Færslur: Katar

Þúsundir verkamanna hafa látist í Katar
Breska dagblaðið Guardian segir að meira en 6500 farandverkamenn hafi dáið í Katar á síðastliðnum áratug eða síðan ákveðið var að heimsmeistarakeppnin í fótbolta 2022 yrði í landinu. Guardian segir að flestir hinna látnu hafi verið frá fimm Asíulöndum, Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladess og Sri Lanka.
23.02.2021 - 12:19
Slaknað hefur á spennu milli Katar og grannríkja
Sættir virðast í sjónmáli í deilum Katar við Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmin, Barein og Egyptaland sem staðið hafa í þrjú og hálft ár. Greint var frá þessu á fundi samtaka Persaflóaríkja í Sádi-Arabíu í gær.
06.01.2021 - 09:57
Bjartsýni eykst á að samkomulag náist við Talibana
Afganska ríkisstjórnin getur einbeitt sér að viðureigninni við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eða Daesh, gangi friðarviðræður við Talibana eftir. Viðræðurnar hafa staðið yfir í Katar frá því í september.
Pompeo fundar með samninganefndum í Katar
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hyggst funda með samningamönnum Talibana og afgönsku ríkisstjórnarinnar í dag. Viðræður stríðandi fylkinga Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa staðið yfir frá 12. september síðastliðnum í Doha í Katar.
Afgönsk stjórnvöld hóflega bjartsýn
Samningamenn afganskra stjórnvalda virtust í dag hóflega bjartsýnir um lausn erfiðra ágreiningsmála í friðarviðræðum við Talíbana. Friðarviðræðurnar hófust í Doha í Katar í gær.
13.09.2020 - 18:18
Eldflaugaárásir Hamas á Ísrael magnast
Ísraelskar herþotur réðust á skotmörk á Gaza síðastliðna nótt. Með atlögunni var brugðist við eldflaugaárás Hamas-liða á bæinn Sderot í suðurhluta Ísraels, rétt handan landamæranna. Eldflaugavarnir Ísraela stöðvuðu sex flaugar en ein sprakk á þaki húss í bænum án þess að manntjón yrði.
21.08.2020 - 17:55
Hefur engar áhyggjur af rannsókn Frakka
Hassan Al Thawadi, formaður skipulagsnefndar Katars vegna HM 2022 í fótbolta, segir að stjórnvöld þar í landi hafi engar áhyggjur af rannsókn Frakka á meintri spillingu við valið. Michel Platini, fyrrverandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var yfirheyrður í nokkrar klukkustundir af frönskum rannsakendum á miðvikudag vegna málsins.
22.06.2019 - 08:17
Emírnum af Katar boðið til Sádi Arabíu
Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emírinn af Katar, fékk boð frá Salman konungi Sáda um sæti á aukafundi samvinnunefndar Flóaríkja, GCC, 30. maí. Al Jazeera hefur þetta eftir yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í Katar. Utanríkisráðherann Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani tók við boðinu af formanni GCC, Abdullatif bin Rashid Al Zayani, í Doha í gær. 
27.05.2019 - 06:27
FIFA leitar liðsinnis mannréttindasamtaka
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að leita til mannréttindasamtaka áður en ákvörðun verður tekin um að fjölga liðum í heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022. FIFA telur nauðsynlegt að í það minnsta eitt nágrannaríki Katars verði gestgjafi mótsins.
28.04.2019 - 07:39
Bandarískir sérfræðingar aðstoðuðu við njósnir
Bandarískir tölvusérfræðingar sem áður störfuðu fyrir bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa undanfarin ár hjálpað yfirvöldum í Samneinuðu arabísku furstadæmunum við að njósna um áhrifafólk í Austurlöndum nær og fólk í fjölmiðlum, ekki síst í grannríkinu Katar. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu.
Verkamenn eiga inni margra mánaða laun í Katar
Tugir farandverkamanna hafa starfað launalausir mánuðum saman í borginni Lusail í Katar. Hún er ein borganna þar sem keppt verður í Heimsmeistaramótinu í fótbolta 2022. Í skýrslu Amnesty International segir að verktakafyrirtækið Mercury MENA skuldi starfsmönnum sínum þúsundi dollara í laun og launatengd gjöld. Verkamennirnir séu því auralausir og fastir í landinu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segir að skýrsla Amnesty sé misvísandi og ógreidd laun tengist ekki undirbúningi HM.
26.09.2018 - 01:13
Erlent · Asía · Katar
Al-Thani gaf Erdogan lúxusþotu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fékk á dögunum að gjöf einkaþotu af stærstu gerð. Það mun hafa verið Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani, emír af Katar, sem gerðist svo rausnarlegur.
17.09.2018 - 09:38
Sádar vilja gera Katar að eyríki
Einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salmans, krónprins Sádi-Arabíu, virtist staðfesta í gær að alvara sé í hugleiðingum Sáda að gera Katar að eyríki. Hugmyndin er að grafa skurð eftir endilöngum landamærum Sádi-Arabíu og Katars, sem þýðir að ekkert land liggi þá að Katar.
