Færslur: Kalifornía

Myndband
Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna skógarelda
Miklir gróðureldar geisa í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir hafa þurft að flýja að heiman. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að erfiðlega eigi eftir að ganga að ráða niðurlögum eldanna. 
02.08.2020 - 19:25
Aftur skellt í lás í Kaliforníu
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, fyrirskipaði í kvöld að öllum innahúss veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og söfnum í ríkinu yrði lokað aftur vegna áframhaldandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Daglega greinast nú að meðaltali um átta þúsund tilfelli af Covid 19 í Kaliforníu, en það er um helmingi fleiri tilfelli en fyrir mánuði síðan.
13.07.2020 - 21:22
Metfjölgun smitaðra í fjölmennustu ríkjunum
Nærri 35 þúsund ný tilfelli kórónuveirunnar komu upp í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Fjöldi smitaðra jókst í 26 ríkjum, einkum í suður- og vesturríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum.
25.06.2020 - 02:24
Játaði að hafa orðið 84 að bana af gáleysi
Gas- og rafveitufyrirtækið Pacific Gas & Electric, PG&E, játaði fyrir rétti í gær að fyrirtækið beri ábyrgð á Camp eldsvoðanum í Kaliforníu árið 2018.  Dómari las nöfn allra 84 fórnarlambanna að framkvæmdastjóra PG&E viðstöddum. Myndir af þeim birtust á skjá í dómssalnum, og játaði framkvæmdastjórinn, Bill Johnson, manndráp af gáleysi í hverju einasta tilfellanna. Að auki var fyrirtækið dæmt fyrir íkveikju.
17.06.2020 - 07:35
Verksmiðja Tesla í Kaliforníu ræst á ný
Heilbrigðisyfirvöld í Alamedasýslu í Kaliforníu hafa heimilað að starfsemi hefjist að nýju í bílasmiðju Tesla í Fremont. Elon Musk, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að hefja setja framleiðsluferlið í gang, hvað sem liði afstöðu yfirvalda. Jafnframt hótaði hann að fara með starfsemina úr Alamedasýslu ef leyfi fengist ekki.
13.05.2020 - 13:52
Þúsundum fanga sleppt í Kaliforníu
Yfirvöld í Kaliforníu ætla að veita um 3.500 föngum frelsi nokkru fyrr en til stóð, í því skyni að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar og COVID-19-sjúkdómsins sem hún veldur í yfirfullum fangelsum ríkisins. Frá þessu er greint í blaðinu Los Angeles Times. Ekki er þó gefinn mikill afsláttur á fangavistinni, því einungis þeir fangar, sem eiga eftir að afplána 60 daga eða minna, fá um frjálst höfuð strokið vegna þessa.
Ríkisstjóri Kaliforníu skipar fólki að halda sig heima
Kaliforníubúar eiga að halda sig heima frá og með deginum í dag nema brýna nauðsyn beri til annars. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf út tilskipun þessa efnis að kvöldi fimmtudags þar vestra. Eins og annars staðar þar sem gripið er til hliðstæðra aðgerða er tilgangurinn að hægja á útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 heimsfaraldrinum.
20.03.2020 - 05:33
Fjórir skotnir til bana í Fresno
Fjórir létu lífið og sex særðust í skotárás í samkvæmi í Fresno í Kaliforníu í nótt. Fólk var samankomið í húsagarði til að horfa á fótboltaleik þegar árásin var gerð.
18.11.2019 - 07:32
Trump og ríkisstjóri Kaliforníu í orðaskaki
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hótar að synja Kaliforníuríki um fjárhagsaðstoð vegna skógareldanna sem þar hafa geisað að undanförnu, eftir að ríkisstjóri Kaliforníu gagnrýndi hann og stefnu hans í umhverfismálum.
Þúsundir flýja skógarelda nærri Los Angeles
Ekkert lát er á skógareldunum sem geisað hafa í Kaliforníu að undanförnu. Eldarnir brenna heitt og hömlulaust skammt frá milljónaborginni Los Angeles og heitir vindar gera þá enn erfiðari viðureignar en ella.
02.11.2019 - 00:21
Kosningabarátta byggð eingöngu á falsfréttum
Óþekktur aðgerðasinni hefur tilkynnt framboð sitt til ríkisstjóra í Kaliforníuríki árið 2022. Tilganurinn með framboði hans er heldur óvenjulegur, því hann ætlar að keyra kosningabaráttu sína á falsfréttum.
30.10.2019 - 11:23
Neyðarástand í Kaliforníu
Yfirvöld í Kaliforníu hafa fyrirskipað umfangsmikla rýmingaráætlun vegna gróðureldanna sem þar geisa. Íbúar í stórum hluta borgarinnar Santa Rosa þurfa að yfirgefa heimili sín. Þegar hafa um 90 þúsund þurft að flýja heimili sín í Norður-Kaliforníu. Rýmingaráætlunin nú nær yfir stórt svæði í Sonoma, þar með talið Santa Rosa, þar sem um hundrað sjötíu og fimm þúsund manns búa. Yfir 10 þúsund hektarar lands hafa brunnið.
