Færslur: Kári Stefánsson

Nýstárlega leið þarf til sönnunar gagnsemi psilocybins
Formaður Geðhjálpar kveðst binda miklar vonir við að rannsóknir á ofskynjunarlyfjum á borð við psilocybin leiði til þess að samþykkt verði meðferð við geðsjúkdómum. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir brýnt að sýna fram á að lyfin reynist ekki skaðleg.
Morgunvaktin
Óttaðist að kastast hefði í kekki milli hans og Kára
Skemmtiatriði í lok fréttaannáls fréttastofu RÚV vakti mikla athygli, þar brugðu Kári Stefánsson og Karl Örvarsson á leik og endurgerðu frægt atriði úr áramótaskaupinu 1985. „Það virkar eins og við séum búnir að lesa þetta saman í 40 ár,“ segir Karl, sem var ánægður með samstarfið.
15.01.2022 - 08:00
Persónuvernd svarar Kára um lögmæti skimana
Persónuvernd leiðrétti í dag fullyrðingu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar, um að þau hefðu haldið því fram að fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög í skimunum á fólki á síðasta ári. Persónuvernd hafði fengið misvísandi upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Landspítala og ÍE og taldi að sú vinnsla hefði ekki samræmst kröfum persónuverndar.
Myndskeið
Endurgerðu eldgamalt atriði úr Áramótaskaupinu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Karl Örvarsson, eftirherma og athafnamaður, endurgerðu 36 ára gamalt atriði úr Áramótaskaupinu í lokaatriði Fréttaannáls RÚV sem sýndur var í gær, gamlárskvöld.
Meðalhóf haft að leiðarljósi
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að ákvörðun um að veita tilteknum viðburðahöldurum og veitingastöðum undanþágu frá nýjum fjöldatakmörkunum í dag, Þorláksmessu, hafi verið tekin með meðalhóf að leiðarljósi. 
Mistök ráðherra sýnu verri en þjálfara
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir að hafa veitt viðburðahöldurum og veitingamönnum undanþágu í dag Þorláksmessu frá þeim nýju takmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Ríflega 500 kórónuveirusmit greindust í gær og hafa aldrei verið fleiri.
Um 500 smit greindust í gær
Um 500 kórónuveirusmit greindust í gær. Þetta er langmesti fjöldi smita sem greinst hefur á einum degi, og slær út daginn áður þegar 318 smit greindust.
23.12.2021 - 09:28
70% smita í gær af omíkron-afbrigðinu
Meirihluti eða um 70% þeirra sem greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær greindist með ómikron-afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við fréttastofu.
Kári spáir omíkron-bylgju í janúar
Margir munu verja jólunum í í einangrun vegna kórónuveirusmita, en yfir eitt þúsund hafa greinst með veiruna innanlands undanfarna viku. Á níunda tug hafa greinst með omíkrón afbrigðið hér á landi, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar spáir að bylga muni skella á í janúar.
Spegillinn
Hótar að hætta greiningu vegna úrskurðar Persónuverndar
Íslensk erfðagreining telur Persónuvernd hafa farið út fyrir valdsvið sitt og vill fá ákvörðun hennar um að fyrirtækið hafi brotið lög hnekkt fyrir dómstólum. Geta heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við COVID-faraldurinn virðist nú hanga að einhverju leyti á því hvernig dómsmálið fer. Í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag kemur fram að þangað til úrskurðinum verði hnekkt telji fyrirtækið ekki endilega skynsamlegt að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnayfirvöld.
Líklegt að omíkron hafi dreift sér víða
Líklegt er að omíkron afbrigði kórónuveirunnar hafi dreift sér víða hér á landi, að mati sóttvarnalæknis. Áhrif þess eru óskrifað blað, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki hafa greinst fleiri smit af þessu afbrigði kórónuveirunnar hér á landi, eftir að það greindist fyrst í gær.
Kári Stefánsson segir bólusetningu réttlætanlega skyldu
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist ekki myndu gráta það ef bólusetningar yrði krafist af fólki. Hann segir bólusetningu vera réttlætanlega skyldu.
