Færslur: Kamala Harris

Umfangsmikil flotaæfing hafin við Kóreuskaga
Fyrsta sameiginlega flotaæfing Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna um fimm ára skeið hófst í nótt úti fyrir ströndum Kóreuskaga. Sólarhringur er síðan Norður-Kóreumenn gerðu seinast eldflaugaskottilraun.
Biden ávarpar þjóð sína vegna skotárása – „Nóg komið!“
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði bandarísku þjóðina í dag í tilfinningaþrunginni ræðu. Hann ítrekaði ákall til löggjafans um að herða skotvopnalög í landinu og minnti á fórnarlömb mannskæðra skotárása á síðustu vikum.
Segir þingið verða að grípa til aðgerða gegn skotárásum
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, segir að þingið verði að grípa til aðgerða gegn byssuofbeldi í landinu. Fjögur voru skotin til bana á sjúkrahúsi í Oklahoma í gær og dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins ræðir í kvöld frumvarp um breytingar á byssulöggjöf landsins.
Skotárás í Texas
Áttunda fjöldamorðið í Bandaríkjunum það sem af er ári
Átján ára piltur myrti minnst nítján börn og tvo kennara þegar hann réðst til atlögu í grunnskóla fyrir yngri bekki í smábænum Uvalde í Texas í gær, vopnaður skammbyssu og riffli. Lögregla skaut árásarmanninn til bana. Þetta er áttunda fjöldamorðið sem framið er í Bandaríkjunum á þessu ári.
Tæplega þúsund Bandaríkjamenn á bannlista Rússa
Rússnesk yfirvöld birtu í dag lista yfir tæplega eitt þúsund Bandaríkjamenn sem bannað hefur verið til frambúðar að heimsækja Rússland.
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Myndskeið
Frumvarp um réttinn þungunarrofs fellt í Bandaríkjunum
Frumvarp Demókrataflokksins í Bandaríkjunum um að binda í alríkislög réttinn til þungunarrofs náði ekki fram að ganga í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Frumvarpið var sett fram eftir að drögum að meirihlutaáliti hæstaréttar var lekið til fjölmiðla í síðustu viku.
11.05.2022 - 22:12
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Óttast að innrásin ógni öryggi og lýðræði í Evrópu
Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna óttast að innrás Rússa í Úkraínu ógni lýðræði og öryggi um alla Evrópu. „Og sé lýðræðinu ógnað einhvers staðar beinist sú ógn að okkur öllum,“ sagði Harris í ávarpi til flokksystkina sinna í Demókrataflokknum eftir heimsókn hennar til Póllands og Rúmeníu.
Segir Pútín einangraðan, rússneskan einræðisherra
Joe Biden Bandaríkjaforseti kallar Vladimír Pútín Rússlandsforseta einræðisherra, segir hann einangraðan á alþjóðavettvangi og varar rússneska auðkýfinga við yfirvofandi eignaupptöku. Þetta er á meðal þess sem fram kom í fyrstu stöðu- og stefnuræðu Bidens, sem hann flutti í beinni útsendingu frá fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær.
Sonur Kings hvetur til samþykkis nýrra kosningalaga
Sonur og nafni mannréttindafrömuðarins Martins Luther King yngri ávarpaði fjöldagöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag þar sem hann hvatti Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp til breytinga á kosningalögum.
Trump aflýsir fyrirhugðum blaðamannafundi 6. janúar
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ákvað skyndilega að hætta við fyrirhugaðan blaðamannafund sem hann hafði boðað til á Florida 6. janúar næstkomandi. Joe Biden forseti flytur ávarp þann dag til að minnast þess að ár er liðið frá áhlaupinu á þinghúsið á Capitol-hæð.
Biden er fílhraustur að mati læknis Hvíta hússins
Joe Biden Bandaríkjaforseti er fílhraustur að mati læknis Hvíta hússins. Forsetinn undirgekkst reglubundna og veigamikla læknisskoðun í gær.
