Færslur: kanslari

„Pútín eyðileggur ekki bara Úkraínu heldur eigið land“
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að Vladimír Pútín eyðileggi ekki aðeins Úkraínu með hernaðaraðgerðum sínum heldur ekki síður eigið land. Þetta sagði kanslarinn í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Schröder lögsækir þýska þingið vegna fríðindasviptingar
Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hyggst reyna að endurheimta þau fríðindi sem þýska þingið Bundestag svipti hann í maí. Til að svo megi verða hefur hann höfðað mál á hendur þinginu.
Þýskaland
Endurkjör Steinmeiers talið býsna öruggt
Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands þykir nokkuð öruggur um að ná endurkjöri í dag. Þingmenn á sambandsþinginu kjósa forsetann ásamt jafnmörgum fulltrúum þinga hvers sambandsríkis.
Kanslaraskipti í Austurríki
Alexander Schallenberg tók í dag við embætti kanslara Austurríkis af Sebastian Kurz, sem sagði af sér í gær. Kurz er sakaður um að hafa notað almannafé til að fegra ímynd sína í fjölmiðlum.
11.10.2021 - 11:54
Sjónvarpsfrétt
Hver er arfleið Angelu Merkel?
Fjórir hafa gegnt embætti forseta Frakklands í valdatíð Angelu Merkel, fráfarandi Þýskalandskanslara, og fimm hafa setið í embætti forsætisráðherra Bretlands. Sumum þykir valdatíð Merkel mikilægt skref í jafnréttisbaráttu kvenna en öðrum þykir kanslarinn ekki hafa gert nóg til að uppræta kynjamisrétti.