Færslur: Kaþólska kirkjan

Handtekinn vegna fasteignakaupa Vatíkansins
Lögregla Vatíkansins hefur handtekið ítalskan kaupsýslumann, sem aðstoðaði starfsmenn aðalskrifstofu Vatíkansins við kaup á lúxusfjölbýlishúsi í London.
06.06.2020 - 14:20
Vill láta rannsaka misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hefur kallað eftir því að Vatíkanið rannsaki hvort hylmt hafi verið yfir barnaníð af hendi presta innan kirkjunnar. Þetta gerir hann í kjölfar útgáfu heimildamyndar um málefnið.
17.05.2020 - 16:30
Pell vissi af barnaníði á áttunda áratugnum
Ástralski kardinálinn George Pell vissi af kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Pell var sjálfur sýknaður af barnaníði í síðasta mánuði.
Páfi léttir páfaleynd af ofbeldi gegn börnum
Frans páfi segir sérstaka páfaleynd ekki eiga við um tilkynningar innan kaþólsku kirkjunnar um kynferðisbrot gegn börnum. Vill hann með þessu reyna að auka gegnsæi í slíkum málum. Hingað til hafa málin verið afgreidd innan kirkjunnar, að sögn til þess að vernda friðhelgi einstaklinganna sem brotið er gegn, auk orðspors þess sem sakaður er um brotið.
Kaþólskir prestar níddust á heyrnarlausum börnum
Tveir kaþólskir prestar í Argentínu voru í gær dæmdir fyrir nauðgun og kynferðisafbrot gegn heyrnarlausum börnum í skóla á vegum kirkjunnar. Brotin voru framin á árunum 2004 til 2016.
Biskupar samþykkja greiðslur til fórnarlamba ofbeldis
Franskir biskupar kaþólsku kirkjunnar samþykktu í dag að koma á fót greiðslukerfi fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota af hendi presta. Fórnarlömb gagnrýna að ekkert í samþykkt biskupanna segi að kirkja beri á nokkurn hátt ábyrgð á ofbeldinu.
09.11.2019 - 23:50
Páfi setur biskup í bann vegna kynferðisbrota
Frans páfi hefur bannað Michael Bransfield, bandarískum fyrrverandi biskupi, að stjórna helgihaldi. Bransfield hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og fjármálamisferli.
22.07.2019 - 01:49
Vatíkanið gefur út kennslurit um kyngervi
Vatíkanið gaf nýverið út skjal þar sem hugmyndum nútímans um kyn og kyngervi er hafnað. Ritið telur 31 blaðsíðu og heitir: „Karl og kona Hann skapaði þau." Þar er talað um að núverandi orðræða um kyngervi stríði gegn náttúrulögmálum og brjóti í bága við hefðbundna fjölskyldumynd. 
11.06.2019 - 03:52
Alltaf fullt hús í kaþólskum messum
Að öllu jöfnu eru haldnar fimm messur um hverja helgi í Landakotskirkju, kirkju kaþólskra, og kirkjan er full í hvert einasta skipti. Þetta segir sr. Jakob Rolland, prestur kaþólskra í Reykjavík.
07.06.2019 - 11:01
Kardináli áfrýjar dómi fyrir barnaníð
Ástralski kardinálinn George Pell, náinn samstarfsmaður Frans páfa, var viðstaddur í dag þegar áfrýjun vegna dóms sem hann hlaut fyrir barnaníð var tekin fyrir. Pell var klæddur í svört jakkaföt og með prestakraga er hann mætti fyrir dóm í dag en hann er fyrrverandi féhirðir Páfagarðs.
05.06.2019 - 02:15
Vilja afhjúpa brotlega kaþólska presta
Fimm Bandaríkjamenn sem beittir voru kynferðisofbeldi af kaþólskum prestum ætla að stefna Vatíkaninu til þess að fá nöfn og aðra upplýsingar um prestana sem brutu gegn þeim. Með stefnunni er miðað að því að knýja Vatíkanið til þess að opna skjalasafn sitt og birta nöfn þeirra þúsunda presta kaþólsku kirkjunnar sem yfirboðarar hennar hafa haldið leyndum.
Ísland heiðursgestur en Harry Potter logar
Ísland var í öndvegi á bókamessunni í Gdansk sem haldin var síðustu helgi - en á meðan íslenskir höfundar kynntu bækur sínar fyrir messugestum, brunnu bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter á báli skammt frá.
04.04.2019 - 12:34
Hundruð presta brotið á börnum í Póllandi
Nærri 400 starfsmenn kaþólsku kirkjunnar í Póllandi beittu börn og ungmenni kynferðisofbeldi frá árinu 1990 þar til í fyrra. Þetta kemur fram í innri rannsókn kirkjunnar. Fórnarlömbin voru yfir 600 talsins, þar af nærri 200 yngri en 15 ára gömul.
