir í Kastljósi í kvöld um þær nefndir sem stjórnarandstaðan fékk formennsku í á síðasta kjörtímabili. Það sé meðal ástæðna fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir fá aðeins formann í einni nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Katrín tjáir sig um útspil „konuspilsins“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að krefjast þess að konur styðji konur aðeins kynsins vegna.
17.11.2021 - 16:12
Sjónvarpsfrétt
Hafa rætt um harðari aðgerðir fyrir óbólusetta
Rætt hefur verið á ríkisstjórnarfundum að harðari sóttvarnaaðgerðir verði látnar ganga yfir þá sem kjósa að þiggja ekki bólusetningu við kórónuveirunni. Forsætisráðherra segir að að slíku fyrirkomulagi myndu fylgja ýmis siðferðileg álitamál og það gæti haft áhrif á samstöðu í faraldrinum.  
Segja viðræður ganga vel og hlakka til þingstarfa
Formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks segja stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Formennirnir eru óþreyjufullir að hefja þingstörf eftir meira en fjögurra mánaða hlé. 
„Meira rætt um beinar aðgerðir, ekki bara markmið“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í dag. Hún sagði meðal annars að markmiðin frá Parísarráðstefnunni 2015 dygðu ekki til að hemja hlýnun jarðar. Gera þurfi betur. Katrín er bjartsýn á góðar niðurstöður af ráðstefnunni og segir nú mun meira rætt um beinar aðgerðir en ekki aðeins markmið. Hún sagði Ísland vera eitt fárra ríkja sem hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi og að það verði ekki seinna en árið 2040.
Viðtal
Ný stjórn verði að bíða niðurstöðu kjörbréfanefndar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það óvenjulega stöðu á síðustu tímum að engin óvissa sé um ríkisstjórn og meirihluta hennar að loknum þingkosningum. Fyrir liggi langtímastefnumótun, sem sé önnur staða en að vera í algjörri óvissu um komandi tíð. Ný stjórn verði líklega ekki kynnt fyrr en niðurstaða liggur fyrir í Norðvesturkjördæmi.
Bætist í hóp Afgana hér á landi á næstunni
Aðeins hluti þeirra 90 til 120 Afgana sem ríkisstjórnin ákvað að veita hæli í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst hefur komist til landsins. Nú er þess vænst að fleiri bætist í hópinn fljótlega.