Færslur: Kabúl

Þúsundir ræddu framtíð Afganistan án niðurstöðu
Þúsundir karlmanna sóru tryggð við Talibanastjórnina í Afganistan á þriggja daga fundi þeirra með ættflokkahöfðingjum, trúarleiðtogum og öðrum háttsettum mönnum. Ekki var þó tekin endanleg ákvörðun um hvernig stýra skuli landinu sem glímir við alvarlegan efnahagsvanda.
Spegillinn
Afganar á flótta enn og aftur
Ógnarstjórn þeirra stóð í fimm ár og því var ekki að furða að ýmsum Afgönum væri brugðið þegar Talíbanar náðu aftur völdum í Afganistan 20 árum síðar. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV kannaði ástandið í höfuðborginni Kabúl tveimur og hálfum mánuði eftir valdatöku Talíbana og frásögn hans fylgir hér að neðan.
Háttsettur herforingi Talibana féll í árás á sjúkrahús
Yfirmaður herafla Talibana í Kabúl, Hamdullah Mokhlis var einn þeirra sem féllu í árás vígamanna Khorasan-héraðs arms samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki á Sardar Daud Khan sjúkrahúsið í borginni í gær.
03.11.2021 - 06:18
19 féllu í sprengjuárás á sjúkrahús í Kabúl
Minnst 19 féllu og 50 særðust í sprengjuárás á sjúkrahús í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. Árásarmennirnir létust í sprengingunni en meðal fórnarlamba voru almennir borgarar og heilbrigðisstarfsfólk.
02.11.2021 - 23:05
Árás á raforkukerfi Afganistan á ábyrgði ISIS-K
ISIS-K, Khorasan-héraðs armur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki kváðust í dag bera ábyrgð á sprengjuárás sem felldi háspennumöstur og olli víðtæku rafmagnsleysi í Kabúl höfuðborg Afganistan í gær.
23.10.2021 - 01:12
Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Sjónvarpsfrétt
„Hver banaði saklausum börnum?“
Aðstandendur tíu almennra borgara, sem voru myrtir í Kabúl í drónaárás Bandaríkjahers í lok ágúst, vilja að haldin verði réttarhöld. Herinn viðurkenndi í gær að árásin hafi verið mistök. Sjö börn voru á meðal fórnarlambanna, það yngsta tveggja ára.
18.09.2021 - 19:30
Tíu fórust fyrir mistök í drónaárás Bandaríkjahers
Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.
Afganskt unglingalandslið kvenna komið til Pakistan
Stúlkur úr unglingalandsliði Afganistan í knattspyrnu eru komnar til Pakistan ásamt fjölskyldum sínum. Fjöldi kvenna sem hefur staðið framarlega í menningarlífi og íþróttum yfirgaf Afganistan eftir valdatöku Talibana í síðasta mánuði.
16.09.2021 - 01:39
Talibanar lýsa yfir sigri í Panjshir
Talibanar hafa lýsti yfir sigri í viðureign við uppreisnarmenn í Panjshir-héraði norðaustur af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Uppreisnarmenn segjast þó hvergi búnir að gefast upp og að þeir séu enn í vígahug.
Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.
Kvenkyns mótmælendum mætt af hörku í Kabúl
Konur söfnuðust saman á götum Kabúl í dag til þess að mótmæla kynjamisrétti og krefjast þátttöku kvenna í stjórnmálum í landinu. Talíbanar mættu konunum af mikilli hörku og segja viðstaddir þeir hafi beitt rafstuðtækjum, piparúða og skotvopnum.
Flugvöllurinn í Kabúl opnaður á ný
Flugvöllurinn í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið opnaður aftur. Frá þessu greinir sendiherra Katar í Afganistan. Eins og staðan er nú er flugvöllurinn aðeins opinn fyrir mannúðaraðstoð til borgarinnar en stefnt er að því að farþegaflug hefjist bráðlega.
04.09.2021 - 18:17
Brýnt að veita Afgönum skjóta og trygga neyðaraðstoð
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun ræða neyðaraðstoð fyrir Afganistan á ráðstefnu í Genf 13. september næstkomandi. Mikil neyð vofir yfir milljónum Afgana.
