Færslur: Kalda stríðið

Síðdegisútvarpið
Eins og ef Þórdís Kolbrún skemmdi fyrir Jóni Kalmanni
Nýverið var eitt af meistaraverkum Halldórs Laxness, Salka Valka, gefið út í Bandaríkjunum í nýrri þýðingu. Af því tilefni er stór grein um Halldór í nýjasta tímariti New Yorker þar sem meðal annars er farið yfir það hvers vegna Bandaríkjamenn hættu að gefa út bækur skáldsins á sínum tíma. Íslensk stjórnvöld höfðu meira að segja milligöngu þar um.
Lavrov segir járntjald kalda stríðsins fallið að nýju
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkir samskiptunum við vesturlönd við tíma kalda stríðsins. „Járntjaldið er í raun fallið að nýju,“ segir hann. Hugtakið járntjald vísar til þeirra hugmyndafræðilegu marka sem aðgreindu Sovétríkin og bandalagsríki þeirra frá vestrænum ríkjum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og til um 1990.
Telja að kjarnorkuvopnum fari að fjölga á ný
Allt bendir til þess að kjarnorkuvopnum fari aftur fjölgandi næsta áratuginn, eftir að hafa fækkað jafnt og þétt síðustu 35 árin. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Alþjóða friðarrannsóknarsetursins í Stokkhólmi, SIPRI, þar sem Úkraínustríðið er nefnt sem meginástæða þessa viðsnúnings.
Sjónvarpsfrétt
Túlkur Gorbachevs kemur aftur í Höfða eftir 36 ár
Pavel Palazhcenko var túlkur fyrir Mikhail Gorbachev, aðalritara Sovétríkjanna sálugu, þegar Gorbachev kom til fundar við Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta í Reykjavík árið 1986. Palazhcenko var hér á landi nýlega, á ráðstefnu um afvopnunarmál, en leiðtogafundurinn snérist einmitt um slík málefni. Hann segir fund leiðtoganna hafa einkennst af góðum vilja, jafnvel þótt árangurinn af fundinum hefði ekki komið í ljós fyrr en síðar.
22.05.2022 - 19:30
McDonalds í Rússlandi selt og fær nýtt heiti
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur fundið kaupanda að rekstri fyrirtækisins í Rússlandi. Eftir að innrásin í Úkraínu hófst ákvað keðjan að loka öllum veitingastöðum sínum í landinu. Keðjan skiptir um nafn eftir kaupin.
Ímynda sér lævi blandið andrúmsloft kaldastríðsáranna
Í dag kom út sjö laga platan Skoffín hentar íslenskum aðstæðum, með íslensku rokksveitinni Skoffín. Platan er hálfgerð þemaplata, en á henni vinnur sveitin með lævi blandið andrúmsloft íslensku kaldastríðsáranna – skapar sína eigin ímynduðu fortíð í tónum og textum.
Fimmtíu ár frá fyrstu netskilaboðunum
Þriðjudaginn 29. október, voru nákvæmlega 50 ár frá því að fyrstu skilaboðin voru send milli tveggja tölva yfir hið svokallaða ARPA-net. Þetta fjarskiptanet var forveri og fyrsti vísirinn að því interneti sem við þekkjum og er svo alltumlykjandi í dag.