Færslur: Kannabis

Blinken og Lavrov ræddu fangaskipti símleiðis
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman símleiðis í dag í fyrsta skipti frá því að innrásin í Úkraínu hófst 24. febrúar. Helsti tilgangur samtalsins var að ræða tilboð Bandaríkjastjórnar um fangaskipti við Rússa.
Fimm sitja í gæsluvarðhaldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 40 kíló af kannabis fyrir helgi í aðgerðum lögreglu. Fimm sitja í gæsluvarðhaldi til tveggja vikna vegna málsins en alls voru tíu handteknir í þágu rannsóknarinnar.
Bandaríkin reyna að fá Griner látna lausa frá Rússlandi
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á þriðjudag eftir langa þögn það mat sitt að Brittney Griner, einni fremstu körfuboltakonu Bandaríkjanna, væri haldið ólöglega í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld hafa opinberlega lítið haft sig í frammi gegn Rússum en hálfur mánuður er uns réttarhöld hefjast yfir Griner.
Stöðvuðu smygl á 30 kílóum af marijúana í desember
Tollverðir og lögregla lögðu hald á samtals þrjátíu kíló af marijúana á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði. Efnið fannst í tveimur töskum með tæplega viku millibili, og kom önnur þeirra frá Þýskalandi en hin frá Kanada. Frá þessu er greint á vísi.is. Þar segir að þetta séu stærstu tilraunir til marijúanasmygls sem uppgötvast hafa á þessu ári.
Kannabis lögleitt á Möltu
Yfirvöld í Möltu breyttu síðdegis löggjöf sinni um kannabis og hafa nú rýmstu kannabislöggjöf ríkja Evrópusambandsins. Fullorðnum verður leyft að hafa í vörslu sinni allt að sjö grömm af kannabis og mega hafa fjórar plöntur á heimili sínu. Tilteknir söluaðilar munu fá leyfi til sölu á efninu og fræjum til heimaræktunar, þó undir ströngu eftirliti yfirvalda. Ekki verður þó leyfilegt að neyta þess á almannafæri og ekki fyrir framan börn.
14.12.2021 - 22:53
Þýskaland
Hyggjast lögleyfa sölu á kannabis
Ný ríkisstjórn Þýskalands hyggst lögleyfa sölu og neyslu kannabisefna í landinu á næstu árum, samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja sem að henni standa. Í honum segir að ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja og Frjálsra demókrata ætli að „heimila eftirlitsskylda sölu kannabisefna til fullorðinna í sérverslunum með tilskilin leyfi.“ Þannig verði komið í veg fyrir „dreifingu óhreinna efna“ um leið og skyldan til að verja æsku landsins er uppfyllt.
10.12.2021 - 04:32
Mexíkó
Banna refsingar fyrir sölu og neyslu kannabisefna
Hæstiréttur Mexíkó felldi í gær úr gildi bann við neyslu, sölu og vörslu kannabisefna til einkanota. Úrskurðaði dómstóllinn að bannið, sem er hluti af heilbrigðislöggjöf landsins, stæðist ekki stjórnarskrá. Með þessu fær þingið lengri frest til afgreiða margboðaða löggjöf um afglæpavæðingu kannabisneyslu, sem hæstiréttur hafði úrskurðað að klára skyldi fyrir 30. apríl síðastliðinn.
Bjóða bólusettum ókeypis kannabisvefju
Yfirvöld í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa gripið til margvíslegra ráða til að fá fólk til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Eitt slíkt ráð er að bjóða fólki ókeypis jónu, eða kannabisvindling, gegn bólusetningu. Yfirvöld í Washingtonríki kynntu þetta ráð til sögunnar á mánudag.
09.06.2021 - 06:46
Ný rannsókn sýnir að kannabis dregur ekki úr þrautum
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Fulltrúadeildin samþykkir afglæpavæðingu kannabisefna
Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í dag að afglæpavæða kannabis og fjarlægja dóma fyrir brot tengd efninu af sakaskrá fólks ef ekki var um að ræða ofbeldisbrot.
04.12.2020 - 20:07
Nýja Sjáland: Dánaraðstoð leyfð, kannabis bannað áfram
Meirihluti kjósenda á Nýja Sjálandi samþykkti lögleiðingu dánaraðstoðar en felldi tillögu um lögleiðingu á almennri neyslu kannabisefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um þetta tvennt samfara þingkosningunum 17. október síðastliðinn og voru bráðabirgðaniðurstöður birtar í dag. Samkvæmt þeim samþykktu nær tveir af hverjum þremur kjósendum, 65,2 prósent, löggjöf um virka dánaraðstoð. Rúmur helmingur þeirra sem greiddu atkvæði, 53,1 prósent, var hins vegar mótfallinn lögleiðingu kannabisefna.
