Færslur: Kabúl

Vopnahlé í Afganistan
Lýst hefur verið yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan. Þetta er í þriðja sinn á nítján árum sem það gerist og alltaf í tengslum við trúarhátíðir múslíma, að þessu sinni Eid al-Adha-hátíðina.
31.07.2020 - 03:29
10 látnir eftir stóra sprengingu í Kabúl
Í það minnsta 10 eru látnir og tugir særðir eftir að gríðarlega öflug bílsprengja sprakk í Kabúl höfuðborg Afganistans í morgun. Sérsveitarmenn berjast nú við vopnaða menn á svæði sem hýsir byggingar hersins og stjórnar, að sögn embættismanna.
01.07.2019 - 06:48
Áströlsk kona leyst úr haldi í Afganistan
Áströlsk kona sem rænt var í Kabúl, höfuðborg Afganistans í fyrra, hefur nú verið leyst úr haldi. Ástralska utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun. Konan vann sem hjálparstarfsmaður í Afganistan, en hvarf í nóvember. Talið er líklegt að glæpasamtök hafi rænt henni í því skyni að semja um lausnargjald, en mannrán eru algeng í Afganistan.
15.03.2017 - 09:07
Að minnsta kosti 16 látnir í árásum í Kabúl
Sextán manns hið minnsta eru látnir eftir tvær hryðjuverkaárásir talibana í Kabúl, höfuðborg Afganistans, fyrr í dag. Í fyrri árásinni sprengdi maður bíl sinn í loft upp við lögreglustöð í borginni og í kjölfarið réðust samherjar hans á stöðina.
01.03.2017 - 16:40