Færslur: Katar

Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Jákvæðar og markvissar viðræður í Katar
Talibanar segja viðræður við bandaríska sendinefnd í Katar um helgina hafa verið jákvæðar. Þetta var fyrsti fundurinn þar sem sendinefndir Bandaríkjanna og talibana sátu saman síðan talibanar tóku völdin í Afganistan, að lokinni tuttugu ára hersetu Bandaríkjahers í landinu.
11.10.2021 - 02:54
Bandaríkin funda með talibönum í Katar
Samninganefnd Bandaríkjanna heldur í dag í fyrsta sinn til fundar við talibana eftir að Bandaríkjaher fór frá Afganistan. Fundurinn verður haldinn í dag og á morgun í Doha, höfuðborg Katar. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Bandaríkjastjórn hafa verið í stöðugu sambandi við talibana eftir að þeir tóku aftur völdin í Afganistan í lok ágúst, um það leyti sem Bandaríkjaher hvarf á braut.
09.10.2021 - 00:49
Íbúar í Katar ganga til kosninga í dag
Íbúar furstadæmisins Katar á Arabíuskaga ganga í fyrsta skipti til þingkosninga í dag. Sérfræðingar álíta kosningarnar fyrst og fremst þjóna táknrænum tilgangi.
02.10.2021 - 06:58
Utanríkisráðherra Katar heimsótti Afganistan
Utanríkisráðherra Katar fór í stutta opinbera heimsókn til Afganistan í dag. Hann er æðsti erlendi ráðamaðurinn sem hefur komið til Afganistan síðan Talibanar tóku völd um miðjan ágúst. Ráðherrann, Sheikh Mohammad bin Abdulrahman Al-Thani, er sagður hafa hitt nokkra ráðherra ríkisstjórnar Talibana en ekki hefur verið greint frá því hvað var rætt.
12.09.2021 - 21:37
Flugvöllurinn í Kabúl opnaður á ný
Flugvöllurinn í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið opnaður aftur. Frá þessu greinir sendiherra Katar í Afganistan. Eins og staðan er nú er flugvöllurinn aðeins opinn fyrir mannúðaraðstoð til borgarinnar en stefnt er að því að farþegaflug hefjist bráðlega.
04.09.2021 - 18:17
Brýnt að veita Afgönum skjóta og trygga neyðaraðstoð
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun ræða neyðaraðstoð fyrir Afganistan á ráðstefnu í Genf 13. september næstkomandi. Mikil neyð vofir yfir milljónum Afgana.
Afganskar konur mótmæla skorti á kvenkynsráðherrum
Búist er við að greint verði frá samsetningu nýrrar ríkisstjórnar Afganistan eftir síðdegisbænir á morgun, föstudag. Konum er mjög umhugað um skort á kvenkynsráðherrum í væntanlegri ríkisstjórn.
Ólíklegt að konur verði ráðherrar í Afganistan
Háttsettur embættismaður Talibana segir ólíklegt að konur verði meðal æðstu ráðamanna í nýrri ríkisstjórn þeirra í Afganistan. Það segir fréttaskýrandi BBC að sé í mótsögn við orð Talibana fyrir örfáum árum.
Amnesty segir Katar hafa brugðist verkafólki
Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir því að Katar efli rannsóknir sínar á dauðsföllum verkamanna við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta á næsta ári. Amnesty segir mörg dauðsföll óútskýrð.
26.08.2021 - 05:19
Þriðja stærsta borg Afganistan fallin í hendur Talibana
Hersveitir Talibana náðu Herat, þriðju stærstu borg Afganistan, á sitt vald í dag. Hún er höfuðborg samnefnds héraðs í vesturhluta landsins og er því sú ellefta sem Talibanar sölsa undir sig. Borgin er nærri landamærum Írans við hina fornu Silkileið.
Héraðshöfuðborgin Farah fallin í hendur talíbana
Enn ein héraðshöfuðborgin í Afganistan féll í hendur uppreisnarsveita talibana í dag. Bandaríkjastjórn hyggst reyna að fá talibana til að fallast á vopnahlé í landinu.
10.08.2021 - 15:11
Haniyeh endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi Hamas
Hamas-samtökin tilkynntu í dag að Ismail Haniyeh hefði verið endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi samtakanna. Hann hefur verið leiðtogi samtakanna frá árinu 2017.
