Færslur: Kamala Harris

Ferð Harris frestað vegna Havana-veiki
Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam í gær var frestað um nokkrar klukkustundir vegna afbrigðilegra veikinda, að sögn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Veikindin eru sögð svipa til þeirra sem sendiráðsstarfsmenn í Havana á Kúbu fundu fyrir árið 2016. 
25.08.2021 - 02:14
Harris heldur að landamærum Mexíkós
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, leggur á föstudag leið sína að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós, í fyrsta skipti síðan þau Joe Biden voru kjörin til að leiða Bandaríkin. Hart hefur verið gengið að Harris að fara að landamærunum og kynna sér aðstæður þar af eigin raun, eftir að forsetinn fól henni það verkefni að takast á við „frumorsakir" fólksflutninganna miklu frá Suður Ameríku.
Kamala Harris við ólöglega innflytjendur: Ekki koma
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýnd fyrir ummæli sín í ræðu sem hún hélt í Gvatemala í gær sem jafnframt er fyrsta opinbera ræða hennar utan Bandaríkjanna. Í henni biður Harris þá sem hyggja á að koma ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexikó að gera það ekki. Hún segir að þeim verði snúið aftur til síns heima.
08.06.2021 - 22:56
Fréttaskýring
Fyrstu 100 dagar Bidens
Stjórnmálaskýrendur telja flestir að allt annar bragur hafi verið á fyrstu mánuðum stjórnartíðar Joe Bidens en Donalds Trumps fyrir fjórum árum. Gengið hafi verið skipulega til verka, stjórnin í Washington sé skipuð reyndu og hæfu fólki og stefnan sé skýr. Fjármálasérfræðingurinn Steve Rattner líkir fyrstu 100 dögum Bidens við forsetatíð Roosevelts og segir að Biden hafi gefið út fleiri forsetatilskipanir en nokkur annar síðan Franklin Delano Roosevelt var forseti.
Heita 310 milljónum dala til mannúðaraðstoðar
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna hét því í samtali við Alejandro Giammattei forseta Gvatemala að 310 milljónum dala yrði varið til mannúðaraðstoðar í Mið-Ameríku.
27.04.2021 - 02:16
Beint frá innsetningarathöfn Biden og Harris
Þau Joe Biden og Kamala Harris taka við embættum forseta og varaforseta Bandaríkjanna í dag. Sýnt verður beint frá innsetningarathöfninni á RÚV2 og ruv.is.
20.01.2021 - 10:26
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
12 þjóðvarðliðum vikið frá störfum í Washington
Tólf manns hefur nú verið vikið úr þjóðvarðliðinu í Washington DC, sem ætlað er að sinna öryggisgæslu við embættistöku Joes Bidens og Kamölu Harris á morgun. Áður greindi alríkislögreglan frá því að tveimur mönnum hefði verið vikið úr þjóðvarðliðinu eftir að bakgrunnskönnun leiddi í ljós að þeir tengdust öfgasamtökum af einhverju tagi. AP-fréttastofan greindi svo frá því í kvöld og hefur það eftir heimildarmönnum í varnarmálaráðuneytinu að búið sé að víkja tíu til viðbótar frá störfum,
Pence ætlar að mæta á innsetningarathöfn Bidens
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst vera viðstaddur þegar þau Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti forseta og varaforseta þann 20. þessa mánaðar. Þetta hafa fréttastofur eftir háttsettum en ónafngreindum embættismanni í Washington.
Næsti utanríkisráðherra gagnrýnir handtökur í Hong Kong
Antony Blinken verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að handtökur andófsfólks í Hong Kong séu árás á það hugrakka fólk sem berjist fyrir almennum mannréttindum.
Harris segir símtal Trumps merki um örvæntingu
Kamala Harris tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna segir símtal Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu-ríkis bera vott um örvæntingu.
Joe Biden bólusettur við COVID-19
Joe Biden tilvonandi Bandaríkjaforseti var bólusettur við COVID-19 í dag. Það var gert í beinni útsendingu í sjónvarpi þar sem forsetaefninu var gefið bóluefnið frá Pfizer.
