Færslur: Kalifornía

Skylda starfsfólk til bólusetningar við COVID-19
Bandarísk stórfyrirtæki, alríkið, einstök ríki og borgir ætla eða hafa þegar tekið upp bólusetningarskyldu starfsmanna. Verkalýðsfélög og fleiri telja það brot á persónuréttindum fólks.
Íslendingur ákærður fyrir morð í Kaliforníu
Ungur Íslendingur hefur verið ákærður í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir að hafa orðið bekkjarsystur sinni að bana og hlutað lík hennar sundur. Lík hinnar 21 árs gömlu Katie Pham fannst illa farið í bílskúr stjúpföður þess ákærða 18. maí.
21.07.2021 - 11:49
Hitabylgja ýtir undir skógarelda og heftir slökkvistarf
Stórhættuleg hitabylgja geisar í Vestur- og Suðvesturríkjum Bandaríkjanna og magnar upp mikla gróðurelda sem þar brenna víða. Hitinn gerir hvort tveggja í senn að ýta undir eldana og torvelda slökkvistörf. Hundruð slökkviliðsmanna berjast við gróður- og skógarelda í norðanverðri Kaliforníu og víðar.
11.07.2021 - 02:38
Varað við skæðri hitabylgju í Bandaríkjunum
Ríflega 31 milljón Bandaríkjamanna býr sig nú undir all svakalega hitabylgju sem spáð er að baka muni vestur- og suðvesturríki landsins um helgina. Yfirvöld vara við því að hitamet geti fallið víða í Kaliforníu og Nevada og segja jafnvel hitametið í Las Vegas í Nevada í hættu. Það hljóðar upp á 47,2 gráður á Celsíus. Þá gæti hitametið í Dauðadalnum - og þar með á Jörðinni - jafnvel fallið líka.
Einn fallinn og tólf særð eftir skotárásir í Arizona
Einn liggur í valnum og á annan tug særðust í skotárásum víða í nágrenni Phoenix-borgar í Arizona í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi mann í haldi sem grunaður er um að hafa ekið um og hafið skothríð á minnst átta stöðum með framangreindum afleiðingum.
18.06.2021 - 00:43
New York og Kalifornía slaka á samkomutakmörkunum
New York og Kalifornía, tvö fjölmennustu ríki Bandaríkjanna, hafa dregið mjög úr samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Enn er þó viðbúið að nokkrir mánuðir þurfi að líða áður en lífið færist í svipað form og fyrir faraldurinn.
Myndskeið
Hrinti svartabirni til að bjarga heimilishundunum
Sautján ára stúlka hrinti stærðarinnar svartabirni ofan af steinvegg við heimili sitt í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þetta gerði hún til þess að bjarga heimilishundunum, sem voru farnir gelta að birnunni og húni hennar.
02.06.2021 - 14:30
Picasso-verk keypt fyrir 103 milljónir Bandaríkjadala
Málverk sem spænski listmálarinn Pablo Picasso málaði árið 1932 seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Christie's í New York í gær fyrir jafnvirði tæpra 13 milljarða króna. Salan þykir sýna styrka stöðu listmarkaðarins og ekki síður Picassos sem listamanns, en hann lést árið 1973.
14.05.2021 - 09:22
Þrjú dóu þegar bátur fórst við strönd Kaliforníu
Þrennt drukknaði og 27 voru flutt á sjúkrahús eftir að yfirfullt bátskrifli steytti á skeri við strönd Kaliforníu í morgun. Slysið varð skammt frá San Diego þegar tólf metra löngum bátnum var siglt upp á sker nánast alveg uppi í landsteinunum. Báturinn tók fljótlega að liðast í sundur og fólkið forðaði sér frá borði í ofboði. Brimrót torveldaði hvort tveggja fólkinu að ná landi og viðbragðsaðilum að koma því til hjálpar. Fór svo að þrjú úr hópnum létust en öðrum tókst að bjarga við illan leik.
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Mega ekki flytja dauðvona sjúklinga á spítala
Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles í Kaliforníu hafa gefið sjúkraflutningamönnum þau fyrirmæli að flytja ekki fólk á sjúkrahús ef lífslíkur þess eru taldar litlar sem engar. Mjög alvarlegur skortur er á súrefnistönkum í sjúkrabílum og á sjúkrahúsum, en staðan á faraldrinum í Los Angeles nú er mjög alvarleg. Öll gjörgæslu- og spítalarými borgarinnar eru yfirfull og hafa sjúkraflutningamenn þurft að keyra með sjúklinga í bæi og borgir í nágrenninu til að þeir fái þjónustu.
06.01.2021 - 15:24
Grafalvarlegt ástand í Kaliforníu
Aðeins 100 rúm eru laus á bráðadeildum sjúkrahúsa á Los Angeles svæðinu í Kaliforníu, þar sem búa tíu milljónir manna. Í Ventura og Riverside-sýslum er ástandið ekki síður slæmt enda nánast öll rúm á bráðadeildum þar upptekin.