01.09.2018 - 05:12
Segir nágrannaríki vilja stjórnarskipti
Furstinn af Katar sakar Sáda og bandaþjóðir þeirra í Arabalöndunum um að reyna að steypa stjórn sinni af stóli með þvingunaraðgerðum sínum. Fimm mánuðir eru frá því stjórnmála- og viðskiptabann var sett á Katar af Sádí Arabíu, Barein, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Egyptalandi.
30.10.2017 - 05:41
Samið um bættan aðbúnað verkamanna í Katar
Alþjóðafarandverkamannasambandið, ITUC, kveðst hafa náð samkomulagi við stjórnvöld í Katar um að bæta aðbúnað farandverkamanna þar í landi. Um tvær milljónir erlendra starfsmanna vinna þar við aðstæður sem líkt hefur verið við þrælahald.
26.10.2017 - 06:39
Erlent · Asía · Katar
Viðræðum Arabaríkja frestað vegna formsatriðis
Fyrirhugaðar samningaviðræður ráðamanna í Katar og Sádi-Arabíu, sem boðaðar voru í framhaldi af símtali emírsins í Katar og krónprinsins í Sádi-Arabíu á föstudag, voru settar á ís áður en þær hófust. Svo virðist sem hreint formsatriði valdi þessu: Sádi-Arabar eru ósáttir við að katarskir fjölmiðlar - og yfirvöld - skuli ekki hafa tekið það skýrt fram, að það var emírinn sem hringdi í krónprinsinn, en ekki öfugt.
09.09.2017 - 05:55
Pílagrímar fá að fara frá Katar til Mekka
Landamæri Sádí Arabíu að Katar verða opin pílagrímum sem leggja í árlega för til Mekka á næstunni. Þetta er gert samkvæmt skipun Salmans konungs Sádí Arabíu. Þetta er í fyrsta sinn sem landamærin verða opnuð frá 5. júní, þegar Sádar, Egyptar, Barein og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin slitu stjórnmálasamskiptum við ríkið.
17.08.2017 - 02:08
Ítreka kröfur á hendur Katar
Ríkin sem beitt hafa Katar þvingunaraðgerðum ætla ekki að láta af þeim nema þarlend stjórnvöld gangi að kröfum þeirra um að berjast gegn hryðjuverkum. Fulltrúar fjögurra Arabaríkja, sem beitt hafa Katar þvingunum að undanförnu, hittust á fundi í Manama, höfuðborg Barein í dag.
30.07.2017 - 19:03
Nýjar kröfur í Katardeilunni
Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Egyptaland hafa lagt fram nýjar kröfur á hendur Katar í stað þeirra sem þau lögðu fram í síðasta mánuði. Ekki hafa borist nein svör frá stjórnvöldum í Doha. 
19.07.2017 - 11:02
Furstadæmin sökuð um vélabrögð gagnvart Katar
Stjórnvöld í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum (SAF) eða aðilar á þeirra vegum stóðu að innbrotum í tölvukerfi opinberra fjölmiðla og samfélagsmiðla í Katar, í því skyni að birta þar uppskálduð ummæli, eignuð emírnum í Katar, sem þóttu líkleg til að hleypa öllu í bál og brand - sem þau gerðu. Hin uppskálduðu ummæli, meðal annars um „íslamska stórveldið" Íran og lofsyrði um Hamas voru kveikjan að þeim deilum sem nú standa milli Katara og nokkurra Arabaríkja annarra.
17.07.2017 - 06:50
Frakkar styðja Katara og bjóða aðstoð
Frakkar kalla eftir afnámi allra hafta og refsiaðgerða gagnvart Katar og katörskum einstaklingum og fyrirtækjum þegar í stað. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, heimsótti Doha, höfuðborg Katars í gær, og hitti þar meðal annars starfsbróður sinni, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, að máli. Le Drian ávarpaði fréttamenn að fundinum loknum og lýsti miklum áhyggjum af þeim snöggu umskiptum til hins verra, sem orðið hafa á sambúð margra Arabaríkja.
16.07.2017 - 03:06
Samkomulag Katara við BNA „ófullnægjandi“
Samkomulag milli Katar og Bandaríkjanna um að sporna gegn fjárstuðningi við hryðjuverkasamtök er „ófullnægjandi“. Þetta segja þau Arabaríki, sem beitt hafa Katar viðskiptaþvingunum vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök, í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
11.07.2017 - 23:36
Ætla að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Katar hafa undirritað samkomulag um að berjast saman gegn hryðjuverkum í heiminum. Utanríkisráðherrar landanna, Rex Tillerson og Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, greindu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í Doha í dag.
11.07.2017 - 14:30
Katar svarar kröfum Arabaríkja
Katar skilaði svörum sínum við kröfum ríkja við Arabíuskaga sem slitu tengslum við ríkið í síðasta mánuði. Stjórnvöld í Doha segja kröfurnar óraunsæjar.
05.07.2017 - 06:06
Erlent · Asía · Katar
Katarar auka gasvinnslu um 30%
Stjórnvöld í Katar tilkynntu í morgun að gasvinnsla yrði aukin um 30% á næstu árum. Aukningin nemur um eitt hundrað milljónum tonna af gasi. Katar er fjórði stærsti framleiðandi jarðgass í heimi, þrátt fyrir að landið sé aðeins tíundi hluti af flatarmáli Íslands og íbúarnir innan við þrjár milljónir.
04.07.2017 - 07:35