Færslur: Katla

Stúdíó 12
Eurovision-lag huggaði Kötlu þegar faðir hennar lést
Í maí árið 2018 var faðir söngkonunnar Kötlu orðinn afar veikburða og hún vissi hvert stefndi. Þá fann hún huggun í Eurovision-framlagi Þýskalands sem síðan hefur skipað stóran sess í hjarta hennar. Lagið varð innblástur að texta lagsins Then again sem hún syngur í Söngvakeppninni í ár.
08.03.2022 - 16:50
Söngvakeppnin
„Spennt að sýna hvað við erum búin að vera að gera“
Katla Njálsdóttir, eða bara Katla eins og hún kallar sig, útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands af listabraut fyrir rúmu ári síðan. Næst á dagskrá hjá henni er að læra leiklist í Listaháskólanum. Hún flytur lagið Þaðan af í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld.
04.03.2022 - 15:55
Allt með kyrrum kjörum við Kötlu
Rólegt hefur verið yfir Kötlu í nótt en stærsti skjálfti síðan 2017 mældist Í Norðaustur-rima Kötluöskjunnar í gærkvöldi og nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Hulda Rósa Helgadóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, hefur fylgst grannt með gangi mála.
03.02.2022 - 07:50
Skjálfti 3,3 að stærð í Kötlu
Jarðskjálfti varð í Kötlu þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í eitt í dag. Skjálftinn mældist 3,3. Skömmu síðar varð annars skjálfta vart. Hann var öllu minni, líklega um 2,5 en ekki er búið að yfirfara hann.
31.07.2021 - 13:48
Skjálftar líklegast tengdir bráðnun í jöklinum
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Kötluöskju eftir að tveir skjálftar, 3,2 að stærð, mældust þar í kvöld. Fyrri skjálftinn varð klukkan 19:20 og fylgdi annar tveimur mínútum síðar. Náttúruvársérfræðingur segir mögulegt að bráðnun jökla hafi komið skjálftunum af stað.
Jörð skelfur í Kötlu
Skjálfti, 3,2 að stærð, varð klukkan 19:20 í kvöld í norðaustanverðri Kötluöskju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Þá mældist annar skjálfti af sömu stærð klukkan 19:22. Þegar hafa minnst tuttugu eftirskjálftar mælst.
29.07.2021 - 20:10
Fram og til baka
„Hvenær ætlarðu að gangast við því að þú ert leikkona?“
Íris Tanja Flygenring lagðist grátandi á gólfið í tilvistarkreppu, eftir eitt ár í mannfræði í Háskólanum, óviss um hvert hún vildi stefna í lífinu. Faðir hennar, Valdimar Örn Flygenring leikari, kom að henni og spurði hana hvenær hún ætlaði loksins að taka af skarið og láta leikaradrauminn rætast.
13.07.2021 - 14:08
Tengivagninn
Segir sviðsmynd Kötlu rosalega sannfærandi
Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að Baltasar Kormákur og starfslið hans hafi unnið mikið þrekvirki í Netflix-þáttaröðinni Kötlu.
28.06.2021 - 12:38
Gagnrýni
Gæsahúðarvekjandi vísindalegur draugagangur í Vík
Í Netflix-þáttunum Kötlu stígur leikstjórn, leikmynd, handrit, förðun, leikur, tónlist, hljóð og kvikmyndataka samtaka dans svo úr verður úthugsað og ögrandi listaverk, að mati Júlíu Margrétar Einarsdóttur gagnrýnanda Lestarinnar.
22.06.2021 - 17:30
Sjónvarpsfrétt
Segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á Kötlu
Katla er ferðalag í gegnum mannlegar tilfinningar. Þannig lýsir Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfundanna, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaröðinni sem framleidd er í samstarfi við Netflix. Hann segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á þættina.
16.06.2021 - 21:07
Menningin
Geggjað frelsi að sleppa af sér beislinu í Kötlu
Sjónvarpsþættirnir Katla eftir Baltasar Kormák verða frumsýndir á Netflix á þjóðhátíðardaginn. Baltasar segir að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við Netflix hefði haft áhuga á að framleiða íslenska seríu fyrir heimsmarkað og er sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira.
15.06.2021 - 20:00
Myndskeið
Söguþráður Kötlu fær skýrari mynd í nýrri stiklu
Ný stikla fyrir Kötlu, fyrstu íslensku Netflix-þáttaröðina, hefur verið birt.