27.10.2019 - 15:25
Gróðureldar breiðast hratt út í Kaliforníu
Um 90 þúsund íbúar Sonoma-sýslu, norður af San Fransisco í Kaliforníu, hafa orðið að flýja heimili sín vegna gróðurelda. 77 mannvirki hafa orðið eldinum að bráð. Talið er að hávaðarok eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum erfitt um vik  um helgina, en þeir segjast aðeins hafa náð tökum á um tíu prósentum eldanna.
27.10.2019 - 08:11
Rafmagn líklega tekið af 36 héruðum
Um 50 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna mikilla skógarelda sem nú geisa í Kaliforníu ríki Bandaríkjanna. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Los Angeles og Sonoma sýslum, sem þekktar eru fyrir vínekrur sínar. 
26.10.2019 - 11:37
Tugþúsundir flýja gróðurelda í Kaliforníu
Um 50 þúsund manns hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín í Kaliforníu vegna gróðurelda sem breiðast hratt út um ríkið. Mikill eldur braust út nærri Santa Clarita, rúmum 60 kílómetrum norður af Los Angeles. Nokkur hús brunnu auk annarra mannvirkja, auk þess sem vegir lokuðust vegna eldsvoðans. Um 500 slökkviliðsmenn berjast við eldana með aðstoð flugvéla og þyrla. Eldar hafa einnig breiðst hratt út yfir þurrar vínekrur norðurhluta Kaliforníu.
25.10.2019 - 05:12
Meira en þrjátíu saknað
Þrjátíu og fjögurra er saknað eftir að eldur kviknaði í báti kafara nærri eynni Santa Cruz undan strönd Kaliforníu.
02.09.2019 - 14:26
Þrír létust er brimklif féll í Kaliforníu
Þrír létust er brimklif féll á strandgesti á strönd Kaliforníu í gær, nærri Grandview-ströndinni norður af San Diego. Tveimur var bjargað úr lausagrjóti og björgunarfólk leitar nú á svæðinu að fleirum sem gætu verið fastir með aðstoð leitarhunda.
03.08.2019 - 07:15
Telja byssumanninn í Kaliforníu svipt sig lífi
Hinn 19 ára gamli Santino William Legan, sem myrti tvö börn og einn mann í Kaliforníu á sunnudag, svipti sig lífi samkvæmt niðurstöðu krufningar. Þetta stangast á við fullyrðingar lögreglu sem sagði lögreglumenn hafa skotið hann til bana.
03.08.2019 - 02:47
Meintur árásarmaður skotinn til bana
Lögreglumenn í Gilroy í Kaliforníu skutu meintan árásarmann, sem myrti þrjá og særði fjölda til viðbótar, til bana fyrir skömmu. Leit stendur yfir að hugsanlegum vitorðsmanni hans.
29.07.2019 - 05:42
Minnst þrír fallnir í skotárás í Kaliforníu
Í það minnsta þrír féllu og fjöldi er talinn særður eftir skotárás sem gerð var á matarhátíð í bænum Gilroy í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Að sögn vitnis sem NBC ræddi við var árásarmaðurinn hvítur, á fertugsaldri og vopnaður riffli.
29.07.2019 - 04:30
Jessica Biel berst gegn bólusetningum
Myndir af bandarísku leikkonunni Jessica Biel, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Illusionist, Texas Chainsaw Massacre og endurgerð Total Recall, birtust í gær á Instragram-síðu Robert F. Kennedy yngri, baráttumanns gegn bólusetningum.
13.06.2019 - 09:43
Svefnpláss í koju fyrir 150 þúsund á mánuði
Fyrirtæki hefur opnað hótel í borginni San Francisco þar sem hægt verður að leigja kojur í fimm manna rými fyrir 60 dollara nóttina, rúmar sjö þúsund krónur. Húsnæðis- og leiguverð er með því hæsta sem þekkist í Bandaríkjunum.
10.06.2019 - 13:19
Neistar frá háspennulínum kveiktu Camp-eldinn
Neistar frá háspennulínum kveiktu mannskæðustu skógarelda sem sögur fara af í Kaliforníu í nóvember í fyrra. 85 manns létu lífið í eldunum, nær 19.000 hús og önnur mannvirki eyðlilögðust og yfir 60.000 hektarar gróðurlendis brunnu til ösku. Brunavarnir Kaliforníuríkis staðfestu þetta í gær.
16.05.2019 - 03:49
Árásarmaðurinn í Poway 19 ára
Lögregluyfirvöld í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna hafa greint frá því að 19 ára karlmaður sé grunaður um að hafa gert skotárás í samkomuhúsi gyðinga í bænum Poway í gær. Hann var handtekinn eftir að hann hafði sjálfur samband við lögreglu og lét vita hvar hann væri. Sextug kona lét lífið í skotárásinni og þrír særðust, þar á meðal rabbíni samkomuhússins.
28.04.2019 - 20:31
Dauðarefsing aflögð í Kaliforníu
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, fyrirskipaði tímabundið bann við dauðarefsingu í ríkinu. 737 fangar bíða aftöku í Kaliforníu, en hvergi í Bandaríkjunum afplána fleiri á dauðadeild. Newsom sagði refsinguna hafa verið hörmulegt klúður. Hún hafi mismunað fólki eftir húðlit og tekjum, hefur Al Jazeera fréttastofan eftir ríkisstjóranum.