Færslur: Kalifornía

Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs
Allmörg ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með rétt þeirra til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld brugðist við úrskurði hæstaréttar með því að stíga skref í hina áttina og styrkja rétt kvenna til þungunarrofs enn frekar með lagasetningu og fjárveitingu.
Bandaríkin
Þurrkar og eldar í suðri en úrhelli og flóð í norðri
Miklir hitar og þurrkar geisa víða í suðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem eykur mjög hættu á gróðureldum. Á sama tíma veldur úrhellisrigning miklum flóðum í Yellowstone-þjóðgarðinum í norðvestri og hefur honum verið lokað.
14.06.2022 - 04:22
Bandaríkin
Skæð hitabylgja og ógnarmiklir skógareldar
Hitabylgja geisar víða í sunnanverðum Bandaríkjunum og í Nýja Mexíkó loga mestu skógareldar sem sögur fara af í ríkinu. Kaliforníubúar fá í dag eilitla hvíld frá hitabylgju sem þar hefur geisað inn til landsins um hríð, en spár gera ráð fyrir að hitinn nái fyrri hæðum á þriðjudag.
Kirkjumorðið í Kaliforníu var hatursglæpur
Lögregla í Los Angeles rannsakar skotárás sem gerð var á kirkjugesti í útbæ borgarinnar í gær sem hatursglæp og hefur formlega handtekið karlmann á sjötugsaldri, sem fullvíst þykir að hafi framið árásina. Lögregla greindi frá þessu á fréttafundi á mánudag. Hinn grunaði morðingi er kínverskur innflytjandi en kirkjugestir voru flestir eða allir innflytjendur frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til.
Stöðvuðu byssumann og bundu með rafmagnssnúrum
Kirkjugestir í Geneva-kirkjunni í bænum Laguna Woods í Orange-sýslu í Kaliforníu komu í veg fyrir að byssumaður sem réðst að þeim myrti fjölda manns. Árásarmaðurinn náði að myrða einn úr þeirra hópi og særa fimm, þar af fjóra lífshættulega, áður en nokkrir þeirra náðu að stöðva hann og binda og koma þannig í veg fyrir að hann myrti fleiri.
Skotárás í Kaliforníu og byssubardagi í Texas
Tveir létust og þrír særðust í skotbardaga á útimarkaði í Texas á sunnudag og einn lést þegar skotárás var gerð við kirkju í Kaliforníu. Alríkislögreglan yfirheyrir vitni vegna mannskæðrar skotárásar í New York ríki á laugardag.
16.05.2022 - 00:56
Milljónum Kaliforníubúa sagt að spara vatnið
Miklir og langvarandi þurrkar undanfarinna ára hafa leitt til þess að ein stærsta vatnsveita Bandaríkjanna, Metropolitan-vatnsveita Suður-Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna vatnsskorts og hvetur um sex milljónir notenda til að draga verulega úr vatnsnotkun sinni. Í erindi vatnsveitunnar til viðskiptavina sinna eru þeir meðal annars beðnir um að takmarka vatnsnotkun utandyra - til bílþvotta, vökvunar, sunds og svo framvegis - við einn dag í viku.
28.04.2022 - 02:41
Einn í haldi vegna mannskæðrar skotárásar í Kaliforníu
Einn hefur verið handtekinn vegna skotaárásar í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Sex létust í árásinni, þrjár konur og þrír karlar, á aldrinum 21-57 ára.
05.04.2022 - 00:44
Enginn hefur verið handtekinn vegna skotárásarinnar
Minnst sex létu lífið og tíu særðust í skotárás í miðborg Sacramento í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Árásin var gerð klukkan tvö í nótt að staðartíma, níu í morgun að íslenskum tíma.
03.04.2022 - 20:56
Sex látnir eftir skotárás í Kaliforníu
Sex eru látnir og níu alvarlega slasaðir eftir skotárás í Sacramento í Kaliforníu í morgun.
03.04.2022 - 12:45
Sjónvarpsfrétt
Telja mengun á herstöð orsaka alvarleg veikindi
Fjöldi fyrrum hermanna fer nú fram á rannsókn á mengun í herstöð í Kaliforníu, sem þá grunar að eigi þátt í veikindum þeirra. Bandaríkjaher hefur ekki viðurkennt að aðstæðum í herstöðinni hafi verið ábótavant.
06.03.2022 - 10:29
Fimm látin eftir skotárás í kirkju
Fimm létu lífið í skotárás á kirkju í borginni Sacramento í bandaríska ríkinu Kalíforníu. Þrír hinna látnu eru börn undir fimmtán ára aldri auk þess sem árásarmaðurinn sjálfur er sagður liggja í valnum.
