Færslur: Kanada

„Þetta er ekki tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum“
Kanadísk yfirvöld lofuðu í dag umfangsmiklum fjárfestingum og kynntu fyrirætlanir um að skapa fleiri en milljón störf. Ríkisstjórn Justins Trudeau hefur gefið það út að nú sé ekki rétti tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum og lofað „að gera allt sem hægt er til að styðja við fólk og fyrirtæki eins lengi og kreppan varir, hvað sem það kostar“.
23.09.2020 - 20:05
Húsleit í Kanada vegna risín sendingarinnar til Trumps
Húsleit var gerð á heimili nærri Montreal í Kanada í dag. Ástæðan er grunur um tengsl húsráðanda við sendingu bréfs til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem talið er hafa innihaldið banvæna eitrið risín. Grunurinn hefur þó ekki fengist staðfestur.
22.09.2020 - 01:29
Meintur sendandi eiturbyrlunarbréfs handsamaður
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa manneskju í haldi sem grunuð er um að hafa sent bréf sem stílað var á Donald Trump Bandaríkjaforseta og innihélt eiturefnið risín.
21.09.2020 - 02:40
Ákærður fyrir að fá sér kríu undir stýri
Tvítugur Kanadamaður hefur verið ákærður fyrir gáleysislegan akstur en hann er talinn hafa fengið sér kríu undir stýri á Teslunni sinni. Á meðan þaut sjálfakandi bifreiðin áfram á 150 kílómetra hraða.
Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Holland og Kanada með í málsókn Gambíu
Holland og Kanada ætla að taka þátt í málsókn Gambíu á hendur stjórnvöldum í Mjanmar vegna ásakana um þjóðarmorð gegn minnihlutahópi Róhingja. Utanríkisráðherrar Hollands og Kanada tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.
03.09.2020 - 08:47
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Holland · Kanada · Gambía · Mjanmar
Kletturinn og allt hans fólk smitaðist af Covid-19
Bandarísk-kanadíski leikarinn Dwayne Johnson smitaðist af Covid-19. Hann segist vera búinn að ná sér og sé hættur að smita.
Kanna ber ýmis álitamál áður en dánaraðstoð er heimiluð
Ekki er tekin afstaða til hvort leyfa eigi dánaraðstoð í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Skýrslan er unnin að beiðni nokkurra þingmanna.
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
„Ótrúlegt að við höfum ekki verið lamdir“
Á námsárunum í Kanada deildi Atli Bollason íbúð með tveimur öðrum ungum mönnum og hélt þar regluleg ofsafengin teknópartý sem áttu til að fara algjörlega úr böndunum. Atli rifjar upp sambúðina í Kanada og fegurðina sem fólgin er í hverfulleika tímans í Tengivagninum á Rás 1.
21.08.2020 - 09:28
Chrystia Freeland verður fjármálaráðherra Kanada
Chrystia Freeland, aðstoðarforsætisráðherra Kanada, hefur tekið við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Justins Trudeaus. Hún tekur við af Bill Morneau, sem sagði af sér embætti í gær vegna ósamkomulags milli þeirra Trudeaus og mikils þrýstings frá stjórnarandstöðunni.
19.08.2020 - 06:24
Fjármálaráðherra Kanada segir af sér
Bill Morneau, fjármálaráðherra Kanada, sagði starfi sínu lausu í gærkvöld. Hann hefur gegnt embættinu síðan árið 2015. Hann sagði í yfirlýsingu í gærkvöld að honum þætti réttast að embættið þurfi á nýjum starfskrafti að halda sem getur sett fram áætlun sem stýrir Kanada út úr efnahagslægðinni sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. 
18.08.2020 - 03:37
Kanada boðar refsitolla á bandarískt ál
Kanadísk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau muni leggja tolla á bandarískt ál og álvörur, fari svo að Bandaríkjastjórn standi við boðaðan tíu prósenta refsitoll á kanadíska álframleiðslu. Kanadísku tollarnir nema 3,6 milljörðum kanadadollara, jafnvirði um 360 milljarða íslenskra króna ef af verður.
08.08.2020 - 01:29
Boðar refsitolla á kanadískt ál
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær að hann hefði fyrirskipað að aftur skuli leggja tíu prósenta refsitoll á innflutt, kanadískt ál, þar sem þetta helsta viðskiptaríki Bandaríkjanna færi offari í sölu og undirboðum á bandarískum álmarkaði.
