Færslur: Kambódía

Hótar að ganga milli bols og höfuðs á öllum andófshópum
Min Aung Hlaing leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar heitir því að hverjum þeim sem gerir tilraun til uppreisnar verði gereytt. Yfir 1.700 hafa fallið í mótmælum gegn stjórninni sem hrifsaði til sín völdin í febrúar á síðasta ári.
Hetjan Magawa farin á vit feðra sinna
Forðarottan Magawa kvaddi jarðlífið um síðustu helgi eftir hetjulega frammistöðu við leit að sprengjum í Kambódíu um árabil. Magawa var frá Tansaníu, en var á sínum tíma flutt til Kambódíu til að þefa uppi jarðsprengjur.
11.01.2022 - 17:11
Ákærður fyrir að selja olíu til Norður Kóreu á laun
Alríkisdómari í New York heimilaði Bandaríkjastjórn að gera olíuskipið M/T Courageous upptækt. Eigandi þess er ákærður fyrir að laumast framhjá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu í hagnaðarskyni.
Rotta sest í helgan stein
Starfsævi forðarottunnar Magawa líður undir lok í dag eftir fimm ára starf á jarðsprengjusvæðum í Kambódíu. Það eru belgísku góðgerðarsamtökin, APOPO, sem sjá um að þjálfa nagdýr til að þefa uppi jarðsprengjur svo hægt sé að fjarlægja þær. Magawa hefur verið farsælasti starfskrafturinn frá upphafi en hún hefur þefað uppi 71 jarðsprengju í Kambódíu, þar af 38 sem enn voru virkar.
07.06.2021 - 15:57
Fjöldaréttarhöld í Kambódíu
Í morgun hófust í Kambódíu réttarhöld yfir tugum stjórnarandstæðinga sem ákærðir eru fyrir undirróður og landráð. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum.
14.01.2021 - 08:38
Einn æðsti böðull Rauðu Kmeranna er allur
Einn æðsti böðull Rauðu Kmeranna í Kambódíu er allur, 77 ára að aldri. Kaing Guek Eav, betur þekktur sem Duch dó á sjúkrahúsi en hann hafði verið veikur um árabil.
02.09.2020 - 03:36
Draumaferðin snerist upp í martröð
Það sem átti að verða draumaferð fyrir farþega bandaríska skemmtiferðaskipsins Westerdam snerist upp í martröð vegna kórónaveirunnar COVID-19.
13.02.2020 - 08:56
Leit hætt í húsarústum í Kambódíu
36 hafa fundist látin og yfir 20 eru slösuð eftir að sjö hæða hús sem verið var að reisa hrundi í strandbænum Kep í Kambódíu á föstudag. AFP fréttastofan hefur eftir Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, að leit sé nú hætt í rústunum.
05.01.2020 - 07:42
„Bróðir númer tvö“ kvaddur hinstu kveðju
Fjölmennt var þegar Nuon Chea, helsti hugmyndafræðingur Rauðu khmeranna í Kambódíu var kvaddur hinstu kveðju í dag. Þeir urðu yfir tveimur milljónum landsmanna að bana á valdatíma þeirra á áttunda áratugi síðustu aldar.
09.08.2019 - 14:20
Kambódía skilar 1600 tonnum af plastrusli
Kambódísk yfirvöld hyggjast senda 1600 tonn af plastúrgangi aftur til Bandaríkjanna og Kanada. Þetta er liður í átaki landa í Suðaustur-Asíu gegn endalausum ruslsendingum Vesturlanda til álfunnar.
18.07.2019 - 21:05
Á þriðja tug látinn eftir húshrun í Kambódíu
24 hafa fundist látnir í húsarústum í Kambódíu. Yfirvöld segja litlar sem engar líkur á því að nokkur finnist þar á lífi héðan af. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir síðan nýbyggingin hrundi snemma á laugardagsmorgun. 24 til viðbótar hefur verið náð lifandi úr rústunum, og eru flestir þeirra á sjúkrahúsi.
24.06.2019 - 06:25
17 fundist látnir í húsarústum í Kambódíu
17 verkamenn hafa fundist látnir í rústum nýbyggingar sem hrundi í Kambódíu í gærmorgun og 24 eru slasaðir. AFP fréttastofan hefur eftir yfirvöldum í Preah Sihanouk héraði að fjórir hafi verið handteknir vegna málsins. Björgunarmenn halda leit áfram í rústunum, en ekki er vitað hversu margir gætu verið þar fastir.
23.06.2019 - 07:51
Minnst þrír látnir eftir húshrun í Kambódíu
Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að bygging hrundi í strandbænum Shianoukville í Kambódíu í morgun. Óttast er að tugir til viðbótar gætu verið fastir undir rústunum.
22.06.2019 - 04:54
3,2 tonn af fílabeini falin innan um marmara
Yfirvöld í Kambódíu lögðu í vikunni hald á 3.2 tonn af fílabeini sem falin voru í gámi sem sendur var til landsins frá Mósambík. Yfirmaður hjá kambódíska tollinum staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna í dag. Þetta mun vera mesta magn fílabeins sem fundist hefur á einu bretti í Kambódíu. Samtals fundust 1.026 fílstennur í gámnum, sem var á geymslusvæði Pnom Penh-hafnar, faldar innan um marmara.