Krafan um neikvætt COVID-próf eðlileg og skynsamleg
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir eðlilegt að bólusettir einstaklingar sem komi til landsins sýni neikvætt COVID-próf. Hann segir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum hér á landi vera þar sem búast megi við í ljósi viðamikilla bólusetninga.
Áhrif erfðaefnis móður meiri en talið var
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa kortlagt 243 erfðabreytileika sem tengjast fæðingarþyngd, annars vegar í erfðamengi fósturs og hins vegar móður.
Óhjákvæmileg fjölgun smita fylgir fjölgun ferðamanna
Íslensk erfðagreining vinnur að raðgreiningu fimm smita sem greindust í gær. Kári Stefánsson, forstjóri, segir fjöldann sem kemur núna yfir landamærin slíkan að búast megi við talsverðum fjölda smitaðra dag hvern.
Viðtal
Trú á ríkisrekstri má ekki bitna á heilbrigðisþjónustu
Staða heilbrigðiskerfisins verður að öllum líkindum eitt af stóru kosningamálunum í komandi kosningum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur látið mikið að sér kveða í málefnum heilbrigðiskerfisins að undanförnu. Hann er hlynntur ríkisreknu heilbrigðiskerfi en geti hið opinbera ekki sinnt nauðsynlegri þjónustu verður að gera einkaaðilum kleift að stíga inn og stytta þannig biðlista.
10.06.2021 - 09:19
„Skringilegt og klaufalegt frumvarp“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stjórnarfrumvarp um eftirlit á landamærum sem kynnt var í gær líta skringilega út. Með því færist auknar heimildir til stjórnvalda frá sóttvarnalækni. Nauðsynlegt samráð við vísindasamfélagið hafi augljóslega ekki verið haft við smíði frumvarpsins - sem sé býsna klaufalegt. 
Geta og þekking verður að vera til í glímu við faraldra
Íslensk erfðagreining byrjaði í gær að boða fólk í handahófsskimanir vegna hópsýkinganna sem nú hafa komið upp.
„Það vék sér að mér brosmild kona“
Fjögur þúsund manns fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag með bóluefni Astra Zeneca. Á meðal þeirra var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 
26.03.2021 - 19:15
Kastljós
Hátt hlutfall smita vegna fólks sem ferðast vegna bóta
Stór hundraðshluti smita sem greinast á landamærum kemur frá fólki sem þarf að ferðast fram og til baka hingað til lands til að sækja atvinnuleysisbætur. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar í Kastljósi í kvöld.
Viðtal
„Þegar ég les lítið þá er ég í einhvers konar lægð“
Kári Stefánsson lítur á bókmenntir ekki einungis sem uppsprettu ánægju og hugmynda – heldur sem einhvers konar skjól. „Ég held að bókmenntir hafi verið sá staður sem ég flúði á þegar að lífið væri ekki nákvæmlega eins og ég vildi að það væri.“
12.01.2021 - 14:45
Boltinn er núna hjá Pfizer
Beðið er viðbragða frá lyfjafyrirtækinu Pfizer um tillögu sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar um rannsókn sem fælist í að bólusetja nánast alla þjóðina. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur fengið upplýsingar sem óskað var eftir.
Kári: Engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að viðræður við Pfizer um bóluefni gegn COVID-19 hafi átt sér stað án þess að hann ráðfærði sig við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni eða sótt til hans hugmyndir.
Kári í viðræðum um bóluefni
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið í samskiptum við stjórnendur lyfjafyrirtækisins Pfizer um að hingað til lands berist um 400 þúsund skammtar af bóluefni. Þar með væri hægt að bólusetja um 60% fullorðinna landsmanna og skapa hjarðónæmi gegn kórónuveirunni. 
Viðtal
Ólafur opinberar dagbækurnar: „Ekkert trúnaðarbrot“
Öll Icesave-samtöl og fundir Ólafs Ragnars Grímssonar með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur færði hann til bókar og það sama gildir um önnur samskipti og uppákomur í hans embættistíð. Í nýrri bók hans, Sögur handa Kára, sem tileinkaðar eru Kára Stefánssyni, má lesa um þekkt fólk um allan heim, fundi og einkasamtöl. Og Ólafur á nóg til.