Ferð Harris frestað vegna Havana-veiki
Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam í gær var frestað um nokkrar klukkustundir vegna afbrigðilegra veikinda, að sögn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Veikindin eru sögð svipa til þeirra sem sendiráðsstarfsmenn í Havana á Kúbu fundu fyrir árið 2016. 
25.08.2021 - 02:14
Harris heldur að landamærum Mexíkós
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, leggur á föstudag leið sína að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós, í fyrsta skipti síðan þau Joe Biden voru kjörin til að leiða Bandaríkin. Hart hefur verið gengið að Harris að fara að landamærunum og kynna sér aðstæður þar af eigin raun, eftir að forsetinn fól henni það verkefni að takast á við „frumorsakir" fólksflutninganna miklu frá Suður Ameríku.
Kamala Harris við ólöglega innflytjendur: Ekki koma
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýnd fyrir ummæli sín í ræðu sem hún hélt í Gvatemala í gær sem jafnframt er fyrsta opinbera ræða hennar utan Bandaríkjanna. Í henni biður Harris þá sem hyggja á að koma ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexikó að gera það ekki. Hún segir að þeim verði snúið aftur til síns heima.
08.06.2021 - 22:56
Fréttaskýring
Fyrstu 100 dagar Bidens
Stjórnmálaskýrendur telja flestir að allt annar bragur hafi verið á fyrstu mánuðum stjórnartíðar Joe Bidens en Donalds Trumps fyrir fjórum árum. Gengið hafi verið skipulega til verka, stjórnin í Washington sé skipuð reyndu og hæfu fólki og stefnan sé skýr. Fjármálasérfræðingurinn Steve Rattner líkir fyrstu 100 dögum Bidens við forsetatíð Roosevelts og segir að Biden hafi gefið út fleiri forsetatilskipanir en nokkur annar síðan Franklin Delano Roosevelt var forseti.
Heita 310 milljónum dala til mannúðaraðstoðar
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna hét því í samtali við Alejandro Giammattei forseta Gvatemala að 310 milljónum dala yrði varið til mannúðaraðstoðar í Mið-Ameríku.
27.04.2021 - 02:16
Beint frá innsetningarathöfn Biden og Harris
Þau Joe Biden og Kamala Harris taka við embættum forseta og varaforseta Bandaríkjanna í dag. Sýnt verður beint frá innsetningarathöfninni á RÚV2 og ruv.is.
20.01.2021 - 10:26
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
12 þjóðvarðliðum vikið frá störfum í Washington
Tólf manns hefur nú verið vikið úr þjóðvarðliðinu í Washington DC, sem ætlað er að sinna öryggisgæslu við embættistöku Joes Bidens og Kamölu Harris á morgun. Áður greindi alríkislögreglan frá því að tveimur mönnum hefði verið vikið úr þjóðvarðliðinu eftir að bakgrunnskönnun leiddi í ljós að þeir tengdust öfgasamtökum af einhverju tagi. AP-fréttastofan greindi svo frá því í kvöld og hefur það eftir heimildarmönnum í varnarmálaráðuneytinu að búið sé að víkja tíu til viðbótar frá störfum,
Pence ætlar að mæta á innsetningarathöfn Bidens
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst vera viðstaddur þegar þau Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti forseta og varaforseta þann 20. þessa mánaðar. Þetta hafa fréttastofur eftir háttsettum en ónafngreindum embættismanni í Washington.
Næsti utanríkisráðherra gagnrýnir handtökur í Hong Kong
Antony Blinken verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að handtökur andófsfólks í Hong Kong séu árás á það hugrakka fólk sem berjist fyrir almennum mannréttindum.
Harris segir símtal Trumps merki um örvæntingu
Kamala Harris tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna segir símtal Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu-ríkis bera vott um örvæntingu.
Joe Biden bólusettur við COVID-19
Joe Biden tilvonandi Bandaríkjaforseti var bólusettur við COVID-19 í dag. Það var gert í beinni útsendingu í sjónvarpi þar sem forsetaefninu var gefið bóluefnið frá Pfizer.