Fimm ára afganskur drengur lést í Varsjá
Fimm ára afganskur drengur sem yfirgaf Kabúl í ágúst eftir valdatöku Talibana lést á sjúkrahúsi í Varsjá í Póllandi í morgun eftir að hafa borðað eitraðan svepp, og sex ára gamall bróðir hans er í bráðri lífshættu. AFP fréttastofan greinir frá.
02.09.2021 - 10:47
Erlent · Afganistan · Pólland · Kabúl · Varsjá
Hafa náð sambandi við 40 afganska flóttamenn
Gríðarlegt öngþveiti ríkir við hliðið inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan. Sumir þeirra Afgana sem hafa fengið hæli í öðrum löndum hafa hætt við að yfirgefa landið af ótta við aðgerðir Talibana á leiðinni út á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins hér á landi segir að náðst hafi samband við um fjörutíu manns. Einhverjum hafi tekist að komast inn á flugvöllinn.
25.08.2021 - 12:39
Sjónvarpsfrétt
Árangur Talíbana sem olía á eld öfgahópa
Erlent herlið og alþjóðastofnanir virðast hafa verið illa undirbúnar fyrir snögga valdatöku Talibana í Afganistan. Öfgahópar víða um heim fagna nýrri stjórn í landinu. Árangur Talibana gæti virkað sem olía á eldinn meðal slíkra hópa að mati öryggis- og varnarmálafræðings.
21.08.2021 - 19:33
Allir bankar lokaðir í Afganistan sjöunda daginn í röð
Grikkir herða nú eftirlit á landamærum sínum að Tyrklandi vegna flóttafólks sem reynir að komast frá Afganistan. Bandaríkjaforseti heitir því að koma öllum hermönnum sínum og samstarfsmönnum þeirra heim frá Afganistan en varar við því að ferðin gæti reynst hættuför. Sjöunda daginn í röð eru allir bankar í Afgainstan lokaðir.
21.08.2021 - 12:13
Styðja ákvörðun um brotthvarf en ekki aðferðina við það
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hvernig staðið var að brotthvarfi bandarískra hersveita frá Afganistan. Engu að síður sýna kannanir heima fyrir að fjöldi Bandaríkjamanna styður þá ákvörðun að kalla hermennina heim.
G7-ríkin hvetja Talibana til að hleypa fólki úr landi
G7 ríkin brýna fyrir Talibönum að hleypa fólki úr landi og margvíslegar alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af stöðu mála í landinu. Fólk reynir enn í örvæntingu að komast á brott frá Afganistan. Þúsundir hafa komist á brott með vestrænum flugvélum.
Vopnuð andspyrnuhreyfing undir stjórn varaforsetans
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði frá því í dag að vopnuð andspyrnuhreyfing væri að myndast gegn Talibönum í Panjshir-dal, skammt frá Kabúl. Varaforseti Afganistan er einn þeirra sem sagður er fara fyrir hópnum.
Leita fólks sem starfaði fyrir NATÓ og Bandaríkin
Talibanar herða leit sína að fólki sem starfaði fyrir og með NATÓ og Bandaríkjaher. Einkum beina þeir spjótum sínum að starfsfólki úr her, lögreglu og rannsóknarstofnunum. Það er í mikilli þversögn við hástemmd loforð Talibana um sakaruppgjöf og grið þeirra Afgana sem störfuðu fyrir vestræn ríki undanfarin tuttugu ár.
19.08.2021 - 12:48
Konum verður leyft að starfa innan ramma laganna
Talibanar segjast munu tryggja konum réttindi til náms og vinnu byggt á Sjaría-lögum, öllum sem hafa unnið fyrir erlend ríki verður veitt sakaruppgjöf og fjölmiðlar fá að starfa áfram. Allt eftir reglum Talibana. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þeirra í Kabúl í dag.
Fáar konur á ferli í Kabúl
Íbúar í Kabúl hafa brugðist varfærnislega við nærveru sveita Talibana í borginni. Fátt er um konur á ferli en Talibanar segja opinberum starfsmönnum að snúa aftur til starfa. Fólk reynir enn að forða sér úr landi.
Biden rýfur þögnina um ástandið í Afganistan í kvöld
Bandaríkjaforseti rýfur í kvöld þögn sína um valdatöku Talibana í Afganistan. Bandaríkin liggja undir þungu ámæli frá fjölda þjóðarleiðtoga fyrir að kalla herlið heim frá landinu.