Þúsundir verkamanna hafa látist í Katar
Breska dagblaðið Guardian segir að meira en 6500 farandverkamenn hafi dáið í Katar á síðastliðnum áratug eða síðan ákveðið var að heimsmeistarakeppnin í fótbolta 2022 yrði í landinu. Guardian segir að flestir hinna látnu hafi verið frá fimm Asíulöndum, Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladess og Sri Lanka.
23.02.2021 - 12:19
Slaknað hefur á spennu milli Katar og grannríkja
Sættir virðast í sjónmáli í deilum Katar við Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmin, Barein og Egyptaland sem staðið hafa í þrjú og hálft ár. Greint var frá þessu á fundi samtaka Persaflóaríkja í Sádi-Arabíu í gær.
06.01.2021 - 09:57
Bjartsýni eykst á að samkomulag náist við Talibana
Afganska ríkisstjórnin getur einbeitt sér að viðureigninni við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eða Daesh, gangi friðarviðræður við Talibana eftir. Viðræðurnar hafa staðið yfir í Katar frá því í september.
Pompeo fundar með samninganefndum í Katar
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hyggst funda með samningamönnum Talibana og afgönsku ríkisstjórnarinnar í dag. Viðræður stríðandi fylkinga Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa staðið yfir frá 12. september síðastliðnum í Doha í Katar.
Afgönsk stjórnvöld hóflega bjartsýn
Samningamenn afganskra stjórnvalda virtust í dag hóflega bjartsýnir um lausn erfiðra ágreiningsmála í friðarviðræðum við Talíbana. Friðarviðræðurnar hófust í Doha í Katar í gær.
13.09.2020 - 18:18
Eldflaugaárásir Hamas á Ísrael magnast
Ísraelskar herþotur réðust á skotmörk á Gaza síðastliðna nótt. Með atlögunni var brugðist við eldflaugaárás Hamas-liða á bæinn Sderot í suðurhluta Ísraels, rétt handan landamæranna. Eldflaugavarnir Ísraela stöðvuðu sex flaugar en ein sprakk á þaki húss í bænum án þess að manntjón yrði.
21.08.2020 - 17:55
Hefur engar áhyggjur af rannsókn Frakka
Hassan Al Thawadi, formaður skipulagsnefndar Katars vegna HM 2022 í fótbolta, segir að stjórnvöld þar í landi hafi engar áhyggjur af rannsókn Frakka á meintri spillingu við valið. Michel Platini, fyrrverandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var yfirheyrður í nokkrar klukkustundir af frönskum rannsakendum á miðvikudag vegna málsins.
22.06.2019 - 08:17
Emírnum af Katar boðið til Sádi Arabíu
Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emírinn af Katar, fékk boð frá Salman konungi Sáda um sæti á aukafundi samvinnunefndar Flóaríkja, GCC, 30. maí. Al Jazeera hefur þetta eftir yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í Katar. Utanríkisráðherann Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani tók við boðinu af formanni GCC, Abdullatif bin Rashid Al Zayani, í Doha í gær. 
27.05.2019 - 06:27
FIFA leitar liðsinnis mannréttindasamtaka
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að leita til mannréttindasamtaka áður en ákvörðun verður tekin um að fjölga liðum í heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022. FIFA telur nauðsynlegt að í það minnsta eitt nágrannaríki Katars verði gestgjafi mótsins.
28.04.2019 - 07:39
Bandarískir sérfræðingar aðstoðuðu við njósnir
Bandarískir tölvusérfræðingar sem áður störfuðu fyrir bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa undanfarin ár hjálpað yfirvöldum í Samneinuðu arabísku furstadæmunum við að njósna um áhrifafólk í Austurlöndum nær og fólk í fjölmiðlum, ekki síst í grannríkinu Katar. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu.
Verkamenn eiga inni margra mánaða laun í Katar
Tugir farandverkamanna hafa starfað launalausir mánuðum saman í borginni Lusail í Katar. Hún er ein borganna þar sem keppt verður í Heimsmeistaramótinu í fótbolta 2022. Í skýrslu Amnesty International segir að verktakafyrirtækið Mercury MENA skuldi starfsmönnum sínum þúsundi dollara í laun og launatengd gjöld. Verkamennirnir séu því auralausir og fastir í landinu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segir að skýrsla Amnesty sé misvísandi og ógreidd laun tengist ekki undirbúningi HM.
26.09.2018 - 01:13
Erlent · Asía · Katar
Al-Thani gaf Erdogan lúxusþotu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fékk á dögunum að gjöf einkaþotu af stærstu gerð. Það mun hafa verið Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani, emír af Katar, sem gerðist svo rausnarlegur.
17.09.2018 - 09:38