30.10.2020 - 03:58
Tekin með 15 kíló af kannabis í Leifsstöð
Kona var tekin með mikið magn af kannabisefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum. Hún var að koma frá Malaga á Spáni þegar tollgæslan stöðvaði hana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
29.08.2020 - 11:02
Tveir handteknir grunaðir um fíkniefnasölu
Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá einstaklinga með fíkniefni í fórum sínum á föstudag. Tveir þeirra eru grunaðir um fíkniefnasölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umdæminu.
27.07.2020 - 10:19
Kannabisræktun stöðvuð í íbúðarhúsi í Sandgerði
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í Sandgerði í fyrradag. Í tilkynningu segir að um hafi verið að ræða tæplega sjötíu plöntur á ýmsum vaxtarstigum. Ræktunin fór fram á efri hæð íbúðarhússins.
14.07.2020 - 11:05
Fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi
Lögreglumenn á Suðurlandi fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi á bæ í Árnessýslu síðastliðinn föstudag. Tvennt var handtekið vegna málsins.
Aukin kannabisneysla mikið áhyggjuefni
Kannabisneysla hefur aukist meðal fólk yfir þrítugu. Yfirlæknir fíknigeðdeildar á Landspítalanum segir efnið orðið sterkara og aðgengið betra. Dagreykingar hafa aukist hjá þeim sem yngri eru. 
22.01.2020 - 23:30
Lögregla lagði hald á kannabis í söluumbúðum
Lögreglan á Norðurlandi vestra lagði í gær hald á tæplega áttatíu grömm af efni sem talið er kannabis í söluumbúðum. Efnið fannst þegar bíll var stöðvaður og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefnahundur aðstoðaði við fundinn en efnið var vandlega falið í vélarrými bílsins. Mennirnir sem voru í bílnum gista nú fangageymslur.
22.09.2019 - 13:13
Kannabisrækt í niðurgröfnum, yfirbyggðum gámum
Lögreglan á Suðurlandi handtók tvo í byrjun vikunnar vegna kannabisræktunar. Húsleitir voru gerðar á sex stöðum í Rangárvallasýslu í samstarfi við fíkniefnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Leitað var í tveimur niðurgröfnum gámum. Búið var að byggja smáhýsi ofan á þá til að fela ummerki um ræktun.
21.12.2018 - 11:19
Kannabis það eina sem slær á verkina
Kara Ásdís Kristinsdóttir slasaðist illa í blílslysi fyrir um tveimur áratugum og hefur glímt við verki og afleiðingar þess allar götur síðan. Hún segir kannabis vera það eina sem dugi til að lina þjáningar sínar og er undrandi á því að stjórnvöld viðurkenni ekki lækningarmátt plöntunnar.
27.06.2018 - 17:16
Kannabis hættulegt og eyðileggi líf
„Það voru engin tilefni. Við vorum nokkrir strákar sem drukkum mikið og ég byrjaði strax að verða mjög fullur og að halda áfram að drekka eftir að ég vaknaði. Ég fer í þannig drykkju mjög fljótt að ég lendi í vandræðalegum uppákomum og aumkunarverðum aðstæðum hvað sjálfan mig varðar, gerði skandala og var alltaf á bömmer.“
04.03.2018 - 12:32
Margvíslegir gallar í núverandi fyrirkomulagi
Í síðustu viku fjallaði Kveikur um gríðarmikla framleiðslu kannabis hérlendis. Smygl virðist ekki lengur stundað, innanlandsframleiðslan uppfyllir eftirspurnina. Það sem meira er, þá er orðið mjög auðvelt að koma upp slíkri ræktun – gróðurhúsaeigendur í Hveragerði verða ekki fyrir spjöllum eins og áður var, þegar hitalömpum var sífellt stolið úr húsunum þeirra.
Óttast aukna neyslu verði kannabis lögleitt
Sex prósent Íslendinga, sem eru fæddir á tímabilinu 1970 til 1985, hafa verið lagðir inn á sjúkrahúsið Vog vegna kannabisfíknar. Samtals eru þetta tæplega fimm þúsund manns. Þórarinn Tyrfingsson, fyrrum yfirlæknir á Vogi, segir að mikil afneitun sé í samfélaginu gagnvart þeim vanda sem kannabisfíkn er.  
03.10.2017 - 09:57
Með 4,7 kíló af kannabis í vörslu sinni
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa haft mikið magn kannabis og maríhúana í vörslu sinni í sölu- og dreifingarskyni. 4,7 kíló af kannabisplöntur og 2,1 kíló af maríhúana fannst í janúar síðastliðnum á heimili mannsins við Hringbraut í Hafnarfirði.
Segir offramboð af kannabisefnum hérlendis
Kaffihús þar sem neyta má efnisins, lögleiðing neyslu, sölu og dreifingar. Þessa þróun vill Örvar Geir Geirsson, kannabisneytandi og umsjónarmaður Facebook síðunnar Reykjavík Homegrown, sjá verða að veruleika á Íslandi. Ólíklegt er að Örvari verði að ósk sinni í bráð en skref í þá átt að afglæpavæða einkaneyslu kunnu þó að verða stigin á næstunni.
27.05.2016 - 17:35