Færslur: Kardashian

Olíubornir bossar og þrýstnir stútar Kardashian-systra
Nú þegar raunveruleikaþættirnir Keeping up with the Kardashians eru að renna sitt skeið eftir þrettán ára sigurgöngu er vert að velta fyrir sér arfleifð, sigrum og skakkaföllum fjölskyldunnar á skjánum. Systurnar, sem allar eru moldríkar, hafa til dæmis haft gífurleg áhrif á almenna fegurðarstaðla með því að leggjast margoft undir hnífinn og kynna til leiks stæðilegar varir og flennistóra bossa sem margir þrá að geta einnig skartað.
10.09.2020 - 15:54
Dramatískustu augnablik Kardashian fjölskyldunnar
Í gærkvöld tilkynnti Kardashian-Jenner fjölskyldan að væntanleg þáttaröð af raunveruleikaþætti þeirra, Keeping Up with the Kardashians, yrði sú síðasta. Þættirnir hafa verið á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar E! í þrettán ár og margir munu eflaust sakna þess að fá innlit inn í líf þessarar margrómuðu fjölskyldu.
09.09.2020 - 12:44
Kardashian-slektið kveður skjáinn
Kardashian-fjölskyldan, sem hefur leyft sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með lífi sínu í nærri fjórtán ár, hefur ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna frá og með næsta ári. Fjölskyldan hefur grætt á tá og fingri á þáttunum sem hafa gert fjölskyldumeðlimi eins og Kim Kardashian og Kylie Jenner að stórstjörnum.
09.09.2020 - 11:41
Leyndur „tvíburabróðir“ Kendall Jenner stígur fram
Allt lítur út fyrir það að Kardashian-Jenner fjölskyldunni hafi tekist að halda stórum hluta lífs síns leyndu öll þau ár sem hún hefur verið í sviðsljósinu. Nýir raunveruleikaþættir sem fjalla um meintan tvíburabróður Kendall Jenner, Kirby, hófu göngu sína um helgina en þar er leyndarmálið stóra afhjúpað.
26.05.2020 - 11:25