Færslur: Kári Stefánsson

Morgunútvarpið
Sér ekki tilgang í að hitta forsætisráðherra í dag
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þekktist ekki boð forsætisráðherra um að ræða við hana í stjórnarráðinu í dag. Hann var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Myndskeið
Kári er búinn að loka fyrir símtöl frá Þórólfi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið komi ekki að skimunum á Keflavíkurflugvelli ef verkefnið verður unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hegða sér eins og tíu ára barn. 
Þú veist betur
Lungnakrabbamein alfarið umhverfissjúkdómur á Íslandi
Nær allir sem fá lungnakrabbamein á Íslandi hafa reykt um langan tíma og þessi tegund krabbameins er því að mestu leyti tengd umhverfisþáttum. Aftur á móti erfist tilhneigingin til þess að reykja. Kári Stefánsson ræddi þetta og fleira í þættinum Þú veist betur á Rás 2.
17.04.2020 - 11:33
Síðdegisútvarpið
Offita að meðaltali tjáning á lélegri heilastarfsemi
Í dag stendur Íslensk erfðagreining fyrir opnum fundi um offitu í húsakynnum sínum sem hefst klukkan 13:00. „Það má að mörgu leyti líta á offitu sem fíknisjúkdóm,“ segir Kári Stefánsson forstjóri ÍE sem verður einn af fyrirlesurum.
01.02.2020 - 09:00
Alþingi og ríkisstjórn hunsi vilja þjóðarinnar
Ísland er undir meðaltali OECD-ríkja þegar kemur að heildarútgjöldum til heilbrigðisþjónustu. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir niðurstöðuna dapurlega úttekt á starfi þeirra sem stjórna landinu.
07.12.2019 - 12:43
„Snilldargáfa þeirra var ekki ókeypis“
„Í mínum huga er þetta tímabil merkilegasti tíminn í sögu vísindanna, sá tími þar sem menn breyttu gjörsamlega þeirri sýn sem við höfum á heiminn,” segir Kári Stefánsson um fyrstu tuttugu og fimm ár síðustu aldar, en samskipti og átök helstu eðlisfræðinga þess tíma eru viðfangsefni bókarinnar Quantum eftir Manjit Kumar. Kári sagði frá bókinni í Lestinni á Rás 1 en þar fjallar fólk úr ólíkum áttum um bækur sem að mati þess varpa áhugaverðu eða mikilvægi ljósi á heiminn.
Viðtal
Ný uppgötvun gæti nýst til þess að þróa lyf
Ný uppgötvun Íslenskrar erfðagreiningar gæti nýst til þess að þróa lyf við nefsepum og krónískum ennis- og kinnholubólgum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir sjúkdóminn mjög algengan og að uppgvötunin sé sú fyrsta sinnar tegundar.
Viðtal
Hefðum átt að setja upp jáeindaskanna sjálf
Kári Stefánsson sér eftir því að Íslensk erfðagreining hafi gefið fé til kaupa á jáeindaskanna. Fremur hefði átt gefa skanna og setja hann upp. Hann segir gjörsamlega óásættanlegt hversu langan tíma það hafi tekið að taka skannann í notkun og gagnrýnir vitleysu í kringum framkvæmdir á vegum hins opinbera.
Nýir þættir um hinsegin fólk hefja göngu sína
Ný þáttaröð um ungt hinsegin fólk er frumsýnd í dag á vef RÚV. Í þessum fyrsta þætti af sex, er fjallað um samkynhneigð og staðalmyndir.
08.03.2018 - 20:00
Aðeins fjórðungur stökkbreytinga frá mæðrum
Fjórðungur nýrra stökkbreytinga í erfðaefni mannsins kemur frá mæðrum og er fjöldi þeirra háður aldri við getnað, líkt og hjá feðrum. Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að stökkbreytingum fjölgar minna við hærri aldur móður en föður.
20.09.2017 - 17:10
Grimmilegt og heimskulegt
Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, gagnrýnir harðlega flutningsmenn frumvarps um að heimila sölu áfengis í matvörubúðum. Hann segir hugmyndir þeirra grimmilegar og heimskulegar og auki enn á áfengisvandann í landinu.