Færslur: Kanarí

Skipstjóri flóttamannabáts dæmdur
Skipstjóri fleytu sem smyglaði flóttamönnum frá Marokkó til Kanarí-eyja í fyrra var dæmdur í átta ára fangelsi og þarf að greiða 160 þúsund evra miskabætur. Kona og eins árs barn drukknuðu. Dómstóll á Gran Canaria dæmdi manninn fyrir manndráp af gáleysi og glæpi gegn útlendingum.
06.11.2020 - 04:54
Bar veiruna líklega frá Íslandi til Kanarí
Tveir íslenskir karlar eru á gjörgæslu á Gran Canaria, stærstu eyju Kanarí-eyja, með COVID-19. Báðir voru lagðir inn á sjúkrahús með önnur vandamál en COVID-19 og greindust við innlögnina.
24.09.2020 - 17:45
Fjöldi landsmanna kýs að eyða jólunum í sólinni
Fjöldi Íslendinga eyðir jólum og áramótum utan landsteinanna. Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segir fjöldann sambærilegan við fyrri ár. Fólk hafi þó bókað ferðirnar tímanlegar í ár. Tæplega fjórtán þúsund Íslendingar fóru af landi brott dagana 17. til 22. desember í fyrra, samkvæmt mælingum Isavia. „Mjög stór hópur verður á Tenerife og Kanarí á okkar vegum þessi jólin.“
23.12.2019 - 16:08
Innlent · Jólin · flug · Ferðalög · Kanarí · Tenerife
Eldarnir á Gran Canaria í rénun
Slökkviliðsmenn á Gran Canaria hafa náð tökum á skógareldum sem brunnið hafa á norðurhluta eyjarinnar í meira en eina viku. Yfir tíu þúsund hektarar skóg- og gróðurlendis hafa brunnið. Þúsundir íbúa á svæðinu urðu að flýja að heiman undan eldunum. Þeim hefur verið leyft að snúa aftur heim. Að því er kemur fram á Twitter heldur starfið þó áfram þar til slökkt hefur verið í öllum glæðum.
26.08.2019 - 14:39
Árangur af slökkvistarfi á Gran Canaria
Slökkviliðsmenn á Gran Canaria vonast til þess að ná tökum síðar í dag á skógareldum sem hafa brunnið í norðurhluta eyjarinnar síðan á laugardag. Um tíu þúsund íbúar á svæðinu þurftu að forða sér að heiman. Enn hefur á fimmta þúsund ekki verið leyft að snúa heim, en það kann að breytast síðar í dag.
21.08.2019 - 15:34
Ástandið skánar á Gran Canaria
Slökkviliðsmenn á Gran Canaria hafa náð árangri í baráttunni við skógarelda sem hafa logað í norðurhluta eyjarinnar síðan á laugardag. Vind hefur lægt og þar með sést árangur við að hefta útbreiðsluna.
20.08.2019 - 17:12
Myndskeið
Þúsundir flýja skógarelda á Gran Canaria
Níu þúsund manns hafa flúið undan skógareldum sem brenna á norðurhluta eyjarinnar Gran Canaria í Kanaríeyjaklasanum. Eldarnir, sem kviknuðu á laugardag, eru þeir þriðju á tíu dögum á eynni. Um það bil eitt þúsund slökkviliðsmenn fá ekki við neitt ráðið sem stendur. Mikill hiti og vindur gerir þeim erfitt fyrir.
19.08.2019 - 16:02
Myndskeið
Um fimm þúsund flúið elda á Kanaríeyjum
Um fimm þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín vegna skógareldanna á Gran Canaria á Kanaríeyjum um helgina. Eldarnir loga á svipuðum slóðum og um síðustu helgi, en vindáttin hefur dreift eldunum yfir á svæði þar sem er meiri eldsmatur.
18.08.2019 - 23:20
Enn brenna skógar á Kanaríeyjum
Slökkviliðsmenn á eyjunni Gran Canaria í Kanaríeyjaklasanum vonast til þess að ná tökum síðar í dag á gróðureldum sem þar hafa geisað síðan á laugardag. Aðstæður eru erfiðar vegna vinda og vatnsskorts.
12.08.2019 - 12:32
Myndskeið
Miklir skógareldar á Kanaríeyjum
Gríðarlegir skógareldar geisa nú á eyjunni Gran Canaria, einni Kanaríeyja. Þúsundir manna hafa verið fluttar á brott af svæðinu. Eldurinn er erfiður viðureignar en um hádegisbilið í dag hafði hann farið yfir um 1000 hektara landsvæði.
11.08.2019 - 16:28
Markaðsfræði 101 með KANARÍ
Föstudagsskets KANARÍ gerist að þessu sinni í markaðsfræðitíma. Það er nefnilega ótrúlegt hvað YouTube getur stundum vitað mikið um okkur.
30.11.2018 - 13:31
Kanarí - fyrsti þáttur
Kanarí er sketsaþáttur úr smiðju RÚV núll. Við gerð þáttanna var stuðst við spunatækni eins og gjarnan er gert í gríni vestan hafs. Þættirnir eru skrifaðir af þeim Guðmundi Einari, Guðmundi Felixsyni, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Steiney Skúladóttur. Þau fara einnig með flest burðarhlutverk þáttanna ástamt Eygló Hilmarsdóttur. Leikstjórn og framleiðsla er í höndum Guðmundar Einars.
02.11.2018 - 16:23
Viðtal
Vegakerfið á Vestfjörðum til umræðu á Kanarí
„Við fáum til dæmis að kynnast Klöru sjálfri sem rak Klörubar, þann fræga bar í 28 ár, þar sem Íslendingar komu saman, borðuðu fisk og kótilettur í raspi og sungu Ó María mig langar heim,“ segir Magnea Björk Valdimarsdóttir leikkona sem ásamt Mörtu Sigríði Pétursdóttur menningar- og kynjafræðingi frumsýndi á dögunum heimildarmyndina Kanarí.
26.05.2018 - 13:40