Færslur: Kaþólska kirkjan

Biskupinn sem féll fyrir erótísku skáldi
Þegar spænski biskupinn Xavier Novell sagði af sér í síðasta mánuði gaf kaþólska kirkjan þá skýringu að það hefði verið af persónulegum ástæðum.
09.09.2021 - 13:40
Brennuvargur grunaður um að hafa myrt kaþólskan prest
Maður ættaður frá Rúanda sem hefur játað að hafa borið eld að dómkirkjunni í Nantes síðastliðið sumar er jafnframt grunaður um hafa orðið kaþólskum presti í Vendée sýslu að bana í dag.
09.08.2021 - 14:16
Háttsettur kaþólikki í klandri vestra
Aðalritari Samtaka kaþólskra biskupa í Bandaríkjunum hefur sagt af sér vegna ásakana um að hann hafi stundað bari fyrir samkynhneigða og notað stefnumótaforritið Grindr, samkvæmt tilkynningu sem biskuparnir sendu frá sér á þriðjudag.
21.07.2021 - 23:08
Ásatrúarfólki fjölgar mest á meðan zúistum fækkar
Enn fækkar í þjóðkirkjunni samkvæmt nýrri töflu yfir skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög sem Þjóðskrá birti í dag.
Kardínáli og níumenningar ákærðir fyrir fjársvik
Dómari í Vatíkaninu hefur fyrirskipað að tíu manns, þar á meðal ítalskur kardínáli, skuli þura að svara til saka fyrir meinta fjármálaglæpi.
03.07.2021 - 18:44
Þriðja fjöldagröfin finnst í Kanada
Yfir 180 ómerktar grafir barna úr röðum frumbyggja fundust við fyrrum heimavistarskóla í Bresku Kólumbíu í Kanada í gær. Reiði í garð kaþólsku kirkjunnar fer sífellt vaxandi í ríkinu, en þetta er þriðji grafreiturinn sem finnst á lóð heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaþjóðum í landinu á skömmum tíma. Eldur hefur verið lagður að kaþólskum kirkjum í landinu, og loguðu tvær slíkar í gær.
01.07.2021 - 03:41
Páfagarður skiptir sér af ítalska þinginu
Frumvarp til laga á Ítalíu um bann við mismunun og hvatningu til ofbeldis gegn hinsegin fólki og fötluðum leggst illa í kaþólsku kirkjuna.
Skemmdir unnar á mosku í borginni Rennes í Frakklandi
Skemmdir voru unnar í gær á mosku og menningarsetur múslíma í borginni Rennes í vesturhluta Frakklands. Lögregluyfirvöldum í borginni var tilynnt um að skilaboð sem innihalda múslímahatur hefðu verið krotuð á veggi moskunnar en múslímar finna fyrir sífellt vaxandi andúð í Frakklandi.
11.04.2021 - 18:33
Geta ekki blessað samkynja sambönd
Vatíkanið greindi frá því í gær að kaþólska kirkjan geti ekki lagt blessun sína yfir samkynja sambönd, því guð blessi ekki synd. Frans páfi staðfesti svarið, en hann kvaðst sjálfur styðja samkynja sambönd þegar hann var beðinn álits fyrir heimildamynd í fyrra. 
Fjöldi sóknarbarna fórnarlömb ofbeldis í Frakklandi
Mögulega hafa allt að tíu þúsund börn verið fórnarlömb ofbeldis af hálfu starfsmanna kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá árinu 1950. Frá þessu greinir Jean-Marc Sauve, yfirmaður rannsóknarnefndar sem kaþólska kirkjan setti á laggirnar. 
02.03.2021 - 18:27
Myndskeið
Ómögulegt að alhæfa um 30.000 manna hóp
Sumir hafa áhyggjur af því að umræðan um sóttvarnabrotin í Landakotskirkju liti viðhorf til Pólverja á Íslandi almennt. Þetta segir mannfræðingur. Áhrif sóttvarnareglna á helgihald hafi líka verið til umræðu í Póllandi. 
Myndskeið
„Það er hægt að samræma guðs lög og sóttvarnalög“
Jakob Rolland  kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi segir sóttvarnareglur nauðsynlegar, en ekki sé ásættanlegt að sömu reglur gildi alls staðar. Hann segir að engin smit hafi verið rakin til messuhalds kirkjunnar, hugsanlega verði gerðar breytingar á messuhaldi á virkum dögum vegna fjöldatakmarkana. Hægt sé að samræma guðs lög og sóttvarnareglur.
Aflýsa opinberum kaþólskum messum
David Tencer biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa öllum  opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ekki sé hægt að fylgja sóttvarnarreglum í messum kirkjunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá kaþólsku kirkjunni.