07.08.2020 - 03:46
Trudeau ber af sér sakir
Justin Trudeau ber af sér allar sakir um hagsmunaárekstra gagnvart alþjóðlegu góðgerðasamtökunum WE Charity. Hann talaði máli sínu frammi fyrir fjármálanefnd kanadíska þingsins.
31.07.2020 - 01:20
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Ók í gegnum hlið forsætisráðherrabústaðar Trudeau
Vopnaður kanadískur hermaður var handtekinn eftir að hafa ekið pallbíl sínum í gegnum hlið forsætisráðherrabústaðar Justin Trudeau í Ottawa í gærmorgun. Eftir að hafa ekið í gegnum hliðið gekk hann í áttina að húsinu, en var handtekinn áður en hann komst að útidyrunum.
03.07.2020 - 06:41
Sáda í Kanada hótað af stjórnvöldum í heimalandinu
Sádiarabíski aðgerðarsinninn Omar Abdulaziz kveðst hafa fengið upplýsingar frá yfirvöldum í Kanada um að hann væri mögulega skotmark stjórnvalda í heimalandi hans. Hann var beðinn um að grípa til ráðstafana til að verja sig.
22.06.2020 - 02:07
38 dauðir hvolpar með flugi frá Úkraínu til Kanada
Yfirvöld í Kanada rannsaka nú hvers vegna um 500 hvolpar voru á meðal farangurs um borð í flugvél úkraínska flugfélagsins Ukraine International, sem lenti á alþjóðaflugvellinum í Toronto um síðustu helgi. 38 hvolpanna voru dauðir þegar vélin lenti. Hundaeigandi sem sótti annað dýr úr vélinni sagði aðkomuna hafa verið eins og úr hryllingsmynd. 
21.06.2020 - 03:52
Ákærðir fyrir njósnir í Kína
Tveir kanadískir ríkisborgarar voru í dag ákærðir í Kína fyrir njósnir. Þeir voru handteknir í desember 2018, nokkrum dögum eftir að yfirvöld í Kanada tóku höndum Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska stórfyrirtækisins Huawei og dóttur stofnanda þess.
19.06.2020 - 08:04
Noregur og Írland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Fjögur ríki hlutu í dag aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Fimmta sætinu var ekki úthlutað í dag þar sem Afríkuríkjunum Djibútí og Kenía tókst hvorugu að afla sér stuðnings tveggja þriðju aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aftur verður kosið um hvort ríkið hlýtur aðild á morgun. 
17.06.2020 - 23:55
Huawei málið: Enn kólnar milli Kanada og Kína
Dómari í Kanada úrskurðaði í gær að Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóri og dóttir stofnanda kín­verska tæknifyrirtækisins Huawei, skyldi framseld til Bandaríkjanna.
28.05.2020 - 03:29
Erlent · Kína · Kanada · Huawei
Dráttarbílamafía upprætt í Kanada
Rannsókn kanadísku lögreglunnar á skipulagðri glæpastarfsemi í dráttarbílabransanum leiddi til handtöku tuttugu manna og hundruðum ákæruliða, þeirra á meðal morði. Svo virðist sem glæpasamtök berjist um yfirráðasvæði í Toronto.
27.05.2020 - 04:54
Áfram lokuð landamæri við Bandaríkin
Lokun landamæra Bandaríkjanna að Kanada og Mexíkó verður fram haldið til 22. júní hið minnsta. Heimavarnarráðuneytið greindi frá þessu í gærkvöld. Aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að komast yfir landamærin fá að fara. Landamærin hafa verið lokuð í tvo mánuði, síðan 20. mars. Lokunin er endurskoðuð á 30 daga fresti. 
20.05.2020 - 03:46
Um 1.500 tegundir skotvopna bannaðar í Kanada
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti í dag að um 1.500 tegundir af skotvopnum verði bannaðar þar í landi frá og með deginum í dag. Bannað verður að kaupa, selja, flytja inn og nota vopn sem falla undir lögin, en fyrst og fremst er þar átt við hríðskotariffla. Þeir sem nú þegar eiga slík vopn hafa tvö ár til að losa sig við þau.
02.05.2020 - 00:49