16.12.2018 - 07:25
Rauðir Khmerar dæmdir fyrir þjóðarmorð
Tveir af æðstu leiðtogum Rauðu Kmeranna voru í morgun dæmdir sekir um aðlild að þjóðarmorði í Kambódíu á áttunda áratugnum og dæmdir í lífstíðarfangelsi. Er þetta í fyrsta skipti sem kambódískur dómstóll dæmir menn úr ógnarstjórn Pols Pots seka um þjóðarmorð. Hinn 92 ára Nuon Chea, hægri hönd Pols Pots, og Khieu Samphan, forseti Kambódíu frá 1976 - 1979, voru ákærðir fyrir þjóðarmorð á tveimur minnihlutahópum í landinu; Kambódíumönnum af víetnömskum uppruna og Cham-múslímum.
16.11.2018 - 06:40
Þjóðarflokkurinn í Kambódíu lýsir yfir sigri
Þjóðarflokkurinn í Kambódíu, flokkur Hun Sen forsætisráðherra landsins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram í dag. Kosningarnar hafa verið umdeildar bæði innan lands og utan, því að eini raunverulegi stjórnarandstöðuflokkurinn, Bjargráðaflokkur Kambódíu, var bannaður og leystur upp.  
29.07.2018 - 15:15
Málamyndakosningar í Kambódíu
Kjörstaðir voru opnaðir í Kambódíu á miðnætti að íslenskum tíma, sjö að morgni dags eystra. Óhætt er að segja að kosningarnar séu umdeildar og hafa þær verið kallaðar málamyndakosningar, innan Kambódíu jafnt sem utan, þar sem eini raunverulegi stjórnarandstöðuflokkurinn hefur verið bannaður og leystur upp. Hun Sen, leiðtogi Þjóðarflokks Kambódíu og forsætisráðherra síðan 1985, er því næsta öruggur með að halda embættinu.
29.07.2018 - 03:43
Elding varð fimm manns að fjörtjóni
Fimm manneskjur létu lífið þegar eldingu sló niður í suðvesturhluta Kambódíu á fimmtudag. Hjón og fjögurra ára barn þeirra eru á meðal hinna látnu. Yfirvöld í Kambódíu greindu frá þessu á föstudag. Rigningatímabilið er að hefjast í Kambódíu og fólkið hafði leitað skjóls vegna skyndilegs úrhellis og þrumuveðurs í fjalllendi í Koh Kong-héraði þegar eldingunni sló þar niður, með þessum hörmulegu afleiðingum.
19.05.2018 - 05:35
Erlent · Asía · Veður · Kambódía
Kveðjustund í Kambódíu
Eins og kunnugt er hafa Árný og Daði varið síðustu mánuðum í Kampot í Kambódíu. Nú er komið að því að þau leggi land undir fót því til stendur að koma við á nokkrum stöðum áður en heim er haldið.
04.05.2018 - 12:42
Vefþáttur
Síðustu tónarnir í Kambódíu
Daði Freyr hefur leyft okkur að fylgjast með tónlistarsköpun sinni með reglulegu millibili á þeim tíma sem þau Árný hafa varið í Kambódíu. Í þætti dagsins fáum við að sjá og heyra lag sem hann bjó til úr hljóðum sem áhorfendur sendu honum.
24.04.2018 - 13:25
Vefþáttur
Þriðju áramótum ársins fagnað
Það er komið að þriðju áramótum Daða og Árnýjar í Kambódíu. Í Kambódíu fagna menn nýju ári að hætti vesturlandabúa, Kínverja og að lokum þeirra eigin kambódísku áramóta.
17.04.2018 - 12:05
Myndskeið
Venst pöddunum rosalega hratt
Árný og Daði hafa fengið dágóðan tíma til að fylgjast með dýralífinu í sveitinni þar sem þau búa í Kambódíu.
10.04.2018 - 11:45
Árný og Daði keppa í páskaeggjagerð
Daði og Árný finna engin páskaegg í Kambódíu, þau bregða því á það ráð að búa þau til sjálf. Til verksins þarf fullt af súkkulaði, nammi, skraut og hraðar hendur því súkkulaðið bráðnar jafnóðum í hitanum.
03.04.2018 - 12:12
Afmælisævintýri Árnýjar
Daði og Árný skelltu sér í borgina Sihanoukville til að halda upp á afmæli Árnýjar. Ferðalagið þangað gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig en eins og hjá sönnum Íslendingum þá reddaðist að sjálfsögðu allt á endanum.
27.03.2018 - 12:05
Árný og Daði heimsækja barnaþorp
Það eru misjafnar aðstæður sem fólk elst upp við eins og Árný og Daði fengu að sjá þegar þau heimsóttu barnaþorp á dögunum. Krakkarnir voru hressir og kátir en sátu gjörsamlega dolfallin þegar Daði fékk þau til að taka þátt í að búa til tónlist með sér.
20.03.2018 - 11:54