Færslur: Kalifornía

Yfir tólf milljón kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum
Kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum fóru yfir tólf milljónir í dag samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Alls hafa 255.414 Bandaríkjamenn endað ævina af völdum COVID-19.
Mánaðarlangt útgöngubann fyrirskipað í Kaliforníu-ríki
Útgöngubann tekur gildi í Kaliforníu-ríki næstkomandi laugardag og verður í gildi til 21. desember. Nýjum kórónuveirutilfellum hefur fjölgað mjög þar undarfarnar vikur.
Silverado-eldurinn kviknaði mögulega út frá rafmagni
Ógnarmikill gróðureldur sem blossaði upp í Kaliforníu í fyrradag kviknaði mögulega út frá neistum frá háspennulínu. Talsmaður orkufyrirtækisins sem ber ábyrgð á háspennulínunni greindi frá þessu í gærkvöld.
28.10.2020 - 06:28
Miklir gróðureldar geisa nú í Kaliforníu
Um sextíu þúsund þurftu að flýja heimili sín nærri Los Angeles í Kaliforníu í dag vegna mikilla gróðurelda sem breiðast hratt út.
27.10.2020 - 01:14
Schwarzenegger segist brattur eftir hjartaaðgerð
Bandarísk-austurríski leikarinn og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu Arnold Schwarzenegger segist vera nokkuð brattur en hann er að jafna sig eftir hjartaaðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Cleveland Ohio.
Ágústs-eldarnir þeir mestu í nútímasögu Kaliforníu
Í fyrsta sinn í nútímasögu Kaliforníu er einn eldsvoðanna í ríkinu það sem kallað er gíga-eldsvoði. Eldsvoðinn sem kenndur er við ágúst í orðanverðrir Kaliforníu nær nú yfir eina milljón ekra, sem eru um 4.200 ferkílómetrar. Það jafngildir um helmingi Vatnajökuls, eða um tvöföldu höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. 
07.10.2020 - 02:09
Víðfeðmustu gróðureldar í sögu Kaliforníu loga enn
Miklir skógar- og gróðureldar loga enn í Kaliforníu og varað er við hitabylgju meðfram endilangri Kaliforníuströnd næstu daga. Óttast er að hitinn og þurrir og hlýir vindar blási enn meiri krafti í eldana, sem þegar eru orðnir þeir mestu og víðfeðmustu sem sögur fara af í ríkinu. Við San Francisco-flóa hefur viðvörun vegna reykmengunar verið í gildi um hríð og andrúmsloftið flokkað sem „óheilnæmt.“ Í tilkynningu yfirvalda segir að sú viðvörun hafi verið framlengd fram í miðja næstu viku.
Vínhéruð Kaliforníu eldi að bráð
Tugþúsundir urðu að flýja heimili sín þegar gróðureldar læstu sig í Napa- og Sonoma-dölunum í Kaliforníu í gær. Dalirnir eru þekktir fyrir gjöful vínhéruð, sem nú eru að mestu rjúkandi rústir. Eldurinn breiddist hratt út yfir 4.500 hektara og ráða slökkviliðsmenn lítt við sökum hvassviðris, hita og mikilla þurrka. 
29.09.2020 - 01:54
Enn loga eldar í vestanverðum Bandaríkjunum
Ekkert lát er á gróðureldunum í Kaliforníu, en þar loga miklir eldar á að minnsta kosti tuttugu og fimm stöðum og eru sumir þeirra einhverjir hinir mestu sem sögur fara af á þessum slóðum.
22.09.2020 - 10:18
Ekkert lát á eldunum í Kaliforníu
Ekkert lát er á skógareldunum í Kaliforníu og er óttast að þeir færist enn í aukana í dag vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Þótt hitinn eigi að lækka í dag er spáð hvössum vindi sem eykur hættuna á að eldarnir breiðist út.
08.09.2020 - 09:37
Miklir eldar í Kaliforníu
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum sýslum í Kaliforníu vegna mikilla skógarelda sem þar geisa. Átta hafa farist í skógareldum í Kaliforníu á síðustu þremur vikum og um 3.000 hús eða önnur mannvirki hafa brunnið. 
07.09.2020 - 11:43
Sex látin í miklum skógareldum í Kaliforníu
Sex hafa látið lífið og hátt á annað hundrað þúsund manna flúið heimili sín í vikunni vegna mikilla skógarelda í Kaliforníu. Reykjarmökkinn af eldunum leggur yfir nánast allt ríkið og stóran hluta Nevada. Hitabylgja geisar í Kaliforníu og hundruð skógarelda kviknuðu í miklu gjörningaveðri í byrjun vikunnar, þegar um 12.000 eldingum laust niður í skraufþurran svörðinn, að mestu án þess vatnsveðurs sem iðulega fylgir slíkum lofteldum. Hitabylgja og heimsfaraldur torvelda slökkvi- og hjálparstörf.
22.08.2020 - 00:40
Tveir látnir og tugir þúsunda á hrakhólum vegna elda
Tugir stórra skógarelda loga enn stjórnlaust í Kaliforníu og fara ört stækkandi. Tveir menn hafa látist í eldunum og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín, einkum við San Francisco-flóann. Ferðafólki hefur sumstaðar verið vísað frá hótelum, svo skjóta megi skjólshúsi yfir heimafólk.
