Færslur: Kafbátar

Skutu eldflaugum á loft austur fyrir Kóreuskaga
Herir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna skutu eldflaugum á loft austur fyrir Kóreuskaga í kvöld. Leyniþjónustustofnanir ríkjanna tveggja segja að kjarnorkuvopnaprófanir Norður-Kóreu séu yfirvofandi.
05.10.2022 - 00:26
Eldflaugaskot í aðdraganda heræfinga
Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft úr kafbáti í dag samkvæmt upplýsingum hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Örfáir dagar eru síðan bandarískt flugmóðurskip kom þangað til sameiginlegra heræfinga.
Rússar segjast hafa stökkt bandarískum kafbáti á flótta
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir tundurspilli hafa stökkt bandarískum kafbáti á flótta nærri Kúril-eyjum í norðanverðu Kyrrahafi. Ekkert hefur slegið á spennuna í Úkraínudeilunni þrátt fyrir samtal forseta Rússlands og Bandaríkjanna í dag.
Sjónvarpsfrétt
Sjálfvirkur kafbátur notaður við leit í Þingvallavatni
Sjálfvirkur kafbátur sem notaður var við leitina að flugvélinni er íslensk hönnun. Hann nýtir sónartækni og getur skannað um einn ferkílómetra á tveimur klukkustundum. Kafbáturinn sigldi alls 36 kílómetra á sex klukkustundum. 
05.02.2022 - 20:23
Völlur á Bandaríkjamönnum á vellinum
Bandaríkjaher hefur aukið umsvif sín undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra telur það koma til vegna aukins eftirlits með ferðum Rússa. Það tengist aukinni spennu milli þeirra og Úkraínumanna.
Ástralir undirrita samning um kafbátakaup
Ríkisstjórn Ástralíu hóf í dag opinberlega vegferð í átt að því að búa sjóherinn kjarnorkuknúnum kafbátum. Verkefnið tengist varnarsamkomulagi landsins við Bretland og Bandaríkin.
22.11.2021 - 02:17
Viðurkennir klaufagang í samskiptum við Frakka
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að klaufalega hafi verið staðið að samskiptum við Frakka í tengslum við Aukus-samkomulag Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands. Ástralir riftu milljarðasamningi um kaup á frönskum kafbátum sem olli mikilli reiði þarlendra ráðamanna. 
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
Sendiherra Frakka snýr aftur til Canberra
Frönsk yfirvöld tilkynntu í dag að sendiherra þeirra sneri aftur til Ástralíu. Þar með lýkur diplómatískum mótmælum Frakklandsstjórnar vegna riftunar Ástrala á milljónasamningi um kafbátakaup.
Blinken hyggst reyna að milda bræði Frakka
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með frönskum kollega sínum Jean-Yves Le Drian á morgun. Ferðin var ákveðin áður en deilur ríkjanna vegna riftunar Ástrala á kaupum kafbáta hófust.
Fríverslunarviðræðum ESB og Ástrala frestað um mánuð
Áframhaldi samningaviðræðna Evrópusambandsins og Ástralíu um fríverslunarsamkomulag hefur verið slegið á frest fram í nóvember. Ástæðan er sögð liggja í þeirri ákvörðun ástralskra stjórnvalda að rifta milljarða evra samningi um kaup á tólf frönskum kafbátum.
Sakar arftaka sinn um sviksemi í garð Frakka
Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, fullyrðir að Scott Morrison arftaki hans hafi viljandi villt um fyrir Frökkum þegar 30 milljarða evra samningi um kaup á kafbátum var rift.
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins styðja Frakka
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna lýstu yfir fullum stuðning við málstað Frakka í deilunni við Ástrali og Bandaríkjamenn vegna uppsagnar kaupa á tólf kafbátum.
Norður-Kórea: Aukus skapar kjarnorkuvopnakapphlaup
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hættu á að Aukus hernaðarsamkomulag Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala komi af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
20.09.2021 - 01:19
Biden og Macron ræða saman á næstu dögum
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron forseti Frakklands ræða á næstu dögum ágreining ríkjanna vegna riftunar Ástrala á samningi um kafbátakaup.
Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.
Sakar Ástrali og Bandaríkjamenn um lygar og undirferli
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands sakar áströlsk og bandarísk stjórnvöld um lygar í tengslum við Aukus varnarsamkomulagið. Stjórnvöld beggja ríkja lýsa yfir áhuga á að jafna ágreininginn við Frakka.
Frakkar kalla sendiherra heim til samráðs
Emmanuel Macron Frakklandsforseti kallaði sendiherra landsins í Bandaríkjunum og Ástralíu heim til samráðs í dag. Ástæðan er sú ákvörðun stjórnvalda í Ástralíu að segja upp samningi um kaup á kafbátum smíðuðum í Frakklandi.
Myndskeið
Rannsókn sjávarbotnsins mikilvæg til framtíðar
Rannsókn sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og vísindamanna frá Bretlandi og Grænlandi í Grænlandssundi geta varpað ljósi á lífríkið og langtíma umhverfisbreytingar. Notaður er fjarstýrður kafbátur sem kemst á allt að tvöþúsund metra dýpi, búinn hágæða myndavél.
Kafbátur á Faxaflóa
Glöggir gætu hafa rekið augun í kafbát úti fyrir Reykjavíkurhöfn fyrr í morgun. Kafbáturinn lagðist að Skarfabakka og samkvæmt heimildum frá Samgöngustofu er hann hingað kominn vegna kafbátaleitaræfingarinnar Dynamic Mongoose.
25.06.2020 - 10:23
Aukin kafbátaumferð kallar á eftirlit
Tvö ár eru frá því sjóher Bandaríkjanna sendi fyrst P-8 kafbátaleitarvél til Íslands og í meira en ár hefur verið unnið að undirbúningi bækisstöðvar fyrir vélarnar hérlendis. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna skoðaði hér aðstæður í haust og átti fund með utanríkisráðherra í kjölfarið.
12.02.2016 - 10:06

Mest lesið