Færslur: Kaleo

Viðtal
Hafa spilað í öllum ríkjum nema Alaska
Söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo, Jökull Júlíusson, segir að nafn nýjustu plötu sveitarinnar Surface Sounds vísi í móður náttúru en líka mikilvægi þess að kafa dýpra og líta inn á við í samfélaginu í heild. Fyrstu drögin að lögunum urðu til í rútu á tónleikaferðalagi sveitarinnar þar sem Jökull sat og hamaðist við að semja á gítarinn, gigga á milli.
29.04.2021 - 14:53
Myndband
Nýtt myndband Kaleo tekið upp á Þrídröngum
Hljómsveitin Kaleo birtir í dag nýtt myndband við lagið Break My Baby. Myndbandið var tekið upp á Þrídröngum í sumar og er eitt mest krefjandi myndband Kaleo til þessa. Hægt að er horfa á myndbandið neðst í fréttinni.
05.02.2021 - 15:01
Viðtal
Enginn glamúr að bursta með annan fótinn í klósetti
Jökull Júlíusson í Kaleo segist vel upplagður fyrir tónleikaferðalag í kjölfar væntanlegrar plötu sveitarinnar, jafnvel þótt það gæti tekið þrjú ár. Það sé ekki mikill glamúr að tannbursta sig á ferð með annan fótinn inni á klósetti í hljómsveitarrútu.
18.01.2020 - 19:48
Kaleo komu nánast fullskapaðir út úr Skúrnum
Eins og margar efnilegar íslenskar hljómsveitir steig hin mosfellska Kaleo nokkur af sínum fyrstu sporum í þættinum Skúrnum á Rás 2. Það var vorið 2013 en skömmu síðar komust þeir á toppinn á vinsældalista Rásar 2 og síðan má segja að allt hafi nær sprungið.
24.06.2019 - 15:54
Tommi Tomm - Grammy og Sindri Mid Atlantic
Rokkland fjallar um Tómas M. Tómasson Stuðmann sem lést í vikunni í seinni hluta þáttarins en í þeim fyrri skoðum við aðeins Grammy verlaunin sem verða afhent í New York í kvöld og spjöllum við Sindra Ástmarsson hjá Mid Atlantic Entertainment.
Eurosonic veisla í kirkju með Högna
Í Konsert vikunnar einbeitum við okkur að Eurosonic Festival sem fór fram í vikunni sem leið og heyrum meðal annars frábæra tónleika Högna Egilssonar sem fóru fram í kirkju Lúters í miðborg Groningen.
25.01.2018 - 11:49
Kaleo í Þýskalandi og Jónas á Hard Rock
Já í Konsert kvöldsins heyrum við tvenna frábæra tónleika-
Kaleo og Jóhann tilnefnd til Grammy-verðlauna
Íslenska rokksveitin Kaleo var í dag tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir lag sitt „No Good“. Jóhann Jóhannsson er einnig tilnefndur fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Grammy-verðlaunahátíðin fer fram í 60. sinn í New York 28. janúar 2018 og verður í beinni útsendingu á RÚV.
28.11.2017 - 14:22
Búnir að spila í öllum ríkjum nema Alaska
Það er tvennt ólíkt, að hita upp fyrir Rolling Stones og íslensku ábreiðusveitina Stóns. Þetta segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, sem hitaði upp fyrir bresku goðsagnirnar á þrennum tónleikum í haust. Meðlimir Kaleo eru á stífu tónleikaferðalagi og hafa nú spilað í öllum ríkjum Bandaríkjanna, utan Alaska. Sveitin vinnur að nýrri plötu sem von er á á næsta eða þarnæsta ári.
23.11.2017 - 17:29
Kaleo hita upp fyrir Rolling Stones
Rokksveitin Kaleo mun hita upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í borginni Spielberg í Austurríki í haust.
