Færslur: Kasakstan

Fyrrverandi forseti Kasakstans veirusmitaður
Nursultan Nazarbayev, fyrrverandi forseti Kasakstans, er smitaður af kórónuveirunni, að því er greint var frá á vef hans í dag. Tekið er fram að engin hætta sé á ferðum. Hann sinni störfum sínum heima á næstunni.
18.06.2020 - 16:39
Ný heimsmynd blasir við geimförum
Nýr veruleiki blasir við geimförunum þremur sem lentu heilu og höldnu á steppum Kasakstan klukkan rúmlega fimm í morgun að íslenskum tíma eftir margra mánaða dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut umhverfis jörðu.
17.04.2020 - 08:05
Gripið til harðra aðgerða vegna óeirða í Kasakstan
Forseti Kasakstans rak í dag ríkisstjóra og lögreglustjóra Jambylhéraðs, þar sem hópslagsmál brutust út á föstudagskvöld. Átta létust í óeirðunum, fjölmargir særðust og þúsundir flúðu undan ofbeldinu til nágrannaríkisins Kirgistans.
10.02.2020 - 17:45
Átta létu lífið í fjöldaslagsmálum í Kasakstan
Átta manns létu lífið og tugir særðust í miklum og hörðum fjöldaslagsmálum í dreifbýli í sunnanverðu Kasakstan í gærkvöld. Hundruð ungra manna úr nokkrum þorpum tókust þar á, beittu bareflum og öðrum vopnum og lögðu eld að húsum.
08.02.2020 - 09:58
Farþegaþota með 100 innanborðs fórst í Kasakstan
Minnst fjórtán fórust þegar farþegaþota með eitt hundrað manns innanborðs hrapaði nærri flugvellinum í borginni Almaty í Kasakstan í nótt. Borgaryfirvöld í Almaty staðfesta þetta og segja sautján til viðbótar hafa verið flutt á sjúkrahús með alvarlega og jafnvel lífshættulega áverka. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak, Unnið er að björgunarstarfi og því ekki ljóst hvort fleiri létu lífið og þá hve mörg.
27.12.2019 - 04:07
ÖSE gagnrýnir framkvæmd forsetakosninga
Kassym-Jomart Tokayev hlaut ríflega 70 prósent atkvæða í forsetakosningum í Kasakstan í gær. Tokayev hafði verið handvalinn sem eftirmaður forsetans fyrrverandi Nursultan Nazarbayev. Næst flest atkvæði í kosningunum fékk Amirzhan Kosanov, eða um 16 prósent.
10.06.2019 - 10:46
Nýr forseti kjörinn á sunnudag
Búist er við að Kassym-Jomart Tokajev, sitjandi forseti í Kasakstan, fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu á sunnudag. Þá verður kjörinn nýr forseti í fyrsta skipti í næstum þrjá áratugi.
06.06.2019 - 09:49
Kosið í Kasakstan í júní
Forsetakosningar verða í Kasakstan 9. júní. Kassym-Jomart Tokajev, sem nýlega var skipaður var forseti til bráðabirgða, tilkynnti þetta í morgun. 
09.04.2019 - 09:10
Astana heitir nú Nursultan
Höfuðborg Kasakstans heitir ekki lengur Astana heldur Nursultan. Þingið í Kasakstan samþykkti í morgun að höfuðborgin yrði nefnd eftir Nursultan Nazarbajev, sem lét af embætti forseta í gær.
20.03.2019 - 12:05
Forseti Kasakstans segir af sér
Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans, tilkynnti óvænt í dag í beinni sjónvarpsútsendinu, að hann hygðist láta af embætti. Nazarbayev hefur verið við völd í 29 ár frá því að Kasakstan hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum í apríl 1990. Hann var síðast endurkjörinn árið 2015 með tæplega 98 prósentum atkvæða.
19.03.2019 - 14:35