Færslur: Kamerún

Árás í Kamerún kostar átta börn lífið
Þungvopnaðir árásarmenn réðust inn í skóla í suðvesturhluta Kamerún í dag og urðu að minnsta kosti átta börnum að bana.
24.10.2020 - 22:30
Manu Dibango lést af völdum COVID-19
Manu Dibango, frumkvöðull í djass og fönk-tónlist í Afríku, lést á sjúkrahúsi í París af völdum COVID-19. Greint var frá þessu á Facebook-síðu hans í morgun. 
24.03.2020 - 08:39
Segir mannfall í Kamerún óheppilegt slys
Stjórnarherinn í Kamerún þvertekur fyrir að hafa framið fjöldamorð á þorpsbúum í enskumælandi hluta landsins á föstudag. Allt að 22 létu lífið, þar af 14 börn, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Stjórnarandstæðingar kenna stjórnarhernum um árásinu. 
18.02.2020 - 01:22
14 börn létu lífið í fjöldamorði
22 þorpsbúar voru myrtir af sveit vopnaðra manna í norðvesturhluta Kamerún á föstudag. 14 börn voru meðal hinna látnu að sögn mannúðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, OCHA. 
17.02.2020 - 01:25
Tugir fórust í aurskriðu í Kamerún
Minnst 42 manns fórust þegar aurskriða féll á borgina Bafoussam í vestanverðu Kamerún seint á mánudagskvöld. Frá þessu er greint í ríkisfjölmiðlum þar syðra. AFP-fréttastofan hefur eftir embættismanni í innanríkisráðuneytinu að óttast sé að enn fleiri hafi farist og að leit haldi áfram í húsarústum og þykku aurlaginu sem liggur yfir nokkrum götum borgarinnar.
30.10.2019 - 02:12
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Kamerún
Rændu 79 skólabörnum og þremur kennurum
Tugum skólabarna og þremur kennurum var rænt í borginni Bamenda í norðvesturhéraði Kamerún á mánudag. Umfangsmikil og fjölmenn leitaraðgerð stendur nú yfir, með atbeina hersins. BBC hefur eftir embættismanni að minnst 79 nemendum hafi verið rænt og að skólastjórinn sé á meðal kennaranna þriggja sem saknað er. Nemendur skólans eru allir á aldrinum 10-14 ára.
06.11.2018 - 06:38
Kamerúnar hverfa í Ástralíu
Fimm íþróttamenn frá Kamerún eru horfnir. Þeir fóru til Ástralíu, þar sem þeir áttu að taka þátt í Samveldisleikunum, en ekkert hefur til þeirra spurst síðan í gær og í fyrradag. Hvarf íþróttamannanna hefur verið tilkynnt til yfirvalda í Ástralíu.
11.04.2018 - 06:27
Átján gíslar heimtir úr klóm mannræningja
Sveitir Kamerúnhers frelsuðu á mánudag átján gísla sem fullyrt er að vopnaðar sveitir enskumælandi aðskilnaðarsinna í landinu hafi rænt fyrir skemmstu. Sex gíslanna voru Kamerúnar en tólf þeirra evrópskir ferðamenn. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum segir að sjö Svisslendingar og fimm Ítalir hafi verið á leið til vinsæls ferðamannastaðar ásamt nokkrum heimamönnum þegar „hryðjuverkamenn úr röðum aðskilnaðarsinna" rændu þeim.
05.04.2018 - 05:28
Yfir 43.000 Kamerúnar flúnir til Nígeríu
Minnst 43.000 manns hafa flúið frá Kamerún til Nígeríu síðustu vikur, af ótta við aðgerðir stjórnarhersins gegn enskumælandi aðskilnaðarsinnum í landinu. Þetta upplýsti starfsfólk hjálparsamtaka á svæðinu. Þetta eru næstum þrefalt fleiri en talsmenn Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda í Nígeríu greindu frá fyrir tveimur vikum.
26.01.2018 - 05:25
Mynd með færslu
Myndskeið
Slasaðist í ólátum á kamerúnska þinginu
Stjórnarþingmaður í Kamerún blóðgaðist á höfði þegar kollegi hans úr stjórnarandstöðunni grýtti í hann einhverju sem enn er ekki vitað hvað var. Ringulreið hefur ríkt á þjóðþinginu í höfuðborginni Jánde í dag. Umræðum um fjárlög hefur meðal annars verið drekkt í vúvúsela-flautublæstri.
10.12.2017 - 14:18
Hermenn í Kamerún skutu 8 mótmælendur
Hermenn í Kamerúnher skutu minnst átta til bana í tengslum við mótmælafundi enskumælandi aðskilnaðarsinna í landinu í gær. Blásið var til kröfugangna og mótmælafunda á nokkrum stöðum í enskumælandi héruðum landsins, í tilefni þess að 56 ár voru þá liðin frá innlimun þeirra í Kamerún. Bæjarstjórinn í Kumbo, þar sem mannfallið var mest, segir að fimm þeirra sem vegnir voru hafið verið fangar sem hleypt var út þegar eldur kviknaði í fangelsi bæjarins.
02.10.2017 - 06:22
Sjálfsmorðsárás í Kamerún
Að minnsta kosti tuttugu létust og tugir slösuðust þegar stúlka á táningsaldri gerði sjálfsmorðsárás í borginni Maroua í Kamerún í dag. Borgin, sem er nálægt landamærunum við Nígeríu, varð fyrir sams konar árás tveggja kvenna í vikunni.
26.07.2015 - 00:28
Kamerún
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, fræðir hlustendur Rásar 2 um þátttökulöndin 32 á HM 2014. Hér má heyra umfjöllun um Kamerún.
13.06.2014 - 12:14
HM · Kamerún