Færslur: Kalifornía

Krefst fangelsis yfir lögreglumönnum sem bönuðu stúlku
Faðir fjórtán ára stúlku sem lögreglumenn skutu til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum krefst þess að þeir verði dæmdir í fangavist fyrir verknaðinn.
Stórhríð í Kaliforníu en hitabylgja í Texas
Stórhríð geisaði á vesturströnd Bandaríkjanna í gær með tilheyrandi ófærð og umferðarhnútum en í Texas hélt fólk jólin hátíðleg í sannkallaðri hitabylgju.
28.12.2021 - 05:26
Lögregla skaut 14 ára stúlku til bana
Lögreglumenn í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum skutu í gær fjórtán ára stúlku til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í borginni. AP-fréttastofan greinir frá. Stúlkan var inni í mátunarklefa í fataverslun í Norður-Hollywood þegar lögreglumennirnir skutu á hinn grunaða þar innan dyra. Fannst hún látin í klefanum skömmu síðar og kúlnagöt á þunnum veggjum hans.
24.12.2021 - 06:09
O. J. Simpson er frjáls maður
Bandaríski fyrrverandi kvikmyndaleikarinn og ruðningsstjarnan O.J. Simpson telst nú frjáls maður eftir að hann lauk fjögurra ára reynslulausn sinni sinni sem hófst árið 2017.
Viðbúnir straumi kvenna sem æskja þungunarrofs
Samtök meira en 40 stofnana í Kalíforníu í Bandaríkjunum vinna nú að gerð áætlunar um hvernig unnt verði að taka á móti konum sem sækjast eftir þungunarofi, annars staðar frá í landinu.
Kalifornía
Ákærðir fyrir að kveikja risavaxinn skógareld
Feðgar á sjötugs- og fertugsaldri voru í gær handteknir og þeim birt ákæra fyrir að hafa með vítaverðu gáleysi kveikt ógurlegan skógareld sem sveið rúmlega 800 ferkílómetra skóg- og gróðurlendis í norðanverðri Kaliforníu í sumar sem leið.
Skyndiárásir stórra og bíræfinna þjófahópa til vandræða
Verslunarrekendur í Kalifornínu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna hamast nú við að bæta öryggisgæslu í verslunum sínum og læsa verðmætasta varning sinn inni í traustum hirslum. Þetta gera þeir í kjölfar fjölda bíræfinna rána um hábjartan dag, þar sem tugir þjófa hafa rottað sig saman á samfélagsmiðlum og stormað í stórhópum inn í búðir sem einkum selja dýra merkjavöru og látið þar greipar sópa án þess að öryggisverðir og annað starfsfólk fái rönd við reist.
25.11.2021 - 03:34
Þúsundir Bandaríkjadala fuku út úr flutningabíl
Fjöldi fólks taldi sig hafa dottið í lukkupottinn á hraðbraut í Kaliforníu þegar peningavöndlar féllu úr brynvörðum flutningabíl í gær. Hleðsludyr bílsins opnuðust á ferð með þessum afleiðingum.
20.11.2021 - 02:19
Fá bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað
Ættingjum fólks sem fórst í þyrluslysi ásamt körfuboltamanninum Kobe Bryant og Giönnu 13 ára dóttur hans verða greiddar bætur vegna ólögmætrar myndbirtingar af slysstað. Málaferli ekkju Bryants vegna sama máls standa enn yfir.
03.11.2021 - 01:20
Gengi hlutabréfa Facebook féll þegar kerfið hrundi
Skekkja við breytingar á innri stillingum netbeina sem stjórna umferð um netkerfi samskiptarisans Facebook varð til þess að samfélagsmiðlar og samskiptaforrit hættu að virka og urðu óaðgengileg síðdegis í gær. Samband komst ekki á fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Yfir 700 þúsund látin af völdum COVID í Bandaríkjunum
Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum fór yfir 700 þúsund í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins sjúkrahússins. Það jafngildir íbúafjölda höfuðborgarinnar Washington.
Orkufyrirtæki ákært vegna skógarelda í Kaliforníu
Saksóknari í Kaliforníu í Bandaríkjunum lagði í gær fram ákæru gegn orkufyrirtækinu PG&E. Fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á upptökum Zogg eldsvoðans í september í fyrra, sem náði yfir um 22 þúsund hektara landsvæði. 
Breska konungsfjölskyldan sigursæl á Emmy-hátíðinni
Fjórða syrpa bresku sjónvarpsþáttaraðarinnar The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á 73. Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Helstu leikendur fengu einnig verðlaun fyrir hlutverk sín.
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin
Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin í Los Angeles í Bandaríkjunum, utandyra í stóru tjaldin. Hátíðin er með smærra sniði en yfirleitt áður en þó öllu fjölmennari en á síðasta ári þegar Jimmy Kimmel kynnti hátíðina frammi fyrir tómum sal.
