Færslur: Kammersveitin Elja

Aðgengilegri tónlist en fólk heldur
Kammersveitin Elja, sem skipuð er ungu fólki á milli tvítugs og þrítugs, er um þessar mundir á flakki og stefna á að spila hringinn í kringum landið næstu vikuna. Sveitin spilar nýlega klassíska tónlist sem einn stofnandi sveitarinnar, Bjarni Frímann Bjarnason, segir aðgengilegri en fólk haldi.