Færslur: Karl Gauti Hjaltason

Ríkissaksóknari staðfestir ákvörðun lögreglu
Ríkissaksóknari hefur staðfest að rétt hafi verið að fella niður rannsókn á meintum brotum yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, vegna talningar atkvæða í þingkosningum síðasta haust. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Karl Gauti kærir lögregluna á Vesturlandi
Karl Gauti Hjaltason hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum í haust.
Kastljós
Vill að fyrri talning í Norðvestur gildi
Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins, sem datt út af þingi eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, segir að fyrri talning ætti að gilda í kjördæminu. Þá segir hann að fyrst kjörgögnin hafi ekki verið innsigluð, sé ekki hægt að tryggja öryggi eftir að gögnin voru skilin eftir í talningarsalnum.
Rannsókn er lokið á kæru Karls Gauta
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi er lokið og málið er nú til meðferðar hjá ákærusviði embættisins.