16.08.2017 - 11:33
 · Kaleo · Rolling Stones
Kaleo troða upp í morgunsjónvarpi ABC
Íslenska rokksveitin Kaleo tróð upp í þættinum Good Morning America í morgunsjónvarpi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC á föstudag. Tók sveitin lagið „No Good“ af plötu sinni A/B við góðan orðstír. Mikið er að gera hjá meðlimum Kaleo þessa dagana en næst er ferðinni heitið til Spánar. Þar koma þeir fram á hátíðinni Bennicassim og þaðan verður flogið til Bretlands. Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar, segir að þetta sé „lúxusvandamál“.
11.07.2017 - 19:35
Kaleo aflýsir tónleikum vegna veikinda Jökuls
Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem áttu að fara fram í Evrópu og Japan í sumar. Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar glímir við veikindi og mun taka sér frí að læknisráði.
15.06.2017 - 17:58
Kaleo – „leynistjarna Coachella“ – hjá Corden
Hljómsveitin Kaleo kom fram í þættinum The Late Late Show með James Corden í vikunni.
27.04.2017 - 18:48
Myndskeið
Nýtt lag með Jökli úr Kaleo frumflutt
Jökull Júlíusson, meðlimur hljómsveitarinnar Kaleo, var fyrsti viðmælandi Ísþjóðarinnar með Ragnhildi Steinunni, sem hóf göngu sína á ný á RÚV í kvöld. Jökull frumflutti þar nýtt lag eftir sig, sem nefnist „I Want More“. Hlustið og horfið hér.
26.03.2017 - 20:40
„Hann er mjög flottur listamaður“
Bílstjórinn Arthur Rondy hefur keyrt ófáar stjörnur um Bandaríkin. Hann segir Jökul Júlíusson, söngvara Kaleo vera prúðasta tónlistarmann sem hann hafi unnið fyrir en Arthur þessi hefur meðal annars keyrt fyrir Justin Bieber, The Weekend, Guns N' Roses og Keith Urban.
24.03.2017 - 11:30
Lít frekar á mig sem tónskáld en söngvara
Hljómsveitin Kaleo hefur verið á tónleikaferðalagi meira og minna í tvö ár. Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar, segir að honum líði stundum eins og hann búi í rútu og þykir honum virkilega gott að koma heim til Íslands. „Það kemur manni í rauninni bara á óvart hvað tengslin eru sterk, að koma heim. Maður nærist mikið á því,“ segir Jökull og bætir við að Íslandstengingin hjálpi vissulega, þeir finni fyrir miklum áhuga á Íslandi.
22.03.2017 - 13:15
Kaleo hlaða batteríin á Íslandi
„Þetta er búið að vera mikið ævintýri,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, sem hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna á árinu sem er að líða. Plata sveitarinnar, A/B, hefur komist á topp 10 í 19 löndum og selst í yfir 200 þúsund eintökum. Þá hefur lögum sveitarinnar hefur verið streymt yfir hundrað milljón sinnum á Spotify. Á dögunum valdi Billboard vinsældarlistinn Kaleo bestu nýju rokksveitina á árinu.
20.12.2016 - 17:24
Kaleo í þriðja sæti á lagalista Billboard
Lag íslensku rokksveitarinnar Kaleo endaði í þriðja sæti á lista Billboard yfir mest seldu „alternative“ lög síðasta árs.
09.12.2016 - 10:41
Bítlasál + Kaleo + mr. Young
Í Rokklandi vikunnar er ýmsu blandað saman, nýju og eldra.
25.07.2016 - 10:48
Íslenskt leikvangarokk
Platan A/B er önnur plata mosfellsku rokksveitarinnar Kaleo og sú fyrsta sem kemur út á heimsvísu. Innihaldið er öruggt, blússkotið rokk, þar sem rífandi kröftugugur söngur Jökuls Júlíussonar er í forgrunni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í A/B sem er plata vikunnar á Rás 2.

Mest lesið