Færslur: Katla

Tók „lítinn Tom Cruise“ þegar Netflix stoppaði Kötlu
Baltasar Kormákur segist hafa brugðist illa við þegar Netflix ætlaði að stöðva framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Kötlu vegna heimsfaraldursins. Leikstjórinn lagði höfuðið í bleyti og úr varð sóttvarnarkerfi sem vakti heimsathygli. „Ég hef aldrei lent í annarri eins viðtalahrinu.“
31.12.2020 - 10:36
Skjálfti í Kötlu
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í austurhluta Kötluöskjunnar klukkan átta mínútur yfir ellefu í morgun.
22.11.2020 - 14:18
Spegillinn
Skjálftar á bilinu 6 til 6,5 líklegir á Reykjanesskaga
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni 6 til 6,5 í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
„Rólegt í Kötlu þetta árið“
Jarðskjálfti 3,1 að stærð varð í nágrenni Goðabungu í Mýrdalsjökli klukkan 12:39 í dag.
03.09.2020 - 14:37
Skarsgård-bróðir, Ingvar E. og GDRN leika í Kötlu
Tökur á íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu eru hafnar en meðal leikara í henni eru Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, Íris Tanja Flygerning, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård.
29.05.2020 - 14:24
Myndskeið
Hefur ekki undan við að svara framleiðendum
Tökur á sjónvarpsþáttunum Kötlu eru komnar á fullt á eftir tímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Leikstjórinn segir þetta stærsta sjónvarpsverkefni sem unnið hafi verið á Íslandi og hafa upptökurnar vakið áhuga framleiðenda um allan heim.
07.05.2020 - 19:29
Allir skimaðir fyrir COVID-19 á tökustað Kötlu
Allt tökulið sjónvarpsþáttanna Kötlu, sem Baltasar Kormákur er að gera fyrir streymisveituna Netflix, hefur verið skimað fyrir COVID-19 af Íslenskri erfðagreiningu. Þá er hitinn mældur hjá hverjum og einum í upphafi hvers dags. Tökuliðinu var skipt upp í fjóra litakóðaða hópa og öryggisverðir pössuðu upp á að hóparnir blönduðust ekki saman. Útitökur hófust í dag.
Jarðskjálfti 2,8 að stærð í Mýrdalsjökli
Jarðskjálfti 2,8 að stærð mældist laust fyrir klukkan átta rúmlega þrjá kílómetra norður af Háubungu í Mýrdalsjökli. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að engir eftirskjálftar hafi mælst síðan og það sé ekki óvenjulegt.
21.01.2020 - 11:01
Stefán Máni - Chinese Democrasy og Katla
Gestur Füzz í kvöld er rithöfundurinn Stefán Máni sem var að senda frá skáldsöguna Krýsuvík sem er hans tuttugasta bók sem gefin er út.
23.11.2018 - 15:11
Times leiðréttir grein um Kötlu
Breska dagblaðið Sunday Times hefur leiðrétt frétt sína um að Katla sé við það að fara að gjósa og beðið Evgeniu Ilyinskayu afsökunar á að fréttin væri villandi. Evgenia var meðal höfunda rannsóknarinnar sem Times gerði fréttina úr.
02.10.2018 - 04:53
Gremst villandi fréttir af Kötlurannsókn
Evgenía Ilyinskaya, aðalhöfundur greinar um niðurstöður rannsóknar hennar og félaga hennar á útstreymi koltvísýrings úr Kötlu, er afar ósátt við villandi fréttaflutning af téðri rannsókn. Á það ekki síst við um æsifréttaflutning breskra miðla, sem virðast í keppni um það hver getur spáð stærsta og svakalegasta Kötlugosinu.
24.09.2018 - 07:04
Mikil losun CO2 ekki vísbending um Kötlugos
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi af miklu útstreymi koltvísýrings úr Kötlu. Margir hafi túlkað þetta sem svo að útstreymið væri vísbending um yfirvofandi gos, en sú sé ekki raunin.
21.09.2018 - 00:48
Brennisteinslykt á Mýrdalssandi
Nokkra brennisteinslykt hefur lagt af ánni Múlakvísl á Mýrdalssandi að sögn fararstjóra sem þar var staddur í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ástæðan talin vera að einn af tæplega tuttugu kötlum í Mýrdalsjökli tæmdi sig fyrir nokkrum dögum.
08.10.2017 - 11:09
Aldrei þægilegt að fá skjálfta yfir 3 í Kötlu
Tveir skjálftar yfir þrír að stærð urðu í Kötluöskjunni um tíuleytið í morgun. Fyrri skjálftinn varð klukka 09:43 en hinn tæpri klukkustund síðar. Lítil hrina fylgdi í kjölfarið. Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aldrei þægilegt þegar skjálftar um og yfir þrjá mælast í Kötlu. Vel sé fylgst með eldstöðinni en skjálftahrinan virðist hafa dottið niður.
