Færslur: Katrín Jakobsdóttir

Myndskeið
Litakerfi tekið upp 1. maí, vel ígrundað segir Katrín
Frá og með 1. maí verða sóttvarnaaðgerðir á landamærunum byggðar á áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu þar sem ríki eru flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli. Gangi áætlanir eftir verði bólusetningu viðkvæmustu hópanna lokið á þessum tíma.
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Katrín Jakobsdóttir segir 2021 vera ár viðspyrnu
Katrín Jakobsdóttir sagði í áramótaávarpi sínu í kvöld að hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. Árið 2021 væri ár viðspyrnu.
Talar við eins marga og mögulegt er um bóluefni
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertók fyrir í dag að hún væri búin að taka bóluefnismál fyrir Ísland á sína könnu í stað heilbrigðisráðuneytisins. Hún átti símafundi með Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer í gær um væntanleg bóluefni en greindi ekki frá því við fréttastofu hvað var rætt.
Katrín: „Ég hef áhyggjur af að sjá þessa fjölgun smita“
Farið var yfir stöðu kórónuveirufaraldursins á fundi ráðherranefndar í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu faraldursins. Fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaaðgerða.
Alþingi
Alfarið ákvörðun Lilju að höfða dómsmál
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áttu fullt í fangi með að svara fyrir málaferli Lilju gegn skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins og ummæla sem hún lét falla í útvarpsviðtali. Þingmenn Pírata og Viðreisnar spurði í óundirbúnum fyrirspurnum í dag báða ráðherrana um skoðanir þeirra á málinu, en uppskáru ekki skýr svör. Forsætisráðherra hyggst breyta jafnréttislögum. „Ég breytti rétt sem ráðherra og stend við það,” sagði menntamálaráðherra. 
Katrín óskar Biden og Harris til hamingju
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskar nýkjörnum forseta og varaforseta Bandaríkjanna til hamingju með kjörið á Twitter-síðu sinni. Hún segist hlakka til samstarfsins og að styrkja böndin á milli landanna.
Tímabært að leggja Jafnréttisráð niður
Tímabært er að leggja Jafnréttisráð niður og finna vinnu þess annan farveg. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins sem kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Forsætisráðherra segir hugmyndir Miðflokks óraunhæfar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hugmyndir Miðflokksins um aðgerðir vegna faraldursins vera algerlega óraunhæfar og spyr hvaða tekjustofn eigi að standa undir greiðslu atvinnuleysistrygginga ef tryggingagjald er afnumið. Þingflokksformaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina vanhæfa um að lyfta landinu og koma því áfram.
Óbreytt fyrirkomulag á landamærunum til 1. desember
Fyrirkomulag landamæraskimunar verður óbreytt til 1. desember. Þetta staðfesti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Ráðherrar eiga fund með sóttvarnayfirvöldum síðdegis þar sem staða faraldursins innanlands verður rædd.
Ísland vel tilbúið að takast á við halla ríkissjóðs
Meira svigrúm er til að þola tímabundinn halla, líkt og blasir nú við ríkissjóði, ólíkt því sem var fyrri kreppum. Þetta er mat Björns Berg Gunnarssonar deildarstjóra greiningardeildar Íslandsbanka.
Frumvörp sem tryggja réttindi trans og intersex fólks
Heimilt verður að breyta opinberri skráningu kyns og samhliða nafni við fimmtán ára aldur í stað átján ára nú. Þetta kemur fram í einu þriggja frumvarpa sem Katrín Jakobsdóttir lagði fram í ríkisstjórn í morgun sem tryggja eiga rétt fólks með kynhlutlausa skráningu og trans fólks auk barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.
Myndskeið
Sammála um að sameiginlegra viðbragða sé þörf
„Ekkert að frétta, bara allir glaðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund formanna ríkisstjórnarflokkanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Ráðherrabústaðnum. Fundinum lauk á sjöunda tímanum, en þetta var í annað skiptið sem þessir aðilar funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum, en SA telur forsendur Lífskjarasamningsins brostnar.
Áslaug Arna vill endurskoða meðferð útlendingamála
Ráðist verður fljótlega í endurskoðun á meðferð hælisumsókna og meðferð útlendingamála í heild sinni. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að mál Khedr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi, sem fékk dvalarleyfi hér á landi í gær eftir að hafa farið í felur þegar vísa átti þeim úr landi, hafi gefið tilefni til þessa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist samgleðjast fjölskyldunni. Endurmeta þurfi lögin reglulega.