Biden og Harris „persóna ársins“ hjá tímaritinu Time
Joe Biden og Kamala Harris, verðandi forseti og varaforseti Bandaríkjanna, eru persónur ársins hjá Bandaríska tímaritinu Time. Ritstjóri blaðsins segir kjör þeirra marka tímamót í sögu bandaríska forsetaembættisins og að þau hafi meðal annars verið valin fyrir að „sýna að máttur samhygðarinnar er meiri en ofsi sundrungarinnar.“
Ríkissaksóknari Kaliforníu verður félagsmálaráðherra
Bandarískir fjölmiðlar staðhæfa að Joe Biden hyggist tilnefna Xavier Becerra sem félagsmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Biden hefur lagt áherslu fjölbreytni í mannavali við ráðuneyti síns og stofnanir.
07.12.2020 - 02:40
Stuðningsmenn Trumps leita til Hæstaréttar
Nokkrir stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fara þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að hann fresti því að kosningaúrslit í Pennsylvaníu verði endanlega staðfest.
Bush hringdi í Biden og Harris
George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hringdi í Joe Biden nýkjörinn forseta landsins í dag og óskaði honum til hamingju með kjörið. Kamala Harris, nýkjörinn varaforseti Bandaríkjanna, fékk samskonar símtal frá forsetanum fyrrverandi.
Hvað á að kalla karlinn?
20. janúar næstkomandi, þegar Kamala Harris tekur við embætti varaforseta Bandaríkjanna verður Doug Emhoff, eiginmaður hennar, fyrsti karlkyns maki varaforseta þar í landi. Hingað til hefur ekki verið til sérstakt heiti yfir karlkyns maka forseta eða varaforseta, enda engin þörf á þar sem þeir hafa allir verið kvenkyns og kallaðir „second lady“. Bandarískir fjölmiðlar velta nú vöngum yfir því hvað eigi að kalla karlinn.
Guðni árnar Biden og Harris heilla
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur sent nýkjörnum forseta og varaforseta Bandaríkjanna, Joe Biden og Kamölu Harris, heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
„Kannski er ég sú fyrsta. En ég verð ekki sú síðasta“
„Kannski er ég sú fyrsta. En ég verð ekki sú síðasta.“ Þetta sagði Kamala Harris, nýkjörinn varaforseti Bandaríkjanna í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar í nótt. Og með þessum orðum sínum vísaði hún til þess að kjör hennar brýtur ýmis blöð í bandarískum stjórnmálum.
Tengdasonurinn ráðleggur Trump að viðurkenna úrslitin
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump og helsti ráðgjafi hans, ráðleggur honum að viðurkenna úrslit forsetakosninganna. Kosingastjóri Joes Biden og Kamölu Harris segir engin samskipti hafa átt sér stað á milli framboðs þeirra og framboðs Trumps um væntanleg valdaskipti.
Myndskeið
„Okkur tókst það, Joe“
Kamala Harris verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Hún er jafnframt fyrsta svarta konan og sú fyrsta af asískum uppruna til að bjóða sig fram í embættið.
Katrín óskar Biden og Harris til hamingju
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskar nýkjörnum forseta og varaforseta Bandaríkjanna til hamingju með kjörið á Twitter-síðu sinni. Hún segist hlakka til samstarfsins og að styrkja böndin á milli landanna.
Joe Biden kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna
Joe Biden hefur verið kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í Pennsylvaníuríki. Kjörið er sögulegt, en Biden er fyrsti forsetaframbjóðandinn í 28 ár sem sigrar sitjandi forseta, síðast gerðist það árið 1992 þegar Bill Clinton bauð sig fram á móti George H. Bush. Það er ekki síður sögulegt vegna þess að Kamala Harris, varaforseti Bidens, er fyrsta konan til að gegna því embætti í Bandaríkjunum. 
Obama blandar sér í slaginn
Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók í gærkvöld í fyrsta sinn beinan þátt í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember er hann ávarpaði kjósendur í Fíladelfíu, stærstu borg Pennsylvaníuríkis. Þar hvatti hann almenning til að nýta atkvæðisréttinn og sagði að Joe Biden og Kamala Harris, frambjóðendur Demókrata í forsetaskosningunum, gætu leitt þjóðina úr þessum myrku tímum. 
Varaforsetaefni takast á
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson fjölluðu um kappræður varaforsetaefna stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Þær eru venjulega ekki það sem vekur mesta athygli fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum en þegar forsetaefnin eru bæði á áttræðisaldri, Trump er 74 ára og Joe Biden 77 ára og heilsa forsetans nokkuð spurningamerki, hljóta kjósendur eðlilega að hafa áhuga á þeim sem yrðu mögulega eftirmenn þeirra. Hingað til hafa þessar umræður ekki haft afgerandi áhrif á kosningabaráttuna.