01.03.2022 - 03:30
Mikill og „stórfurðulegur“ skógareldur í Kaliforníu
Mikill og ákafur skógareldur geisar í Monterey-sýslu á miðri Kaliforníuströnd, sem þykir afar óvenjulegt á þeim slóðum á þessum árstíma. Eldurinn kviknaði á föstudagskvöld og hefur þegar sviðið yfir 600 hektara lands. Loka þurfti þjóðvegi 1 meðfram ströndinni og fjölda fólks hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól.
23.01.2022 - 01:30
Hundaræningjar færa sig upp á skaftið vestanhafs
Hundaránum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og gildir þá nánast einu hvert litið er í landinu. Svo virðist vera sem ræningjar ásælist helst franska bolabíta sem eru smávaxnir og vinalegir.
Stofnandi Theranos sakfelld fyrir fjársvik
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í dag sakfelld fyrir svik í garð fjárfesta. Kviðdómur sýknaði hana af nokkrum ákæruliðunum, sem voru tólf talsins, og komst ekki að samkomulagi um niðurstöðu í öðrum.
Gríðarmiklir gróðureldar geisa í Colorado-ríki
Víðfeðmir gróðureldar geisa nú í Colorado í Bandaríkjunum og óttast er að fólk hafi farist. Þegar hafa hundruð húsa, hótel og verslanamiðstöðvar orðið eldinum að bráð. Þúsundir eru á flótta undan eldhafinu en veðurfræðingur segir óvanalegt að gróðureldar kvikni þar um slóðir á þessum árstíma.
31.12.2021 - 02:07
Skilnaður Schwarzeneggers og Shriver staðfestur
Dómstóll í Los Angeles í Bandaríkjunum staðfesti í dag skilnað leikarans Arnolds Schwarzenegger og fjölmiðlakonunnar Mariu Shriver. Tíu ár eru liðin síðan hún fór fram á skilnað.
Yfir fimm milljón smit hafa greinst í Kaliforníu
Yfir fimm milljónir kórónuveirusmita hafa greinst í Kaliforníu en í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna búa ríflega fjörutíu milljónir manna. Óttast er að nýjum smitum muni fjölga á næstunni í kjölfar veisluhalda almennings yfir jólin en vetrarstormar neyddu fólk til að koma saman innandyra.
Krefst fangelsis yfir lögreglumönnum sem bönuðu stúlku
Faðir fjórtán ára stúlku sem lögreglumenn skutu til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum krefst þess að þeir verði dæmdir í fangavist fyrir verknaðinn.
Stórhríð í Kaliforníu en hitabylgja í Texas
Stórhríð geisaði á vesturströnd Bandaríkjanna í gær með tilheyrandi ófærð og umferðarhnútum en í Texas hélt fólk jólin hátíðleg í sannkallaðri hitabylgju.
28.12.2021 - 05:26
Lögregla skaut 14 ára stúlku til bana
Lögreglumenn í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum skutu í gær fjórtán ára stúlku til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í borginni. AP-fréttastofan greinir frá. Stúlkan var inni í mátunarklefa í fataverslun í Norður-Hollywood þegar lögreglumennirnir skutu á hinn grunaða þar innan dyra. Fannst hún látin í klefanum skömmu síðar og kúlnagöt á þunnum veggjum hans.
24.12.2021 - 06:09
O. J. Simpson er frjáls maður
Bandaríski fyrrverandi kvikmyndaleikarinn og ruðningsstjarnan O.J. Simpson telst nú frjáls maður eftir að hann lauk fjögurra ára reynslulausn sinni sinni sem hófst árið 2017.
Viðbúnir straumi kvenna sem æskja þungunarrofs
Samtök meira en 40 stofnana í Kalíforníu í Bandaríkjunum vinna nú að gerð áætlunar um hvernig unnt verði að taka á móti konum sem sækjast eftir þungunarofi, annars staðar frá í landinu.
Kalifornía
Ákærðir fyrir að kveikja risavaxinn skógareld
Feðgar á sjötugs- og fertugsaldri voru í gær handteknir og þeim birt ákæra fyrir að hafa með vítaverðu gáleysi kveikt ógurlegan skógareld sem sveið rúmlega 800 ferkílómetra skóg- og gróðurlendis í norðanverðri Kaliforníu í sumar sem leið.
Skyndiárásir stórra og bíræfinna þjófahópa til vandræða
Verslunarrekendur í Kalifornínu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna hamast nú við að bæta öryggisgæslu í verslunum sínum og læsa verðmætasta varning sinn inni í traustum hirslum. Þetta gera þeir í kjölfar fjölda bíræfinna rána um hábjartan dag, þar sem tugir þjófa hafa rottað sig saman á samfélagsmiðlum og stormað í stórhópum inn í búðir sem einkum selja dýra merkjavöru og látið þar greipar sópa án þess að öryggisverðir og annað starfsfólk fái rönd við reist.
25.11.2021 - 03:34