Færslur: Justin Trudeau

Krefjast óháðrar rannsóknar á örlögum frumbyggjabarna
Kallað er eftir því að kanadísk stjórnvöld hefji umsvifalaust rannsókn á örlögum þúsunda barna af frumbyggjaættum sem dóu í sérstökum heimavistarskólum. Á annað þúsund grafir barna hafa fundist á skólalóðum frá því í maí.
Minnihlutastjórn Trudeaus hélt velli
Minnihlutastjórn Justins Trudeaus, forsætisráðherra Kanada, stóð af sér jafngildi atkvæðagreiðslu um vantraust í gær, þegar atkvæði voru greidd um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í neðri deild þingsins. Kanadíski Íhaldsflokkurinn og aðrir flokkar á hægri væng stjórnmálanna sameinuðust gegn fjárlagafrumvarpinu og hvöttu aðra flokka til að gera hið sama. Það gekk þó ekki eftir því aðrir flokkar lögðust á sveif með Frjálslynda flokknum og var frumvarpið samþykkt með 211 atkvæðum gegn 121.
24.06.2021 - 03:34
Sjónvarpsfrétt
„Enginn trúði fólkinu hérna“
Forsætisráðherra Kanada heitir aðgerðum gegn rasisma og ætlar að setja aukið fé í málaflokkinn. Fjöldagröf barna sem nýlega fannst við heimavistarskóla sem börn frumbyggja voru þvinguð í hefur vakið mikinn óhug og reiði meðal íbúa landsins. Kona sem var þvinguð í skólann segir að börnunum hafi ekki verið trúað.
04.06.2021 - 19:45
Trudeau hvetur til hertra sóttvarnaraðgerða
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hvetur til þess að sóttvarnaraðgerðir verði hertar í öllum fylkjum landsins þar sem bólusetningar ná ekki að halda í við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi.
Kanadamenn hyggjast deila bóluefni með öðrum
Alls hafa Kanadamenn pantað yfir 400 milljónir skammta af bóluefni frá sjö framleiðendum, en þar búa þó aðeins 38 milljónir manna. Því sem þeir ekki þurfa sjálfir hyggjast þeir deila með öðrum ríkjum að sögn Justins Trudeau forsætisráðherra landsins.
„Þetta er ekki tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum“
Kanadísk yfirvöld lofuðu í dag umfangsmiklum fjárfestingum og kynntu fyrirætlanir um að skapa fleiri en milljón störf. Ríkisstjórn Justins Trudeau hefur gefið það út að nú sé ekki rétti tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum og lofað „að gera allt sem hægt er til að styðja við fólk og fyrirtæki eins lengi og kreppan varir, hvað sem það kostar“.
23.09.2020 - 20:05
Trudeau ber af sér sakir
Justin Trudeau ber af sér allar sakir um hagsmunaárekstra gagnvart alþjóðlegu góðgerðasamtökunum WE Charity. Hann talaði máli sínu frammi fyrir fjármálanefnd kanadíska þingsins.
31.07.2020 - 01:20
Tvísýnar kosningar í Kanada í dag
Þingkosningar fara fram í Kanada í dag. Tvísýnt er um úrslit því stærstu flokkarnir tveir, Frjálslyndir og Íhaldsmenn, njóta báðir stuðnings þrjátíu og eins til þrjátíu og tveggja prósenta kjósenda, samkvæmt skoðanakönnunum síðustu daga. Leiðtogar flokkanna, Justin Trudeau forsætisráðherra, og Andrew Scheer, formaður Íhaldsflokksins, voru á þönum um helgina, landshorna á milli, í von um að tryggja sér og sínum flokkum atkvæðin sem skilja milli feigs og ófeigs þar sem fylgið er hvað jafnast.
21.10.2019 - 05:31
Forsætisráðherra braut gegn siðareglum
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann bað ríkissaksóknara um að semja við verktakafyrirtækið SNC-Lavalin. AFP fréttastofan greinir frá. Þetta er niðurstaða sjálfstæðrar nefndar sem metur brot á siðareglum meðal kanadískra stjórnmálamanna.
15.08.2019 - 01:31
G7 í uppnámi eftir leiðtogafund
Viðskiptastríð er í uppsiglingu í Norður-Ameríku. Harðari tónn er í forsætisráðherra Kanada eftir að tveggja daga leiðtogafundi G7 ríkjanna lauk í gær . Svo virðist sem samstarf ríkjanna sjö sé í uppnámi.
10.06.2018 - 12:33