15.03.2019 - 05:43
Kardináli hlýtur sex ára dóm fyrir barnaníð
Ástralski kardinálinn George Pell var dæmdur í sex ára fangelsi í kvöld fyrir að beita tvo drengi kynferðisofbeldi í dómkirkju í Melbourne árið 1996. Pell er æðsti embættismaður kaþólsku kirkjunnar til að hljóta dóm fyrir barnaníð. Hann gegndi embætti fjármálastjóra í Vatíkaninu og var ráðgjafi Frans páfa. 
13.03.2019 - 00:58
Einn æðsti maður Páfagarðs sekur um barnaníð
Einn af æðstu mönnum kaþólsku kirkjunnar, ástralski kardínálinn George Pell, hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur altarisdrengjum á tíunda áratugnum. Pell er fjármálastjóri Páfagarðs og sem slíkur þriðji maður í virðingarröð kaþólsku kirkjunnar. Hann var ákærður og leiddur fyrir rétt í Ástralíu í maí fyrra og sakfelldur í desember, en dómarinn í máli hans fyrirskipaði fréttabann sem ekki var aflétt fyrr en í dag.
Páfi segir gagnrýnendur kirkjunnar vini kölska
Frans páfi segir þá sem gagnrýna kaþólsku kirkjuna ítrekað vera vini kölska. Þetta sagði hann á fundi með pílagrímum frá suðurhluta Ítalíu. Hann sagði að það ætti að fordæma opinberlega þá sem yfirgefa kirkjuna svo hægt sé að leiðrétta þá. Þeir sem dæmi kirkjuna án ástar, eins og hann kallar það, eru hins vegar tengdir djöflinum.
21.02.2019 - 06:39
Sviptur kjóli og kalli vegna meints barnaníðs
Kardinálinn Theodore McCarrick var í morgun sviptur öllum stjórnarstörfum hjá Vatíkaninu í Róm vegna ásakana um kynferðisbrot gegn börnum. Hann er hæstsetti presturinn sem er sviptur kjóli og kalli innan kaþólsku kirkjunnar í áratugi.
16.02.2019 - 11:12
Ekki bara góð á jólum - margir í pólskri messu
Ekki var bara messað á íslensku í hátíðamessum um landið í dag, jóladag. Til dæmis var messað á pólsku í Landakotskirkju eða Kristskirkju. Kirkjugestur segir að boðskapur prestsins hafi verið að sýna ætti tilfinningar og vera góður allt árið, ekki bara um jólin.
25.12.2018 - 18:15
Nærri 700 prestar sakaðir um kynferðisofbeldi
Rannsókn ríkissaksóknara í Illinois í Bandaríkjunum bendir til þess að nærri 700 prestar kaþólsku kirkjunnar í ríkinu hafi verið sakaðir um kynferðisofbeldi gegn börnum. Samkvæmt rannsókn kirkjunnar sjálfrar beindust trúverðugar ásakanir gegn 185 starfsmönnum prestastéttarinnar.
Franskur prestur dæmdur fyrir barnaníð
Nærri sjötugur franskur kaþólskur prestur var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að beita fjölda barna kynferðislegu ofbeldi. Biskup umdæmis hans hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hylma yfir glæpi prestsins.
23.11.2018 - 05:14
Forsætiráðherra biður páfa að reka erkibiskup
Forsætisráðherra Ástralíu Malcolm Turnbull hefur kallað eftir því við Frans páfa að hann víki erkibiskupi úr embætti sem dæmdur hefur verið í eins árs stofufangelsi fyrir að hylma yfir með presti sem misnotaði börn.
19.07.2018 - 05:37
Erkibiskup dæmdur í 12 mánaða stofufangelsi
Philip Wilson, erkibiskup Adelaide-borgar í Ástralíu, var í dag dæmdur í tólf mánaða stofufangelsi fyrir að halda hlífiskyldi yfir barnaníðingi innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Wilson er hæst setti klerkur kaþólsku kirkjunnar sem hlotið hefur dóm í tengslum við barnaníð eða yfirhylmingu þess.
03.07.2018 - 14:14
Mynd með færslu
Bað kærustunnar við fætur Frans páfa
Ungur venesúelskur stjórnmálamaður sem fékk stutta áheyrn Frans páfa á sunnudag ákvað að nýta tækifærið til að fara á annað hnéð við fætur páfans og biðja kærustuna sína að giftast sér.
30.08.2017 - 23:13
Pell neitar ásökunum um barnaníð
Einn æðsti maður Páfagarðs, ástralski kardínálinn George Pell, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn börnum í heimalandi sínu fyrir fjórum áratugum neitar sök.
29.06.2017 - 10:49