Færslur: Justin Trudeau

„Þetta er ekki tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum“
Kanadísk yfirvöld lofuðu í dag umfangsmiklum fjárfestingum og kynntu fyrirætlanir um að skapa fleiri en milljón störf. Ríkisstjórn Justins Trudeau hefur gefið það út að nú sé ekki rétti tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum og lofað „að gera allt sem hægt er til að styðja við fólk og fyrirtæki eins lengi og kreppan varir, hvað sem það kostar“.
23.09.2020 - 20:05
Trudeau ber af sér sakir
Justin Trudeau ber af sér allar sakir um hagsmunaárekstra gagnvart alþjóðlegu góðgerðasamtökunum WE Charity. Hann talaði máli sínu frammi fyrir fjármálanefnd kanadíska þingsins.
31.07.2020 - 01:20
Tvísýnar kosningar í Kanada í dag
Þingkosningar fara fram í Kanada í dag. Tvísýnt er um úrslit því stærstu flokkarnir tveir, Frjálslyndir og Íhaldsmenn, njóta báðir stuðnings þrjátíu og eins til þrjátíu og tveggja prósenta kjósenda, samkvæmt skoðanakönnunum síðustu daga. Leiðtogar flokkanna, Justin Trudeau forsætisráðherra, og Andrew Scheer, formaður Íhaldsflokksins, voru á þönum um helgina, landshorna á milli, í von um að tryggja sér og sínum flokkum atkvæðin sem skilja milli feigs og ófeigs þar sem fylgið er hvað jafnast.
21.10.2019 - 05:31
Forsætisráðherra braut gegn siðareglum
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann bað ríkissaksóknara um að semja við verktakafyrirtækið SNC-Lavalin. AFP fréttastofan greinir frá. Þetta er niðurstaða sjálfstæðrar nefndar sem metur brot á siðareglum meðal kanadískra stjórnmálamanna.
15.08.2019 - 01:31
G7 í uppnámi eftir leiðtogafund
Viðskiptastríð er í uppsiglingu í Norður-Ameríku. Harðari tónn er í forsætisráðherra Kanada eftir að tveggja daga leiðtogafundi G7 ríkjanna lauk í gær . Svo virðist sem samstarf ríkjanna sjö sé í uppnámi.
10.06.2018 - 12:33
  •