28.05.2021 - 10:43
Myndskeið
Katla frumsýnd á þjóðhátíðardaginn
Fyrsta íslenska Netflix-þáttaröðin fær sína fyrstu kitlu.
20.05.2021 - 09:45
Tók „lítinn Tom Cruise“ þegar Netflix stoppaði Kötlu
Baltasar Kormákur segist hafa brugðist illa við þegar Netflix ætlaði að stöðva framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Kötlu vegna heimsfaraldursins. Leikstjórinn lagði höfuðið í bleyti og úr varð sóttvarnarkerfi sem vakti heimsathygli. „Ég hef aldrei lent í annarri eins viðtalahrinu.“
31.12.2020 - 10:36
Skjálfti í Kötlu
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í austurhluta Kötluöskjunnar klukkan átta mínútur yfir ellefu í morgun.
22.11.2020 - 14:18
Spegillinn
Skjálftar á bilinu 6 til 6,5 líklegir á Reykjanesskaga
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni 6 til 6,5 í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
„Rólegt í Kötlu þetta árið“
Jarðskjálfti 3,1 að stærð varð í nágrenni Goðabungu í Mýrdalsjökli klukkan 12:39 í dag.
03.09.2020 - 14:37
Skarsgård-bróðir, Ingvar E. og GDRN leika í Kötlu
Tökur á íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu eru hafnar en meðal leikara í henni eru Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, Íris Tanja Flygerning, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård.
29.05.2020 - 14:24
Myndskeið
Hefur ekki undan við að svara framleiðendum
Tökur á sjónvarpsþáttunum Kötlu eru komnar á fullt á eftir tímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Leikstjórinn segir þetta stærsta sjónvarpsverkefni sem unnið hafi verið á Íslandi og hafa upptökurnar vakið áhuga framleiðenda um allan heim.
07.05.2020 - 19:29
Allir skimaðir fyrir COVID-19 á tökustað Kötlu
Allt tökulið sjónvarpsþáttanna Kötlu, sem Baltasar Kormákur er að gera fyrir streymisveituna Netflix, hefur verið skimað fyrir COVID-19 af Íslenskri erfðagreiningu. Þá er hitinn mældur hjá hverjum og einum í upphafi hvers dags. Tökuliðinu var skipt upp í fjóra litakóðaða hópa og öryggisverðir pössuðu upp á að hóparnir blönduðust ekki saman. Útitökur hófust í dag.
Jarðskjálfti 2,8 að stærð í Mýrdalsjökli
Jarðskjálfti 2,8 að stærð mældist laust fyrir klukkan átta rúmlega þrjá kílómetra norður af Háubungu í Mýrdalsjökli. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að engir eftirskjálftar hafi mælst síðan og það sé ekki óvenjulegt.
21.01.2020 - 11:01
Stefán Máni - Chinese Democrasy og Katla
Gestur Füzz í kvöld er rithöfundurinn Stefán Máni sem var að senda frá skáldsöguna Krýsuvík sem er hans tuttugasta bók sem gefin er út.
23.11.2018 - 15:11
Times leiðréttir grein um Kötlu
Breska dagblaðið Sunday Times hefur leiðrétt frétt sína um að Katla sé við það að fara að gjósa og beðið Evgeniu Ilyinskayu afsökunar á að fréttin væri villandi. Evgenia var meðal höfunda rannsóknarinnar sem Times gerði fréttina úr.
02.10.2018 - 04:53
Gremst villandi fréttir af Kötlurannsókn
Evgenía Ilyinskaya, aðalhöfundur greinar um niðurstöður rannsóknar hennar og félaga hennar á útstreymi koltvísýrings úr Kötlu, er afar ósátt við villandi fréttaflutning af téðri rannsókn. Á það ekki síst við um æsifréttaflutning breskra miðla, sem virðast í keppni um það hver getur spáð stærsta og svakalegasta Kötlugosinu.
24.09.2018 - 07:04
Mikil losun CO2 ekki vísbending um Kötlugos
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi af miklu útstreymi koltvísýrings úr Kötlu. Margir hafi túlkað þetta sem svo að útstreymið væri vísbending um yfirvofandi gos, en sú sé ekki raunin.
21.09.2018 - 00:48