Færslur: Kasmír

Þrír féllu í átökum í Kasmír
Þrír vígbúnir menn féllu í skotbardaga við indverska stjórnarhermenn í miðborg Srinagar í Kasmír í gær. AFP fréttastofan hefur eftir lögreglumanni að átökin hafi orðið í Zoonimar-hverfinu. Eitt heimili eyðilagðist í bardaganum. Aðeins tveir dagar eru síðan átta uppreisnarmenn féllu í skotbardaga við stjórnarhermenn.
22.06.2020 - 05:50
Þrír látnir í átökum Indverja og Pakistana í Kasmír
Þrír almennir borgarar létu lífið þegar þeir lentu í skotlínu indverskra og pakistanskra hermanna í Kasmír í gær. Indverska lögreglan greinir frá þessu. Al Jazeera segir báð heri hafa gert þungar skotárásir á borgaraleg hverfi, í trássi við vopnahléssamning frá árinu 2003.
13.04.2020 - 04:56
Herða takmarkanir íbúa á ný eftir ræðu forseta
Yfirvöld í indverska hluta Kasmír-héraðs hafa hert takmarkanir íbúa á svæðinu til þess að koma í veg fyrir að mótmæli brjótist þar út. Er það gert í kjölfarið á ræðu Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
28.09.2019 - 14:16
Eftirskjálftar í Kasmír
Mikill ótti greip um sig á hamfarasvæðunum í pakistanska hluta Kasmír í morgun þegar þar reið yfir eftirskjálfti af stærðinni 4,4. Minnst 38 fórust í snörpum skjálfta á þessum slóðum í fyrradag og hundruð slösuðust. 
26.09.2019 - 08:57
Erlent · Asía · Kasmír
Myndskeið
Indverski herinn sagður beita pyntingum
Íbúar í Kasmír á Indlandi segja indverska herinn hafa beitt grófu ofbeldi og pyntingum. Indverski herinn þvertekur fyrir ásakanirnar. Forseti Indlands kemur til Íslands í opinbera heimsókn 10. september.
30.08.2019 - 20:00
Erlent · Asía · Indland · Kasmír
Indverjum mótmælt í Pakistan og Bangladess
Tugir þúsunda sóttu útifundi víðs vegar um Pakistan í dag til þess að mótmæla aðgerðum indversku stjórnarinnar í indverska hluta Kasmír. Imran Khan, forseti Pakistans, ávarpaði mannfjöldann í höfuðborginni Islamabad.
30.08.2019 - 15:36
Myndskeið
Fjarskiptabanni í Kasmír aflétt að hluta
Stjórnvöld á Indlandi afléttu í dag hluta fjarskipta- og útgöngubanns sem hefur verið gildi í indverska hluta Kasmír-héraðs í næstum hálfan mánuð. Enn er að mestu lokað fyrir net- og farsímasamband og íbúar í Kasmír segja að skortur sé á matvælum.
17.08.2019 - 20:30
Erlent · Asía · Kasmír
Mótmælendur og lögregla tókust á í Kasmír
Hundruð mótmælenda tókust á við indversku lögregluna í dag í borginni Srinagar í Kasmír og beitti lögregla táragasi og gúmmíkúlum gegn þeim. Mörg þúsund manna mótmæli fóru fram í borginni þar sem útgöngubann hefur verið í gildi í tólf daga.
16.08.2019 - 14:30
Fjarskiptabann og herinn sendur til Kasmír
Yfirvöld í indverska hluta Kasmír-héraðs hafa lokað fyrir farsímaþjónustu, internetið og landlínur og þúsundir indverskra hermanna verið sendir til héraðsins. Skömmu fyrir fjarskiptabannið greindu núverandi og fyrrverandi stjórnmálaleiðtogar héraðsins frá því að þeir væru í stofufangelsi.
05.08.2019 - 07:28
Þúsundir flýja Kasmír vegna hryðjuverkaógnar
Indversk yfirvöld hafa hvatt ferðamenn og pílagríma af hindúatrú til að yfirgefa indverska hluta Kasmír vegna hættu á að hryðjuverkamenn sem njóti stuðnings Pakistans ráðist gegn árlegri trúarhátíð hindúa.
04.08.2019 - 00:01
Reynt að lægja öldur
Fulltrúar Pakistans og Indlands ræðast við í dag til að reyna að lægja öldur í samskiptum ríkjanna, en spenna fór vaxandi milli þeirra eftir sjálfsvígsárásina í indverska hluta Kasmír fyrir mánuði, þegar meira en  40 indverskir hermenn létu lífið.
14.03.2019 - 11:55