Færslur: kænugarður

Zelensky: „Undanhald Rússa sýnir þeirra bestu hlið“
Velheppnuð gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv sýnir að mögulegt er að hafa betur gegn innrásarher Rússa. Þó þarfnast Úkraínumenn frekari hernaðarstuðnings og vopna, að sögn utanríkisráðherra landsins. Úkraínuforseti segir undanhald Rússa sýna þeirra bestu hlið.
Breyta heitum tuga stræta og torga Kænugarðs
Götukort af Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, verður senn úrelt, að sögn Vitali Klitschko. borgarstjóra. Borgaryfirvöld séu í óða önn að endurnefna 95 stræti og torg sem bera rússnesk heiti eða nöfn frá Sovéttímanum.
Útvarpsfrétt
Hálft ár frá innrásinni og drungalegur þjóðhátíðardagur
Í dag er hálft ár síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu. Valur Gunnarsson, sem staddur er í Kænugarði á þjóðhátíðardegi Úkraínumanna, segir almenning halda sig til hlés í dag af ótta við árásir á höfuðborgina.
24.08.2022 - 13:48
Óttast hefndarárás á Kænugarð á þjóðhátíðardaginn
Fjöldi Úkraínumanna hefur flúið höfuðborgina Kænugarði í dag, af ótta við að rússneski herinn geri árás á höfuðborgina á þjóðhátíðardegi Úkraínumanna á morgun. Þá verða þrjátíu og eitt ár frá því að Úkraína hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
Ummerki stríðsglæpa alltumlykjandi
Varaformaður Íslandsdeildar Evrópu­ráðs­þingsins segir vettvangsferð til Úkraínu hafa verið átakanlega. Ráðið fór meðal annars til Bucha og Irpin, þar sem hún segir ummerki stríðsglæpa alltumlykjandi.
Vilja að G7 ríkin leggi Úkraínu til fleiri vopn
Stjórnvöld í Úkraínu vilja að leiðtogar G7 ríkjanna leggi Úkraínu til fleiri vopn og leggi harðari refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
26.06.2022 - 10:16
Sprengjum varpað á Kænugarð
Fjórar miklar sprengingar urðu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í rauðabítið. Fréttamenn AFP í borginni segja sprengju eða flugskeyti hafa hæft blokk í íbúðahverfi nærri miðborginni og reyk leggja frá eldi sem þar kviknaði. Vitali Klitsjko, borgarstjóri, segir líka frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að sprengjum hafi verið varpað á höfuðborgina og segir fólk í rústum tveggja íbúðarblokka.
26.06.2022 - 06:26
Sprengingar og loftvarnarflautur glumdu í Kænugarði
Nokkrar sprengingar urðu í nótt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu og loftvarnarflautur ómuðu víða. Enginn er talinn hafa látist í árásunum en minnst einn slasaðist.
05.06.2022 - 04:31
Segir 2.500 - 3.000 úkraínska hermenn hafa fallið
Loftvarnasírenur glumdu í flestum héruðum Úkraínu í morgunsárið og fregnir hafa borist af sprengingum í höfuðborginni Kænugarði og borginni Lviv í landinu vestanverðu. Úkraínuforseti segir að á milli 2.500 og 3.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu til þessa og varar við því að Rússar kunni að beita efna- eða kjarnorkuvopnum.
Segir óbreytta borgara hafa verið líflátna á götum úti
95 prósent þeirra almennu borgara sem fundist hafa látin í útbæjum Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, eftir að Rússar drógu hersveitir síðan þaðan voru skotin til bana. Þetta fullyrðir Andrij Nebytov, lögreglustjóri í Kænugarði, samkvæmt frétt AP.
Sprengingar í Kænugarði og loftvarnaflautur glymja
Fréttir hafa borist af miklum sprengingum í útjaðri Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, seint í kvöld. Þingkonan Lesia Vasylenko greindi frá því á Twitter að hún hefði heyrt þrjár öflugar sprengingar, „hverja á fætur annarri,“ og að loftvarnarflautur hefðu glumið í klukkustund, ekki aðeins í Kænugarði heldur öllum héruðum landsins.