Útgöngubann í Kaliforníu
Útgöngubann gekk í gildi í Kaliforníu-ríki í dag sem snertir yfirgnæfandi meirihluti íbúa þessa fjölmennasta ríkis Bandaríkjanna. Banninu er ætlað að vara í mánuð.
08.12.2020 - 00:29
Sjúkrahús í Kaliforníu komin að þolmörkum
Yfirvöld í Kaliforníu óttast að fjöldi þeirra sem leita þurfa á sjúkrahús vegna COVID-19 eigi eftir að þrefaldast á næstu vikum. Í gær voru nær 8.600 manns á sjúkrahúsi í Kaliforníu vegna veikinnar og hafa aldrei verið jafn margir samtímis af þessum sökum. COVID-19 sjúklingum á sjúkrahúsum ríkisins fjölgað um 89 prósent á síðustu tveimur vikum.
01.12.2020 - 03:19
Los Angeles
Mega fara í messur og mótmæli en haldi sig annars heima
Yfirvöld í Los Angeles tilkynntu í gær strangar fjöldatakmarkanir vegna mikillar fjölgunar kórónaveirusmita þar í borg að undanförnu. Blátt bann er lagt við því að fólk frá ólíkum heimilum safnist saman yfirhöfuð, nema til að taka þátt í trúarathöfnum eða mótmælaaðgerðum.
28.11.2020 - 06:34
Yfir tólf milljón kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum
Kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum fóru yfir tólf milljónir í dag samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Alls hafa 255.414 Bandaríkjamenn endað ævina af völdum COVID-19.
Mánaðarlangt útgöngubann fyrirskipað í Kaliforníu-ríki
Útgöngubann tekur gildi í Kaliforníu-ríki næstkomandi laugardag og verður í gildi til 21. desember. Nýjum kórónuveirutilfellum hefur fjölgað mjög þar undarfarnar vikur.
Silverado-eldurinn kviknaði mögulega út frá rafmagni
Ógnarmikill gróðureldur sem blossaði upp í Kaliforníu í fyrradag kviknaði mögulega út frá neistum frá háspennulínu. Talsmaður orkufyrirtækisins sem ber ábyrgð á háspennulínunni greindi frá þessu í gærkvöld.
28.10.2020 - 06:28
Miklir gróðureldar geisa nú í Kaliforníu
Um sextíu þúsund þurftu að flýja heimili sín nærri Los Angeles í Kaliforníu í dag vegna mikilla gróðurelda sem breiðast hratt út.
27.10.2020 - 01:14
Schwarzenegger segist brattur eftir hjartaaðgerð
Bandarísk-austurríski leikarinn og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu Arnold Schwarzenegger segist vera nokkuð brattur en hann er að jafna sig eftir hjartaaðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Cleveland Ohio.
Ágústs-eldarnir þeir mestu í nútímasögu Kaliforníu
Í fyrsta sinn í nútímasögu Kaliforníu er einn eldsvoðanna í ríkinu það sem kallað er gíga-eldsvoði. Eldsvoðinn sem kenndur er við ágúst í orðanverðrir Kaliforníu nær nú yfir eina milljón ekra, sem eru um 4.200 ferkílómetrar. Það jafngildir um helmingi Vatnajökuls, eða um tvöföldu höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. 
07.10.2020 - 02:09
Víðfeðmustu gróðureldar í sögu Kaliforníu loga enn
Miklir skógar- og gróðureldar loga enn í Kaliforníu og varað er við hitabylgju meðfram endilangri Kaliforníuströnd næstu daga. Óttast er að hitinn og þurrir og hlýir vindar blási enn meiri krafti í eldana, sem þegar eru orðnir þeir mestu og víðfeðmustu sem sögur fara af í ríkinu. Við San Francisco-flóa hefur viðvörun vegna reykmengunar verið í gildi um hríð og andrúmsloftið flokkað sem „óheilnæmt.“ Í tilkynningu yfirvalda segir að sú viðvörun hafi verið framlengd fram í miðja næstu viku.
Vínhéruð Kaliforníu eldi að bráð
Tugþúsundir urðu að flýja heimili sín þegar gróðureldar læstu sig í Napa- og Sonoma-dölunum í Kaliforníu í gær. Dalirnir eru þekktir fyrir gjöful vínhéruð, sem nú eru að mestu rjúkandi rústir. Eldurinn breiddist hratt út yfir 4.500 hektara og ráða slökkviliðsmenn lítt við sökum hvassviðris, hita og mikilla þurrka. 
29.09.2020 - 01:54
Enn loga eldar í vestanverðum Bandaríkjunum
Ekkert lát er á gróðureldunum í Kaliforníu, en þar loga miklir eldar á að minnsta kosti tuttugu og fimm stöðum og eru sumir þeirra einhverjir hinir mestu sem sögur fara af á þessum slóðum.
22.09.2020 - 10:18
Ekkert lát á eldunum í Kaliforníu
Ekkert lát er á skógareldunum í Kaliforníu og er óttast að þeir færist enn í aukana í dag vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Þótt hitinn eigi að lækka í dag er spáð hvössum vindi sem eykur hættuna á að eldarnir breiðist út.
08.09.2020 - 09:37