19.04.2017 - 13:23
Ekki hægt að tryggja að neyðarboðin berist
Ekki er hægt að tryggja að neyðarboð vegna Kötlugoss berist í alla farsíma í námunda við gosið, samkvæmt Póst- og fjarskiptastofnun. Í nágrenni Sólheimajökuls hefur fólk aðeins 15 mínútur til að forða sér.
13.03.2017 - 19:36
Rýmingaráætlanir í stöðugri endurskoðun
Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarna segir að beðið sé nýrra upplýsinga um flóðahættu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórinn í Vík segir í minnisblaði sem var lagt fyrir hreppsnefnd í síðustu viku, að nánast ekkert raunhæft hafi verið gert með opinbera skýrslu sem sýnir að hamfarahlaup í Kötlugosi gæti náð til þorpsins sjálfs.
21.02.2017 - 07:59
Auknar líkur á eldgosi í Kötlu
Telja verður líkur á eldgosi í Kötlu meiri nú en venjulega. Þetta þurfa vöktunar- og viðbragðsaðilar að hafa í huga. Þettta kemur fram í yfirlýsingu Vísindaráðs almannavarna sem fundaði í dag. Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 varð í Kötlu í gær.
27.01.2017 - 14:48
Skjálftar í Mýrdalsjökli
Skjálfti af stærðinni 3,3 varð í Mýrdalsjökli á sjöunda tímanum í kvöld. Skjálftinn var stakur, í norðausturbrún Kötluöskju, og fylgdi í kjölfar skjálftahrinu sem varð í öskjunni miðri snemma í morgun.
23.01.2017 - 21:24
 · Katla
Ekki tengsl milli þriggja stórra skjálfta
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í morgun í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar telur að skjálftinn tengist ekki skjálftum sem urðu í Hrómundartindi og í Bárðarbungu í gær. 
05.01.2017 - 12:27
Jarðskjálfti 3,5 í Kötlu
Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma fimm varð í morgun vestarlega í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Skjálftinn varð tæpa fjóra kílómetra austsuðaustur af Goðabungu þegar klukkan var níu mínútur yfir sjö. Nokkrir minni skjálftar urðu á undan og eftir. Gunnar Guðmundsson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að allmikil virkni hafi verið í Kötluöskjunni frá því í haust, þótt virknin hafi minnkað nokkuð síðustu vikur. Yfirleitt sé mest virkni í Kötluöskjunni á sumrin, en minni á veturna.
05.01.2017 - 08:41
Skjálfti af stærðinni 3,4 í Kötlu
Skjálfti af stærðinni 3,4 varð í austanverðri brún Kötluöskjunnar klukkan 13:40 í dag. Engir eftirskjálftar hafa mælst, að sögn Veðurstofu Íslands. Skjálftinn varð 7,6 kílómetra norð-norðaustur af Hábungu.
14.12.2016 - 16:52
Eldfjallakóði Kötlu færður á grænt
Veðurstofan hefur fært eldfjallakóða Kötlu af gulum yfir á grænan lit. Það þýðir að virkni eldfjalls er með rólegu móti.
04.10.2016 - 18:42
Opið fyrir umferð að Sólheimajökli
Búið er að opna fyrir umferð upp að Sólheimajökli og sömuleiðis fyrir gönguferðir á jökulinn. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákvað að virkja viðbragðsáætlun vegna eldgoss undir Mýrdalsjökli á óvissustig á föstudaginn. Óvissustigið er enn í gildi.
03.10.2016 - 12:47
Katla róleg en áfram fylgst með
Mjög lítil skjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli í nótt og morgun og stærsti skjálftinn aðeins af tveir að stærð. Lögreglan fylgist áfram með mannaferðum við veginn að Sólheimajökli sem lokaður hefur verið síðan í fyrrakvöld. Bannað er að ganga á jökulinn.
02.10.2016 - 12:10
Jökullinn veit ekki hvenær gos er í aðsigi
Farið var í könnunarflug yfir Mýrdalsjökul í dag. Skyggni var ekki gott en vel tókst til við að mæla svæðið þar sem skjálftarnir hafa verið. Magnús Tumi Guðmundsson sagði í viðtali við fréttastofu í kvöldfréttum sjónvarps að engar markverðar breytingar væru á jöklinum miðað við mælingar. „Það er engin breyting í sigkötlum, eða neins staðar annars staðar á þessu svæði sem hefur verið að skjálfa,“ sagði Magnús Tumi.
01.10.2016 - 22:49