15.04.2022 - 00:25
Heita öruggri brottför frá Mariupol Kænugarði og Karkív
Samið hefur verið um að gera þriðju tilraunina til að flytja almenna borgara frá hinni umsetnu úkraínsku hafnarborg Mariupol og opna líka örugga flóttaleið fyrir almenning frá fleiri borgum, þar á meðal stórborgunum Kænugarði og Karkív, sem Rússar hafa sótt að af mikilli hörku í nótt.
Segja aukinn þunga í árásum Rússa í nótt
Innrásarher Rússa sækir af auknum þunga að nokkrum borgum víðsvegar í Úkraínu. Fregnir berast af eldflaugaárás á þorpið Tusla í Odessa-héraði, og haft er eftir talsmanni hersins í héraðinu að hún hafi beinst að „mikilvægum innviðum“ þar í bæ, sem þó eru ekki tilgreindir nánar. Úkraínuher telur að Odessa, önnur tveggja mikilvægustu hafnarborga Úkraínu, sé í sigti Rússa núna.
07.03.2022 - 05:44
Segir Rússa boða árásir á skotmörk í borgum og bæjum
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Rússa hafa lýst því yfir að þeir ætli að varpa sprengjum á úkraínsk vopna- og hergagnafyrirtæki á morgun, mánudag. „Flest þessara fyrirtækja eru í bæjunum okkar, þar sem almenningur er,“ sagði Zelensky. „Þetta eru hrein og klár morð. Ég sá engan heimsleiðtoga í dag, eða nokkurn vestrænan stjórnmálamann bregðast við þessu,“ sagði Zelensky og spurði, hvers vegna svo væri. Sókn Rússa að úkraínskum borgum hefur þyngst í kvöld og nótt.
07.03.2022 - 02:18
Herfylkingin mikla nálgast Kænugarð óðfluga
Fremsti hluti gríðarlangrar fylkingar rússneskra herfarartækja er nú kominn að Antonov flugvelli nærri Kænugarði en aftasti hlutinn er í bænum Prybirsk í 65 kílómetra fjarlægð. Íbúar höfuðborgarinnar búa sig undir að árásir rússneskra herja þyngist mjög.
01.03.2022 - 06:13
Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum
Tvær gríðarmiklar sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld og næturhimininn yfir borginni er sveipaður rauðgulum bjarma. Fregnir herma að olíubirgðastöð nærri bænum Vasylkiv suður af Kænugarði standi í ljósum logum eftir eldflaugaárás. Rússar gera nú harða atlögu að næststærstu borg Úkraínu, Kharkiv í austurhluta landsins.
27.02.2022 - 00:52
Um 200 Úkraínumenn sagðir liggja í valnum
Stjórnvöld í Moskvu fyrirskipuðu hersveitum í dag að sækja fram úr öllum áttum. Barist er um höfuðborgina Kænugarð en svo virðist sem rússneskar hersveitir séu á undanhaldi. Um tvöhundruð Úkraínumenn er sagðir liggja valnum.
26.02.2022 - 23:46
Viðtal
Tók sólarhring að komast 500 kílómetra leið
Hópur Íslendinga er kominn til úkraínsku borgarinnar Lviv eftir fimmhundruð kílómetra ferðalag frá Kænugarði. Yngsti ferðalangurinn er þriggja vikna hvítvoðungur. Meðalhraðinn á leiðinni var um 20 kílómetrar á klukkustund.
26.02.2022 - 08:17
Zelensky hafnar boði Bandaríkjanna um brottflutning
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hefur hafnað boði bandarískra stjórnvalda um aðstoð við flótta frá Kænugarði. Hann vill sömuleiðis kveða niður allan orðróm um að hann sé þegar farinn frá borginni og hafi fyrirskipað Úkraínuher að leggja niður vopn.
Vefmyndavél
Bein útsending af Maidan torgi í Kænugarði
Sprengjudrunur heyrast víða um Kænugarð og bardagar geisa um helstu borgir Úkraínu. Stórskotaliðsárásir standa nú yfir, sprengja sprakk á Maidan-torgi í nótt og fjöldi sprenginga hefur heyrst í Troieshchyna-hverfinu.
Úkraínumenn spyrja hvort óhætt sé að flýja og þá hvert
Almenningur í Úkraínu vaknaði við gjörbreyttan veruleika í gærmorgun. Fólk veltir fyrir sér hvort óhætt sé að leggja á flótta og þá hvert. Tíðindi hafa borist í nótt af miklum sprengjudrunum í Kænugarði, höfuðborg landsins.