Færslur: Justin Trudeau

Trudeau vill herða lög um byssueign í Kanada
Stjórnvöld í Kanada kynntu í gær, mánudag, tillögu að hertri löggjöf um byssueign þar í landi. Verði frumvarpið að lögum verður óheimilt að kaupa, selja eða flytja skambyssur inn til landsins. Að auki verður takmarkað verulega aðgengi að eftirlíkingum af byssum eða leikföngum sem líta út eins og skotvopn.
31.05.2022 - 01:12
Segir brýnt að Kanada viðurkenni brot gegn frumbyggjum
Karl Bretaprins segir brýnt að Kanadastjórn viðurkenni brot gegn frumbyggjum í landinu. Hann segir sömuleiðis mikilvægt að sættir náist. Karl er á þriggja daga opinberri heimsókn í Kanada ásamt Camillu eiginkonu sinni.
Zelensky veitti hundi hugrekkisverðlaun
Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, afhenti í gær hundinum Patron og eiganda hans hugrekkisverðlaun fyrir viðleitni þeirra á meðan að innrás Rússa hefur staðið yfir.
09.05.2022 - 07:16
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Beitingu neyðarlaga hætt í Kanada
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada afnam í sérstakan neyðarrétt sem veitti Ottawalögreglunni heimild til að leysa upp mótmæli flutningabílstjóra í borginni. Trudeau lýsti jafnframt yfir á blaðamannafundi að ekki ríkti hættuástand lengur.
Kanadastjórn grípur til neyðarúrræða vegna mótmæla
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ákvað í dag að grípa til aðgerða sem aðeins er heimilt að beita í neyð. Með því er ætlunin að binda enda á mótmæli flutningabílstjóra og fleiri gegn skyldubólusetningu og sóttvarnareglum í landinu.
Mótmælendum vísað brott af Ambassador-brúnni
Lögregla hefur í dag verið í óða önn að koma flutningabílstjórum og öðrum mótmælendum í brott frá Ambassador-brúnni einni helstu flutningsleiðinni milli Kanada og Bandaríkjanna.
Dómari fyrirskipar mótmælendum að opna vegi
Kanadískur dómari fyrirskipaði mótmælendum í dag að yfirgefa og þar með opna leiðina yfir Ambassador-brúna sem tengir Ontario-fylki og borgina Detroit í Bandaríkjunum.
Mótmælendur loka fleiri birgðaleiðum
Mótmælendur í Kanada hafa nú lokað þriðju birgðaleiðinni sem tengir landið við Bandaríkin. Svipuð mótmæli eru hafin í Evrópu en stjórnvöld í Washington hvetja nágranna sína í norðri til að stöðva mótmælin.
Fjöldamótmæli halda áfram í Ottawa
Mótmæli þúsunda Kanadamanna, gegn bólusetningarskyldu flutningabílstjóra og öðrum sóttvarnaráðstöfunum stjórnvalda, héldu áfram í höfuðborginni Ottawa í dag, þriðja daginn í röð.
Fjölmenn mótmæli í höfuðborg Kanada
Þúsundir komu saman í Ottawa höfuðborg Kanada í dag og mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum ríkisstjórnar Justins Trudeau. Margir létu einnig ýmiskonar aðra óánægju sína í ljósi.
Kanada
Flutningabílstjórar mótmæla bólusetningarskyldu
Mikill fjöldi flutningabílstjóra streymdu til Ottawa höfuðborg Kanada í gær til að mótmæla því að bólusetningar sé krafist hyggist þeir aka yfir landamærin yfir til Bandaríkjanna.
Svokallaðar sinnaskiptameðferðir gerðar refsiverðar
Kanadíska þingið samþykkti í dag einróma bann með lögum við svokölluðum sinnaskiptameðferðum. Það þýðír að allar aðgerðir sem miða að því að snúa fólki frá kynhneigð sinni eða kynvitund verða refsiverðar.
Kanadaher aðstoðar íbúa hamfarasvæða
Kanadaher mun aðstoða íbúa þeirra svæða sem verst urðu úti í hamfaraveðrinu í Bresku Kólumbíu. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi vegna gríðarlegra flóða og aurskriðna sem ollu verulegu tjóni, því mesta í manna minnum.
