Færslur: Kaþólska kirkjan

Frumbyggjar krefja bresku krúnuna um afsökunarbeiðni
Karl Bretaprins kveðst gera sér grein fyrir þeim miklu þjáningum sem frumbyggjar Kanada hafa mátt þola. Hann var í opinberri heimsókn í nafni Bretadrottningar og uppskar lof leiðtoga frumbyggja í landinu. Þeir fara þó fram á opinbera afsökunarbeiðni bresku krúnunnar.
Meinað um sakramenti vegna stuðnings við þungunarrof
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í San Franscisco tilkynnti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að henni væri óheimilt að ganga til altaris vegna afstöðu hennar til þungunarrofs. Þetta kom fram í tilkynningu erkibiskupsdæmisins í dag.
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Frans páfi væntanlegur til Líbanon
Til stendur að Frans páfi heimsæki Líbanon í júní, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsetaembætti landsins. Mikil efnahagskreppa og pólítísk upplausn ríkir í Líbanon.
06.04.2022 - 01:27
Spánn: Nefnd rannsakar misnotkun í kaþólsku kirkjunni
Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar óskaði eftir því við spænska þingið í dag að sérfræðinganefnd yrði skipuð til að rannsaka kynferðislega misnotkun á börnum innan kaþólsku kirkjunnar.
07.02.2022 - 14:08
Greiða fórnarlömbum bætur úr sjóðum kirkjunnar
Kaþólska kirkjan í Frakklandi ætlar að nota eigin sjóði til þess að greiða fórnarlömbum kynferðisbrota af hendi presta og starfsmanna kirkjunnar bætur. Þetta var ákveðið á þingi 120 kaþólskra biskupa í Frakklandi.
Útfærsla bóta fyrir brot kirkjunnar tilkynnt í dag
Þing 120 kaþólskra biskupa í Frakklandi leggur í dag fram áætlun um bætur til þeirra sem voru fórnarlömb kynferðisbrota presta og starfsmanna um áratuga skeið.
Krupu á kné í iðrunarskyni vegna kynferðisbrota
Um það bil 120 erkibiskupar, biskupar og leikmenn innan kaþólsku kirkjunnar krupu á hné í dag í helgidómnum í Lourdes í Frakklandi í iðrunarskyni. Ástæða iðrunarinnar er kynferðisbrot presta og starfsfólks kaþólsku kirkjunnar um áratugaskeið.
Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.
Páfi boðar samráð og breytingar innan kirkjunnar
Frans páfi boðar einhverjar mestu umbótahugmyndir sem sést hafa innan kaþólsku kirkjunnar um sex áratuga skeið. Næstu tveimur árum verður varið til að kynna og eiga samráð við hverja einustu kaþólska sókn veraldar um hvert kirkjan stefnir til framtíðar. Fyrstu skrefin voru stigin við messu í Páfagarði nú um helgina.
10.10.2021 - 20:01
Frakkland
Níðingarnir taldir vera um 3.000 talsins
3.000 þjónar kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi, langflestir prestar, brutu kynferðislega á yfir tvö hundruð þúsund börnum frá árinu 1950 til okkar tíma. Þetta kemur fram í umfangsmikilli skýrslu sem gefin var út í dag. Meirihluti þeirra sem brotið var á hefur glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar.
Starfsfólk kaþólsku kirkjunnar braut á 216.000 börnum
Kaþólskir prestar og annað starfsfólk kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi hafa brotið kynferðislega á um 216.000 börnum frá árinu 1950, samkvæmt rannsóknarskýrslu sem gefin verður út í dag.
Skýrsla afhjúpar þúsundir níðinga innan kirkjunnar
Þúsundir barnaníðinga hafa athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá því um miðja síðustu öld. Rannsóknarskýrsla óháðrar nefndar er væntanleg á þriðjudaginn kemur.
Biskupar stofna sjóð fyrir fórnarlömb kirkjunnar
Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Kanada hét í gær að leggja fram 30 milljónir kanadadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna, í sjóð fyrir fyrrverandi nemendur heimavistarskóla á vegum kirkjunnar. Fé verður lagt í sjóðinn yfir fimm ára tímabil, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu ráðsins.
