Færslur: kærunefnd jafnréttismála

Furðar sig á ákvörðun ráðherra um að áfrýja
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis furðar sig á þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms. Dómurinn hafnaði í gær kröfu ráðherra um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög.
Lilja tapaði og ríkið borgar 4,5 milljón í málskostnað
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. Niðurstaðan er sú að úrskuður kærunefndar jafnréttismála stendur. Íslenska ríkið skal greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, 4,5 milljón.
Ráðherra braut ekki á Ara Matthíassyni
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, braut ekki jafnréttislög með ráðningu Ásthildar Knútsdóttur í starf skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna í heilbrigðisráðuneytinu. Ari Matthíasson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem kvað upp úrskurð sinn í síðasta mánuði.
Mál Lilju Alfreðs gegn Hafdísi komið á dagskrá dómstóla
Fyrirtaka í máli Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, verður eftir tæpar þrjár vikur. Lilja höfðaði mál gegn Hafdísi til að freista þess að fá þeim úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt um að ráðning Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins hefði verið brot á jafnréttislögum. Þá hefur ráðherra sagt að úrskurðurinn skapi lagalega óvissu.
Máttu neita karlmanni sem vildi fara í brasilískt vax
Jafnréttislög voru ekki brotin þegar snyrtistofa neitaði karlmanni um svokallað brasilískt vax, á þeim forsendum að þjónustan væri ekki í boði fyrir karlmenn. Maðurinn kærði það til kærunefndar jafnréttismála, sem féllst á rök snyrtistofunnar að verið væri að koma í veg fyrir að særa blygðunarkennd starfsfólks.
08.09.2020 - 08:34
Jafnréttislög ekki brotin við ráðningu útvarpsstjóra
Hvorki var Kolbrúnu Halldórdóttur fyrrverandi þingmanni og ráðherra né Kristínu Þorsteinsdóttur fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins og áður fréttamanni á RÚV mismunað þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra
Segir ákvörðun ráðherra óskiljanlega og vekja furðu
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins gagnrýnir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra fyrir að stefna félagsmanni FHSS fyrir dóm eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að ráðherra hefði brotið jafnréttislög. Félagið furðar sig á ákvörðuninni og segir hana óskiljanlega. Engin dæmi séu um slíka málshöfðun og hún geti orðið til þess að umsækjendur veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn.
Líklegt að kærumálum fjölgi með lögunum
Líklegt er að kærumálum til kærunefndar jafnréttismála fjölgi umtalsvert að mati Samtaka íslenskra sveitarfélaga fái frumvarp forsætisráðherra um lög til stjórnsýslu jafnréttismála samþykki þingsins.
Telur kærunefnd jafnréttismála fara út fyrir valdsviðið
Umboðsmaður Alþingis segir að kærunefnd jafnréttismála hafi ekki brugðist við athugasemdum sem henni hafa borist frá embættinu, þótt bent hafi verið á annmarka í störfum hennar og umboðsmaður gert athugasemdir við að hún færi út fyrir valdsvið sitt.
Lilja óskaði eftir flýtimeðferð á málinu gegn Hafdísi
Menntamálaráðherra óskaði í gær eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli sínu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála, sem komst að því að ráðherrann hefði brotið gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar hún skipaði ráðuneytisstjóra í fyrra.
Þurfa að höfða mál gegn bæði nefnd og umsækjanda
Verði frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um stjórnsýslu jafnréttismála að lögum þurfa þau sem ekki sætta sig við úrskurð kærunefndar jafnréttismála að höfða mál gegn bæði nefnd og umsækjanda.
Tilefni að endurskoða þá leið sem ráðherra nýtir sér
Jafnréttisstofa telur að skoða þurfi nánar hvað þarf til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála eins og menntamálaráðherra ákvað að gera í gær, að stefna þurfi einstaklingi til þess að ógilda úrskurð nefndar.
Kallar eftir afstöðu Katrínar til kærumáls Lilju
„Það eru tíðindi að menntamálaráðherra ætli að höfða dómsmál á hendur konu sem gerði athugasemd við embættisfærslu hennar og taldi rétt sinn brotinn. Raunar liggur fyrir úrskurður þess efnis að svo hafi verið, að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög gagnvart konunni.“ Þetta skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar á Facebook-síðu sína. Hanna Katrín segist þar velta fyrir sér afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til málsins og hvort það hafi verið rætt í ríkisstjórn.
Lilja höfðar mál vegna eigin brots á jafnréttislögum
Menntamálaráðherra ætlar að höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að ráðherrann hefði brotið á, þegar gengið var framhjá henni við ráðningu í embætti ráðuneytisstjóra. Með þessu hyggst ráðherrann ógilda úrskurð kærunefndarinnar.
Umboðsmaður Alþingis með ákvörðun Lilju til athugunar
Umboðsmaður Alþingis er með til athugunar ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um skipan í embætti ráðuneytisstjóra. Lögmaður eins umsækjanda staðfestir að kvörtun hafi verið send þangað. Lilja er meðal annars sökuð um brot á stjórnsýslulögum. 
Gegnir formennsku í fjórum nefndum Lilju
Formaður hæfnisnefndar sem lagði mat á umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, fer með formennsku í fjórum nefndum sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað hann í. Hann hefur verið fulltrúi Framsóknarflokksins í minnst fjórum nefndum til viðbótar. Menntamálaráðherra braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar en hún segist hafa fylgt mati nefndarinnar. 
Ekki fyrsta skipan Páls sem veldur fjaðrafoki
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög með skipan Páls Magnússonar, fyrrverandi bæjarritara í Kópavogi, í embætti ráðuneytisstjóra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skipan Páls veldur fjaðrafoki.
Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Menntamálaráðherra vanmat konuna sem kærði, í samaburði við Pál.
Taldi sig ekki vera í aðstöðu til að kæra á réttum tíma
Kærunefnd jafnréttismála vísaði í byrjun mánaðarins frá kæru karlmanns sem taldi Reykjavíkurborg hafa brotið jafnréttislög þegar kona var ráðin í starf sviðsstjóra fjármála-og áhættustýringar. Kæran barst eftir að sex mánaða kærufrestur var liðinn. Maðurinn gaf þá skýringu að vegna hagsmuna hans í umsóknarferli um aðrar stöður hefði hann ekki talið sig vera í aðstöðu til að koma kæru sinni á framfæri áður en kærufrestur væri liðin.
Tókust á um aðkomu Capacent
Þingvallanefnd kom saman til fundar í dag þar sem formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti nefndarmönnum samkomulag sem ríkislögmaður gerði við Ólínu Þorvarðardóttur og fól í sér 20 milljóna króna bótagreiðslu.