Þúsundir Kanadamanna yfirgefa heimili sín vegna flóða
Úrhellisrigning gekk yfir Kyrrhafsstörnd Kanada í gær sem varð til þess að íbúar neyddust til að yfirgefa heimili sín. Sömuleiðis skemmdust vegir og önnur mannvirki. Ríkisstjórnin heitir aðstoð umsvifalaust.
16.11.2021 - 05:12
Frjálslyndi flokkur Trudeaus hafði betur í Kanada
Frjálslyndi flokkur Justins Trudeaus forsætisráðherra sigraði í þingkosningunum í Kanada. Hann náði þó ekki hreinum meirihluta. Hann þakkaði kjósendum fyrir stuðninginn og andstæðingum fyrir drengilega baráttu.
21.09.2021 - 04:18
Tvísýnar kosningar framundan í Kanada
Um það bil 27 milljónir Kanadamanna ganga til þingkosninga í dag, mánudag og búist er við tvísýnum úrslitum. Fyrstu kjörstaðir verða opnaðir klukkan 11 að íslenskum tíma en vegna fjölda póstatkvæða er ekki talið öruggt að talningu ljúki í kvöld.
20.09.2021 - 03:21
Einn af hverjum fimm kýs utan kjörfundar í Kanada
Næstum einn af hverjum fimm Kanadamönnum greiddu atkvæði utan kjörstaðar um liðna helgi. Einnig er talið að óvenjumargir nýti sér að greiða póstatkvæði sökum kórónuveirufaraldursins.
Boðað til kosninga í Kanada
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur boðað til kosninga í landinu 20. september næstkomandi.
15.08.2021 - 20:56
Forgangsverkefni að fá Spavor og Kovrig látna lausa
Bandaríkjastjórn fordæmir fangelsisdóm þann sem kínverskur dómstóll felldi yfir kanadíska kaupsýslumanninum Michael Spavor í morgun. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Spavor verði umsvifalaust látinn laus.
Krefjast óháðrar rannsóknar á örlögum frumbyggjabarna
Kallað er eftir því að kanadísk stjórnvöld hefji umsvifalaust rannsókn á örlögum þúsunda barna af frumbyggjaættum sem dóu í sérstökum heimavistarskólum. Á annað þúsund grafir barna hafa fundist á skólalóðum frá því í maí.
Minnihlutastjórn Trudeaus hélt velli
Minnihlutastjórn Justins Trudeaus, forsætisráðherra Kanada, stóð af sér jafngildi atkvæðagreiðslu um vantraust í gær, þegar atkvæði voru greidd um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í neðri deild þingsins. Kanadíski Íhaldsflokkurinn og aðrir flokkar á hægri væng stjórnmálanna sameinuðust gegn fjárlagafrumvarpinu og hvöttu aðra flokka til að gera hið sama. Það gekk þó ekki eftir því aðrir flokkar lögðust á sveif með Frjálslynda flokknum og var frumvarpið samþykkt með 211 atkvæðum gegn 121.
24.06.2021 - 03:34
Sjónvarpsfrétt
„Enginn trúði fólkinu hérna“
Forsætisráðherra Kanada heitir aðgerðum gegn rasisma og ætlar að setja aukið fé í málaflokkinn. Fjöldagröf barna sem nýlega fannst við heimavistarskóla sem börn frumbyggja voru þvinguð í hefur vakið mikinn óhug og reiði meðal íbúa landsins. Kona sem var þvinguð í skólann segir að börnunum hafi ekki verið trúað.
04.06.2021 - 19:45
Trudeau hvetur til hertra sóttvarnaraðgerða
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hvetur til þess að sóttvarnaraðgerðir verði hertar í öllum fylkjum landsins þar sem bólusetningar ná ekki að halda í við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi.
Kanadamenn hyggjast deila bóluefni með öðrum
Alls hafa Kanadamenn pantað yfir 400 milljónir skammta af bóluefni frá sjö framleiðendum, en þar búa þó aðeins 38 milljónir manna. Því sem þeir ekki þurfa sjálfir hyggjast þeir deila með öðrum ríkjum að sögn Justins Trudeau forsætisráðherra landsins.