Færslur: Kannabisræktun

Hafa upprætt kannabisefni fyrir tugi milljóna króna
Lögreglan hefur að undanförnu leyst upp fimm kannabisframleiðslur og haldlagt kannabisefni, sem metið er að andvirði 90 milljóna króna. Alls hafa fimm einstaklingar stöðu sakbornings í málunum.
Fjórir handteknir vegna fíkniefnaframleiðslu á Akureyri
Fjórir voru handteknir vegna framleiðslu fíkniefna í fjölbýlishúsi á Akureyri á mánudagskvöld. Lagt var hald á 14 kannabisplöntur ásamt ætluðum fíkniefnum og framleiðslutækjum og tólum.
25.11.2020 - 11:23
Kannabisræktun stöðvuð í íbúðarhúsi í Sandgerði
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í Sandgerði í fyrradag. Í tilkynningu segir að um hafi verið að ræða tæplega sjötíu plöntur á ýmsum vaxtarstigum. Ræktunin fór fram á efri hæð íbúðarhússins.
14.07.2020 - 11:05
Fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi
Lögreglumenn á Suðurlandi fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi á bæ í Árnessýslu síðastliðinn föstudag. Tvennt var handtekið vegna málsins.
Lögregla stöðvaði kannabisræktun í Árbænum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nú í vikunni kannabisræktun í heimahúsi í Árbæ og var lagt hald á tæplega 130 kannabisplöntur sem voru á ýmsum stigum ræktunar.
Myndband
Tveir áfrýjuðu strax dómi í stóra amfetamínmálinu
Þrír menn voru dæmdir í sex og sjö ára fangelsi í dag fyrir að framleiða rúmlega átta og hálft kíló af amfetamíni. Tveir þeirra voru þá einnig dæmdir fyrir umfangsmikla kannabisræktun. Verjandi eins þeirra segir bæði sakfellinguna og þyngd dómsins hafa komið á óvart.
Kannabisrækt í niðurgröfnum, yfirbyggðum gámum
Lögreglan á Suðurlandi handtók tvo í byrjun vikunnar vegna kannabisræktunar. Húsleitir voru gerðar á sex stöðum í Rangárvallasýslu í samstarfi við fíkniefnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Leitað var í tveimur niðurgröfnum gámum. Búið var að byggja smáhýsi ofan á þá til að fela ummerki um ræktun.
21.12.2018 - 11:19
Kannabisræktun á Austurlandi stöðvuð
Lögregla stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum á Austurlandi. Lagt var hald á töluvert magn kannabisefna, tæki sem tengjast framleiðslunni og fjármuni. Tveir karlar og tvær konur voru handtekin í þágu rannsóknarinnar.
18.09.2018 - 16:57
Margvíslegir gallar í núverandi fyrirkomulagi
Í síðustu viku fjallaði Kveikur um gríðarmikla framleiðslu kannabis hérlendis. Smygl virðist ekki lengur stundað, innanlandsframleiðslan uppfyllir eftirspurnina. Það sem meira er, þá er orðið mjög auðvelt að koma upp slíkri ræktun – gróðurhúsaeigendur í Hveragerði verða ekki fyrir spjöllum eins og áður var, þegar hitalömpum var sífellt stolið úr húsunum þeirra.
Kannabisræktun í Þorlákshöfn
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú kannabisræktun sem virðist hafa verið stunduð í geymsluhúsnæði í Þorlákshöfn. Málið komst upp þegar lögreglan stöðvaði ökumann Eyrarbakkavegi á föstudag. Í bílnum reyndist kíló af kannabisefnum og lögregla handtók ökumanninn umsvifalaust. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa verið að flytja fíkniefnin fyrir félaga sinn.
02.05.2016 - 13:36