Segðu mér
Kippt inn í heim fullorðinna við fráfall föður síns
„Það er allavega ekki það fyrsta sem ég hugsa á morgnana, að ég sé forsætisráðherra,“ segir Katrín Jakobsdóttir sem hefur nú gegnt embættinu í þrjú ár. Faðir hennar lést þegar hún var tvítug en þau voru mjög náin. Hann kynnti hana fyrir mörgu sem hún hefur enn áhuga á í dag, þar á meðal hryllingsmyndum.
03.09.2020 - 13:27
Spegillinn
Framlög til rannsóknasjóða aukin um helming
Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður og Innviðasjóður verða efldir í sérstöku þriggja ára átaksverkefni. Framlög á næsta ári verða aukin um 50% miðað við fjárlög þessa árs. Forsætisráðherra segir mikilvægt, nú þegar þjóðin standi frammi fyrir efnahagslægð, að bregðast við bæði til skemmri og lengri tíma.
01.09.2020 - 17:52
Forsætisráðherra dansaði fyrir Duchenne og fór á kostum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók þátt í dansmyndbandi sem er liður í átakinu Dansað fyrir Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir stendur fyrir átakinu til þess að vekja athygli á sjúkdómnum Duchenne sem er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem veldur ótímabærri hrörnun.
28.08.2020 - 17:18
Aðgerðirnar á landamærunum í þágu almannahags
Hertar takmarkanir við landamærin stuðla að því að innlandshagkerfið verði fyrir sem minnstu hnjaski. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni bendir Katrín á að í öðrum ríkjum hafi harðari sóttvarnaraðgerðir ekki endilega skilað sér í meiri samdrætti. Þá fagnar hún gagnrýninni umræðu um borgaraleg réttindi í ljósi hertra aðgerða.
Myndskeið
Segir tilslakanir mikilvægar fyrir skólastarf
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögur sóttvarnalæknis skynsamlegar. Hún segir þær sérstaklega mikilvægar fyrir skólastarf í framhaldsskólum og háskólum.
Myndskeið
„Þannig staða að það verður að bregðast hratt við“
„Þessar tillögur eru algjörlega eins og búast má við miðað við þá stöðu sem er uppi ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun þar sem hertar takmarkanir vegna COVID-19 faraldursins voru kynntar.
Ræddi kórónuveiru og jöfnuð á Skálholtshátíð
Kórónuveiran, loftslagsváin og velsæld og jöfnuður voru meðal umfjöllunarefna Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í erindi á Skálholtshátíð er haldin nú um helgina. Þar var þess meðal annars minnst að 300 ár eru frá andláti Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups.
Viðbúið að lög um jarðakaup fari fyrir dóm
Forsætisráðherra segir viðbúið að einhverjir reyni á lögmæti nýrra laga um jarðakaup fyrir dómstólum. Samkvæmt þeim mega tengdir aðilar ekki eiga meira en 10 þúsund hektara lands.
Segir bótarétt sonar Tryggva óumdeildan
Óumdeilt er að Arnar Þór Vatnsdal, sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, eigi bótarétt á grundvelli laga sem samþykkt voru í fyrra um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms í málinu. Þetta segir lögmaður hans.  Bótakröfu  Arnars var hafnað fyrr í þessari viku og hyggst hann stefna íslenska ríkinu til greiðslu bóta.
Sonur Tryggva Rúnars hyggst stefna ríkinu
Íslenska ríkið hefur hafnað 85 milljóna bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal sem er sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar - og Geirfinnsmáli. Bótakröfunni hefur verið hafnað á grundvelli þess að  Arnar Þór var ættleiddur þegar hann var tólf ára, fjórum árum eftir að faðir hans losnaði úr fangelsi. Lögmaður hans segir að ríkinu verði nú stefnt.
Ekki tímabært að ræða plan Ö
„Ég hef sannfærst um að þetta sé skynsamleg ráðstöfun. Ég tel óvissuna vera það mikla að við myndum ekki græða neitt á því að bíða og ég tel að við séum að gera þetta af jafn mikilli varúð og unnt er.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fyrirhugaða opnun landamæranna eftir viku í Kastljósi í kvölds.
08.06.2020 - 20:26