20.09.2021 - 00:44
Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni
Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.
Vonast til að heimsins stærsta tré verði bjargað
Hundruð slökkviliðsmanna sem glíma við skógarelda í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum eru bjartsýnir um að þeim takist að bjarga heimsins stærsta tré frá eldtungunum. Milljónir ekra hafa orðið skógareldum að bráð í sumar.
Ríkisstjóri Kalíforníu heldur velli
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kalíforníu í Bandaríkjunum stóð af sér kröfu Repúblikana um að honum yrði vikið úr embætti. Fyrr á árinu var efnt til undirskrifarsöfnunar þess efnis vegna óánægju með viðbrögð Newsom við kórónuveirufaraldrinum.
Þúsundir flýja heimili sín í Norður-Kaliforníu
Fleiri þúsund íbúar fjölmargra þorpa og smábæja hafa neyðst til að flýja skógareldana sem geisa í vesturhlíðum Sierra Nevada-fjallanna í norðanverðri Kaliforníu. Mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðustu tvo daga þar sem eldarnir hafa magnast upp í heitum og þurru veðri og hlýjum vindum.
Skógar brenna enn á vesturströnd Norður-Ameríku
Caldor- eldurinn, skógareldur sem kviknaði ekki ýkja fjarri bandarísku borginni Sacramento, höfuðborg Kaliforníu um helgina, nær tífaldaðist að stærð á síðustu tveimur sólarhringum og hefur nú sviðið yfir 200 ferkílómetra skógar og gróðurlendis. Flytja þurfti tvo íbúa smábæjarins Grizzly Flats á sjúkrahús með þyrlu eftir að Caldor-eldurinn fór þar um, eyðilagði fjölda húsa og hrakti bæjarbúa á flótta. Grizzly Flats er um 80 kílómetra frá Sacramento.
19.08.2021 - 03:38
Dixie stækkar enn og hlýir vindar kynda nýja elda
Dixie-eldurinn mikli, næst-stærsti skógareldur sem sögur fara af í Kaliforníu, heldur áfram að breiða úr sér og nýir og skæðir skógareldar halda áfram að gjósa upp í ríkinu, þar sem veðrið gerir slökkviliðsmönnum afar erfitt um vik þessa dagana. Orkufyrirtæki hafa tekið strauminn af þúsundum heimila í varúðarskyni.
Dixie-eldurinn orðinn sá næst-stærsti í sögu Kaliforníu
Dixie-skógareldurinn í norðanverðri Kaliforníu heldur áfram að stækka og er orðinn næst-stærsti skógareldur í sögu Kaliforníuríkis. Rannsókn bendir til þess að hann kunni að hafa kviknað þegar tré féll á rafmagnslínu. Veðurskilyrði hafa verið heldur hagstæðari á hamfarasvæðunum í Norður-Kaliforníu um helgina en síðustu vikur, sem hefur hægt heldur á útbreiðslu þessa risaelds. Hann stækkar þó enn og hefur nú brennt um 1.875 ferkílómetra skógar- og gróðurlendis.
Fimm saknað í skógareldunum í Kaliforníu
Fimm er saknað á hamfarasvæðunum í norðanverðri Kaliforníu, þar sem ógnarmiklir skógareldar brenna allt sem fyrir verður og hafa meðal annars lagt tvo smábæi í rúst. Sá stærsti þeirra, Dixie-eldurinn, logar enn af miklum krafti og hefur sviðið um 1.800 ferkílómetra skógar- og gróðurlendis.
08.08.2021 - 05:52
Með allra stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu
Skæðasti skógareldurinn af mörgum sem brenna í Kaliforníu um þessar mundir, svokallaður Dixie-eldur, er orðin sá þriðji stærsti sem sögur fara af í ríkinu og er enn að breiða úr sér. Miklir og langvarandi þurrkar hafa skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda á vesturströnd Bandaríkjanna síðustu ár.
Ekkert lát á skógareldum í vesturríkjum Bandaríkjanna
Margir stórir skógareldar brenna enn í Kaliforníu, Oregon og fleiri vesturríkjum Bandaríkjanna og tugir þúsunda þurfa enn að halda sig fjarri heimilum sínum vegna þeirra. Hundruð hafa þegar misst heimili sín í eldhafið. Yfir 20.000 slökkviliðsmenn berjast við 97 stóra elda sem sviðið hafa hartnær 8.000 ferkílómetra skóg- og gróðurlendis í 13 ríkjum Bandaríkjanna.
06.08.2021 - 05:44
Syrtir í álinn í Suðurríkjunum vegna COVID-19
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir og nú legið inni með COVID-19 á sjúkrahúsum í Flórida og Louisiana í Bandaríkjunum. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla Delta-afbirgðis kórónuveirunnar.