Færslur: Júníus Meyvant

Straumar
„Sefur þú nú sætt og rótt, sveipuð í rökkri og yl“
Söngvararnir Bríet og Júníus Meyvant eru í sexu-gír í Straumum kvöldsins. Þau stilla saman strengi sína og flytja hugljúfa ábreiðu af laginu Ástarsæla sem Hljómar gerðu vinsælt á sjöunda áratug.
27.03.2021 - 09:10
Myndskeið
Júníus Meyvant í morgunþætti CBS
Það má ætla að allmargir nývaknaðir Bandaríkjamenn hafi nuddað stírurnar úr augunum undir mjúkum tónum Júníusar Meyvants um helgina þegar hann flutti nýtt lag í vinsælum morgunþætti á CBS.
11.06.2019 - 12:04
Kacey Musgraves og Júníus Meyvant
Kacey Musgraves sem nældi sér í fern Grammy verðlaun á Grammy hátíðinni fyrir viku er til umfjöllunar í Rokklandi vikunnar og Júníus Meyvant kemur í heimsókn.
Gagnrýni
Svellkaldar sálarstemmur
Across the Borders er önnur plata Júníusar Meyvants og sýnu styrkari en frumburðurinn. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Myndskeið
Júníus Meyvant í danskri jólatónlistarveislu
Júníus Meyvant er einn fjölmargra listamanna sem komu fram í árlegri jólatónlistarveislu danska ríkisútvarpsins.
23.12.2018 - 13:45
Aðsóps- og tilkomumikið en hvað svo?
Júníus Meyvant hefur vakið athygli að undanförnu fyrir sálarríka, risavaxna tónlist. Ferill hans er keyrður af vandvirkni, ímyndarmál og allt slíkt á þurru en er það nóg? Spyr Arnar Eggert Thoroddsen sem rýnir í fyrstu breiðskífu Júníusar, Floating Harmonies, sem er plata vikunnar á Rás 2.