Færslur: Karlalandsliðið í fótbolta

Sex landsliðsmenn sakaðir um ofbeldis- og kynferðisbrot
Sex leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa verið sakaðir um ofbeldis- og/eða kynferðisbrot og leika ekki með liðinu á meðan mál þeirra eru í skoðun. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
13.10.2021 - 05:31
Gylfi ekki í úrvalsdeildarhópi Everton
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á meðal þeirra 24 leikmanna Everton sem skráðir eru til leiks í úrvalsdeildinni í vetur.
Krefjast þess að samningi við Kolbein verði rift
Hópur stuðningsmanna sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborg krefst þess að félagið rifti samningi við framherjann Kolbein Sigþórsson. Kröfur stuðningsmannanna voru settar á borða sem hengdir voru á æfingasvæði félagsins í nótt.
Sárt þegar hetjur falla af stalli
Nota á umræðuna um ofbeldismál innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem tækifæri til að efla fræðslu og vekja börn til meðvitundar um heilbrigð samskipti. Þetta segir formaður faghóps sem kanna á ofbeldismál og kynferðisbrot innan KSÍ.
Tólfan stendur með þolendum ofbeldis
Tólfan, stuðningsmannafélag, karlalandsliðsins í knattspyrnu, stendur við bakið á þolendum í þeim ofbeldismálum sem tengjast knattspyrnuhreyfingunni og fjallað hefur verið um undanfarna daga.
01.09.2021 - 09:58