Færslur: Kælan mikla

Gagnrýni
Í gotneskri sveiflu
Undir köldum norðurljósum er ný breiðskífa eftir Kæluna miklu. Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, stýrði upptökum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Kælan Mikla - Undir köldum norðurljósum
Hljómsveitin Kælan Mikla var stofnuð á árinu 2013 eftir ljóðaslamm og í kjölfarið komu tónleikar í grasrótinni og í kjölfarið lagið þeirra Kalt. Síðan hafa þær bætt hægt og bítandi við orðstír sinn heima og erlendis með útgáfu á plötunum Mánadans, Kælan Mikla, Nótt eftir nótt og í fyrra kom síðan fjórða plata sveitarinnar í fullri lengd Undir köldum norðurljósum.
24.01.2022 - 16:05
Tónleikar
Ískaldar kveðjur frá Kælunni
Næstu sex föstudaga fylgja þáttaröðinni Undirtónum glænýjar tónleikaupptökur frá þeim hljómsveitum sem fjallað er um í þáttunum. Fyrsta sveit til að stíga á stokk er Kælan mikla.
30.10.2020 - 14:26
Undirtónar
Seldu dauðan fisk á fyrstu tónleikunum
Þær kynntust í Menntaskólanum við Hamrahlíð en eftir að hafa tekið þátt í ljóðaslammi Borgarbókasafnsins urðu þær að hljómsveit. Þær hafa á fjórum árum gefið út fjórar breiðskífur og vinna um þessar mundir að sinni fimmtu með Barða Jóhannssyni sem oft er kenndur við Bang Gang. Kælan mikla eru fyrstu gestir nýrrar þáttaraðar sem ber heitið Undirtónar.
29.10.2020 - 13:38
Kælan mikla kemur fram á Látum okkur streyma
Hljómsveitin Kælan mikla kemur fram í Hljómahöllinni í kvöld og er það hluti af tónleikaröðinni Látum okkur streyma. Að venju verður boðið upp á beina útsendingu frá tónleikunum á Rás 2 og á vefnum og þá verður tónleikunum sjónvarpað á RÚV2 síðar um kvöldið.
22.04.2020 - 08:35
Myndskeið
Kælan mikla í Vikunni með Gísla Marteini
Kælan mikla mætti í Vikuna með Gísla Marteini og breytti stúdíóinu í galdraheim þegar þær fluttu lagið Næturblóm.
01.02.2020 - 11:03
Lestin
Sykur og svanasöngur Grísalappalísu stóðu upp úr
21. Iceland Airwaves hátíðin var keyrð í gang síðasta miðvikudagskvöld og fréttaritari Menningarvefsins er búinn að vera á miklu fútti milli hinna ýmsu bara, listasafna og tónleikasala undanfarna daga.
Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu
Önnur sólóplata Sólveigar Matthildar, sem er m.a. meðlimur í Kælunni miklu, ber titilinn Constantly in Love. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Kælan mikla meðal innipúka ársins
Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í höfuðborginni í 18. sinn um verslunarmannahelgina og nú hefur verið tilkynnt um hluta þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni í ár. Hátíðin fer fram á Grandanum en ásamt tónleikum verður fatamarkaður, plötusnúðar og veitingasala á svæðinu.
28.06.2019 - 11:50
Makt myrkranna
Platan Nótt eftir nótt er þriðja hljóðversplata hljómsveitarinnar Kælunnar Miklu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Kælan mikla - Nótt eftir nótt
Það hefur margt breyst frá árinu 2013 þegar Kælan mikla spilaði fyrir þrjá og vini þeirra á ljóðakvöldi efri hæðar Dillon. Í dag er staðan sú að platan - Nótt eftir nótt var útnefnd sem besta raftónlistarplatan á Íslensku tónlistarverðlaununum og Kælan mikla hitar upp fyrir kollega sína; Robert Smith úr Cure og hljómsveitina Placebo auk þúsunda æstra aðdánda í kuldarokksheimum.
06.05.2019 - 16:15