21.08.2020 - 01:49
Skógareldar í Kaliforníu hrekja þúsundir að heiman
Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna mikilla skógarelda sem þar geisa. Tugir íbúðarhúsa og fleiri mannvirki hafa þegar orðið eldunum að bráð, og breiðast þeir enn hratt út. Skæðasti eldurinn logar í nágrenni borgarinnar Vacaville, ekki fjarri Sacramento. Um 100.000 manns búa í Vacaville og nágrenni og var mörgum þeirra gert að forða sér í öruggt skjól í snarhasti í kvöld. Einn maður hefur látið lífið í eldunum.
20.08.2020 - 00:55
Hitamet í Dauðadalnum í Kalíforníu
Aldrei hefur mælst hærri lofthiti á jörðinni en þær 54,4 gráður sem hitamælar þjóðgarðsins í Dauðadal í Kalíforníu greindu í gær, sunnudag. Mjög hátt hitastig í langan tíma getur valdið hættu fyrir mannfólk og umhverfi.
17.08.2020 - 15:55
Myndband
Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna skógarelda
Miklir gróðureldar geisa í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir hafa þurft að flýja að heiman. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að erfiðlega eigi eftir að ganga að ráða niðurlögum eldanna. 
02.08.2020 - 19:25
Aftur skellt í lás í Kaliforníu
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, fyrirskipaði í kvöld að öllum innahúss veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og söfnum í ríkinu yrði lokað aftur vegna áframhaldandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Daglega greinast nú að meðaltali um átta þúsund tilfelli af Covid 19 í Kaliforníu, en það er um helmingi fleiri tilfelli en fyrir mánuði síðan.
13.07.2020 - 21:22
Metfjölgun smitaðra í fjölmennustu ríkjunum
Nærri 35 þúsund ný tilfelli kórónuveirunnar komu upp í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Fjöldi smitaðra jókst í 26 ríkjum, einkum í suður- og vesturríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum.
25.06.2020 - 02:24
Játaði að hafa orðið 84 að bana af gáleysi
Gas- og rafveitufyrirtækið Pacific Gas & Electric, PG&E, játaði fyrir rétti í gær að fyrirtækið beri ábyrgð á Camp eldsvoðanum í Kaliforníu árið 2018.  Dómari las nöfn allra 84 fórnarlambanna að framkvæmdastjóra PG&E viðstöddum. Myndir af þeim birtust á skjá í dómssalnum, og játaði framkvæmdastjórinn, Bill Johnson, manndráp af gáleysi í hverju einasta tilfellanna. Að auki var fyrirtækið dæmt fyrir íkveikju.
17.06.2020 - 07:35
Verksmiðja Tesla í Kaliforníu ræst á ný
Heilbrigðisyfirvöld í Alamedasýslu í Kaliforníu hafa heimilað að starfsemi hefjist að nýju í bílasmiðju Tesla í Fremont. Elon Musk, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að hefja setja framleiðsluferlið í gang, hvað sem liði afstöðu yfirvalda. Jafnframt hótaði hann að fara með starfsemina úr Alamedasýslu ef leyfi fengist ekki.
13.05.2020 - 13:52
Þúsundum fanga sleppt í Kaliforníu
Yfirvöld í Kaliforníu ætla að veita um 3.500 föngum frelsi nokkru fyrr en til stóð, í því skyni að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar og COVID-19-sjúkdómsins sem hún veldur í yfirfullum fangelsum ríkisins. Frá þessu er greint í blaðinu Los Angeles Times. Ekki er þó gefinn mikill afsláttur á fangavistinni, því einungis þeir fangar, sem eiga eftir að afplána 60 daga eða minna, fá um frjálst höfuð strokið vegna þessa.
Ríkisstjóri Kaliforníu skipar fólki að halda sig heima
Kaliforníubúar eiga að halda sig heima frá og með deginum í dag nema brýna nauðsyn beri til annars. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf út tilskipun þessa efnis að kvöldi fimmtudags þar vestra. Eins og annars staðar þar sem gripið er til hliðstæðra aðgerða er tilgangurinn að hægja á útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 heimsfaraldrinum.
20.03.2020 - 05:33
Fjórir skotnir til bana í Fresno
Fjórir létu lífið og sex særðust í skotárás í samkvæmi í Fresno í Kaliforníu í nótt. Fólk var samankomið í húsagarði til að horfa á fótboltaleik þegar árásin var gerð.
18.11.2019 - 07:32
Trump og ríkisstjóri Kaliforníu í orðaskaki
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hótar að synja Kaliforníuríki um fjárhagsaðstoð vegna skógareldanna sem þar hafa geisað að undanförnu, eftir að ríkisstjóri Kaliforníu gagnrýndi hann og stefnu hans í umhverfismálum.
Þúsundir flýja skógarelda nærri Los Angeles
Ekkert lát er á skógareldunum sem geisað hafa í Kaliforníu að undanförnu. Eldarnir brenna heitt og hömlulaust skammt frá milljónaborginni Los Angeles og heitir vindar gera þá enn erfiðari viðureignar en ella.
02.11.2019 - 00:21