Færslur: Karíbahaf
Foringi glæpagengis framseldur til Bandaríkjanna
Leiðtogi voldugasta glæpahrings Haití var framseldur til Bandaríkjanna í dag. Yfirvöld á Haití segja að líkja megi ofbeldisöldunni í landinu við stríðsástand. Maðurinn hefur stjórnað glæpastarfseminni úr fangaklefa í Port-au-Prince.
04.05.2022 - 02:20
Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi hafin
Franskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi. Búist er við að baráttan standi milli Emmanuels Macron forseta og Marine Le Pen sem stendur lengst til hægri í frönskum stjórnmálum.
10.04.2022 - 05:15
Jamaíka vill verða lýðveldi segir forsætisráðherrann
Jamaíka hefur áhuga á því að verða lýðveldi voru skilaboð Andrew Holness forsætisráðherra Karíbahafseyjunnar til þeirra Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge á fundi þeirra í gær.
24.03.2022 - 04:00
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Sex bandarískir farþegar og þriggja manna áhöfn einkaflugvélar fórust í flugslysi á Las Americas flugvellinum við Santo Domingo höfuðborg Dóminíkanska lýðveldisins í gær.
16.12.2021 - 03:30
Tveir af sautján kristniboðum lausir úr prísund á Haítí
Tveir þeirra sautján kristniboða sem glæpagengi á Haítí rændi um miðjan október eru lausir úr prísundinni. Þeim líður vel að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum Christian Aid Ministries sem gerði fólkið út af örkinni.
21.11.2021 - 22:33
Yfir 250 milljónir hafa smitast af COVID-19 frá upphafi
Yfir tvöhundruð og fimmtíu milljón tilfelli kórónuveirusmita hafa verið skráð á heimsvísu frá því faraldurinn skall á í desember 2019. Smitum heldur áfram að fjölga í heiminum.
09.11.2021 - 03:25
Faraldurinn hefur aukið fátækt og sárafátækt í Mexíkó
Mikil fátækt hefur orðið hlutskipti milljóna Mexíkóa eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Einkum er ástandið erfitt á ferðamannastöðum landsins.
05.08.2021 - 19:43
Rýma St. Vincent vegna yfirvofandi eldgoss
Eyjaskeggjar á St. Vincent í Karíbahafi hafa verið beðnir um að koma sér í skjól vegna yfirvofandi eldgoss úr fjallinu La Soufriere. Rautt viðvörunarstig var gefið út á eyjunni í gær vegna mikillar skjálftavirkni og gaslosunar á eldfjallasvæðinu.
09.04.2021 - 03:10
Segjast hafa fyrirbyggt valdarán á Haítí
Yfirvöld í Karíbahafsríkinu Haítí segjast hafa fyrirbyggt banatilræði við Jovenel Moise, forseta landsins, í dag. Dómsmálaráðherrann, Rockefeller Vincent, segir að tekist hafi með því að koma í veg fyrir valdarán í landinu. Hið minnsta 23 segir ráðherrann að hafi verið handtekin.
07.02.2021 - 22:08
Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.
14.08.2020 - 16:30
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
03.08.2020 - 00:24
Fyrsta stigs fellibylur nálgast Flórída
Hitabeltisstormurinn Isaias hefur öðlast styrk fyrsta stigs fellibyls. Hann nálgast nú Flórída-ríki í Bandaríkjunum eftir að hafa farið yfir Karíbahaf.
31.07.2020 - 06:18