Færslur: Jussi Niinistö

Finnar ætla að efla varnir
Finnska stjórnin hefur samþykkt nýja varnarmálaáætlun fyrir landið. Gert er ráð fyrir að varnir verði efldar og meira fé varið til landvarna. Stjórnin kynnti nýju áætlunina og og Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra, sagði að aukningin væri hófleg. Komi til styrjaldarástands er gert ráð fyrir að 280 þúsund manns verði í finnska heraflanum í stað 230 þúsunda eins og núverandi áætlun segir til um.
20.02.2017 - 21:30