Myndskeið
Lögreglan rannsakar meint brot í Landakotskirkju
Lögreglan var með töluvert eftirlit við messu sem hófst klukkan sex í kvöld í Landakotskirkju eftir að meira en fimmtíu kirkjugestir voru við messu þar klukkan eitt. Hún rannsakar nú meint brot á samkomutakmörkunum í kirkjunni.
Rannsaka læk páfa við mynd af fáklæddri konu
Rannsókn er hafin á því hvers vegna opinber Instagram-síða páfans setti hjarta við mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Á myndinni sést ber afturendi fyrirsætunnar Nataliu Garibotto og við myndina er skrifað: „Ég get kennt ykkur eitt og annað. Get ekki beðið eftir að sýna ykkur myndirnar sem teknar voru af mér í október.“ Ekki er ljóst hvenær síða páfa lækaði myndina.
20.11.2020 - 10:32
Krefst handrita og afsökunarbeiðni frá páfa
Forseti Mexíkó krefur páfagarð um afsökunarbeiðni vegna þáttar kaþólsku kirkjunnar í kúgun innfæddra þegar Spánverjar réðust inn í landið fyrir 500 árum. Krafan er lögð fram í tveggja síðna bréfi sem Andres Manuel Lopez Obrador sendi Frans páfa í byrjun mánaðarins. Þar biður hann einnig um að fá handrit að láni sem Spánverjar höfðu með sér og eru geymd í bókasafni Vatíkansins.
11.10.2020 - 07:50
Handtekinn vegna fasteignakaupa Vatíkansins
Lögregla Vatíkansins hefur handtekið ítalskan kaupsýslumann, sem aðstoðaði starfsmenn aðalskrifstofu Vatíkansins við kaup á lúxusfjölbýlishúsi í London.
06.06.2020 - 14:20
Vill láta rannsaka misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hefur kallað eftir því að Vatíkanið rannsaki hvort hylmt hafi verið yfir barnaníð af hendi presta innan kirkjunnar. Þetta gerir hann í kjölfar útgáfu heimildamyndar um málefnið.
17.05.2020 - 16:30
Pell vissi af barnaníði á áttunda áratugnum
Ástralski kardinálinn George Pell vissi af kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Pell var sjálfur sýknaður af barnaníði í síðasta mánuði.
Páfi léttir páfaleynd af ofbeldi gegn börnum
Frans páfi segir sérstaka páfaleynd ekki eiga við um tilkynningar innan kaþólsku kirkjunnar um kynferðisbrot gegn börnum. Vill hann með þessu reyna að auka gegnsæi í slíkum málum. Hingað til hafa málin verið afgreidd innan kirkjunnar, að sögn til þess að vernda friðhelgi einstaklinganna sem brotið er gegn, auk orðspors þess sem sakaður er um brotið.
Kaþólskir prestar níddust á heyrnarlausum börnum
Tveir kaþólskir prestar í Argentínu voru í gær dæmdir fyrir nauðgun og kynferðisafbrot gegn heyrnarlausum börnum í skóla á vegum kirkjunnar. Brotin voru framin á árunum 2004 til 2016.
Biskupar samþykkja greiðslur til fórnarlamba ofbeldis
Franskir biskupar kaþólsku kirkjunnar samþykktu í dag að koma á fót greiðslukerfi fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota af hendi presta. Fórnarlömb gagnrýna að ekkert í samþykkt biskupanna segi að kirkja beri á nokkurn hátt ábyrgð á ofbeldinu.
09.11.2019 - 23:50
Páfi setur biskup í bann vegna kynferðisbrota
Frans páfi hefur bannað Michael Bransfield, bandarískum fyrrverandi biskupi, að stjórna helgihaldi. Bransfield hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og fjármálamisferli.
22.07.2019 - 01:49
Vatíkanið gefur út kennslurit um kyngervi
Vatíkanið gaf nýverið út skjal þar sem hugmyndum nútímans um kyn og kyngervi er hafnað. Ritið telur 31 blaðsíðu og heitir: „Karl og kona Hann skapaði þau." Þar er talað um að núverandi orðræða um kyngervi stríði gegn náttúrulögmálum og brjóti í bága við hefðbundna fjölskyldumynd. 
11.06.2019 - 03:52
Alltaf fullt hús í kaþólskum messum
Að öllu jöfnu eru haldnar fimm messur um hverja helgi í Landakotskirkju, kirkju kaþólskra, og kirkjan er full í hvert einasta skipti. Þetta segir sr. Jakob Rolland, prestur kaþólskra í Reykjavík.
07.06.2019 - 11:01