28.09.2021 - 05:28
Kaþólskir biskupar biðja frumbyggja Kanada afsökunar
Kaþólska kirkjan í Kanada baðst í gær fortakslausrar afsökunar á aldarlöngu ofbeldi og vanrækslu gagnvart Kanadamönnum af ættum frumbyggja í skólum kirkjunnar. Skólarnir voru stofnaðir af stjórnvöldum og margir hverjir í umsjón kaþólsku kirkjunnar.
25.09.2021 - 06:58
Biskupinn sem féll fyrir erótísku skáldi
Þegar spænski biskupinn Xavier Novell sagði af sér í síðasta mánuði gaf kaþólska kirkjan þá skýringu að það hefði verið af persónulegum ástæðum.
09.09.2021 - 13:40
Brennuvargur grunaður um að hafa myrt kaþólskan prest
Maður ættaður frá Rúanda sem hefur játað að hafa borið eld að dómkirkjunni í Nantes síðastliðið sumar er jafnframt grunaður um hafa orðið kaþólskum presti í Vendée sýslu að bana í dag.
09.08.2021 - 14:16
Háttsettur kaþólikki í klandri vestra
Aðalritari Samtaka kaþólskra biskupa í Bandaríkjunum hefur sagt af sér vegna ásakana um að hann hafi stundað bari fyrir samkynhneigða og notað stefnumótaforritið Grindr, samkvæmt tilkynningu sem biskuparnir sendu frá sér á þriðjudag.
21.07.2021 - 23:08
Ásatrúarfólki fjölgar mest á meðan zúistum fækkar
Enn fækkar í þjóðkirkjunni samkvæmt nýrri töflu yfir skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög sem Þjóðskrá birti í dag.
Kardínáli og níumenningar ákærðir fyrir fjársvik
Dómari í Vatíkaninu hefur fyrirskipað að tíu manns, þar á meðal ítalskur kardínáli, skuli þura að svara til saka fyrir meinta fjármálaglæpi.
03.07.2021 - 18:44
Þriðja fjöldagröfin finnst í Kanada
Yfir 180 ómerktar grafir barna úr röðum frumbyggja fundust við fyrrum heimavistarskóla í Bresku Kólumbíu í Kanada í gær. Reiði í garð kaþólsku kirkjunnar fer sífellt vaxandi í ríkinu, en þetta er þriðji grafreiturinn sem finnst á lóð heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaþjóðum í landinu á skömmum tíma. Eldur hefur verið lagður að kaþólskum kirkjum í landinu, og loguðu tvær slíkar í gær.
01.07.2021 - 03:41
Páfagarður skiptir sér af ítalska þinginu
Frumvarp til laga á Ítalíu um bann við mismunun og hvatningu til ofbeldis gegn hinsegin fólki og fötluðum leggst illa í kaþólsku kirkjuna.
Skemmdir unnar á mosku í borginni Rennes í Frakklandi
Skemmdir voru unnar í gær á mosku og menningarsetur múslíma í borginni Rennes í vesturhluta Frakklands. Lögregluyfirvöldum í borginni var tilynnt um að skilaboð sem innihalda múslímahatur hefðu verið krotuð á veggi moskunnar en múslímar finna fyrir sífellt vaxandi andúð í Frakklandi.
11.04.2021 - 18:33
Geta ekki blessað samkynja sambönd
Vatíkanið greindi frá því í gær að kaþólska kirkjan geti ekki lagt blessun sína yfir samkynja sambönd, því guð blessi ekki synd. Frans páfi staðfesti svarið, en hann kvaðst sjálfur styðja samkynja sambönd þegar hann var beðinn álits fyrir heimildamynd í fyrra. 
Fjöldi sóknarbarna fórnarlömb ofbeldis í Frakklandi
Mögulega hafa allt að tíu þúsund börn verið fórnarlömb ofbeldis af hálfu starfsmanna kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá árinu 1950. Frá þessu greinir Jean-Marc Sauve, yfirmaður rannsóknarnefndar sem kaþólska kirkjan setti á laggirnar. 
02.03.2021 - 18:27